Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 61 IUIINNIIMGAR GUÐMUNDURIVAR ÞÓRÐARSON + Guðmundur ívar Þórðarson fæddist á Stokks- eyri 22. júlí 1918 og lést á Kumbara- vogi, Stokkseyri, 26. mars sl. For- eldrar hans voru hjónin Agústa Guð- mundsdóttir frá Iðu og Þórður Árnason frá Arnarhóli, er bjuggu lengst af á Hólmi, Stokkseyri. Guðmundur var elstur sinna systk- ina, en hin eru Ing- var, Aldís og Magnúsína. Árið 1947 kvæntist Guðmundur Mörtu Petersen frá Færeyjum. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Ágústa, Elísabet, Þórður og Katrín. Synir Mörtu, Jens og Sigurður Peters- en, ólust einnig upp hjá þeim og gekk Guðmundur þeim í föðurstað. Barnabörnin eru fjórtán. Eftir lát Mörtu árið 1984 dvaldist Guðmund- ur með yngstu börnum sínum, Þórði og Katrínu, uns hann fór á hjúkrunarheimilið á Kumbara- vogi árið 1991. Útför Guð- mundar var gerð frá Stokks- eyrarkirkju. HÉR hefur í fáum orðum verið rak- inn æviferill Guðmundar Þórðarson- ar, en okkur sem höfum notið vin- áttu hans frá æskudögum finnst þetta fátækleg upptalning. Föður sinn missir hann 14 ára og verður þá fyrirvinna heimilisins. Þá voru engar almannatryggingar eða opin- ber samhjálp og má nærri geta hvort ekki hefur þurft ýtrustu að- gæslu til að endar næðu saman. Guðmundur stundaði alla almenna vinnu til sjós og lands. Hann réri á vetrarvertíðum og var í vegavinnu á sumrum, vann í mörg ár hjá Al- menna byggingafélaginu við virkj- anir, við Ljósafoss, Hitaveitu Sel- foss, hafnargerð í Þorlákshöfn og fleira. Síðustu starfsárin vann hann við fiskverkun og veiðarfæri á Stokkseyri, en þar átti hann heim- ili alla ævi, lengst af í Útgörðum eftir að hann fór úr foreldrahúsum. Með þessum aðalstörfum hafði hann alltaf svolítinn búskap, átti nokkrar skepnur sér til gagns og ánægju. Hann hafði manna best vit á skepnum og var snjall ræktunar- maður búfjár. Hér var komið að þeim þætti í ævistarfi Guðmundar sem ekki gleymist samferðamönn- um hans. Hann var fæddur dýra- læknir eins og verið hafði Þórður faðir hans og var mikið sóttur af sveitungum sínum og raunar víðar að til að hjálpa skepnum við erfiðan burð og fleiri læknisstörf. Hann var jafnan boðinn og búinn til hjálpar, jafnt á nóttu sem degi. Þessi störf vann hann af fórnfýsi einni saman því hann var ófáanlegur til að taka við peningagreiðslum fyrir þau. Oft var haft á orði, að Guðmundur hefði haft mikla hæfileika til að læra til læknis, dýra eða manna. Skorti hann ekki námsgáfur, hafði bæði hvassan skilning og stálminni. Á fímmtugsaldri kennir Guð- mundur þess meins er átti eftir að þjá hann til æviloka, liðagigtar. Hann varð fljótlega óvinnufær og lá oft vikum og mánuðum saman á sjúkrahúsi og gekkst oft undir að- gerðir á liðum. Annars var hann í heimahúsum og naut hjúkrunar sinnar ágætu eiginkonu meðan henni entist heilsa og líf, og síðan yngstu dóttur sinnar, Katrínar, sem með aðdáanlegri alúð og umhyggju gerði honum kleift að dvelja sem lengst heima. Árið 1991 fer hann á hjúkrunarheimilið að Kumbara- vogi og dvelst þar til æviloka en fer þó stundum á sjúkrahús í Reykjavík. Eins og áður er sagt var