Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þj óð vakamaður dregur framboð sitt til baka Framboðs- listinn óbreyttur BENEDIKT Sigurður Kristjáns- son, sem skipar 7. sæti Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi fyrir al- þingiskosningar, hefur dregið framboð sitt til baka. Ólafur Walt- er Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir. að ekki sé hægt að breyta framboðs- lista svo skömmu fyrir kosningar og standi hann því óbreyttur. Ólafur segir að ákvæði séu í lögum um að heimilt sé að bæta nafni inn á lista ef frambjóðandi deyr á tilteknum tíma, ekki sé hægt að breyta lista undir öðrum kringumstæðum. Benedikt gerði grein fyrir af- stöðu sinni í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. Þar segir hann að í ljós hafi komið að efstu sæti listans séu ekki skipuð félags- hyggjufólki heldur eingöngu íhaldsmönnum og krötum. „Eng- inn grtmdvöllur er fyrir lýðræðis- legu starfi, þar sem ofríki og and- staða Ágústar Einarssonar kemur í veg fyrir að formlegt þjóðvakafé- lag með stjórn og kjördæmisráði sé stofnað af félagsmönnum Þjóð- vaka,“ segir í yfirlýsingunni. Benedikt skorar. á félags- hyggjufólk og vinstri menn að styðja sína flokka en vara sig á Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi, „þar sem siglt er undir fölsku flaggi uppstokkunar flokkakerfis- ins, félagshyggju og siðvæðingar í stjórnmálum,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fundur viðskipta- og hagfræðinga um pólitíska markaðssetningu Neikvætt að aug- lýsa of mikið KOSNIN G AB ARÁTT AN hefur endurspeglað fremur slælega vinnu stjórnmálaflokkanna frá síðustu kosningum að mati Gunn- ars Steins Pálssonar, hjá auglýs- ingastofunni Hvíta húsinu. Á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á miðvikudag, þar sem Ijallað var um pólitíska mark- aðssetningu, sagði Gunnar Steinn að líkja mætti markaðssetningu stjórnmálaflokkanna við nám. Regluleg ástundun skipti öllu, en hugsanlega væri hægt að bjarga sér fyrir horn með átaki á síðustu stundu. Gunnar Steinn sagði að þess væru merki að margir flokkanna væru illa lesnir og vísaði þar til þess hve mikið hefði verið um auglýsingar undanfarið, eiginlega of mikið. Gunnar Steinn sagðist sannfærður um að hið daglega pólitíska starf sem innt væri af hendi innan stjórnmálaflokkanna vægi langþyngst í markaðssetn- ingu þeirra. „Eg leyfi mér að slá fram ábyrgðarlausum tölum um það hvað ræður atkvæðum fólks. Ég giska á að þetta pólitíska starf vegi 60-70%,“ sagði Gunnar Steinn og ennfremur að það mætti ímynda sér að hlutur pólitískrar málefnavinnu gæti síðan verið 15-20%. Meira fé lagt í baráttuna Gunnar Steinn sagðist síðan telja það vega um 10% í markaðs- setningunni hvemig menn kæmu fyrir í kosningabaráttunni. „Að lokum gef ég auglýsingum, öllum kjörorðum og annarri slíkri mark- aðssetningu um 10%. Varðandi hvaða Iærdóm mætti draga af þeirri kosningabaráttu sem nú stæði yfir sagði Gunnar Steinn ljóst að héðan í frá myndu stjórnmálaflokkar og fagfólk í upplýsingamiðlun starfa saman í baráttunni. Það væri líka ljóst að verið væri að tala um meira fé í kosningabaráttuna en nokkru sinni fyrr og styrktaraðilar væru farnir að skipta miklu. ímynd leiðtoganna byggð upp „Mikið magn auglýsinga getur virkað neikvætt á hinn almenna kjósanda sem kannski hefur ekki svo mikinn áhuga á stjómmálum. Hann getur þannig jafnvel átt erfitt með að átta sig á því hvað höfðar til þeirra og hvaða skilaboð eru frá hvaða flokki," sagði Magn- ús Kristjánsson, markaðsstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins, á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga. Magnús sagðist halda það skynsamlegra fyrir flokkana að veija meiri tíma og orku I að fara út á markaðinn og hlusta og skil- greina hvar þeir stæðu miðað við samkeppnisaðilana til þess að gera skilaboðin markvissari. „Ef við skoðum auglýsingarnar sem hellast yfir okkur sjáum við jafn- vel hátt í tíu mismunandi auglýs- ingar frá einum flokki í sjónvarpi og annað eins i dagblöðum. Skila- boðin eru því orðin nokkuð mis- munandi." Breyttar áherslur Gunnar Steinn og Magnús sögðu áberandi að áherslur