Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Gjaldþrota lána- sjóður gagn- ast engum í FRÉTTAKLAUSU í DV hinn 29. mars er vikið að ummælum mínum í sjónvarpsþætti fyrir skömmu. Fyrrver- andi formaður Stúd- entaráðs, Dagur Egg- ertsson, sakaði mig um að fara þar með rangt mál að því er varðar tölur um fjölda náms- manna. Orðrétt sejgir í fréttaklausunni: „I yf- irlýsingunni (frá Stúd- entaráði) segir að með því að saka námsmenn um að skrökva hafí ráðherra vikið sér und- an því að svara óþægi- legum spumingum um breytta sam- setningu námsmannahópsins og lánþega." Þá segir einnig að upplýs- ingar sem fyrrverandi formaður Stúdentaráðs hefur dreift til stjórn- málaflokka séu frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Ég skal með mikilli ánægju svara þessum ásök- unum með eftirfarandi staðreynd- um. Greiðsluþrot blasti við LÍN var forðað frá greiðsluþroti í byijun kjörtímabilsins með marg- víslegum aðhaldsaðgerðum og fjár- hagsstaða hans hefur verið treyst. Gjaldþrota sjóður stuðlar augljós- lega ekki að jafnrétti til náms. Námslán höfðu á árunum 1989- 1990 verið hækkuð um 20% umfram verðlag með reglugerð þáverandi menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, en á sama tíma voru fjárveitingar af samráðherra hans í ríkisstjóm, Ólafi Ragnari, lækkaðar verulega. Þrautalending þeirra var að auka lántökur með háum vöxtum til skamms tíma til þess að standa straum af aukningu útlána. Greiðslustaða sjóðsins var því komin á hættumörk og sjóðurinn er enn að glíma við að endurgreiða þessi óhagstæðu lán. Slíkur var viðskiln- aður Svavars Gestssonar, fyrrv. menntam.álaráðherra og Ölafs Ragnars Grímssonar, fyrrv. fjár- málaráðherra við þennan mikilvæga sjóð námsmanna. Fleiri stunda nám íslenskum námsinönnum í láns- hæfu framhaldsnámi hefur fjölgað um rúmlega 800 á gildistima nýrra laga og eru fleiri en nokkru sinni í sögunni. Þær hrakspár fulltrúa stjómarandstöðu um að fólk myndi hrekjast frá námi í stórum stíl vegna laganna, hafa því - sem betur fer - ekki ræst. í tíð síðustu ríkisstjórnar fækkaði námsmönnum í Háskólanum en lán- þegum úr hópi þeirra fjölgaði um 755 manns. Vart er hægt að hugsa sér skýrari visbendingu um að fólk hafi tekið námslán þótt það gæti komist hjá því vegna námsins en lánin hækkuðu um 20% umfram verðlag árin 1989 og 1990, eins og áður segir. Færri taka lán Mun færri námsmenn taka lán eftir gildistÖku laganna en fjár- magna nám sitt af eigin rammleik. Skuldir heimila þessara námsmanna aukast því mun minna en ella á meðan þeir eru í námi. Fækkun lán- þega stafar m.a. af því að nú fær fólk sem ekki skilar upplýsingum um árangur engin lán, en áður gátu slíkir menn orðið lánþegar. Skólaár- ið 1990-91 skiluðu yfir 1000 manns engum upplýsingum um námsár- angur sinn og skólaárið 1991-92 náði þessi ijöldi 1400 manns, Þetta fólk taldist þá til lánþega sjóðsins. Nú fær slíkt fólk ekki lán og „fækk- ar“ því lánþegum af þessum sökum. Sparnaðurinn af því að veita ekki fólki lán sem ekki er í námi nemur hundruð- um milljóna króna á ári. Samsetning lánþegahópsins hliðstæð Engan marktækan mun er hægt að greina á hlutfallslegum fjölda í