Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAINIDIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 17 Oddafélagið heldur aðalfund í Gunnarsholti Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BORN frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Reyðarfirði sungu við fjölskylduguðsþjónustu á Egilsstöðum. TTT-mót í stöðinni Egilsstöðum - Nærri 50 börn frá Egilsstöðum og Seyðisfirði dvöldu um síðustu helgi á TTT- móti í Kirkjumiðstöðinni á Eið- um. TTT stendur fyrir starf tíu til tólf ára barna í kirkjunni og lauk vetrarstarfinu með þessari sam- Kirkjumið- á Eiðum veru hópanna. A mótinu æfðu börnin trúarlega söngva og dansa sem þau fluttu við fjöl- skylduguðþjónustu í Egilsstaða- kirkju. Auk TTT-hópsins voru börn úr sunnudagaskóla Egils- staðakirkju og Reyðarfjarðar- kirkju við þessa guðþjónustu. Hellu - Fyrir stuttu hélt Oddafélagið árlegan aðalfund í Gunnarsholti á Rangárvöllum en félagið var stofnað 1990. Tilgangur félagsins er að gera Odda að miðstöð umhverfis- og þjóð- lífsfræða og að Oddastaður, saga hans og sérkenni verði sífellt að- gengilegri og áhugaverðari. Á fundinum sagði Þór Jakobsson, veðurfræðingur og formaður félags- ins, frá því helsta sem gert hefur verið á vegum þess en á sl. ári stóð það ásamt fleiri aðiium að því að reisa útsýnisskífu á Gammabrekku. Félagið heldur árlega Oddastefnu sem er ráðstefna um náttúrufræði og sögu með áherslu á héraðið. Oddahátíð er haldin um helgi næst sumarsólstöðum en þá eru göngu- ferðir á dagskrá, eyðibýli skoðuð, gróðursett tré og hlýtt á messu. Náttúrustofa í Gunnarsholti Á fundinum flutti Elsa Vilmund- ardóttir, jarðfræðingur, erindi um rannsóknir sem félagið hefur á stefnuskrá sinni að framkvæma og lúta að gróðurfari, jarðfræði og rannsóknum á örnefnum og mann- vistarleifum. Freysteinn Sigurðsson, stjórnarmaður í Oddafélaginu og formaður Hins íslenska náttúru- Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FULLTRÚARÁÐ Oddafélagsins saman komið í Gunnarsholti. F.v. Magnús Finnbogason, Steinþór Runólfsson, Ólöf Kristófersdóttir, Jón Helgason, Elsa Vilmundardóttir, Friðjón Guðröðarson, Sveinn Runólfsson, Freysteinn Sigurðsson og Þór Jakobsson. fræðifélags, sagði frá tillögum um opnun náttúrustofu í Gunnarsholti en heimild er í lögum að leyfa starf- rækslu slíkrar náttúrustofu með rík- isaðild í hveiju kjördæmi. Helstu hlutverk náttúrustofu eru að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum, æskilegri land- nýtingu og fræðslu um umhverfis- mál. Náttúrustofan verður, sam- kvæmt tillögunni, starfrækt undir verndarvæng og í samvinnu við Landgræðsluna í Gunnarsholti. Aðalfundinum lauk með hefð- bundnum aðalfundarstörfum en Þór Jakobsson var endurkjörinn formað- ur félagsins. Nýr sólmarprestur á Suð- ureyri settur í embætti Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson SR. VALDIMAR Hreiðarsson messar að lokinni innsetning- unni á sunnudag. ísafirði - Séra Valdimar Hreiðarsson var formlega settur í embætti sókn- arprests á Suðureyri á sunnudaginn. Það var sr. Baldur Vilhelmsson, próf- astur í Vatnsfirði, sem stjómaði inn- setningunni að viðstöddum fjölda sóknarbama. Eftir að sr. Baldur hafði lesið upp skipunarbréf frá ráðherra bað hann fyrir söfnuðinum og eftir helgiat- höfnina var kaffisamsæti í félags- heimilinu í boði sóknamefndar stað- arins. Fyrsta messa sr. Valdimars eftir innsetninguna verður föstudag- inn langa kl. 20.30 og hann mun einnig messa á páskadaga kl. 11. Sr. Valdimar ráðgerir að flytja til Suðureyrar í júní. Morgunblaðið/Páll Pálsson * A vélsleða yfir Snæfells- nessfjallgarð ÞAÐ hefur ekki oft gerst að far- ið sé á vélsleða yfir Snæfellsness- fjallgarð. Nýlega kom bóndinn á Svelgsá í