flokk- Morgunblaðið/Sverrir PÓLÍTÍSK markaðssetning var umfjöllunarefni á fundi Fé- lags viðskipta- og hagfræðinga á miðvikudag. MAGNÚS Kristjánsson, markaðssljóri íslenska útvarpsfélags- ins, kynnti hvernig auglýsingastofan Saatchi & Saatchi byggði upp ímynd Margrétar Thatcher á sínum tíma. Hann sagði markaðssetningu íslenskra stjórnmálaflokka vera að færast meira í þá áttina. anna virtust hafa breyst fyrir þessar kosningar á þann hátt að meiri áhersla væri lögð á fólk auk þess sem áhersla væri lögð á að byggja upp ímynd leiðtoga fiokk- anna. Þá sagði Magnús að kjör- orðin væru huglæg og höfðuðu meira til tilfinninga en áður. Flest væru þannig að þau gætu í raun átt við hvaða flokk sem væri. Skoðanakönnun BB á Vestfjörðum Sjálfstæðisflokkur næði sínum 3. manni SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN eykur fylgi sitt í Vestfjarðakjördæmi og fær þijá menn kosna samkvæmt skoðanakönnun sem blaðið Bæjarins besta á ísafirði birtir í dag. Flokkur- inn hefur nú tvo þingmenn. Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag tapa fylgi og þingmaður Alþýðu- bandalagsins fellur. Kjúklingar í kosninga- slaginn FRAMBJÓÐENDUR Alþýðu- flokksins kynna Evrópuviku flokksins í Nóatúni við Hring- braut í dag. Þar verða kjúkling- ar seldir „á Evrópuverði", eða 220 krónur kílóið. Venjulegt verð á kjúklingum ku vera nálægt 700 krónum. Munu frambjóðendurnir af- henda viðskiptavinum Nóatúns kjúklingana. Með þessu hyggjast alþýðu- flokksmenn vekja athygli á verði landbúnaðarvöru í Evr- ópusambandslöndum. í frétta- tilkynningu segir að á sama hátt vilji verslunin Nóatún gefa íslenskum neytendum kost á að kaupa kjúklinga á Evrópu- verði og sýna þannig fram á mikinn verðmun á milli versl- ana á íslandi og í Evrópu. í skoðanakönnun BB, sem gerð var á fimmtudag í síðustu viku, var hringt í 500 íbúa og samsvarar það 8% fólks á kjörskrá. Liðlega 23% voru óákveðnir eða neituðu að svara en það eru helmingi færri en í fyrri könnun blaðsins sem gerð var tveim- ur vikum áður. Framsókn og Alþýðu- bandalag tapa Þegar aðeins er litið á þá sem gáfu upp afstöðu sést að Sjálfstæð- isflokkur fengi liðlega 37% atkvæða ef kosið væri nú á móti tæplega 35% í síðustu kosningum. Blaðið metur það svo að flokkurinn bæti við sig manni verði úrslitin í þessa veru, fengi þijá menn kjörna, þá Einar Kr. Guðfinnsson, Einar Odd Krist- jánsson og Ólaf Hannibalsson. Framsóknarflokkur fengi tæplega 18% á móti tæpum 28% fyrir fjórum árum og einn mann kjörinn, Gunn- laug M. Sigmundsson. Alþýðuflokk- ur fengi 14% í stað tæplega 16% og einn mann, Sighvat Björgvinsson. Vestfjarðalistinn, sem er nýtt fram- boð, fengi tæp 13%. BB metur það svo að listinn þurfi mun fleiri at- kvæði til að koma Pétri Bjarnasyni á þing. Alþýðubandalag fengi 7% í stað tæplega 11% í síðustu kosning- um og þingmaður þess, Kristinn H. Gunnarsson, næði ekki kjöri. Kvennalisti fengi tæp 6%, 2% minna en í síðustu kosningum. Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir náði síðast kjöri sem „flakkari“ en það þing- sæti hefur nú verið fest í Reykjavík. Þjóðvaki fengi 4 xh%. Atvinnulífið ogum- heimurinn JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins voru fram- sögumenn á fundi ungra jafnaðar- manna um atvinnulífið og tengsl þess við umheiminn, sem haldinn var í Reykjavík í gær. Þar var meðal annars fjallað um erlenda fjárfestingu, EES og að- ild að ESB. Þá ræddi borgarstjóri um möguleika á samstarfi við erlenda aðila um rekstur sorp- mála í höfuðborginni. Ungt sjálf- stæðisfólk opnar skrifstofu Selfossi. Morgunblaðið. UNGT sjálfstæðisfólk opnaði fyr- ir skömmu kosningaskrifstofu á Selfossi að Austurvegi 38 á jarð- hæð. Skrifstofan verður opin fram til 23 á kvöldin fram að kosningum og lengur á kjördag. Unga fólkið býður upp á þægi- legt kaffihúsaumhverfi með tón- list og stórum sjónvarpsskjá til að fylgjast með tónlistarefni frá MTV, einnig Eurosporti og síðan kosningasjónvarpi á kjördag og kosninavöku um kvöldið. Ungt fólk mun troða upp á kvöldin með söng og hljóðfæraslætti. Morgunblaðið/Sigurður Jónason Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.