Guð- mundur skarpgreindur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, sem komu meðal annars fram í því að styðja þá sem minna máttu sín eða á einhvern annan hátt stóðu höllum fæti. Hann var ósérhlífinn og forkur duglegur meðan heilsan entist. Hann var auðsærður og gat GUÐNISTEINDÓR BJÖRNSSON + Guðni Steindór Björnsson var fæddur 17. nóvem- ber 1929 í Norð- firði, hann lést í Reykjavík 1. apríl siðastliðinn. For- eldrar hans voru Helga Jenný Steindórsdóttir og Björn Ingvarsson. Guðni stundaði sjó- mennsku alla sína tíð, lengst af sem stýrimaður og síð- ar skipsljóri á Sam- bandsskipunum. NÚ ÞEGAR þú ert farinn af jörð- inni og til Guðs þá finnst mér eins og ég eigi eftir að þakka þér fyrir svo margt og mikið. Eins og til dæmis allar fjöru- og hjólreiðaferð- irnar út í Gróttu og út í krabbafjör- una okkar, líka allar góðu og skemmtilegu ferðirnar í sundlaug- ina á Nesinu eða þegar þú hélst á mér allan tímann meðan verið var að afhjúpa listaverkið Skyggnst bakvið tunglið eftir Siguijón Olafs- son við sundlaugina. Það er svo margt, elsku afi minn, sem þú gerðir fyrir mig, sem hann Spilli litli vill þakka þér fyrir. Oft vorum við búnir að ræða hvað við ætluðum að gera saman, eins og að setja skilti í afturrúðuna á nýja bílnum sem þú áttir að fá á afmælisdaginn minn, 19. maí næst- komandi. Á skiltinu átti að standa: Maíarinn 1995 pr 353, og svo margt fleira áttum við eftir að gera og ég ætla að gera þetta allt í huganum með þér, þú mátt trúa því, afi minn. Elsku afi, ég ætla að halda áfram að hringja tvisvar á dyrabjölluna á Unnarbrautinni en núna kemur elsku amma mín til dyra. Guð blessi þig elsku afi minn. Þinn, Frantz (Spilli). Mig langar til áð minnast fyrrum tengdaföður míns, Guðna Steindórs Björnssonar, sem nú er látinn, að- eins 65 ára. Hann og eldri sonur minn, Frantz, urðu miklir vinir og þegar ég skildi þótti mér mjög vænt um hvað þeirra vinskapur hélst og var alla tíð mikill. Guðni, ég vil þakka þér allar þær góðu stundir sem þú gafst Frantza, þær eru bæði honum og mér ómetanlegar. Kæra Ólöf, ég votta þér og dætr- um þínum mína dýpstu samúð. Pétur Ingi Frantzon. þá svarað hressilega fyrir sig. Ætli skoðanir hans í gegnum árin hafi ekki mótast strax þegar hann við lát föður síns þá 14 ára hét móður sinni því að aðstoða hana við forsjá heimilisins. Við sem þetta ritum eigum marg- ar og góðar minningar um Guð- mund Þórðarson. Hugurinn reikar 50-60 ár aftur í tímann til Stokks- eyrar, þar sem við áttum okkar æsku- og bernskuspor. Þá voru ekki komin öll þau afþreyingartæki sem nú stytta fólki stundir. Ungt fólk þurfti þá ekki síður en nú eitt- hvað fyrir sig. Þá var farið út á kvöldin og gengið um götur og stíga. Rúnturinn var stundum lang- ur, gengið var austur fyrir Háamel og vestur að Sundvörðu. Svo var stansað undir göflum húsa og á götuhornum. Asgeirsbúðarhornið var einkar vinsælt og mátti oft heyra áhyggjulaust skvaldur ung- menna sem barst út í kyrrð vor- kvöldsins eða rökkur haustkvölda. Allt er þetta liðin tíð og kemur aldr- ei aftur og þó. Kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi" (Tómas Guðmundsson) Við