Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 56

Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 56
V í___K G láÉTT# alltaf á Miövikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn Pálsson Banndaga- kerfi gallað ÞORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Islenskra sjávarafurða hf. að banndagakerfið smábátanna væri meingallað. „Ég hef ekki trú á því að miðstýring í sóknarmarkskerfi af þessu tagi dugi smábátum fremur en öðrum,“ sagði Þor- steinn. ■ Endurskoða þarf/D2 Breiðablik íslandsmeistari BREIÐABLIK varð í gærkvöldi íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna í fyrsta sinn, en Breiða- bliksstúlkur komu upp í fyrstu deild í fyrra og er árangur þeirra þeim mun athyglisverð- ari. Kópavogsstúlkur unnu Keflvíkinga í þriðja úrslita- Ieiknum og fögnuðu þar með fyrsta íslandsmeistaratitli Breiðabliks í meistaraflokki í körfuknattleik. Það var því ærin ástæða fyrir Blika að fagna í gærkvöldi. ■ Nýliðamir fögnuðu/F4 Sex manna fjölskylda með 125 til 210 þús. í atvinnutekjur Umframtekjur fara nær allar í jaðarskatta JAÐARSKATTAR geta farið upp í tæplega 100% hjá fjölskyldu sem hefur atvinnutekjur á bilinu 125 til 210 þúsund krónur vegna samspils skatta og tekjutengdra bóta, svo sem barnabóta og húsaleigubóta, samkvæmt útreikningum hagfræð- inga Alþýðusambands íslands. 4,20 kr. til ráðstöfunar af hverjum 100 krónum í útreikningunum eru tekin dæmi af hjónum sem eiga fjögur börn, greiða 45 þúsund krónur í húsa- leigu á mánuði og skulda námslán. Þar segir að séu atvinnutekjur fjöl- skyldunnar á bilinu 125 til 210 þúsund krónur á mánuði verði svo- nefndur jaðarskattur hjónanna 95,8%. Það þýði að hækki laun fjöl- skyldunnar hafi hún ekki til ráð- stöfunar nema rétt rúmar fjórar krónur af hveijum hundrað krónum sem launin hækki. í útreikningunum er tekið tillit til þess að fullar barnabætur fyrir börnin ijögur séu 43.086 krónur á mánuði og byiji að skerðast þegar atvinnutekjur nái 92 þúsund krón- um. Húsaleigubætur séu 21 þúsund krónur og byiji að skerðast við 125 þúsund króna laun. Þá sé farið að reikna tekjuskatt, 41,93%, þegar fjölskyldutekjurnar nái 120 þúsund krónum. Frádráttur jafngildir lækkun skattprósentu Þessu til viðbótar verði að gera ráð fyrir iðgjöldum í lífeyrissjóð og stéttarfélagsgjaldi. Frádráttur vegna lífeyrissjóðsiðgjalds hafi þó lækkað 1. apríl þegar hluti hans varð frádráttarbær frá skatti. Það jafngildi hækkun skattleysismarka eða lækkun skattprósentu í 41,1%. í útreikningunum er gert ráð fýrir greiðslu námslána sem nemur 3,75% af tekjum. í meðfylgjandi dæmum fær fjöl- skyldan húsaleigu- og barnabætur samkvæmt áðumefndum forsend- um. Þar kemur í ljós að séu fjöl- skyldutekjur 210 þúsund greiði fólk meira til hins opinbera en það fær þaðan. Nettóframlag þess til sam- eiginlegra sjóða verði 38 þúsund krónur á mánuði. Liti betur út í eigin húsnæði Þegar atvinnutekjur eru komnar yfír 210 þúsund falli húsaleigubæt- ur alveg niður og við 230 þúsund króna mörkin séu barnabætur komnar í lágmark og séu eftir það 12.791 króna, sama hve háar tekj- urnar séu. Eftir það dragist aðeins tekjuskattsprósentan, lífeyris- greiðslur, stéttarfélagsgjald og endurgreiðsla námslána frá launun- um en þessar greiðslur nemi 49,8 prósentum. Fram kemur að dæmið liti heldur betur út ef gert væri ráð fyrir að fjölskyldan byggi í eigin húsnæði en á móti kæmi að þá þyrfti að greiða fasteignagjöld og halda við húseigninni. 