Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRUNE. JÓNSDÓTTIR ■+■ Guðrún E. Jóns- • dóttir var fædd í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit hinn 9. apríl árið 1905. Hún lést í Reykjavík þann 27. mars síð- astliðin. Foreldrar hennar voru Jón Frímann Einarsson, f. 11.5.1871, d. 20.3. 1950, bóndi í Reykjahlíð, og Hólmfríður Jó- hannesdóttir, f. 10.5. 1868, d. 9.12. 1932. Bræður Guð- rúnar voru; Pétur, f. 18.4.1898, d. 17.11. 1972, Hannes, f. 24.2. 1900, d. 6.7. 1966, Snæbjöm, f. 6.11. 1906, d. 14.12. 1924, og Illugi, f. 6.11. 1909, d. 19.3. 1989. Guðrún giftist Jóni Egils- syni, f. 20.2. 1906, d. 20.6.1960, þann 20. febrúar 1930. Þau eignuðust tvo syni, Snæbjörn Inga, f. 17.8. 1930, d. 21.8. 1974 og Egil Þór, f. 8.6. 1935. Snæ- björn kvæntist Þór- unni Andrésdóttir Kjérúlf og eignuð- ust þau þrjú böm; Önnu Dóru, Guð- rúnu og Snæbjöm Þór. Egill er giftur Regínu Ingólfssótt- ur og eiga þau tvö börn; Jón Gunnar og Ingunni Astu. Guðrún var í Laugaskóla í Reykjadal, en fluttist síðan til Reykjavíkur, þar sem hún bjó eftir það og stundaði ýmis störf. Útför Guð- rúnar fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 6. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÉG VAR að velta því fyrir mér með hveiju ég gæti helst glatt hana á níræðis afmælinu 9. apríl, þegar Regína hringdi og sagði mér að hún væri dáin, það var óvænt því ég hafði hitt hana fyrir þrem vikum og þá var hún eins og hún hafði alltaf verið, full af áhuga fyrir því sem var að gerast og með sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Hún fæddist í Reykjahlíð í Mývatnssveit og ólst þar upp í gamla bænum í Reykjahlíð þar sem bjuggu fjögur systkini með fjölskyldur sínar. Bömin öll á líku reki og nutu félags- skapar og vi'náttu hvers annars, unnu saman og léku sér saman. Það var gestkvæmt í Reykjahlíð þá ekki síður en nú og gjarnan slegið upp balli ef tækifæri gafst. Hún var góður félagi, hress og dugieg og útsjónarsemin og verklagnin al- veg ótrúleg. Hún varð ung félagi í Ungmennafélaginu Mývetningi og sat þar í svokallaðri Kvennastjórn. Hún var áhugasöm um ræktun bæði, tijárækt, blóm og matjurtir, hún lifði samkvæmt takmarki ung- mannafélaganna: Ræktun lýðs og lands. Hún var dugleg og áhugasöm kona og menntaði sig og þroskaði eins og kostur var. Hún stundaði nám í Alþýðuskólanum á Laugum, sem þá var nýstofnaður og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóni Egilssyni frá Veggjum í Borg- arfirði. Hann lést 1961 eftir erfið veikindi, það var henni mikið áfall. Þau bjuggu í Reykjavík alla sína búskapartíð og byggðu sitt heimili í Meðalholti 17, fallegt og notalegt heimili sem gott var að heimsækja og gaman að njóta samverustunda með fjölskyldunni. Milli bræðra hennar sem bjuggu fyrir norðan og fjölskyldna þeirra var alltaf sterkt samband. Það þró- aðist mikil vinátta á milli foreldra minna, okkar barnanna og íjöl- skyldna okkar og Guðrúnar og fjöl- skyldu hennar, vinátta sem er óend- anlega mikils virði. Þegar við fórum til Reykjavíkur vorum við velkomin á heimili hennar og Jóns og síðar á heimili sona hennar, það var mik- ils virði og oft ómetanlegur styrkur þegar eitthvað bjátaði á. Á sama hátt var sjálfsagt að þau kæmu norður til okkar í sumarfrí. Þau voru alltaf bestu og skemmtilegustu sumargestimir og margt var nú brallað. Þegar þau kvöddu var eins og kæmi fram hjá manni dálítill tregi eins og sumarið væri búið. Hún sagði mér síðast þegar ég hitti hana að ef yrði niðjamót í sumar færi hún eina ferð enn norður í sveitina