kveðjum Guðmund með söknuði og þakklæti og vottum vandamönnum hans innilega sam- úð. Blessuð sé minning hans. Einar Kr. Jósteinsson, Gísli Guðjónsson, Ketill Símonarson. Þegar eg heyrði lát Guðmundar Þórðarsonar, vinar míns, komu mér í hug stef séra Matthíasar: Svo deyja allir dagar sumarljósir svo deyja allar lífsins fögru rósir. Guðmundur var kominn af dug- miklu kjarnafólki. Kunn er sagan af Jónínu, ömmu Guðmundar, er hún fór í vonskubyl niður á Eyrar- bakka að sækja matbjörg. Heimilið var matarlítið og húsbóndinn á ver- tíð. Klyfjaði hún hest og lagði í hríðina eftir björginni. Þótt veður- hamurinn væri mikill, lét hún það ekki á sig fá, enda atgervi hennar slíkt sem karlmaður væri. Menn af næstu bæjum sem lögðu í hríðina jafnhliða henni snéru við, slíkur var veðrahamurinn. Þórður faðir Guðmundar hafði það að atvinnu að flytja vörur á hestvögnum frá Reykjavík til versl- ana á Stokkseyri og mun hann hafa haft af þessu bærilega af- komu. Þegar vörubílar komu til sögunnar var öllum stoðum kippt undan flutningum á hestvögnum og þar með afkomu Þórðar. Eftir það bjó heimilið við sárafátækt, sem setti mark sitt á heimilið og afkomu þess. Þegar Guðmundur var 15 ára lést faðir hans. Gerðist hann þá fyrirvinna fimm manna fjölskyldu með því að sækja vinnu hvar sem hana var að fá, m.a. vegavinnu vítt og breitt um héraðið. Ekki er hægt að segja að fjölbreytni hafí verið í fæði vegagerðarmanna í þá daga, einvörðungu skrínukostur til hálfs- mánaðar í senn. í hádegi á hverjum degi var eldaður saltfiskur, en þá eldamennsku sá Guðmundur um. I kvöldmat var aldrei annað en kaffi, brauð og mjólk. Þessi fábreytni í mat á æskuárum Guðmundar hefur að sjáfsögðu mótað hann, enda gerði hann aldrei háar kröfur til lífsins. Sögu sagði Guðmundur mér frá frænda sínum, Eiríki Eiríkssyni, síðar þjóðgarðaverði á Þingvöllum, en þeir voru á svipuðu reki og unnu saman. Eiríkur var þá að vinna sér inn fyrir námskostnaði. Sparneytni hans var slík í mat að því mundi vart nokkur trúa í dag. Þegar Guð- mundur náði fullum þroska var hann hár og þrekinn og orð fór af hversu sterku hann var. Ósérhlífinn var hann og gekk allsstaðar í erfið- ustu störfin á hveijum vinnustað, og stóð vörð um þá sem minnimátt- ar voru. Ungum mun honum hafa staðið hugur til náms og þá helst til dýralækninga, enda var hann einkar laginn að umgangast búfé, bæði heilbrigt og sjúkt. Efnahagur hans var ekki slíkur að skólaganga væri kleif. Árið 1947 kvæntist Guð- mundur færeyskri konu, Mörtu Pet- ersen. Þau stofnuðu heimili á Stokkseyri og bjuggu allan sinn búskap þar. Fljótt fór að bera á sjúkdómi sem hann losnaði aldrei við, illræmd liðagigt hijáði hann alla ævi, sífelldar ígerðir í liðum, andliti og víðar. Allar lækningar reyndust ófullnægjandi. Óteljandi voru þær sjúkrahúslegur, sem hann varð heyja vegna veikinda sinna. Stöðugt svefnleysi og vanlíðan átti hann við að stríða. Áhyggjur af afkomu íjölskyldunnar þjáðu hann. Ekki bætti um þegar hann veiktist af sykursýki á háu stigi, sem varð þess valdandi að hann missti sjón. Ekki verður lokið minningargrein um Guðmund Þórðarson án þess að geta um