Morgunblaðið - 05.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.04.1995, Qupperneq 1
80. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 Verkföllin í Færeyjum Vaxandi öngþveiti Þórshöfn. Morgfunblaðið. BRESTIR eru komnir í landstjóm- ina í Færeyjum en einn stjórnar- flokkanna, Verkamannafylkingin, hefur lýst yfir stuðningi við kröfur opinberra starfsmanna um 8,5% launahækkun. Talsmenn hinna stjómarflokk- anna, Jafnaðarflokks, Sambands- flokks og Sjálvstýriflokks, vildu ekkert um þessa afstöðu Verka- mannafýlkingarinnar segja í gær en Óli Jacobsen, fulltrúi hennar í landstjórninni, sagði, að stjómin starfaði enn. Lagði hann áherslu á, að aðeins væri verið að viður- kenna, að opinberir starfsmenn ættu rétt á hækkuninni samkvæmt fyrri samningum. Það gerir svo málið ekki einfald- ara fyrir landstjórnina að eitt jafn- aðarfélagið er sama sinnis og Verkamannafylkingin. Alger upplausn? Ákvörðun Verkamannafylking- arinnar gæti endað með stjórnar- slitum og þá væri upplausnin al- gjör, samfélagið lamað vegna verkfalla og stjórnlaust að auki. Leiðtogar á fundi Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, gekk á fund Bills Clint- ons, forseta Bandaríkjanna, i Hvíta húsinu í Washington í gær. Reyndu þeir að jafna ágreining- inn, sem verið hefur með ríkis- stjórnunum, og létu vel af árangr- inum. Til þess var þó tekið hvað Major fékk miklu innilegri viðtök- ur hjá Newt Gingrich, einum helsta leiðtoga repúblikana, en þjá Clinton forseta. Spánarstjórn hafnar drögum að samkomulagi við Kanada Gera kröfu um lielni- ing grálúðukvótans Madrid, Brussel. Reuter. SPÁNSKA stjórnin hafnaði í gær formlega drögum að samkomulagi í grálúðustríðinu við Kanada og kvaðst mundu koma í veg fyrir samkomulag nema Evrópusam- bandið, ESB, fengi helming grá- lúðukvótans. Búist var við, að við- ræðum yrði haldið áfram í gær og fram á nótt. Javier Elorza, sendiherra Spánar hjá Evrópusambandinu, sagði að samkomulagsdrögin væru pólitísk lausn en ekki byggð á eðlilegu mati og því væri ekki hægt að fall- ast á þau. Grálúðukvóti NAFO, Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, er 27.000 tonn á þessu ári og áttu Kanadamenn að fá 16.000 tonn í sinn hlut en ESB- ríki 4.000 tonn. Samkvæmt drögun- um koma 8.000 tonn í hlut ESB eða Spánveija en það finnst þeim of lítið. Hafa í hótunum við Breta Elorza sagði í gær, að Spánveijar krefðust að minnsta kosti helmings NAFO-kvótans eða 13.500 tonna og myndu ekki standa að samkomu- lagi um annað. Stefnt var að áframhaldandi við- ræðum í gær en Spánveijar geta ekki beitt neitunarvaldi gegn drög- unum því að í þessu máli ræður aukinn meirihluti. Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, gagn- rýndi Breta harðlega í gær fyrir stuðning þeirra við Kanadamenn og sagði, að næst þegar þeir þyrftu á stuðningi að halda innan ESB myndu þeir minnast þessa. Portúgalsstjórn hafði ekki tjáð sig um drögin í gær en samtök togaraeigenda hvöttu hana til að hafna þeim eins og Spánarstjóm. Samkvæmisdans ólympíuíþrótt? London. Daily Telcgraph. ' SAMKVÆMISDANSAR og brimbrettasiglingar eru hugsanlega á leið inn á Ólympíuleika ásamt 15 öðr- um nýjum íþróttagreinum, sem Alþjóðaólympíunefnd- in (IOC) hefur tekið upp á arma sína og bíða þess að komast á dagskrá leikanna. Nýju greinarnar komast ekki á dagskrá leikanna í Atlanta á næsta ári þar sem IOC tók sér tveggja ára umþóttunartíma til þess að kanna stöðu grein- anna með tilliti til þess hvort þær gætu uppfyllt skilyrði til þess að verða fullgildar ólympíugreinar. Af þessum sökum verður í fyrsta lagi hægt að bjóða upp í dans á aldamótaleikunum í Sydney í Ástralíu. Ákvörðunin