sína, annars ekki. Tengsl hennar við sveitina og ættingja sína voru mjög sterk. Guðrún vann um árabil bæði við ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON + Þórir Kr. Þórð- arson fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. mars. DAUÐI prófessors Þóris átti ekki að koma á óvart. En styrkur hans og kraftur hafði verið svo mikill, að við vonuðum, að við mund- um hitta hann aftur og fá að njóta samverustunda með honum enn, þegar dvöl okkar á erlendri grund lyki. Það fór á annan veg. Upp í hugann koma margar minningar í gegnum áratugakynni. Ég held ég muni ekki eftir mér öðruvísi en prófessor Þórir væri einhvers staðar nærri. Hann kom oft á heimili for- eldra minna, þegar ég var drengur, alltaf broshýr og skemmtilegur. Þegar hann kom á fund pabba, sátu þeir saman á skrifstofunni og ræddust við. Oft hringdi síminn og þá varð Þórir að yfirgefa skrifstof- una um stundarsakir og kom þá stundum þangað sem við bræður vorum að leik og átti það til að taka þátt í leiknum með okkur. Það kom fyrir, að hann braut leikreglur svo að það reyndist nauðsynlegt að siða hann til. Það gerði maður fyrst með hálfum huga, en hans hugur var svo stór, að það reyndist auðvelt. Ungur drengur fann fljótt þann hæfileika Þóris að geta hrifið aðra með sér, svo að fólki leið vel í návist hans. Síðar lágu leiðir inn í guðfræði- deild háskólans, þar sem Þórir var fyrir sem kennari og opnaði dymar að leyndardómum biblíufræðanna og gagnrýninnar hugsunar. Sumum fannst stundum gagnrýni hans ganga of langt. Flestir fundu þó, að hanr^ ögraði og gagnrýndi í því skyni að fá fólk til þess að hugsa, hætta að ganga að hlutunum vísum, heldur bijóta til mergjar, spyija spuminga og spyija réttra spum- inga, til þess að hægt væri að fá rétt svör. Gildi kristins boðskapar var hans áhugamál. Að hans mati MINNIIMGAR sauma og kexgerð á heimili sínu, þá var ekkert verið að hangsa við hlutina. Það er ótrúlegt þegar litið er inn í litla eldhúsið hennar, að hægt skyldi vera að framleiða svo mikið af ljúffenga hafrakexinu hennar þar og pakka því, en þá kom hagsýni hennar og verklagni sér vel. Síðar vann hún við ræstingar í Menntaskólanum í Hamrahlíð og pijónaði ógrynni af lopapeysum. Hún vann mörg sumur við þvotta í Hótel Reynihlíð. Það vom sannar- lega í gildi ákveðnar reglur bæði við að þvo og bijóta saman, þær reglur höfðu orðið til vegna mikils þróunarstarfs sem Guðrún vann, en það var hennar lag að finna allt- af bestu leiðina sem skilaði besta verkinu. Margir sem lærðu af henni að bijóta saman þvott, telja ekki koma til greina að breyta því, enda besta aðferðin. Það var mjög gaman að vinna með henni, vinnugleðin var svo mikil, ég minnist sérstaklega slátur- gerðar á haustin. Hún var sjálfsagð- ur foringi sem gerði miklar kröfur bæði um verklag og gæði. Hún gerði hlutina vel og vildi að aðrir gerðu slíkt hið sama. Svo koma beijaferðimar upp í hugann, en af þeim höfðum við öll jafn gaman, kannski stokkið af stað rétt fyrir myrkur og tínt og tínt á meðan hægt var, eða þá á góðum sólar- degi þvælst um móa og mela. Síðan að hreinsa berin, sjóða og frysta eða bara að borða þau, en bláber og krækiber taldi hún vera alveg sérstaklega holl og góð og þakkaði þeim heilsuna svo og slátrinu góða og öllum íslenska matnum. Já, margar skemmtilegar samveru- stundir höfum við átt saman. Hún var mjög eftirtektarsöm og minnug og á síðustu árum skrifaði hún nokkrar frásagnir af atburðum frá bemskudögum sínum í Reykja- hlíð, þætti sem em okkur yngra fólkinu og bömunum okkar ómet- anlegir. Hún skrifaði mjög einfald- an stíl, alveg eins og hún væri að segja frá, það gerir þættina svo skemmtilega aflestrar. Við hlustum ekki á fleiri minningar frá Guðrúnu frænku, en hún skiiur eftir sig fjár- sjóð til komandi kynslóða. