Morgunblaðið - 11.04.1995, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vaxandi útflutningur á súkkulaði frá sælgætisgerðinni Mónu
Risastórt páska-
egg vekur
athygli í Svíþjóð
TÆPLEGA mannhæðarhátt
páskaegg frá sælgætisgerðinni
Mónu hefur vakið mikla athygli
þar sem það er til sýnis í stór-
markaði í Karlstad í Svíþjóð, en
þangað hefur Móna nú í fyrsta
sinn flutt út, páskaegg til
reynslu.
Páskaeggið er úr hreinu
súkkulaði og vegur hátt í 90
kíló, og mun það vera stærsta
páskaegg úr hreinu súkkulaði
sem framleitt hefur verið hér á
landi.
Þetta er ekki fyrsti útflutn-
ingur Mónu til Svíþjóðar því
hann hófst fyrir nokkrum árum
og í fyrra flutti fyrirtækið út
þangað 12-13 tonn af súkkulaði
í neytendaumbúðum, en það er
þó aðeins brot af framleiðslu
Mónu. Það sem af er þessu ári
hefur á fjórða tonn verið flutt
út til Svíþjóðar, en áður hefur
Móna flutt út sælgæti til Dan-
merkur, Noregs, Færeyja og
Grænlands.
Gautaborg og Stokkhólmur
í sigtinu
Að sögn Sigurðar E. Marinós-
sonar, framkvæmdasljóra
Mónu, hefur súkkulaðið frá fyr-
irtækinu aðallega verið til sölu
í Mið-Svíþjóð, en ætlunin er að
hefja dreifingu á framleiðslunni
í Gautaborg og Stokkhólmi.
Hann sagði að nú hefði í fyrsta
sinn verið gerð tilraun til að
selja þangað páskaegg, en þar
væri við nokkuð ramman reip
að draga þar sem ekki væri
hefð fyrir súkkulaðieggjum í
Svíþjóð, heldur pappaeggjum
sem notuð væru ár eftir ár.
„Það fóru nokkrir tugir
kassa af páskaeggjum í þennan
stórmarkað í Karlstad, og þótt
þetta sé kannski ekki mikið
magn þá má segja að dropinn
holi steininn. Þetta skapar líka
fólki atvinnu, en hjá fyrirtæk-
inu starfa nú um 20 manns,“
sagði hann.
Ekki vandalaust verk
Sigurður sagði að ákvörðun
um frekari útflutning á páska-
eggjum til Svíþjóðar í framtíð-
inni yrði tekin þegar árangur
sölunnar lægi fyrir eftir pásk-
ana. Samkvæmt þeim fregnum
sem honum hefðu borist hefðu
páskaeggin frá Mónu hins vegar
vakið mikla athygli og góðar
viðtökur, og sérstaklega hefði
risapáskaeggið vakið athygli
fólks.
„Það er ekki vandalaust verk
að koma svona stóru og brot-
VIÐSKIPTAVINIR stórmarkaðarins í Karlstad virða fyrir sér
risapáskaeggið frá Mónu sem vakið hefur mikla athygli.
hættu páskaeggi heilu frá ís-
landi og yfir hafið til Svíþjóðar
og síðan inn í stórmarkaðinn.
Við flutninginn nutum við hins
vegar góðrar aðstoðar starfs-
fólks Eimskips og á það skilið
mikið lof og þakklæti fyrir,“
sagði Sigurður.
Ottó Jónsson.
Andlát
OTTO
JÓNSSON
OTTÓ Jónsson menntaskólakenn-
ari er látinn á 75. aldursári. Ottó
var kennari við Menntaskólann í
Reykjavík frá 1955 til 1984, þar
af yfirkennari frá 1962. Hann var
kennari við Menntaskólann á Eg-
ilsstöðum frá 1984 til 1987.
Ottó var stundakennari við heim-
spekideild Háskóla íslands vetur-
inn 1968-1969 og starfaði sem
túlkur og leiðsögumaður hjá Skip-
aútgerð ríkisins í Skotlandsferðum
Heklu sumrin 1949-1956. Þá var
hann ieiðsögumaður hjá Ferða-
skrifstofu Útsýnar á Spáni 1964
til 1977, hjá Ferðaskrifstofu Sunnu
1977-1980 og hjá Samvinnuferð-
um Landsýn á Ítalíu og Grikklandi
1980-1983.