einstökum hópum lánþega LÍN fyrir og eftir lagabreytingu, t.d. eftir kynferði, bú- setu í landinu eða Ijöl- skylduaðstæðum. Hlutfall einstakra lán- þegahópa er svipað og áður. Hlutfall kvenna af heildar- fjölda lánþega hefur hækkað jafnt og þétt allan síðasta áratug og hef- ur verið 49% árið 1991-92, 48% árið 1992-93 og 49% árið 1993-94. Hlutfall einstæðra foreldra hefur verlð hliðstætt síðustu ár, þ.e. árið Mikilvægt var að reisa við fjárhag Lánasjóðs íslenskra námsmanna, segir Olafur G. Einars- son, og stnðla að jafn- rétti til náms. 1990-91 7% árið 1991-92 8% og tvö síðustu skólaár 7%. Þá sýnir athug- un, sem óskað var eftir af fjárlaga- nefnd Alþingis, að hlutfall lánþega eftir kjördæmum er mjög hliðstætt fyrir og eftir lagabreytingu. Meiri aðstoð en í öðrum ríkjum Norðurlanda LÍN tryggir námsmönnum ■ eftir breytingamar á lögunum frá 1992 hliðstæða eða meiri fjárhagslega aðstoð meðan á námi stendur en sambærilegir sjóðir á Norðurlönd- um, en Norðurlönd eru fremst Evr- ópuríkja á sviði námsaðstoðar. Sér- staða íslenskrar námsaðstoðar er óbreytt. Námsmönnum með börn á framfæri er tryggð meiri námsað- stoð en um getur í nálægum Evrópu- löndum. Minna tekjutillit Þrátt fyrir almennar aðhaldsað- gerðir hafa verið settar ýmsar regl- ur sem em námsmönnum til hags- bóta. Tekið er minna tillit til tekna en áður. Barnabætur og bamabóta- auki reiknast ekki í tekjutilliti, eins og áður gerðist, en það skiptir miklu fyrir námsmenn með börn á fram- færi og svigrúm til aðstoðar í fram- haldsháskólanámi hefur verið aukið svo nokkuð sé nefnt. Námsárangur batnað Regla um að fullt lán sé einungis veitt fyrir 100% árangur hefur leitt til þess að námsárangur lánþega sjóðsins hefur batnað verulega. Þetta hefur m.a. orðið til þess „að virkni stúdenta" í Háskóla íslands hefur aukist eins og rektor hefur komist að orði. Markmiðum ríkis- sljórnarinnar náð Það má því með sanni segja að markmiðum ríkisstjórnarinnar um að reisa við íjárhag Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og efla hann sem og að stuðla að eðlilegri sókn íslenskra námsmanna í lánshæft framhaldsnárr. og stuðla að jafnrétti manna til náms án tillits til efna- hags, hafi verið náð. Höfundur er mcnntamálaráðherra. Ólafur G. Einarsson Framsóknarmenn róa dulbúnir á Davíðsmið SKOÐANAKANN- ANIR sýna, að Sjálf- stæðisflokkurinn er að tapa fylgi. Framsókn- arflokkurinn er í sókn. Þetta eru alvarleg tíð- indi fyrir þjóðina alla. Hún stendur í þeim sporum, að geta valið á milli festu í lands- stjórninni undir for- ystu Sjálfstæðisflokks- ins og upplausnar, þar sem Framsóknarflokk- urinn verður þungam- iðjan. Það er fráleitt að ætla, að menn styrki tveggja flokka stjórn undir forystu sjálfstæðis- manna með því að lýsa yfir stuðn- ingi við Framsóknarflokkinn í skoð- anakönnunum eða greiða honum atkvæði á kjördag. Á því vantar allar haldbærar skýringar, hvers vegna Framsókn- arflokkurinn dregur nú að sér fylgi. Kosningastefnuskrá hans einkenn- ist af áráttunni frá tímum sjóða- sukksins, að lofa milljarði í þetta og milljarði í hitt. Flokknum ferst ekki að kenna gjaldþrotastefnu við aðra. Hann hefur sjálfur mesta