Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 69 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Þegar ég fattaði feminismann HÁSKÓLABÓKASAFNIÐ sem greinarhöfundur lokaðist inni í og fattaði þar með feminismann. Frá Ásdísi Olsen: ÉG VAR í námi í Bandaríkjunum, hvað - ja, fyrir tæpum 2 árum. Það var sumar. Ég man hvað það var rosalega heitt. Eig- inmaðurinn og börnin voru flogin til íslands í frí - í svala goluna. Ég varð eftir sveitt en sæl, ein með mína sumarönn. Ég var í fjöl- miðlanámi en rakst á þennan kúrs fyrir tilviljun, í kennara- deildinni. Reyndar er nám og upp- lýsingamiðlun mínar ær og kýr, en kúrsinn var um hvernig kvenfólk lærir. Ég skildi þetta ekki strax. Hafði ekki hugsað útí að gerður væri greinarmunur á kynjunum á þessu sviði. Ég hugsaði til áranna minna í Kennó. Var ekki bara talað um börn í hvorugkyni? Ég kannaðist við fræðingana og vísindamennina. Freud, Kohlberg, Murray, Perry. Þeir útskýrðu fyrir okkur hvernig við þroskumst og lærum. Þeir gerðu rannsóknirnar og settu fram kenningar. Þeir bjuggu til mælistikurnar sem við eru metin eftir. Þeir lögðu grunninn að sálfræðinni, uppeldisfræðinni og kennslufræðinni. Jú, þetta voru allt karlar. Hvað um það - á þeim tíma setti ég eng- in spumingamerki við það. Hvað var þá vitlaust? Jú, þeir gerðu mistök. Mjög alvarleg mistök. Þeir rannsök- uðu bara karlkynið. Þeir skoðuðu, mældu og mátu drengi og settu fram kenningar um mannkynið. T.d. Freud. Hann skilgreindi konur sem sérstakt afbrigði, frávik frá því „eðlilega" og „rétta“, og tók sér- staklega fram að hann skildi ekki konur. Og Kohlberg rannsakaði 84 drengi og byggði kenningar sínar um 6 þrep siðgæðisþroskans á þeim rannsóknum. Samkvæmt því módeli stendur kvenþjóðin „mannkyninu" langt að baki. Þarna er kvenkynið stórkostlega vanmetið og misskilið. Raunin var sú, að stúlkurnar pöss- uðu ekki inn í módelið. Þær komu með aðrar úrlausnir en ráð var fyr- ir gert. Það var örlagaríkur dagur í lífi mínu þegar ég áttaði mig á stöðu mála. Ég var niðursokkin í skræð- urnar uppá 6. hæð á háskólabóka- safninu. Það voru fáir að lesa þenn- an dag. En ég var í djúpum þönk- um, að meðtaka stór sannindi sem hreyfðu við öllu sem ég áður þóttist skilja og vita. Smátt og smátt rann upp fyrir mér ljós. Kvennarannsókn- ir voru s.s. svona uppgötvanir, end- urskoðun á „sannindum", öðruvísi rannsóknir, nýjar mælistikur. Upp- ijómun! Ég var ein á hæðinni þegar ég loksins rankaði við mér. Það var ansi hljótt í stigaganginum. Ég gekk niður hverja hæðina á fætur ann- arri án þess að rekast á hræðu. Mér var orðið ansi órótt þegar ég náði að útidyrunum. Dyrnar voru læstar. Það var enginn í byggingunni. Ég var læst inni á bókasafninu og víst var að enginn saknaði mín heima. Hann glotti, Securitasgæinn sem hleypti mér út seinna um kvöldið. Hann vissi ekki að konan sem gekk út af safninu þetta kvöld var ekki sú sama og gekk þar inn mörgum klukkutímum fyrr. Hann grunaði ekki hversu áhrifarík þessi bóka- safnsferð hafði verið. Hann gat ekki vitað að konan sem hann var að hleypa út var orðin feministi. Þessi kona var komin með ný gleraugu, nýja sýn á tilveruna. Hún skildi hvemig samfélagið mótast af þeim sem sitja við stjórnvölinn. Hún vissi nú hvað átt var við með „karl- veldi“. Hún áttaði sig á misræminu í tilvemnni. Hún hlaut að vilja breyt- ingar. Ég var frelsinu fegin en lét þó nægja að brosa breitt til björgunar- mannsins í þakklætisskyni. Eg sat á mér að segja honum frá nýju þjóð- félagsmyndinni minni. Honum hefði eflaust þótt hún skrítin - að minnsta kosti svona fyrst. ÁSDÍS OLSEN, Langholtsvegi 8, Reykjavík. Ásdís Olsen Ob’ bréf t’ Mjólks- sams’lunnar