Fyrri eiginkona Ottós var Rann-
veig Jónsdóttir en þau skildu 1972.
Seinni eiginkona hans er Bergþóra
Gústafsdóttir. Ottó lætur eftir sig
sex uppkomin börn.
• • • • Hvaða laun þurfa vinnandi að hafa til
^ . IÞ /H } að ná ráðstöfunartekjum atvinnulausra?
nf t*I1 Hjón með 2 börn A vinnu- Atvinnu- markaði laus Einst. for. m. 2 böm A vinnu- Atvinnu- markaöi laus Hjón með 3 börn Avinnu- Atvinnu- markaði laus Einst. for. m. 3 börn A vinnu- Atvinnu- markaöi laus
Laun 240.200 - 119.000 - 279.400 * - 165.000 -
Atvinnuleysisbætur - 105.600 - 55.600 - 108.400 - 58.300
Uppbót frá félagsst. Rvk - - - 3.600 - - - 3.600
Meðlag og mæðralaun - - 25.600 25.600 - - 41.700 41.700
Skattur -51.800 -2.700 -34.800 -7.600 -68.300 -5.100 -53.800 -10.100
Barnabætur og bamabótaauki 5.500 20.600 21.100 29.700 10.300 33.000 26.000 45.100
Húsaleigubætur - 17.400 17.400 17.400 - 20.400 10.800 20.400
Stéttarfélag og lífeyrisgjöld -12.000 -4.000 -5.900 -2.000 -14.000 -4.000 -8.300 -2.000
Brúttó ráðstöfunartekjur 181.900 136.900 142.300 122.200 207.500 152.700 181.400 157.000
- kostn. við að vera á vinnumarkaði
- Dagvistunarkostnaður frá 1. mars -39.200 - -17.200 - -49.000 - -21.500 -
- Strætisvagnakort -5.800 - -2.900 - -5.800 - -2.900 -
Nettó ráðstöfunartekjur 136.900 136.900 122.200 122.200 152.700 152.700 157.000 157.000
TAFLAN sýnir hvaða heildarlaun eru að baki sömu ráðstöfunartekjum hjá hjónum og cinstæðum for-
eldrum með 2 og 3 böm og hjá þeim sem em á atvinnuleysisbótum og fá aðstoð hjá Félagsmálastofn-
un Reykjavíkur, en upplýsingamar em fengnar úr fréttabréfinu. Tekið er tillit til kostnaðar sem fellur
til við það að vera starfandi ef bömin em á tilteknum aldri, þ.e. dagvistargjalda og strætisvagna-
korts. Einnig em baroabætur, bamabótaauki, húsaleigubætur og meðlög tekin með í reikninginn.
Útreikningar VSÍ á launum hjóna með tvö böm á dagvistunaraldri
Þurfa 240 þús. til að hafa
tekjur eins og atvinnulausir
ÚTIVINNANDI hjón með tvö böm
þurfa að hafa um 240 þúsund krónur
í mánaðartekjur til þess að ná sömu
ráðstöfunartekjum og. atvinnulaus
hjón með tvö böm, að því er fram
kemur í nýju fréttabréfi Vinnuveit-
endasambands íslands Af vettvangi.
Einstætt foreldri þarf að hafa á
bilinu 85-165 þúsund krónur í at-
vinnutekjur eftir því hvað börnin eru
mörg til að standa jafnfætis atvinnu-
lausu einstæðu foreldri í ráðstöfunar-
tekjum, samkæmt útreikningum I
fréttabréfinu.
