Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svíakonungur afhendir Hörpu Árnadóttur verðlaun í keppni ungra teiknara Hlaut 1. verðlaun í samkeppni Nat- ional Museet ÍSLENSK listakona, Harpa Árnadóttir, fékk fyrstu verðlaun fyrir teikningu í samkeppni sem National Museet í Stokkhólmi efndi til. Harpa veitir verð- laununum viðtöku í dag úr hendi Karls Gústafs Svíakon- ungs, sem er vernd- ari samkeppninnar. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um verðlaunin, t.d. birtist langt viðtal við Hörpu í Svenska Dagbladeti gær, aukþess sem TV4-sjónvarpsstöðin sagði ítar- lega frá verðlaununum og birti viðtal við listakonuna í beinni útsendingu. Sýning á verkum í samkeppninni stendur nú yfir í National Museet. Harpa Árnadóttir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskó- lanum fyrir tveimur árum, en áður hafði hún lokið BA-prófi í sögu og bókmenntum frá Há- skóla íslands. Undanfarin tvö ár hefur hún numið við Wallant- listaskólann í Gautaborg. Harpa sendi fjög- ur verk í árlega sam- keppni ungra teikn- ara, sem National Museet í Stokkhólmi gengst fyrir. í úr- skurði dómnefndar, sem valdi teikningu Hörpu, Foss I, í fyrsta sæti, segir m.a. að í þeim takist listakonunni á ein- faldan hátt að draga fram ljóðræna stemmningu. Mynd- imar fjórar, sem Harpa sendi í sam- keppnina, verða eign National Museet. Verð- launin, sem Harpa fær afhent í dag, nema 15 þúsund sænskum krónum, eða tæpum 130 þúsund krónum. Litli fossinn við Ólafsvík í viðtali við Svenska Dagblad- et, sem ber fyrirsögnina „Lítið á þögnink!" segir Harpa að teikningar hennar eigi rætur að rekja til þess tíma er hún bjó í Ólafsvík sem bam. Hús fjöl- skyldunnar hafi verið niður við sjó, en í fjallshlíðinni á bak við Harpa Árnadóttir ÚRKLIPPA úr Svenska Dagbladet, sem birti hálfrar síðu viðtal við Hörpu í gær. það lítill, næstum gegnsær foss, sem hafi líkst slæðu. Þegar hún hafi lagst til svefns á kvöldin hafi hún heyrt þytinn í foss- inum í hlíðinni, en neðan úr fjörunni hafi borist andardrátt- ur bylgnanna. Þegar hún hafi flutt til Reykjavíkur hafi litli fossinn búið áfram innra með henni og hann sé oft fyrirmynd verka hennar. „Ég reyni ekki að lýsa því í verkunum hvernig fossinn lítur út, heldur tilfinn- ingunni og þránni eftir einfald- leika og kyrrð,“ segir Harpa í viðtalinu. Harpa, sem er þrítug, er gift Bimi Zoega, sem stundar sér- fræðinám í bæklunarskurð- lækningum í Gautaborg og eiga þau fjögurra ára son, Arna Berg. Foreldrar hennar eru Lilja Garðarsdóttir og sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson. Samið um verðlaun til upp- ljóstrara DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI, lög- reglustjórar og átakið Stöðvum unglingadrykkju hafa náð sam- komulagi um hvernig staðið verði að veitingu 10.000 króna verð- launa til þeirra sem veita lögreglu upplýsingar sem leiða til þess að ljóstrað er upp um bruggstarfserpi. Samkvæmt því mun dómsmála- 'ráðuneytið annast greiðslu verð- launafjárins samkvæmt upplýs- ingum frá lögregluembættum og er þessi háttur hafður á, að því er fram kemur í frétt frá forsvars- mönnum Stöðvum unglinga- drykkju, til að standa vörð um leynd þá sem hvíla á yfir því hveij- ir veita upplýsingar. Ætlast er til þess að þeir sem vilja gefa upplýsingar um brugg- ara snúi sér beint til lögrgluemb- ættanna. Síðan verða verðlaunin greidd þegar iögreglan telur að málið sé að fullu upplýst. Hafi fleiri en einn aðili veitt upplýs- ingar um aðila sem ljóstrað er upp um skiptist verðlaunaféð milli upp- lýsingagjafa. Samkvæmt upplýsingum Valdi- mars Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Stöðvum