kemur á óvart þar sem háværar kröf- ur hafa verið uppi í IOC um að fækka greinum á Ólympíuleikum þar sem ásókn í þátttöku er nú orðin mun meiri en framkvæmdaraðilar ráða við. Af þeim sökum var neyðst til þess að setja þak á þátttöku í leikunum. Nefndin hefur á sama tíma reynt að varpa af sér ímynd íhaldssemi og stöðnunar með því að taka vin- sæla dægradvöl sem keppnisgreinar á Ólympíuleikum en þannig komust strandblak og fjallahjólreiðar inn á Atlanta-leikana. „Það urðu átök um dansinn, en helstu andstæðing- arnir hafa þó skipt um skoðun og viðurkenna nú gildi hans sem líkamsmenntar og líkamlegrar þjálf- unar. Stendur hann fyllilega jafnfætis ísdansi og sundfimi," sagði Francois Carrard, foi-stjóri IOC. 80 SIÐUR B/C/D/E/F PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sljórnarmyndunarviðræður í Finnlandi Fimm flokka stjórn könnuð Rætt við alla nema Miðflokkinn Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, leiðtogi finnskra jafnaðarmanna, lýsti yfir í gær að hann hygðist leita sam- starfs við flokk hægrimanna og þijá minni flokka í stjórnarmynd- unarviðræðum. Jafnaðarmenn eru sigurvegarar nýafstaðinna þing- kosninga og fengu fyrir skömmu umboð til stjórnarmyndunar. Lipponen tilkynnti blaðamönn- um að hann hefði fengið umboð til að mynda meirihlutastjórn með hægrimönnum, Vinstrabandalag- inu, Sænska þjóðarflokknum og Græningjum. Spanna flokkarnir nær allt finnska flokkalitrófið, frá vinstri til hægri, og hafa 145 þing- menn af 200. Óvissa um niðurstöðuna Ekki þykir víst, að þessir flokk- ar allir taki þátt í hugsanlegri stjóm. Ráðherratalan er 18 og ólíklegt þykir, að jafnaðarmenn og hægrimenn vilji láta smáflokk- unum eftir nema tvö ráðherraemb- ætti hveijum. Jafnaðarmenn og hægrimenn voru saman í stjóm á ámnum 1987-’91 en á ámm áður voru það venjulega jafnaðarmenn og miðflokksmenn, sem störfuðu saman. Þéttbýli gegn dreifbýli Esko Aho, formaður Miðflokks- ins, segir, að flokkspólitík ráði því, að flokkurinn sé útilokaður en Lipponen segir, að Miðflokkur- inn vilji ekki skera jafn mikið nið- ur og hinir flokkarnir. Ýmsir benda á, að hér kristallist skipting Finna í þéttbýli og dreifbýli en jafnaðar- menn og hægrimenn sækja fylgi sitt til bæjanna en Miðflokkurinn í sveitirnar. Það hafi líka verið þéttbýlið, sem tryggði sigur jafn- aðarmanna í þing- og forsetakosn- ingum og samþykkti aðildina að Evrópusambandinu. Reuter Lincoln í Gorkíj-garði í Moskvu RÚSSNESKUR öryggisvörð- ur gætir hér stórrar styttu af Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjauna, í Gorkíj- skemmtigarðinum í Moskvu. Er hún úr plasti og er hluti af eftirmynd af Rushmore- fjalli í Bandaríkjunum þar sem andlitsmyndir fjögurra Bandaríkjaforseta voru höggnar út fyrr á öldinni. í skemmtigarðinum verður boðið upp á margt fleira, sem ættað er úr Vesturheimi, til dæmis „breikdans“ eins og sjá má á skiltinu fyrir aftan stytt- una. Vilja taf- arlausar aðgerðir Stokkhólmi. Reuter. HÆGRIFLOKKURINN í Svíþjóð, stærsti stjómarandstöðuflokkurinn, hefur farið fram á viðræður við stjórn jafnaðarmanna um ástandið í sænsk- um efnahagsmálum. Göran Persson fjármálaráðherra hefur boðað niðurskurðartiliögur 25. þ.m. en margir telja, að ekki megi bíða með þær deginum lengur. í bréfi, sem Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins, hefur sent Ingvari Carlsson forsætisráðherra, leggur hann til, að kannað verði með viðræð- um hvort grundvöllur sé fyrir sam- stöðu um víðtækar aðgerðir. Talsmaður Midland Bank í Eng- landi sagði í gær, að búast mætti við, að lánstraust Svía yrði fært nið- ur enn einu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.