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og hýrt er í sveit. Sól er að kveðja við bláíjallabrún brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. Þetta ljóð kemur upp í hugann þegar ég minnist Guðrúnar, þó hún byggi mestan hluta ævinnar í Reykjavík var hún alltaf sveitabam- átti fagnaðarerindið að hljóma sem raust í eyðimörku og gera beina vegu Drottins um eyðimörk mann- lífsins. Og loks tóku við samstarfsárin í guðfræðideildinni. Þau urðu mörg eða allt að 20 og margs að minn- ast frá þeim. Oft var setið í vinnu- herbergi hans við samræður jafnt um háleita leyndardóma trúarinnar sem málefni líðandi stundar. Þórir var fijóðleikssjór og kunni list sam- ræðunnar betur en nokkur annar. Og gott var að geta leitað til hans með ráð, ekki síst á þeim árum, þegar byrði deildarforseta hvíldi á herðum. Börnin okkar náðu öll að kynnast Þóri og sakna hans mjög. Síðustu árin voru honum erfið veikindaár. En hann barðist og sýndi í baráttu sinni hugrekki og styrk, sem sá einn getur haft, sem veit á hvem hann trúir. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum,“ segir í Sálmi 46. í verk- indunum setti Þórir von sína á þá hjálp og hún brást honum ekki. Hann átti líka hóp vina sem vitjuðu hans og báru hann og Bíbí á bænar- örmum. Sár er harmur Bíbíar; sem stóð við hlið hans, trúföst og sterk. Það var mikið sem á hana var lagt — og rétt í þessu vomm við að frétta lát móður hennar. Við og bömin okkar sendum henni og bömum henna innilegustu samúðarkveðjur með bæn um huggun og styrk. Durham, 20. mars 1995. Guðrún Edda og Einar. ið í hjarta sínu. Hún var kona sem gott var að eiga að. Fjölskylda mín sendir aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur, minning merkrar konu mun lifa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Helga Valborg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Guð blessi langömmu okkar. Úna, Marín og Marteinn Elí. Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Hallgrímur Pétursson Guðrún frænka mín er dáin. Mér varð hverft við er Regína, tengda- dóttir hennar, hringdi til mín og sagði mér þessa sorglegu frétt. Guðrún, sem talaði við mig síðast í gær. Hún fór á „snöggu augabragði". Það var líka einkennandi fyrir öll hennar störf að þau gerðust fljótt. Hún var með afbrigðum dugleg að hveiju sem hún gekk. Hún ætlaði að halda upp á níræðisafmælið sitt eftir nokkra daga, þann 9. apríl. Hugurinn óbugaður, starfslöngunin meiri en kraftar leyfðu, en hún lét það ekki aftra sér. Henni var það áhugamál að það yrði haldið ættarmót í Reykjahlíð í sumar. Niðjar Guðrúnar og Einars í Reykjahlíð, ömmu okkar og afa, kæmu þar saman. Ættarmót var haldið þar fyrir 10 árum. Guðrún ætlaði að drífa sig norður og mundi það verða hennar síðasta ferð á heimaslóðir, sem henni voru svo kærar. Núna verður margra saknað úr hópi systkinabarnanna, barna- barna Guðrúnar og Einars. Þau eru dáin 11 síðan þá. Guðrún er sú 11. Guðrún var dóttir Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Jóns Einarsson- ar í Reykjahlíð. Hún fór snemma að vinna og var ung þegar hún fór með Einari afa sínum á netin. Við systumar vorum tengdar Guðrúnu vináttu- og frændsemis- böndum. Við vorum bræðradætur og aldar upp í Reykjahlíð. Þar bjuggu þá fjórar fjölskyldur og var heimilisfólkið oft um 30 