unglinga- drykkju, hafa nú þegar verið upp- Iýst þijú mál vegna upplýsinga tengdum þessu átaki og tvö önnur eru í athugun. Munur á niðurstöðum kannana Félagsvísindastofnunar og Gallups á fylgi flokka M 'UNUR á niðurstöðum kannana á fylgi flokk- anna, annars vegar í könnun ÍM Gallups, sem birt var í Ríkisútvarpinu í fyrrakvöld, og hins vegar í könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem Morgunblaðið sagði frá í gær, hefur orðið mörg- um umhugsunarefni. Sérstaklega kom munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins á óvart. Hjá Gallup mældist flokkurinn með 31,8% fylgi en Félagsvísindastofn- un mældi fylgi hans 37,6%. í fyrra tilvikinu var um að ræða minnk- andi fylgi frá seinustu könnun, í því síðara var um fylgisaukningu að ræða. Nýrri könnun Gallups sambærilegri Munurinn getur átt sér fullkom- lega eðlilegar skýringar. Til dæm- is voru þessar kannanir ekki gerð- ar á nákvæmlega sama tíma. Könnun Gallups, sem birt var í gærkvöldi, er í raun sambærilegri við könnun Félagsvísindastofnun- ar, þar sem hún var gerð sömu dagana, eða 2.-4. apríl. I þeirri könnun Gallups er fylgi Sjálfstæðisflokks 34,5%, Fram- sóknarflokks 23,4%, Álþýðuflokks 12,3%, Alþýðubandalags 10,8%, Þjóðvaka- 9,8% og Kvennalista 6,7%. Hjá Félagsvís- indastofnun fékk Sjálf- stæðisflokkur 37,6%, Framsóknarflokkur 21,1%, Alþýðubandalag 12,8%, Þjóðvaki 11,3%, Alþýðuflokkur 10,6% og Kvenna- listi 5,1%. Svipaðar úrtaksaðferðir Aðferðir beggja eru svipaðar. Félagsvísindastofnun tekur 1.500 manna úrtak úr þjóðskrá og ræður alger hending því hvaða íslending- ur á aldrinum 18-75 ára lendir í úrtakinu. Félagsvísindastofnun telur, út frá líkindareikningi, þessa aðferð tryggja að úrtakið endur- spegli þjóðina með tilliti til aldurs, kyns og búsetu. Taka verður tillit til skekkj umarka Kannanir ekki fullkomið mælitæki Félagsvísindastofnun reynir síð- an í þijá daga (sunnudag, mánudag og þriðjudag) að ná til þeirra, sem í úrtakið koma, og var svarhlutfall- ið nú tæplega 72%, sem telst vel viðunandi. Spurt er þriggja spum- inga til að lækka hlutfall óákveð- inna eins og hægt er. Gallup tekur 500 manna úrtak á degi hveijum, og reiknar niður- stöður sínar út frá þremur slíkum í einu, eða alls 1.500 manns. Þann- ig fellur 500 manna hópur framan af úrtakinu á hveijum degi, en aðrir 500 bætast við. í könnun- inni, sem birt var í gær, var þriðju- dagsúrtakið raunar 630 manns og heildarúrtakið þannig 1.630 manns. Á mánudegi og þriðjudegi er haldið áfram að reyna að ná í þá, sem komu í sunnudagsúrtakið en ekki hefur enn náðst í, og þann- ig koll af kolli. Þannig er hluti -------- úrtaks Gallups í könn- uninni, sem var birt í gær, nýrri en úrtak Fé- lagsvísindastofnunar. ________ Svarhlutfallið er lítið eitt hærra en hjá Fé- lagsvísindastofnun, eða rúmlega 74%. Gallup tekur hins vegar ekki hreint tilviljunarúrtak, heldur svo- kallað „lagskipt úrtak“. Það þýðir að hlutföllum kynja, kjördæma og aldurshópa er haldið nákvæmlega eins og hjá þjóðinni í heild, en til- viljun að öðru leyti látin ráða því hveijir koma í úrtakið. Munur á spurningum Munurinn á úrtaksaðferðum fyrirtækjanna er ekki mjög líkleg Mismunur á niðurstöð- um kannana á fylgi flokkanna getur átt sér eðlilegar skýringar, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Taka verður tillit til skekkju- marka og óvissu í spumingakönnunum. skýring á mismunandi niðurstöð- um. Hennar gæti hugsanlega verið að leita í því hvernig spurt er. Bæði fyrirtæki spyija þriggja spurninga til þess að fækka óá- kveðnum. Félagsvísindastofnun spyr fyrst hvaða lista menn myndu