Helgafellssveit, Bjarni Guðmundsson og dóttir hans, Berglind 12 ára, keyrandi suður yfir fjallið í góðu veðri að Borg. Þau fóru fyrir austan Ljósufjöll og komu niður í Svarfhólsdalinn. Útsýni á þessari leið var vítt og fagurt þó allt væri hvítt af snjó. Ferðin yfir fjallið tók rúmlega hálfa klukkustund. Forniannaráðsfundur Kvenfélagasambands íslands Sex þúsund fyrirspumir til Leiðbeiningastöðvar Skagafirði - Eftir langvarandi óveðurskafla skartaði Skagafjörð- ur sínu fegursta helgina 11. og 12. mars sl. þegar formenn kven- félagasambanda landsins hittust að Löngumýri í Skagafirði, til hins fyrri af tveim árlegum fundum sem eru á milli Landsþinga Kven- félagasambandsins sem haldin eru þriðja hvert ár. Tii fundarins voru mættir for- menn flestra kvenfélagasambanda landsins, en þó höfðu ekki komist vegna ófærðar fulltrúar Stranda- manna, Austfirðinga og Hornfirð- inga. Drífa Hjartardóttir, forseti stjórnar Kvenfélagasambandsins, sagði að það væri verulega ánægjulegt að halda þennan form- annaráðsfund, sem er hinn 25. í sögu sambandsins, að Löngumýri. Hér kæmu saman fulltrúar 22 héraðssambanda, sem næðu yfir 240 kvenfélög, sem svo hefðu inn- an sinna vébanda yfir 20 þúsund konur. Drífa sagði að á fundinum væru formenn sambandanna að marka stefnu félaganna á næstu árum, en einnig væri mikið fjallað um innra starf Kvenfélagasambands- ins og eins og alltaf áður vildi sambandið standa vörð um hag ísienskra heimila, á þeim erfiðu tímum sem nú væru. Fjármál fjölskyldunnar og fræðslumál í því sambandi mætti benda á málefni sem tekin væru fyrir, svo sem fjármál heimilanna og fræðslumál, en Kvenfélagasam- band íslands hefur starfrækt Leið- beiningastöð heimilanna undan- farin ár og hefur erindum til stöðv- arinnar fjölgað mjög á undanförn- um árum. Þannig bárust á árinu 1992 rúmlega 3.800 fyrirspurnir og er- indi til stöðvarinnar, en á árinu 1994 voru sömu mál um 6.000 og skiptast í allmarga málaflokka, svo sem fyrirspurnir um heimilis- tæki, um hreinsun, þvott og ræst- ingu, um mat, næringu og nýtingu hráefnis og síðast en ekki síst um fjármál heimila og ýmis samfé- lagsmál. Þá hefur sambandið gefið út 18 fræðslurit um hin ýmsu efni, hið síðasta um næringu móður og barns, og að sögn Drífu og Stein- unnar Ingimundardóttur, sem lengi hefur starfað hjá Ieiðbein- ingastöðinni, eru öll þessi fræðslu- rit sígild, en sum eru nú orðin ófáanleg. Umhverfismál í brennidepli Á fundinum var mikið rætt um umhverfismál, en sá málaflokkur brennur ekki síður á heimilum og húsmæðrum, en annars staðar í þjóðfélaginu og er af hálfu sam- bandsins unnið að undirbúningi nýs fræðslurits um þau mál. Pjölmargir vinnuhópar voru starfandi á þinginu og fjölluðu þeir um hina ýmsu málaflokka og gerðu um þá ályktanir. Stjórn Landssambandsins skipa: Drífa Hjartardóttir forseti, Auður Kristmundsdóttir varafor- seti, Halla Aðalsteinsdóttir gjald- keri, Ragnhildur Guðmundsdóttir ritari og Guðrún Óskarsdóttir meðstjórnandi. Kanarítilboð 24. maí í 3 vikur frá kr. 47.800 Við bjóðum nú glæsilegt kynningartilboð til Kanaríeyja 24. maí á nýjan gististað sem við kynnum nú í fyrsta sinn í sumar, Sun's Garden, smáhýsi í hjarta Maspalomas. Stór og fallegur garður með sundlaug, verslun, móttöku og barnaleiksvæði. Örstutt að fara í Tívolí, Faro 2 verslunamiiðstöðina og vatnagarðinn. Kanaríferðir okkar í sumar hafa fengið frábærar viðtökur. Bókaðu meðan enn er laust. Verð kr. 47.800 m.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára. Verðkr. 59.960 m.v. 2 í húsi, Sun's Garden. lnnifaliö í veröi: Flug, gisting, feröir til og frá flugvelli Austursti'æti 17,2. hæð. Sími 624600. erlendis, flugvallarskattar og forfallagjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.