Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995
ALÞINGISKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
ÞINGMENN Þjóðvaka, Svanfríður Inga Jónasdóttir, Jóhanna
Sigurðardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Ágúst Einarsson.
Þingflokkur Þjóðvaka
Svanfríður
formaður
SVANFRÍÐUR Inga Jónas-
dóttir var kjörinn þingflokks-
formaður Þjóðvaka á fyrsta
þingflokksfundi flokksins í
gær.
Agúst Einarsson var kjörinn
varaformaður þingflokksins
og Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir ritari.
Á þingflokksfundinum var
einnig ákveðið að varaþing-
menn Þjóðvaka, þau Mörður
Árnason, Guðrún Ámadóttir,
Lilja Á. Guðmundsdóttir og
Vilþjálmur Ingi Ámason,
hefðu setu- og tillögurétt á
þingflokksfundum.
Nýr þingflokkur Framsóknar
NÝR þingflokkur Fram-
sóknarflokksins kom saman í
gær til fyrsta fundar eftir
kosningarnar, en fjölgað hefur
um tvö í þingflokknum frá því
fyrir kosningar. Ekki var
gengið frá kjöri þingflokks-
formanns í gær, en Siv Frið-
leifsdóttur, efsta manni á lista
flokksins í Reykjanesi færður
blómvöndur í tilefni úrslit-
anna.
Fundað hjá
kvennalista
K VENN ALISTAKONUR
komu saman í miðstöð flokks-
ins á Laugavegi 17 síðdegis í
gær til að ræða stöðu mála
eftir kosningarnar, en Kvenna-
listinn missti tvö þingsæti.
Þijár þingkonur flokksins,
Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín
Halldórsdóttir og Guðný Guð-
björnsdóttir, vom á fundinum,
en ekki var haldinn eiginlegur
þingflokksfundur í gær.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Morgunblaðið/Þorkeli
Breytt valdahlutföll í ríkisstjórninni verði framhald á ríkisstj órnarsamstarfinu
Alþýðuflokkur legg-
ur áherslu á að halda
utanríkisráðuneyti
Gengið er út frá því að
ráðherrum Alþýðu-
flokks fækki og ráð-
herrum Sjálfstæðis-
flokks fjölgi, haldi
stjómarsamstarfíð
áfram. Olafur Þ.
Stephensen og Omar
Friðriksson segja Al-
þýðuflokk munu leggja
áherslu á að halda utan-
ríkisráðuneytinu.
T.KIST Sjálfstæðisflokknum
og Alþýðuflokknum að ná
samkomulagi um áfram-
haldandi stjómarsamstarf er næsta
víst að breytingar munu eiga sér
stað á valdahlutföllum milli flokk-
anna í ríkisstjóminni og ráðhermm
Alþýðuflokksins verði fækkað, enda
hefur Alþýðuflokkur tapað mun
meira fylgi í kosningunum en Sjálf-
stæðisflokkur. Jafnframt er senni-
legt að sjálfstæðismenn geri breyt-
ingar á ráðherraliði sínu og hefur
Davíð Oddsson forsætisráðherra
þegar gefið yfirlýsingar í þá átt.
Bæði sjálfstæðismenn og kratar
ganga út frá því sem vísu að Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi sex ráðherra
og Alþýðuflokkurinn fjóra í nýrri
stjóm. Samkvæmt heimildum innan
Alþýðuflokksins gætu alþýðu-
flokksmenn jafnvel sætt sig við að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi emb-
ætti forseta Alþingis og for-
mennsku í nokkrum lykilnefndum
þingsins. Alþýðuflokkurinn mun
hins vegar halda f ast við að ráðherr-
ar hans verði ekki færri en fjórir.
Morgunblaðið hefur jafnframt
heimildir fyrir því, að til tals hafi
komið innan Alþýðuflokks að ein-
hver eða einhveijir ráðherrar
flokksins segðu af sér þingmennsku
og varamenn þeirra tækju sæti
þeirra á Alþingi, enda yrðu ella
ekki nema þrír almennir þingmenn
eftir í þingflokknum, sem ættu erf-
itt með að sinna nefndastörfum og
öðmm þingstörfum, sem lentu á
þeirra herðum.
Sjávarútvegsráðuneyti fyrir
utanríkisráðuneyti?
Það er síður á hreinu hvaða ráðu-
neyti ætti að ganga yfir til Sjálf-
stæðisflokksins. Rætt hefur verið
um að Alþýðuflokkurinn léti til
dæmis heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið frá sér, en ennþá er
óljóst hvaða kröfur sjálfstæðismenn
gera í þessum efnum. Til greina
gæti komið að flokkamir víxluðu
einhveijum ráðuneytum.
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
eru uppi efasemdir hjá einstökum
þingmönnum, til dæmis hjá Birni
Bjamasyni, formanni utanríkis-
málanefndar Alþingis, um að rétt
sé að láta Alþýðuflokkinn halda
utanríkisráðuneytinu. Það verður
hins vegar að teljast ólíklegt að
kratar ljái máls á því að láta utan-
ríkisráðuneytið af hendi, þar sem
Jón Baldvin Hannibalsson myndi
telja það veikja persónulega stöðu
sína. Reyndar hefur það verið nefnt
að Alþýðuflokkurinn fengi ef til vill
sjávarútvegsráðuneytið í staðinn,
en sterk öfl myndu rísa upp gegn
slíku innan Sjálfstæðisflokksins.
