Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Antik-uppboð á hús- gögnum og listmunum GALLERÍ Borg efnir til antik- uppboðs á húsgögnum og list- munurn í Faxafeni 5 laugardag- inn 8. apríl kl. 14. Áttatíu númer verða boðin upp og verður ekk- ert lágmarksverð heldur allir munir seldir hæstbjóðanda. Mun- irnir voru fluttir inn frá Dan- mörku og kom danskur antiksali gagngert til landsins í þeim ti- gangi að aðstoða við undirbún- inginn. Elstu munir frá öndverðri 19. öld Elstu munirnir á uppboðinu eru frá öndverðri 19. öld en þar kennir ýmissa grasa; má þar nefna skrifborð, sófasett, borð- stofuhúsgögn, postulínsstell, ljósakrónur og handofnar mott- ur. Uppboð af þessu tagi höfðu legið niðri um langt árabil hér á landi þegar Gallerí Borg tók upp þráðinn i siðasta mánuði. Að sögn Péturs Þórs Gunnarssonar hjá galleríinu féll uppboðið í frjóa jörð og er fyrirhugað að gera antik-uppboð að mánaðarlegum viðburði í starfsemi gallerísins. Gallerí Borg hefur einkum í hyggju að sækja muni til Dan- merkur og Svíþjóðar en Pétur segir að hugsanlega verði leitað fanga víðar ef viðtökur gefi til- efni til. Þá hefur Gallerí Borg einnig tekið upp þá nýbreytni að taka húsgögn, listmuni og antik í umboðssölu. Morgunblaðið/Hreinn Hreinsson MUNIR úr svokölluðu Víkingasetti verða boðnir upp á laugardag- inn. Danskur arkitekt, Nyrup að nafni, hannaði og lét smíða þetta sett fyrir sig um 1910. Sófinn, borðið, stóllinn og klukkan verða á uppboðinu. „Fangaeyj- an“sýnd í bíósal MÍR „FANGAEYJAN" nefnist kvik- mynd sem sýnd verður í bíósal MÍR, á sunnudag kl. 16. í mynd þessari sem gerð var í Georgíu á sjöunda áratugnum seg- ir frá mörgum lið^mönnum úr sov- éska hernum, um 5'Mhermönnum sem þýsku nasistarm^hafa tekið höndum snemma í stríðinu og flutt, þegar langt er liðið á styij- öldina, til einangrunar á eyjuna Teles undan ströndum Hollands. Fangarnir ákváðu að gera upp- reisn og þeim tekst að yfirbuga þýska setuliðið á eyjunni. Leik- stjóri er Managadze og er aðgang- ur ókeypis og öllum heimill. GEOMETRISK NATTURA AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir með verkið „Snjór". Óperutónleikar Sinf óníuhlj óms veit- ar Norðurlands Diddú og Kristján á Akureyri Á FYRSTU dögum miðasölu á óperutónleika Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands seldist rúmur helmingur mið- anna og er því ljóst að tónleik- anna er beðið með mikilli eftir- væntingu. Söngvarana sem koma fram með hljómsveitinni á þessum tónleikum þarf vart að kynna en það eru þau Krist- ján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, en stjórnandi verður Guðmundur Óli Gunn- arsson. Á efnisskrá eru aríur og dúettar úr þekktum óper- um, meðal annars Carmen, La Boheme og La traviata. Óperutónleikarnir verða í íþróttahúsi KA þann 12. apríl kl. 19. Miðasalan er til húsa á skrifstofu Gilfélagsins í Kaupvangsstræti á Akureyri og þar er hægt að fá frekari upplýsingar. Miðasalan er opin virka daga kl. 13-17, einnig er hægt að kaupa miða símleiðis með greiðslukortum. Miðaverð er þrenns konar; 3.400 kr„ 2.600 kr. og 1.500 kr. eftir því hvar í húsinu er setið. Tónlistar- nemar leika í Safnahúsinu / Húsavík. Morgunblaðið. AÐ TILHLUTAN Safnahússins, Tónlistarskólans og Ménningar- nefndar Húsavíkur, sem nýlega er tekin til starfa, héldu fjórir nemendur Tónlistarskólans hljóm- leika í Safnahúsinu í síðustu viku. Jóhanna Gunnarsdóttir lék á píanó verk eftir Schumann og Chopin og