Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 7
FRÉTTIR
Ný stjórn Ósvarar
kosin á föstudag
ísafirði. Morgunbladið.
BOÐAÐ hefur verið til hluthafa-
fundar í útgerðarfélaginu Ósvör
hf. í Bolungarvík á föstudag. Á
fundinum verður kosin ný stjórn.
Bakki hf. í Hnífsdal tekur ekki við
meirihlutavaldi fyrr en síðar.
Guðmundur Halldórsson stjórn-
armaður leggur fram tillögur um
breytingar á samþykktum félags-
ins. Fjalla þær um takmarkanir á
sölu varanlegra aflaheimilda frá
félaginu og að leigugjald veiði-
heimilda taki mið af markaðsverði.
Halldór Benediktsson starfandi
bæjarstjóri í Bolungarvík sagði í
samtali við Morgunblaðið að þó
Aðalbjörn Jóakimsson í Bakka taki
ekki við stjórnartaumunum á
fundinum muni hann sjálfsagt fá
mann kosinn í stjórn út á eignar-
hlut sinn. Eigandi Bakka er að
vinna þá fyrirvara sem settir voru
við kaup hans á hlutabréfum bæj-
arins í Ósvör og bíður m.a. eftir
afgreiðslu stjórnar Byggðastofn-
unar á ósk um skuldbreytingu.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur hef-
ur beint þeim tilmælum til núver-
andi stjórnar Ósvarar að ráðast
ekki í neinar meiriháttar fjárfest-
ingar eða aðgerðir á meðan unnið
er að málum fyrirtækisins og þau
fá lendingu.
Vinur frá Hnífsdal skráður í
Bolungarvík
Bakki hf., sem keypti meirihluta
hlutafjár bæjarsjóðs Bolungarvíkur
í Ósvör sem og hluta fjölmargra
annarra hluthafa í Ósvör, hefur
skráð skip sitt með heimahöfn í
Bolungarvík og fékk skipið nýtt
nafn við það tækifæri. Skipið sem
áður hét Örri ÍS-20 heitir nú Vinur
ÍS-25.
ORRIÍS-20 frá Hnífsdal heitir nú Vinur ÍS-25 eftir að
Bakki flutti skráningu hans til Bolungarvíkur.
Áhugi á líf-
rænum
landbúnaði
fer vaxandi
REGLUGERÐ um lífræna ræktun
og átaksverkefni um markaðs- og
vöruþróun íslenskra afurða á
grundvelli hollustu og hreinleika
hefur verið undirrituð.
Áhugi hefur farið vaxandi á líf-
rænum landbúnaði á undanförnum
árum, en með því er átt við að fram-
leiðslan byggist á náttúrulegum
aðferðum sem ekki misbjóða um-
hverfinu. Vitund almennings hefur
styrkst hvað varðar náttúru- og
dýravernd og hollustu neysluvara.
Reglugerð kynnt
Landbúnaðarráðherra, Halldór
Blöndal, kynnti reglugerðina á
blaðamannafundi á Akureyri en þar
kom m.a. fram að ýmsar forsendur
séu fyrir því að Islendingar geti
náð forskoti á framleiðlu á lífræn-
um eða náttúrulegum hollustuaf-
urðum.
Talið er að fjöldi bænda geti með
lítilli fyrirhöfn tileinkað sér þá
framleiðsluhætti sem krafist er, en
m.a. þarf til að koma óspillt um-
hverfi, góð undirstöðuþekking og
agað hugarfar.
í reglugerð um lífræna ræktun
eru skilgreindir þeir búskapar- og
framleiðsluhættir sem felast í líf-
rænum landbúnaði. í henni er m.a.
fjallað um framleiðslueftirlit, fram-
leiðslureglur fyrir jarðrækt, garð-
yrkju, búfjárrækt og fiskeldi,
geymslu, flutning, pökkun og
vinnslu, vörumerkingar og eftirlit
með vottunarkerfum.
Mun meiri kröfur eru gerðar til
umhverfisvemdar í lífrænum bú-
skaparháttum en öðrum og er
gæðaeftirlit mikið á öllum stigum.
Ólafur Dýrmundsson ráðunautur
var formaður nefndar sem gerði
úttekt á skilyrðum íslendinga til
lífrænnar ræktunar en niðurstöður
hennar voru m.a. að gera þarf átak
til að efla rannsóknir, kennslu og
leiðbeiningar á þessu sviði, áherslu-
breytingar verði gerðar á forgangs-
röðun rannsóknarverkefna enda sé
um nýsköpun í landbúnaði að ræða.
Þá verði starfsemi Tilraunastöðvar-
innar á Sámsstöðum og Gróðrar-
stöðvarinnar að Tumastöðum í
Fljótshlíð samtengd og þar komið
á fót sérhæfðum rannsóknum í líf-
rænni ræktun í samvinnu við bænd-
ur sem slíkan búskap stunda. Þá
kemur fram í niðurstöðum nefndar-
innar að kanna verði með hvaða
hætti megi efla lífrænan landbúnað
með tímabundnum aðlögunar-
styrkjum og lánafyrirgreiðslu.
Halldór gat þess að tilgangur
þessa starfs Væru sá að leita allra
færra leiða til að styrkja markaðs-
stöðu íslenskra búvara, bæði heima
og erlendis. Fram kom í máli Ólafs
að erlendis fengist allt frá 20—45%
hærra verð fyrir lífrænt ræktaðar
búvörur svo til mikils væri að vinna.
Jafhar greiðslur
Óverðtryggð lán
til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum
allan lánstímann!'
íslandsbanki vill stuöla aö stööugleika í fjármálum heimilanna og býöur nú nýjan
lánamöguleika. Óverötryggö lán til allt aö 5 ára meö jöfnum greiöslum allan lánstímann.
Leitaöu upplýsinga í ncesta útibúi bankans.
ÍSLAN DS BANKI
- / takt viö nýja tíma!
*Um er aö rœöa jafngreiöslulán. Creiöslubyröi þessara lána veröur jöfn út lánstímann á meöan vextir breytast ekki.
YDDA F26.233/SÍA