hans miklu skarp- skyggni varðandi búfénað og þá sérstaklega sauðfjárrækt. Kynni okkar Guðmundar hófust eftir fjárskiptin 1951. Minnisstæðar eru komur hans að Oddgeirshólum til þess að velja lífhrúta fyrir sveit- unga sína, komur hans voru vel þegnar og ánægjulegar. Eftir að kunningsskapur okkar hófst vandi eg mjög komur mínar til hans á Utgörðum. Áður hef eg minnst á líkamsstyrk Guðmundar, en ekki var sálarstyrkur hans minni. Sama var hversu illa hann var haldinn líkamlega, alltaf gat hann sagt eitt- hvað skemmtilegt, ævinlega leiddi hann umræðurnar, enda var minni hans við brugðið. Margháttaður fróðleikur lá honum á tungu og var Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Crfiscirvkkjur & Uallingohú/ið GAPi-inn Sími 555-4477 ERHSDRYKKfUR Glæsilegir salir, gott verö ^lpggó&þiónusta.^ #»VEBLIIELDHIISH) WpS#ÁLFHElMUM 74 - S. 568-6220 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÖTEL LOFTLEIÐiR framsögn áheyrileg og skýr. Hann átti lengst af nokkrar ær vænar og afurðamiklar. Þeim varð hann að farga heilsunnar vegna árið 1975. Tveim árum síðar hresstist hann það að hann gat veitt sér að koma upp smá íjárbúi að nýju. Honum áskotnuðust m.a. tvær ær mórauðar og átti nokkur ár vísi að mórauðum stofni. Flestar voru sex að tölu. Það sýnir best fjárræktarsnilli hans að innan þessa litla hóps fékk hann fram einstaklinga, sem nafnkenndir voru meðal fjárræktarmanna í ná- lægum sveitum, sem nú hafa mark- að spor í sunnlenskri sauðfjárrækt. Guðmundur tók virkan þátt í sauð- fjársýningum í Stokkseyrarhreppi bæði sem sýnandi og dómari. Dr. Halldór Pálsson ráðunautur lét eftir sér hafa að hann hafi á ferli sínum um landið engum kynnst jafnoka Guðmundar í Útgjörðum að sjá kosti og galla sauðfjárins. Guðmundur unni mjög konu sinni og syrgði hana mjög er hún lést úr kvalafulium sjúkdómi árið 1984. Börn Guðmundar og Mörtu eru fjögur, auk þess átti Marta þijá syni frá fyrra hjónabandi og gekk Guðmundur þeim í föðurstað. Yngsta dóttirin, Katrín, sá um heimilishald að Mörtu látinni ásamt bróður sínum Þórði, en aðrar dætur hans höfðu stofnað sitt eigið heim- ili. Þótt Guðmundur byggi við erfið lífskjör, lifði hann samt hamingju- sömu lífi með konu sinni og börn- um, sem virtu hann, mátu og léttu honum lífsbyrðina sem mest þau máttu. Barnabörnin voru honum til óblandinnar ánægju og yljuðu hon- um um hjartarætur. Síðustu æviárin dvaldi Guðmund- ur á Öldrunarheimilinu í Kumbara- vogi og naut hann þar aðhlynningar hjúkrunarfólks. Það er varla harms- efni þótt aldraður maður sem lifað hefur áratugum saman ótrúlegu lífi andist. Þó hygg eg að niðjum hans og vinum þyki vandfyllt það skarð, sem opið stendur við andlát hans og verði hugsað til þess hversu gefandi hann var í vanmætti sínum. Eg vil svo að lokum þakka honum órofa tryggð mér til handa, börnum hans og niðjum votta eg mína dýpstu samúð. Þín list var fógur full af yndi og fas þitt hreint sem morgunljós á tindi. (M. Joch.) Ólafur Árnason. ‘Dömuhártoppar *SérCega Céttar ogfalíegar ® 9{ýjar jjerðir • ,,‘DoCCy CParton ‘Borgarkringíunni, s. 32347.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.