jafnframt lék hún með Kristjáni Þ. Magnússyni, saxófón- leikara verk eftir C. Francous og J. Revaux. Valmar Valjaots, kennari og Þórunn Harðardóttir píanóleikari léku saman Sonatiu eftir Schubert og tónleikarnir enduðu svo með einleik Þorvaldar M. Guðmunds- sonar á gítar og lék hann meðal annars verk eftir Bach og I. Al- berniz. MYNPLIST Gallerí Greip BLÖNDUÐ TÆKNI AÐALHEIÐUR VALGEIRSDÓTTIR Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 9. apríl. Aðgangnr ókeypis Á SÍÐARI hluta þessarar aldar hafa hinir ýmsu miðlar myndlistar- innar skarast meir en nokkru sinni fyrr og mörkin milli þeirra orðið bæði óglögg og merkingarlítil í sjálfu sér. Listafólk hefur verið óhrætt við að nýta sér möguleika skyldra og jafnvel ólíkra miðla til að mynda heildstæð verk, sem síðan falla ekki beint að almennum skil- greiningum. Þannig hefur orðið til sífellt breiðara svið verka, sem ein- faldlega eru talin unnin með „bland- aðri tækni“, þó grunnur þeirra kunni að vera í málverki, grafík eða ljósmyndun, höggmynd, völdum hlutum („ready mades“) eða um- hverfínu sjálfu. Þessi tilraunastarf- semi hefur átt mikinn þátt í að auðga myndlistina á þessari öld, en um leið hefur listunnendum oft reynst erfíðara um vik við að setja sig inn í þau vinnubrögð, sem liggja að baki þeim verkum sem sýnd eru hveiju sinni. Aðalheiður Valgeirsdóttir hefur til þessa einkum unnið í grafík, og síðasta einkasýning hennar var á verkum í þeim miðli. Að þessu sinni LEIKLIST Stúdcntalcikhúsið HÁTÍÐARSAL HÁSKÓLA ÍSLANDS Beygluð ást: Sú kalda ást sem höf- undamir gleyma eftir Sigtrygg Magnason og Beygluskeiðarþáttur eftir „Gímaldin“. Leikstjóri: Bene- dikt Erlingsson. Leikmynd og bún- ingar: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: mjómsveitin Vindlar. Leikendur: Fimmtán félagar i Stúdentaleikhús- inu. Þriðjudagnr 4. apríl. í HÁTÍÐASALNUM er búið að hafa endaskipti á hlutunum. Mað- ur gengur inn, yfir leiksviðið, sest og horfir á einhvern hátt andfætl- ingslega fram að dyrum. Svo hefst Beygluskeiðarþáttur en það er ein- þáttungur sem er í óða önn að fínna sjálfan sig. Það hafði ekki tekist enn þegar þessari tilteknu sýningu lauk enda stílbrotin svo mörg að drjúga stund tekur að tína þau saman. Inn kemur maður í regnfrakka er hefðbundin grafík hins vegar aðeins undirstaða verkanna, sem listakonan hefur unnið á pappír á fyllri hátt með frekari málun og teikningu, og jafnvel þrykkt aftur, eftir að hafa skafið litinn niður. Þannig blandar hún saman vinnu- brögðum grafíklistarinnar og mál- verksins, og útkoman sést vel í dýpri litum og fyllri grunni verk- og áhorfandinn veit strax af lát- bragði hans að hér er einkaspæj- araherma á ferðum. Hljómsveitin er hinsvegar ekki alveg sama sinn- is. Hún hallast að kabarett- stemmningunni. Þá ákveður spæj- ari að bregða fyrir sig grallarahú- mor, hengir frakka sinn á ímynd- aðan krók en sest að því búnu við borð og hefur hægt um sig. Inn koma stúlkur og „upp arta“, því þetta er kaffihús. Kaffihús eru kjörin fyrir óræðar setningar, óráðna hugsun sem leitar hælis í völundarhúsi súrrealismans, kjörin fyrir vísanir sem eru hvorki héðan né þaðan en bera þess samt vitni að menn hafi lesið rökræður skóla- manna a.m.k. í gegn um Pinter og séu ekki ókunnugir tilvistar- kreppum. En það er sumpart vegna glundroðans í stílfærslu og efnistökum sem þessi einþáttung- ur er geðslegur. Hér er verið að þreifa fyrir sér af talsverðum vits- anna en væri hægt