Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 39 Sterkur lánasjóður gegnir vel mikilvægu hlutverki sínu Matarkarfa í skjáauglýsingum KJORTIMABILI meirihluta stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna er nú að ljúka. Því lýkur í raun þegar ný ríkisstjóm verður mynduð eftir al- þingiskosningamar 8. apríl nk. í tilefni þess vil ég riija upp eftirfar- andi meginstaðreyndir og nota tækifærið til að þakka meðstjórnar- mönnum og starfsfólki sjóðsins fyrir samstarf sem ég hef haft mikla ánægju af. Menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einars- son, ríkisstjórnin og stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna settu sér þríþætt markmið í málefnum sjóðs- ins á upphafi kjörtímabilsins. 1. að tryggja að LÍN geti haldið áfram að gegna mikilvægu hlut- verki í þjóðlífinu og stuðlað að jafn- rétti manna til náms án tillits til efnahags, 2. að reisa fjárhag sjóðsins við, efla hann og ná jafnvægi til fram- búðar í fjárþörf hans, 3. að stuðla að eðlilegri sókn ís- lenskra námsmanna í lánshæft framhaldsnám, þrátt fyrir aðhalds- Hlutverk LÍN er eitt það mikilvægasta í íslenzk- um þjóðmálum, segir Gunnar I. Birgisson, og leggur áherslu á styrka fjárhagslega greiðslustöðu sjóðsins. aðgerðir, sem brýn nauðsyn var að grípa til. Þessum markmiðum hefur verið náð. í lok kjörtímabilsins liggja fyr- ir eftirfarandi meginstaðreyndir: * LÍN var forðað frá greiðslu- þroti í bytjun kjörtímabilsins með nýjum lögum og margvíslegum að- haldsaðgerðum, eins og þráfaldlega hefur verið sýnt fram á í umræð- unni að undanförnu. Fjárhagsleg tiltekt hefur þar átt sér stað sem styrkir og eflir sjóðinn. * Fólki i lánshæfu námi hefur fjölgað á gildistíma laganna. Fleiri íslenskir námsmenn hafa ekki verið í lánshæfu námi í sögu landsins. * Námsmönnum með börn á framfæri er tryggð meiri námsað- stoð en um getur í nálægum Evrópu- löndum. Sérstaða íslenskrar náms- aðstoðar er því að þessu mikilvæga leyti óbreytt. Meiri samstaða en margur hyggur Agreiningur var um setningu nýrra laga um LÍN og þær reglur sem stjórnin setti einkum í fyrstu. Síðari árin hefur verið algjör sam- staða í stjórninni um að gera regl- urnar skýrari og einfaldari en í leið- inni að bæta þær og lagfæra náms- mönnum til hagsbóta. Þetta kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir ef höfð er í huga umræðan núna fyrir kosningarnar! Við breytingar á úthlutunarreglum vorið 1994 var samstaða í stjórninni um líklega 30-40 breytingar á úthlutunarregl- um, sem flestar voru námsmönnum til hagsbóta. Mestu skipti að hagur manna með börn á framfæri var betur tryggður en áður, m.a. með því að ákveða að barnabætur og barnabótaauki hafi ekki áhrif á rétt manna til námslána. Sama sagan endurtók sig nú fyrir nokkrum dög- um, þegar tryggt var að tekið yrði tillit til áhrifa verkfalls kennara á námsframvindu manna. Þær reglur voru samþykktar sam- hljóða í stjórninni. Ýmsar reglur til hagsbóta Fleiri reglur hafa verið settar á kjörtíma- bilinu sem eru náms- mönnum til hagsbóta, þrátt fýrir almennar aðhaldsaðgerðir. Tekj- ur skerða námslán minna en gerðist í tíð síðustu stjórnar. Þá gátu námslán skerst um 75% vegna tekna en nú ekki nema 50%. Þetta hvetur ótvírætt til þess að námsmenn leitist fremur við að afla meiri tekna og að þeir bjargi sér því meira sjálfir en