reynslu af slíku og er að leita langt yfir skammt, þegar hann nýr öðrum gjaldþrotum um nasir. Framsóknarmenn treystu sér ekki til að standa að stuðningi við aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu (EES). Aðildin hefur verið atvinnulífi um land allt lyftistöng. Þrátt fýrir skammsýni sína, telja framsóknarmenn sig hafa efni á því að lofa 12.000 nýjum störfum á næstu fímm árum með stjórn- valdsákvörðunum. Framsóknarmenn ætla að ná 3% hag- vexti einhvem tíma á næsta kjörtímabili. Það markmið hefur þegar náðst undir for- ystu ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar. Því réð ekki tilviljun, að síð- asta stöðnunarskeið í íslensku efnahagslífi hófst á árinu 1988, þegar mynduð var þriggja flokka vinstri stjórn undir forsæti Framsóknarflokksins. Undir forystu Hall- dórs Ásgrímssonar var lagður grunnur að kvótakerfinu. Vilji menn andmæla því ættu þeir síst að kjósa Framsóknarflokkinn. Skýr kostur Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fer ekki leynt með þá skoðun sína, að vinstri stjórn sé markmið flokksins. Sé sú skýring á fylgisaukningu framsókn- armanna í könnunum, að hún sýni vilja fólks til tveggja flokka stjórnar undir forystu Sjálfstasðisflokksins, er um mikinn misskilning að ræða. Kjósendur styðja ekki Sjálfstæðis- flokkinn til áhrifa í íslenskum stjórnmálum meða því að kjósa Framsóknarflokkinn. Fyrir fáeinum árum skaut Stein- grímur Hermannsson, forveri Hall- dórs Ásgrímssonar, sér á bak við slagorðið: Allt er betra en íhaldið! Segja má, að Jóhanna Sigurðardótt- ir hafi stolið þessum glæp af fram- sóknarmönnum núna. Hún beitir útilokunaraðferð gagnvart Sjálf- stæðisflokknum. Mörður Árnason, Engin rök mæla með því, að fylgi Framsókn- arflokksins aukist, segir Björn Bjarnason, síst af öllu ef menn vilja að Sj álfstæðisflokkurinn leiði tveggja flokka stjórn. frambjóðandi Þjóðvaka Reykjavík, segir, að Sjálfstæðisflokkurinn sé minnihlutahópur, einskonar nýbúi, sem eigi að víkja til hliðar, svo að vitnað sé í hrokafull ummæli hans á fundi með stúdentum í Háskóla íslands fyrir skömmu. Þessi heift Þjóðvaka í garð Sjálf- stæðisflokksins hefur dregið at- hyglina frá þeirri staðreynd, að framsóknarmenn líta á sig sem helsta keppinaut sjálfstæðismanna. Framsóknarmenn sætta sig illa við forystuna, sem Jóhanna hefur tekið gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir geta hins vegar í skjóli Jóhönnu látið eins og Framsóknarflokkurinn sé samstarfskostur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Framsóknarmenn hika ekki við að gera út á vinsældir Davíðs Oddssonar. Kjósendur eiga hins vegar að hafa hugfast, að at- kvæði greitt Framsóknarflokknum er atkvæði gegn Davíð Oddssyni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík. Björn Bjarnason Skýrir valkostir í kosningunum Þegar landsmenn ganga að kjörborðinu í vikulokin blasa við skýrir valkostir. Ann- ars vegar tveggja flokka ríkisstjórn undir forystu Davíðs Odds- sonar en hins vegar fjögurra eða fimm flokka vinstri stjórn. Allir vinstri flokkarnir hafa hótað að láta það verða sitt fyrsta verk að mynda slíka fjöl- flokkastjórn ef þeir fá fylgi til þess. Ekkert