að ná með graf- íkinni einni saman. Verk Aðalheiðar hér byggja eink- um á samspili reglulegra lóðréttra litflata og lína, eins konar geometr- ísku samspili einfaldra forma, sem þó hafa í sumum tilvikum til að bera nokkuð innra flúr, þegar nánar er skoðað. Eins og titlar myndanna bera með sér er um að ræða tilvísan- munalegum þrótti (mikið er ég feginn að að þær þreifingar skuli ekki vera hnepptar í spennitreyju raunsæis). Svo er þátturinn nátt- úrulega geðslegur vegna þess að hann er auðheyrilega upplýstur af höfundi sem orðum ann og þekkir veikustu sögnina að elska en án hennar fær skáldið ekkert sagt. Svo segir Einar Bragi og Einar Bragi lýgur ekki. Gímaldin á að halda áfram að skrifa þar til hann finnur sjálfan sig í einhveiju brotinu og springur út. Leikarar áttu í nokkrum erfið- leikum með að finna persónurnar í hlutverkum sínum og láir þeim það enginn. Þær eru nefnilega í felum. Þó var Haraldur Jóhanns- son ansi góður sem náunginn vina- lausi. Hann kann að kipra saman rasskinnamar. Hátíðasalur Háskóla íslands á ekki í neinni tilvistarkreppu. Hefði Fritz Lang rekist þar inn biði hann ir í náttúruna; birtuna, veðurbrigði, gróskuna - þau augnablik um- breytinga, sem öllum eru svo eftir- minnileg. Verkin á sýningunni má gjarna skoða sem eina heild, þar sem þau eru greinilega nátengd í allri vinnslu. Þetta kemur vel fram í lát- lausri uppsetningunni, þar sem eitt stakt verk nær að mynda nokkuð mótvægi við öll hin, sem eru í sömu stærð og hlutföllum. Það er þó einkum hið innra lita- spil, sem vert er að staldra við. Listakonan vinnur hér mikið með bláa og rauða liti í hinum ýmsu verkum, og í mörgum flötum má vel greina þéttleika og dýpt litanna að baki yfírborðinu. Þessi vinnu- brögð er tengdari málverkinu en nokkrum öðrum miðli, og minna einnig á tilfinningu flestra lands- manna fyrir náttúru landsins; feg- urð hennar liggur ekki í yfirborð- inu, heldur í inntakinu, þeirri dýpt, sem við finnum fyrir í sambýli við landið. Með geometrískri framsetn- ingu þessa sambands er áherslan á litina fremur en formið, og því má segja að Aðalheiður hafí hér valið rétta leið að sínu markmiði. Hér er á ferðinni vönduð sýning ágætra myndverka. Henni fylgir einföld myndaskrá, sem hefði að skaðlausu mátt vera ögn fyllri, t.d. með því að listakona fjallaði þar stuttlega um viðfangsefni sín og vinnubrögð. Slíkar upplýsingar eru alltaf vel þegnar hjá sýningargest- um. enn rólegur eftir næstu lest. Kjölt berst ábyggilega vel í þessari kald- strípuðu, nektarofbeldishreinu stílumgjörð. Seinni þátturinn, Sú kalda ást sem höfundarnir gleyma, er eftir Sigtrygg Magnason, og á rætur sínar í verkinu sem vann fyrstu verðlaun í leikþáttasamkeppni Stúdentaleikhússins og Stúdenta- ráðs ekki alls fyrir löngu. Þetta er skemmtilegt verk, létt- geggjað, hæðið, vel stílfært, vel sviðsett og ágætlega leikið en líður einna helst fyrir að vera sett í umhverfi sem þolir hvorki saklaust grín né lágtimbraðan húmor. Per- sónusköpun er skýr. Sigtryggur Magnason er furðu þroskaður höf- undur, aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Þeir Gímaldin eiga framtíð- ina fyrir sér. Stúdentaleikhúsið gerir rétt með því að koma ungum leikritahöfundum á framfæri með ungum leikurum og fanga þannig ferskan vind. Sýningar og samkeppni af þessu tagi ættu að verða árviss viðburður. Guðbrandur Gíslason Eiríkur Þorláksson Tveir góðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.