ella. Barnabætur og barnabótaauki skerða ekki láns- rétt. Svigrúm til aðstoðar í fram- haldsháskólanámi hefur verið aukið ef menn ljúka því með viðamiklu verkefni. Námsmönnum hefur verið bættur breyttur útborgunartími námslána með svonefndri vaxtaá- bót, sem samstaða hefur náðst um í stjórninni hvernig reiknuð er. Lán til námsmanna hækkuðu á tveimur síðustu skólaárum um 90 milljónir króna vegna þessara reglna. Aukin þjónusta og samstarf við námsmannasamtök I samvinnu við starfsfólk sjóðsins hefur stjóm LÍN beitt sér fyrir því að þjónusta við námsmenn hefur verið stóraukin. Þar má nefna lengri afgreiðslutíma, bætta ráðgjafar- og símaþjónustu o.s.frv. Síðast en ekki síst hefur stjórnin bryddað á þeirri merku nýjung að gera sérstaka samninga við námsmannasamtökin um að þau veiti námsmönnum upp- lýsingar um hvernig málum þeirra líður hjá LÍN. Þetta er gert með því að tölvur hjá námsmannasamtökum voru beinlínutengdar við tölvukerfi LÍN. Umsækjendur um námslán hjá sjóðnum geta því farið á skrifstofu eigin samtaka og fengið upplýsingar um hvernig umsóknir þeirra og upp- lýsingar eru skráðar hjá sjóðnum og hvað þeir þurfa að gera til þess að afgreiðsla lána þeirra geti geng- ið snurðulaust fyrir sig. Fyrir þetta greiðir sjóðurinn námsmannasam- tökum þóknun og léttir það auðvitað undir með rekstri þeirra. Sterkur sjóður - mikilvægt hlutverk Mestu máli skiptir að tekist hefur að styrkja fjárhagslega greiðslu- stöðu sjóðsins. Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhag hans, ef fylgt verður þeirri stefnu sem gert hefur verið, þ.e. að framlag ríkisins miðist við að það sé ekki lægra en talið er að útlán á hveijum tíma kosti, þ.e. í niðurgreiðslu vaxta, af- falla af lánum o.s.frv. Framlög ríkis- ins hafa verið hærri undanfarin ár en sem þessum kostnaði nemur. Á þann hátt m.a. hefur íjárhagur sjóðsins styrkst. Hlutverk LÍN er eitt það mikilvægasta í íslenskum þjóðmálum, þ.e. að stuðla að því að allir hafi jafna möguleika til fram- haldsnáms án tillits til efnahags. Enginn vafi er á því að LÍN getur um ókomna framtíð gegnt þessu hlutverki með prýði ef fjármálum sjóðsins er stjórnað með framan- greindum hætti. Ég hef haft mikla ánægju af að leggja hönd að þessu þýðingarmikla verki. Ég óska ís- lenskum námsmönnum til hamingju með sterkan lánasjóð og endurtek þakkir mínar til samstarfsmanna, bæði í stjórn og stafsliði Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Höfundur er formaður stjórnar LÍN. Gunnar Birgisson Svar til Þrastar Ölafssonar „SANNLEIKURINN mun gera yður fijálsa," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpsþætti fyrir fáum dögum. Mér sýnist aðstoðar- maður hans, Þröstur Ólafsson ekki hafa tekið þessa ábendingu alvar- lega, er hann gerir athugasemd í Morgunblaðinu 28. mars sl. við við- tal, sem birtist við mig í blaðinu nokkrum dögum áður. Þröstur ræðir þar um margfræga matarkörfu kratanna og tollaálögur samkvæmt GATT-sámningi og segir: „Það hefur oft komið fram í málflutn- ingi fulltrúa landbúnaðarráðuneytis- ins að rétt sé að nýta sér að fullu hámarkstolla skv. útreikningum landbúnaðarráðuneytisins sem gerir innflutning um þrefalt dýrari en Hagkaupskörfuna. “ Matarverð hefur lækkað að raungildi á undan- förnum árum, segir Halldór Blöndal og bendir á, að á sama tíma og framfærsluvísitala hafi hækkað um 17% ætla