kjósa ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun. Síðan er spurt, segist menn óákveðnir, hvað sé líklegast að þeir kjósi, og segist þeir enn óákveðnir, er spurt hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk og þeim, sem segjast líklega munu kjósa einhvern annan, er skipt niður á aðra flokka í hlut- falli við fylgi þeirra eftir fyrri tvær spurningarnar. Með þessari aðferð hefur þeim, sem eru óákveðnir eða neita að svara, fækkað í rúmlega 12%. Gallup hefur lengst af notað nákvæmlega sömu aðferð, en hef- ur á seinustu dögum spurt hvað menn ætli að kjósa á laugardag- inn, eða hvað sé líklegast að þeir kjósi þá, enda er nú liðið nálægt kjördegi. Þessi breyting virðist hafa þau áhrif, að þeim fjölgi nokkuð, sem segjast óákveðnir eða neita að svara, og eru þeir nú í kringum 20% hjá Gallup, en hafa verið 12-15%, að sögn dr. Þorláks Karlssonar lektors í aðferðafræði, sem er ráðgjafi Gallups. Óhjákvæmileg óvissa líklegasta skýringin Þessi munur á hlutfalli óvissra svarenda er hins vegar tæplega skýring á þeim mismun, sem fram kemur í umræddum könnunum, þar sem hátt hlutfall óákveðinna verður yfírleitt til þess að fylgi Sjálfstæðisflokks mælist of hátt. Hér er þessu öfugt farið. Líklegasta skýringin er þess vegna sú, sem alltaf verður að hafa í huga, þegar niðurstöður skoðanakannana eru _____________ metnar; að þótt spurn- ingakönnunin sé gott mælitæki, er hún ekki fullkomin. Marktekt niðurstaðnanna byggist á ákveðn- um líkindareikningi. Bæði skoð- anakönnunarfyrirtækin gefa upp skekkjumörk fyrir fylgi hvers flokks. í báðum könnunum eru þau á bilinu 1,5% til hvorrar áttar fyr- ir fylgi Kvennalistans, og upp í rúmlega 3% til eða frá fyrir fylgi Sjálfstæðisflokksins. Miðað við þá aðferðafræði, sem þessi tvö vönduðu skoðanakönnun- arfyrirtæki nota, telja þau sig í Venjuleg óvissa líkleg- asta skýring Það raun aðeins geta fullyrt að 95% líkur séu á því að fylgi hvers flokks sé innan skekkjumarkanna. Það má líka orða þannig að mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins t.d. 35% og skekkjumörkin séu 3,1%, sé hægt að fullyrða með 95% öryggi að fylgi flokksins meðal þjóðarinn- ar sé á bilinu 31,9% til 38,1%. Líkurnar á því að í tveimur könn- unum, sem gerðar væru með sömu aðferðum á sama tíma, væri fylgi flokksins við neðri skekkjumörk annars vegar og efri mörkin hins vegar, eru ekki miklar en mögu- leikinn er fyrir hendi. Af sömu ástæðu er ekki talað um tölfræðilega marktækar breyt- ingar á milli kannana nema fylgi flokkanna hafí breytzt um meira en sem nemur skekkjumörkunum. Hins vegar gefa niðurstöðurnar álltaf ákveðnar vísbendingar og reynslan hefur sýnt að vandaðar skoðanakannanir ^geta gefíð tals- vert nákvæma mynd af raunveru- legu fylgi flokka í kosningum. Nálgun við sannleikann Sé þetta haft í huga, sjá menn að ekkert þarf að vera óeðlilegt við þann mun, sem kemur fram á niðurstöðum fyrirtækjanna tveggja. Sé miðað við könnun Fé- lagsvísindastofnunar og könnun Gallups, sem birt var í gær, er í öllum tilfeilum mun minni munur á fylgi flokkanna en skekkjumó'rk í hvorri könnun um sig. er ekkert óeðlilegt að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar hvert prósentustig skiptir máli í slagnum, bijóti fólk heilann um mismun af þessu tagi. Á miðju kjörtímabili gera menn mun minna veður út af mismunandi niðurstöð- um kannana, sem gerðar eru á svipuðum tíma. Þeir, sem fylgjast með stjórnmálunum, verða að sætta sig við að skoðanakannanir geta ekki gert betur en að nálgast sannleikann — rétt eins og nánast öll önnur vísindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.