'Páskahátíð á Akureyri VETRARHÁTÍÐIN Páskar á Akureyri var sett á Ráðhús- torgi í gær, en að henni standa fjölmargir aðilar í ferðaþjón- ustu í bænum. Margs konar menningarviðburðir verða á hátíðinni, sem stendur fram að páskum og má þar m.a. nefna tónleika Kristjáns Jó- hannssonar og Sigrúnar Ujálmtýsdóttur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Þessi litla hnáta undi sér vel í örmum trúðs á Ráðhústorg- inu í gær. ■ Fjölbreytt páskáhátíð/14 Morgunblaðið/Rúnar Þór Skoðanakönnun Félagvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið Sj álfstæðisflokkurinn fengi 37,6% atkvæða SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 37,6% atkvæða í alþingis- kosningunum á laugardag, gengju niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands hefur gert fyrir Morgunblað- ið, eftir. Könnunin var gerð á sunnudag, mánudag og fram eftir degi í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fylgi 35% þeirra, sem afstöðu tóku í síð- ustu könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem gerð var 18.-21. marz. Fylgisviðbótin nú er ekki tölfræðilega marktæk. Fylgið er nú um einu prósentustigi undir kosningafylgi flokksins 1991. Framsóknarflokkur með 21,1% Fylgi annarra flokka breytist minna frá seinustu könnun. Fram- sóknarflokkurinn fær nú 21,1%, en fékk 20,4% í seinustu könnun og 18,9% í kosningunum. Alþýðubandalagið stendur í stað frá í marz og fær nú 12,8% fylgi, en fékk 14,4% í kosningunum 1991. Alþýðuflokkurinn fékk í marz 11,6% fylgi, en hefur nú stuðning 10,6% þeirra, sem afstöðu tóku, nærri fimm prósentustigufn undir kjörfýlgi sínu. Kvennalisti tapar nokkru fylgi, hefur nú 5,1%, miðað við 6,5% í marz og 8,3% í kosningunum fyrir ijórum árum. Þjóðvaki hefur nú 11,3% stuðning, dalar örlítið frá í marz er flokkurinn fékk . 12,1% fyigi- Hlutfall óákveðinna í könnun Félagsvísindastofnunar var 5,6%. Úrtakið var 1.500 manns og var nettósvarhlutfall 71,8%. Spurt var um fylgi við ríkis- stjórnina og sögðust 43% þeirra, sem svara, styðja stjórnina, en 42,5% sögðust henni andvígir. Hlutlausir í afstöðu sinni til stjórn- arinnar sögðust 14,5%. Stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar fjölgar frá síðustu könnun. Hins vegar er samanlagt fylgi við stjórnarflokk- ana ekki nema rúmlega 48% og héldi stjómin því ekki meirihluta sínum, gengju niðurstöður könnun- arinnar eftir. ■ Ber áróður/12 Álverið í Straumsvík Akvörðun um stækk- un í júní ÁKVÖRÐUN um hvort Alusuisse- Lonza ræðst í stækkun álversins í Straumsvík verður tekin á stjórn- arfundi fyrirtækisins í júnímánuði, að því er fram kom á samninga- fundi viðræðunefndar íslendinga og Alusuisse í Kaupmannahöfn í gær. Jafnframt hefur verið ákveð- inn annar fundur 20. og 21. apríl næstkomandi þar sem reyna á að semja um orkuverð og skattalega meðferð fýrirtækisins. Þetta kom fram hjá Sighvati Björgvinssyni, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, í gær. Sighvatur sagði að á fundinum nú hefði ver- ið farið yfir tvo tæknilega mögu- leika á framleiðslu áls. Annars vegar væri um að ræða þá tækni sem beitt er í Straumsvík og það myndi þýða að framleiðslugetan yxi um 60 þúsund tonn af áli á ári. Hins vegar væri um að ræða þýska tækni sem gerði það að verk- um að framleiðslugeta yxi um 90 þúsund tonn á ári. Við samanburð á þessum tveimur kostum hefði komið í ljós að þeir væru sambæri- legir hvað varðaði stofn- og rekstr- arkostnað og því hefði fyrirtækið lýst því yfir að það kysi frekar þá tækni sem notuð væri í þeirra verk- smiðjum og þeir þekktu. Framkvæmdir í sumar Sighvatur sagði að verði niður- staða stjórnar Alusuisse jákvæð hvað varðar stækkun verði hægt að hefjast handa um framkvæmdir síðar í sumar. Um er að ræða rúm- lega 10 milljarða króna fram- kvæmd, sem einkum felst í bygg- ingu nýs kerskála, því fyrir er hafnaraðstaða, skautsmiðja og annað það sem þarf til framleiðsl- unnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.