þeir félagar versl- uninni alls 591 kr. til að standa undir kostnaði sínum, ef innflutningur- inn er tollfrjáls, en 3.743 kr. eða rúmlega sex sinnum meira, ef hæstu tollar eru lagðir á. Nú verð ég að játa, að ég fyllist minnimátt- arkennd, er ég ræði um matvöruverslun og heil- brigða viðskiptahætti við Þröst Ólafsson, svo mikla reynslu sem hann hefur á því sviði, en þó er mér nær að halda, að Jóhannes í Bónus muni brosa að þessum reiknikúnstum. Um það er ástæðulaust að deila, að matvælaverð, eins og reyndar verðlag almennt er hærra, og í sum- um tilfellum mun hærra, hér á landi en í mörgum öðrum löndum. En málatilbúnaður Alþýðuflokksins í þessum efnum er hins vegar með miklum endemum. Það er t.d. brosleg röksemdafærsla, og bendir til að málstaðurinn sé ekki traustur, að stilia Evrópusambandsaðild upp sem sérstakri aðferð til að lækka hér matarverð. Staðreyndin er auðvitað sú, að við getum lækkað hér matar- verð með því að leyfa tollfijálsan V erðsamanburður við önnur lönd er vandasamur, ef hann á að þjóna öðrum og merkilegri tilgangi en að leggja til efni í kosn- ingaslagorð. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef bestar, held ég að myndin sé í grófum dráttum þessi: Kinda- kjöt, nautakiöt og helstu mjólkurafurðir eru hér nú á sambæri- legu verði við það sem gerist í nágranna- löndunum, þótt verð- upptaka í einstökum búðum geti sýnt veru- legan mismun, ýmist okkur eða hinum í hag. Fugla- og svínakjöt er hér miklum mun dýrara en t.d. í Evrópusambandslöndunum og grænmeti er yfirleitt dýrara hér, þótt ýmis dæmi gerist um hið gagn- stæða, en verð á þessum vörum er mjög sveiflukennt. Taflan sem birtist hér með og byggist á opinberum tölum hér og í Þýskalandi frá því fyrr í vetur styður þetta. Menn geta svo velt því fyrir sér, hvort líklegt sé að sömu vörur innfluttar hingað yrðu hér á sama verði eða lægra en í nágrannalöndunum. Það er auðvitað hagsmunamál allra íslendinga að geta keypt Halldór Blöndal hafi búvörur hækkað um 1%. Verð á nokkrum búvörum á íslandi og í Þýska- landi (kr./kg. eða ltr.) Nautahakk fsland 637 Þýskal. 522 Mism. % -18 Grísakótilettur 913 501 -45 Lambalæri — frosið 658 647 -2 Kjúklingur 622 304 -51 Kartöflur* * 43 109 154 Hvítkál 45 67 47 Gulrætur 198 80 -60 Nýmjólk 59 63 5 Smjör 322 353 10 Brauðostur, 26% 632 575 -9 Jógúrt, ávaxtabl. 197 194 -2 íslenskt verð leiðrétt að 7% VSK eins og í Þýskalandi. *Kartöfluverð óvenjulegt sl. haust. Heimildir: íslenskt verð: Hagtíðindi. Þýskt verð: Lebensmittelzeitung, ZMP í Bonn. Þetta eru ósannindi; Þröstur veit það og húsbóndi hans líka. Það var mín stefna í samningavið- ræðunum innan GATT, sem rík- isstjórnin fýlgdi, að halda til haga öllum réttindum okkar, þar á meðal til tollverndar, sem er nákvæmlega það sem allar aðrar þjóðir gerðu. Hugsunin var auðvitað sú, að jafnvel þótt við þyrftum ekki á fullri tolla- vemd að halda nú, kynnu samingakr- öfur í næstu samningalotu að verða svo stífar að okkur veitti þá ekki af því svigrúmi, sem samninguririn gef- ur. Engir nema íslensku kratarnir voru haldnir þeirri áráttu að vilja einhliða takmarka þessi réttindi í samningunum sjálfum. Við lagasetningu þá sem stendur nú fyrir dyrum og lýtur m.a,- að skil- greiningu tolla á landbúnaðarvörum, er fyrst og fremst rætt um hvort lögfesta eigi hámarkstolla og hafa í lögunum heimild