mun því geta komið í veg fyrir þá fyrirætlan nema öflugur Sjálf- stæðisflokkur. Eina 1< Geir H. Haarde til að í öllum drætti, lægra afurða- verði í útlöndum og þar með lækkandi þjóðartekjum. Einnig hefur þurft að takast á við afleiðingarnar af ákvörðunum fyrri rík- isstjórnar og gera upp eftir gjaldþrota sjóða- stefnu hennar. Árangurinn er ótví- ræður og nú horfir þjóðin fram á betri tíma. Verðbólgan er horfin, vextir hafa lækkað sem og matar- verð og mikill stöðug- leiki ríkir í efnhagslíf- inu. Það er ómetanlegt :ri, hjá opinberum aðil- tryggja að sjálfstæðismenn verði áfram við stjórnarforystu er að kjósa D-listann. Ýmsir telja eflaust að með skrípalátunum í kringum sjtórnar- sáttmálann, sem Ólafur Ragnar Grímsson segist hafa samið, hafi hann brennt allar brýr að baki sér gagnvart væntanlegu samstarfs- fólki í Framsókn, Kvennalista, Þjóð- vaka og Alþýðuflokk. Því er þó engan veginn að treysta. Ásetning- ur þessara aðila er skýr: Þeir ætla að mynda vinstri stjóm ef þeir fá stuðning til þess. Þess vegna er nú svo brýnt að efla Sjálfstæðisflokk- inn til að koma í veg fyrir að þessi áform nái fram að ganga. Út úr erfiðleikunum Undanfarin ár hefur þjóðin þurft að takast á við margháttaða erfið- leika sem stafað hafa af aflasam- um, atvinnufyrirtækjum og heimil- um. Nú er hægt að gera raunhæfar áætlanir um tekjur og gjöld. í at- vinnugrein eins og ferðaþjón- ustunni, sem í er fólginn mikill vaxt- arbroddur, er það grundvallaratriði að geta gefið út verðskrár langt fram í tímann. I þeirri grein eins og reyndar hvarvetna í atvinnulífinu er starfsumhverfið nú gjörbreytt. Það mun að sjálfsögðu skila sér í fjölgun starfa og bættum lífskjör- um. Spor fyrri vinstri stjórna hræða Verkinu er þó engan veginn lok- ið. Uppbyggingarstarfið er ekki búið. Nokjcur kaupmáttaraukning er þó fyrirsjáanleg á þessu ári og hagvöxturinn er að taka við sér. Framsóknarflokkurinn talar nánast eins og það eigi að lögbinda 3% Vinstri stjórnir hafa ávallt, segir Geir Haarde, klúðrað efna- hagsárangri, sem tekist hafði að byggja upp. hagvöxt á íslandi næstu árin og fjölgun starfa um 12 þúsund fram til aldamóta. Slíkur málflutningur er auðvitað barnalegur. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar breytt hinu almenna efnahagsumhverfi og búið þannig í haginn að störfum fjölgaði verulega í fyrra og mun áfram fjölga mikið næstu árin sam- fara bættum efnahag. Reynslan sýnir að við aðstæður eins og þær sem nú hafa skapast er brýnt að vel sé stjórnað í land- inu. Ástandið er brothætt og það er auðvelt að bijóta niður það sem byggt hefur verið upp. Festa í stjórnarfari er lykilatriði. Vinstri stjórnir hafa ævinlega eyðilagt þann efnahagsárangur sem búið var að byggja upp. Þannig var það með stjórnendur sem tóku við 1971, 1978 og 1988. Engin slík ríkisstjórn hefur megnað að sitja í heilt kjör- tímabil. Við skulum ekki taka áhættuna af því að fá slíka stjórn yfir okkur. Þjóðin á betra skilið. Kjósum því Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á laugardag. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismannn ogskipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.