Frá Gunnari Frey Steinarssyni og Helga Guðbjartssyni: A’ undfurnu he’r þjóðin iggi far’ð varhl’t’ avðí málvendnarát’gi sem bisst he’ur udaná annass ágitum mjólkrumbú’m frá Mjólkssams’l- unni. Þar gidur melannass að lída þarfar ábidígar umma’ stytta mál sitt, mínk’ellendar slettur, rugl’iggi saman málsáttum og sí’st en iggi síst, a’tala skýrt. Þa’r’eimmitt ’etta sí’stnenda sem he’r orð’ð’okkur hvat’a’ ridun’essa bréfs. Þann’er málmevesti a’ undridaðir eru starrandi meðlimir í hljónst og tengjast þaraleijandi flestu’ðí’starvi sem ðí viðkemur, . þar’ir’áttvi’ hljónstrængar, tólleigald, ossofrav- veijis. Vi’ gidum ðí higlaust sagt a’ vissjum vel kunnujir ðí málf’ri sem unga fólkið temu’ sérídag. Þa’ir m’öllu staðævulaus hrasni að atla þa’ a’ únt fólk, og þá séssdagglea tóllistafólk, tal’ins óskýrt o’ averládi’ udaná fernonum, en þassem hvoru- ’ur okkar he’r starva’já Mjólkss- ams’linni vidum vi’iggi hveddni’ tjá- skitti f’ra fram þarábæ. Fyr’önd ungra tóllistamanna á íslendi f’rum við’ess á leid við Mjólkssams’luna að’ún lád’af prent- un á’ussum málvendnarossoknum gegn tóllistafólki. Fólki semka’ dulleast erí baratt’ni fyr’auginni og battri nokun á íslisskri tungu me- þþía simja kjarnerta testa á ásskera, ylýra mó’u’málinu vi’ la’asmíar sín- ar. Getur þú leyst gátuna? F.h. ungra tónlistarmanna á íslandi, GUNNAR FREYR STEINSSON, Ölduslóð 5, HELGI GUÐBJARTSSON, Langholtsvegi 40 Einn umburðarlyndur Frá Glúmi Jóni Björnssyni: TIL þess að stjórnmálaflokkur getir talist fijálslyndur og umburðarlynd- ur má hann ekki nota ríkisvaldið gegn ákveðnum hópum fólks. En hvaða íslenskur stjórnmálaflokkur beinir ekki áróðri sínum gegn ákveðnum hópum í þjóðfélaginu? Er það Kvennalistinn sem sér karlmenn með horn og hala á hverju strái? Er það Alþýðubandalagið sem elur á öfund í garð þeirra íslendinga sem helga lff'sitt atvinnurekstri og skapa öðrum atvinnutækifæri? Er það Framsóknarflokkur sem vill að Reykvíkingar og Reyknesingar hafi aðeins hálfan kjörseðil í alþingis- kosningum? Er það Alþýðuflokkkur sem reynir að veiða atkvæði á höfuð- borgarsvæðinu við hveijar kosningar með því að nota bændur og annað dreifbýlisfólk sem grýlu? Eða er það Þjóðvaki sem er kokteill af öllu þessu óþolandi hatri? Nei, enginn vinstri flokkanna getur talist umburðar- lyndur. Aðeins einn íslenskur stjórn- málaflokkur gerir ekki út á hatur í garð náungans. Hann einn er um- burðarlyndur. Hann er Sjálfstæðis- flokkurinn. GLÚMURJÓN BJÖRNSSON, efnafræðingur og gjaldkeri Heimdallar, FUS, í Reykjavík. Regatta nújar vöni Jakkafötfrá kr. 16.900 Stakir jakka dömu og herra frá kr. 9.900 Dömuvesti frá kr. 4.900 Pils frá kr. 4.900 ($ Buxur dömu og herra frá kr. 4.900 Skyrtur frá kr. 1.290 ^ Atfi\ Fermingarföt d tilboðsverði. Tilvalið til fermingargjafa □ Survivor bakpokar Veröfrákr. 2.790 til kr. 7.590 25L-35L -45L-65L-85L □ Survivor svefnpokar Kr. 5.790 -10° Kr. 6.490 -20° □ 3 í 1 jakki úr Isotex vatnsheldu öndunarefni m/fleece peysu sem nota má sér. Verð frá kr. 16.900 □ Úlpur, fleecepeysur, skyrtur o.fl. o.fl. w NYBYLAVEGUR «sn Tovota SOLIN verslun DALBREKKA ■ Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi, sími 45800. _j Op/ð a//a virka daga frá kl. 8-18, laugardaga kl. 10-14. verður í yfirheyrslu á Rás 2 síðdegis í dag og situr fyrir svörum í Þjóðarsálinni. Hann verður síðan í þættinum ísland og umheimurinn í Sjónvarpinu kl. 22. Á morgun, föstudag, verður hann í þættinum Auðlindin á Rás 1 kl. 12:50 og um kvöldið kl. 20.45 í sameiginlegum formannaþætti Sjónvarpsins og Stöðvar 2. B Framsóknarflokkurinn Framsókn '95______ Halldór Asgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.