til lækkunar, eftir því sem markaðsaðstæður og verð- munur hér og á heimsmarkaði gefa tilefni til, eða hvort stilla eigi upp lægri tollum og hafa heimildir bæði til hækkunar og lækkunar innan umsaminna tollabindinga. Sannleik- urinn er auðvitað sá, að vegna þess, að um er að ræða vörur, sem ekki hefur verið heimilt að flytja til lands- ins, er erfitt fyrirfram að ákveða hvað séu „hæfilegir" tollar ekki síst vegna þess hvað sundurleitar vörur geta verið í einum og sama tolla- flokki. Fulltrúi minn í nefndinni, sem um þetta fjallar, hefur talið fyrri leiðina einfaldari í útfærslu og framkvæmd, en hefur á engan hátt gert um það tillögu eða talað fyrir því að fullum tollum verði beitt I framkvæmdinni. Þröstur vísar í grein sinni til at- hugunar, sem utanríkis- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra létu gera á því hvert yrði verð 10 tegunda landbún- aðarvara miðað við mismunandi toll- un við innflutning. Það eru gagn- merk vísindi, byggð á þríliðureikningi og alveg makalaust innlegg í kosn- ingabaráttuna. Vísindin byggjast m.a. á því að kostnaður og álagning innflutnings- og smásöluverslunar- innar nemi fastri hlutfallstölu, 50% óháð álagningarstofninum. Þetta leiðir til þess að fyrir hina margróm- uðu 10-vörutegunda matarkörfu innflutning á landbúnaðarvörum, ef við ekki skeytum um afleiðingarnar að öðru leyti. En aðild að Esb. myndi takmarka þessa lækkun, þar sem við annars vegar myndum hætta að njóta niðurgreiðslna bandalagsins á ýmsar matvörur, sem við flytjum inn þaðan í dag, og hins vegar yrðum við að sæta ytri tollum bandalagsins á matvörur, sem við keyptum frá öðrum löndum, þar sem þær fást yfirleitt ódýrari en i Evrópulöndun- um. Um samanburðarfræðin að öðru leyti vil ég segja þetta. Hagfræðing- ur Hagstofu Islands hefur þegar sýnt fram á, að fullyrðingin um að mat- vöruverð mundi lækka hér um 35-45% við inngöngu í Esb. er mark- laus. Samráðherra minn, utanríkis- ráðherra, ber sér á bijóst og segir, — kemur ekki mál við mig, þetta er frá Hagfræðistofnun Háskólans. En hann lætur sig hafa það að birta spekina áfram í kosningaauglýsing- um, sennilega undir kjörorðinu „sannleikurinn mun gera yður fijálsa"; að vísu var það með smáu letri nú um helgina. Sem betur fer er það svo, að mat- arverð hefur lækkað verulega að raungildi hér á undanfömum árum, og á sama tíma og framfærsluvísital- an hefur hækkað um 17% frá 1990, hafa íslenskar búvörur aðeins hækk- að um 1%. Þannig hafa bændur sann- anlega lagt sitt af mörkum til að stuðla að stöðugleika efnahagslífs- ins, sem tekist hefur að skapa á kjör- tímabilinu. neysluvörur, ekki síst matvörur á hóflegu verði, og ég geri ekki lítið úr nauðsyn þess að ná fram frekari hagræðingu í búvöruframleiðslunni, ekki síst á vinnslustiginu. En um- ræða af því tagi, sem við höfum orð- ið vitni að upp á síðkastið þjónar ekki þeim tilgangi. Hún vekur fals- hugmyndir og tortryggni, sem tor- veldar eðlileg samskipti milli hags- munaaðila, þeirra sem þurfa að vinna saman, ef árangur á að nást. — Sann- leikurinn frelsar engan, sem ekki umgengst hann af virðingu. Höfundur er landbúnaðar- og samgönguráðherra. Herrahártoppar Herrahárkollur rSÉRLEGASTERKUR OG FALLEGUR ÞRÁÐUR R PANTIÐ EINKATÍMA R Ráðgjafi á staðnum Borgarkringlunni, sími 32347.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.