I útreikningunum er reiknað með
að dagvistunarkostnaður tveggja
bama frá 1. mars sé 39.200 og kostn-
aður, við að koma sér í úr vinnu með
strætisvagni sé 5.800 krónur til við-
bótar þegar um hjón er að ræða, en
dagvistargjöld einstæðs foreldris
tveggja bama er 17.200 kr. og ferðir
í og úr vinnu með strætisvagni eru
2.900 kr. Hjón miðað við þessar for-
sendur þurfa að vera með 240.200
kr. í tekjur á mánuði. Staðgreiðslu-
skattur verður 51.800, og stéttarfé-
lags- og lífeyrisiðgjöld eru 12 þúsund
krónur, bamabætur og bamabóta-
auki eru 5.500 kr. á mánuði. Hins
vegar eru 2.700 kr. teknar af at-
vinnuiausu hjónunum í staðgreiðslu-
skatt af 105.600 kr. bótum. I barna-
bætur og barnabótaauka fá hjónin
20.600 kr. á mánuði og í því dæmi
sem tekið er fá hjónin einnig 17.400
kr. í húsaleigubætur, en stéttarfé-
lags- og lífeyrissjóðsiðgjald nemur 4
þúsund krónum. Miðað við þessar
forsendur eru ráðstöfunartekjur
beggja hjónanna þær sömu 136.900
krónur á mánuði.
í fréttabréfinu segir að þessi dæmi
sýni að stór hluti þjóðarinnar sé verr
settur í vinnu en á bótum.
Stöð 2
Utsending
næst aðeins
með nýjum
myndlykli
NÝTT útsendingarkerfi Stöðv-
ar 2 verður tekið í notkun í
kvöld klukkan 20. Eftir þann
tíma verður ekki hægt að ná
útsendingum stöðvarinnar með
eldri gerðum af myndlyklum.
Sjónvarpsstöðin Sýn tekur við
hinu gamla útsendingarkerfi
Stöðvar 2 og endurvarpinu.
Myndlyklaverkefnið hefur
staðið yfir í rúmt ár að sögn
Jóns Axels Ólafssonar verkefn-
isstjóra og hefur hátt í 50.000
nýjum myndlyklum verið dreift.
Að því hafa komið hátt í 700
manns að hans sögn og vanda-
mál verið óveruleg.
„Þeir sem eru áskrifendur
að dagskránni í apríl og hafa
ekki fengið nýjan myndlykil
geta haft samband við okkur í
dag og fengið hann. Það eru
3-400 manns á skrá hjá okkur
sem eitt sinn hafa keypt áskrift
og þeir eiga rétt á að fá hjá
okkur lykil án sérstaks gjalds
ef þeir vilja gerast áskrifendur
aftur,“ segir Jón Axel.
Utanríkisráðuneyti
Seturáð-
herra verði
skipaður
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, er vegná einn-
ar af 120 umsóknum um stöðu
háskólamenntaðs fulltrúa í
ráðuneytinu vanhæfur að ráða
í stöðuna samkvæmt stjórn-
sýslulögum. Skipaður verður
seturáðherra til að ráða Lstöð-
una.
Róbert Trausti Árnason,
ráðuneytisstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, segir að 120 um-
sóknir hafi borist um starf há-
skólamenntaðs fulltrúa í ráðu-
neytinu í kjölfar auglýsingar í
byrjun mars. Hins vegar hafi
tafið ráðningu að einn af um-
sækjendunum sé skyldur ráð-
herra og geri stjórnsýslulög í
því tilviki ráð fyrir að hann
víki sæti og annar ráðherra og
aðrir embættismenn taki
ákvörðun um ráðninguna.
Róbert Trausti sagðist vona
að fljótlega yrði tekin ákvörðun
og ráðið í stöðuna.
Kosningu
að ljúka
KOSNINGU meðal kennara um
nýgerða kjarasamninga kenn-
arafélaganna lauk í flestum
skólum í gær. Kosning hófst
sl. fimmtudag.
Atkvæði verða ekki taiin fyrr
en 21. apríl. Ástæðan er sú að
atkvæði eru póstsend, auk þess
sem allmargir vinnudagar falla
út í dymbilviku.
Skattrann-
sókn á
Akranesi
EMBÆTTI skattrannsókna-
stjóra hefur vísað til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins rann-
sókn á meintum skattsvikum
Bifreiðastöðvar Þórðar Þ.
Þórðarsonar á Akranesi.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er um að ræða
meint undanskot á tekjuskatti
en hvorki skattrannsóknadeild
né RLR vildu tjá sig um málið.