manns. Þaðan er margs að minnast og töluðum við Guðrún oft um það. Við vorum alveg sammála um að enginn hefði átt eins hátíðleg, ynd- isleg og skemmtileg jól og við, þar sem allt heimilisfólkið borðaði sam- an jólamatinn. Það var opnað á milli tveggja stofa og borðum raðað í eitt langborð. Kirkjulampinn hékk yfír miðju borði. Fjögur lítil jólatré með 12 kertum skreyttu stofuha, eitt á borði hverrar fjölskyldu. Eftir að Guðrún lærði að spila á orgel lék hún undir þegar böm og fullorðnir sungu á undan og eftir húslestrin- um, sem Illugi föðurbróðir okkar las. Það var hátíðarstund. Jólatréð var í suðurstofu. Það var mikil till- hlökkun hvenær stofan yrði opnuð. Jólatréð var stór hrísla með eini og lyngi, fallegu skrauti og lifandi ljós- um. Við gengum kringum jólatréð og sungum jólalög. Aðfangadags- kvöldi lauk með því að allir drukku kaffí með gómsætum kökum við stóra jólaborðið. Guðrún vann í gróðrarstöðinni á Akureyri og lærði þá jafnframt garð- yrkju og blómarækt. Eftir það stjóm- aði hún okkur hinum við að laga til í blómagarðinum í Reykjahlíð, og varð hann fallegur og mikil prýði sunnan við húsið. Þar var gaman að sitja í góðu veðri á sumrin og drekka Brennsludropann, sem húsmæður í Reykjahlíð vom þekktar fyrir. Guðrún gekk í hjónaband með Jóni Egilssyni frá Steinum í Borgar- fírði árið 1930. Þau kynntust á Laugaskóla í Reykjadal er bæði stunduðu nám þar. Guðrún og Jón settust að í Reykjavík og bjuggu þar alla sína tíð. Ég naut oft góðs á heimili þeirra og þegar ég kom í fyrsta sinn hingað suður tóku þau á móti mér. Guðrún og Jón eignuðust tvo syni, Snæbjöm Inga og Egil Þór. Snæbjörn lést 44 ára gamall. Ekkja hans er Þórunn A. Kjerúlf og eign- uðust þau þrjú börn. Egill er kvænt- ur Regínu Ingólfsdóttur og eiga þau tvö böm. Afkomendur Guðrúnar em orðnir margir. Ég ætla aðeins að minnast á eitt langömmubarn hennar, Únu litlu, sem Guðrún hafði mikið dá- læti á og sagði mér margt skemmti- legt sem sú litla hafði sagt. Guðrún fór ekki varhluta af sorg- inni. Hún átti fjóra bræður; Pétur, Hannes, Snæbjöm og Illuga. Snæ- bjöm dó ungur, einungis 18 ára, efnilegur maður. Hinir bræðurninr komust allir á efri árin, en Guðrún lifði þá alla. Sonur hennar, Snæ- bjöm Ingi, varð bráðkvaddur aðeins 44 ára. Hann var glaður og glæsi- legur maður. Mann sinn missti Guðrún á besta aldri, 55 ára, eftir erfiða sjúkdómslegu. Guðrún andaðist 27. mars. Sá dagur var fæðingardagur Laufeyjar systur minnar, frænku og vinkonu Guðrúnar. Við Guðrún höfðum mikið og gott samband, sérstaklega nú und- anfarið. Hún var ánægð og leið vel á fallega heimilinu sínu, Meðalholti 17, þar sem hún var til dauðadags. Hún naut þess að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Minnið var gott. Hún sagði skýrt og vel frá og var vel ritfær. Nú seinni árin, þegar hún hafði góðan tíma, hefur hún skrifað margar frásagnir um atburði úr lífi sínu. Þau hjónin komu sér snemma upp fallegum blóma- og ttjágarði. Þar átti Guðrún mörg handtökin og dró aldrei af sér. Hefur hann aldrei verið fallegri en síðasta sumar. Ég sakna þess að eiga ekki eftir að koma þangað til hennar oftar. Ég þakka henni viðtökurnar, sam- fylgdina og tryggðina á lífsleiðinni. Ég bið Guð að halda verndarhendi yfír henni á landi eilífðarinnar. Fjölskyldunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim bless- unar Guðs. Guð blessi minningu Guðrúnar Jónsdóttur frá Reykjahlíð. Þuríður Sigurðardóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skím- amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.