Ráðherraefni Alþýðuflokksins
eru varla önnur en núverandi ráð-
herrar, þau Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra, Sighvatur
Björgvinsson, heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra og iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Óssur Skarphéðins-
son umhverfisráðherra og Rannveig
Guðmundsdóttir _ félagsmálaráð-
herra. Guðmundur Árni Stefánsson,
varaformaður flokksins, er ekki
sagður eiga möguleika á ráðherra-
stól en viðmælendur innan Alþýðu-
flokks segja hugsanlegt að hann
yrði þingflokksformaður ef Alþýðu-
flokkurinn verður áfram í ríkis-
stjórn.
Fleiri kallaðir en útvaldir
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins
munu núverandi ráðherrar allir
sækjast áfram eftir ráðherrastól.
Auk Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra má telja Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra, traustan í sessi
og sama má segja um Halldór Blön-
dal, landbúnaðar- og samgönguráð-
herra, enda hefur hann styrkt stöðu
sína í kjördæmi sínu og á lands-
byggðinni yfirleitt.
Staða Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra er hins vegar
talin veikust af ráðherrunum.
Flokksfélagar hans telja hann ekki
hafa verið atkvæðamikinn mennta-
málaráðherra og margar útstrikanir
nafns Ólafs af framboðslistanum í
Reykjaneskjördæmi þykja heldur
ekki styrkja stöðu hans.
Jafnframt er rætt um að staða
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
og dóms- og kirkjumálaráðherra
hafi veikst frá því eftir síðustu kosn-
ingar, er hann gat nánast valið sér
ráðherraembætti sjálfur. Til þess
að tryggja frið innan flokksins eftir
harðan formannsslag gat Davíð
Oddsson þá ekki gengið hart gegn
Þorsteini. Að þessu sinni er rætt
um að ekki sé hægt að ganga fram-
hjá Þorsteini sem ráðherraefni, en
ólíklegt þykir að Davíð samþykki
að hann haldi sjávarútvegsráðu-
neytinu. Áframhaldandi vera Þor-
steins þar myndi tæplega greiða
fyrir áframhaldandi stjórnarsam-
starfi við Alþýðuflokkinn.
Ef ráðherrum og ráðuneytum
Sjálfstæðisflokksins fjölgar er rúm
fyrir nýja menn í ráðherrastólum.
Björn Bjarnason, þriðji þingmaður
Reykvíkinga, getur talist næsta
öruggur um ráðherrastól, enda
leggur Davíð Oddsson mikla áherslu
á að fá hann inn í ríkisstjómina.
Þá þykir Sturla Böðvarsson, efsti
maður á lista Sjálfstæðismanna á
Vesturlandi koma til greina í ráð-
herrastól.
Verði Ólafur G. Einarsson ekki
á ráðherralista Davíðs Oddssonar,
er líklegt að Reyknesingar geri
kröfu um að fá ráðherra. Árni M.
Mathiesen er annar maður á listan-
um á Reykjanesi, en líklegt er að
uppi verði háværar kröfur um að
kona verði í ráðherraliði Sjálfstæð-
isflokksins, og þá kemur Sign'ður
Anna Þórðardóttir, sem skipar
þriðja sætið í Reykjaneskjördæmi,
sterklega til greina. Hins vegar telja
margir að eigi kona að vera í ráð-
herraembætti á vegum flokksins,
sé erfitt að ganga framhjá Sólveigu
Pétursdóttur, sem hefur mesta
reynslu af konum í þingflokknum.
Konur í Sjálfstæðisfiokknum telja
ótækt annað en að kona verði í
ráðherraembætti ef flokkurinn fær
sex ráðherra og benda á að flokkur-
inn þurfi að bæta ímynd sína meðal
kvenna.
Það gæti því orðið flókið verkefni
að koma saman ráðherralista Sjálf-
stæðisflokksins, sem allir gætu
sætt sig við. Ekki er sjálfgefið að
núverandi ráðherrar, að forsætis-
ráðherranum undanskildum, héldu
núverandi embættum sínum og ein-
hveijar tilfærslur eru meira en lík-
legar, þótt enn sé of snemmt að
giska á hverjar þær gætu orðið.
Félagsmálaráðuneyti til
Kvennalista?
Sá möguleiki hefur verið ræddur
að Kvennalistinn yrði þriðja hjól
undir vagni með núverandi stjórnar-
flokkum. Erfitt er að segja til um
hvaða áhrif slíkt gæti haft á ráð-
herraskipan. Rætt hefur verið um
að kvennalistakonur gætu fengið
félagsmálaráðuneytið í slíkri stjórn,
enda eru jafnréttismál á þess
könnu. Sjálfar nefna þær fleiri
ráðuneyti, sem þær hefðu áhuga
á, til dæmis menntamála-, heil-
brigðis- og dómsmálaráðuneytin.
Kvennalistinn fengi tæplega meira
en einn ráðherra í stjórninni og
kæmi annað hvort Kristín Halldórs-
dóttir eða Kristín Ástgeirsdóttir,
sem báðar hafa umtalsverða þmg-
reynslu, til greina í ráðherraemb-
ætti.
Stjórnarþátttaka Kvennalista er
þó enn ekki annað en vangaveltur
og fyrst mun reyna á það hvort
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur ná saman á ný.