Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Jón G. Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík Talning gekk vel eftir stíflu í upphafi „TAFIR, sem urðu á að birta tölur í Reykjavík, eiga sér eðlilegar skýringar. Það myndaðist ákveð- inn tappi í ferlinu í upphafi, en eftir að sá vandi var leystur gekk talningin vel,“ sagði Jón G. Tóm- asson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið. Tölur um skiptingu atkvæða í Reykjavík bárust óvenju seint frá talningarstað í Ráðhúsi Reykjavík- ur að þessu sinni. Jón sagði að ferlið við talningu hefði verið þann- ig, að fyrst hefði atkvæðum úr öllum kjördeildum verið steypt saman í stóran kassa, en fulltrúar framboða svo flokkað þau gróflega í mötuneyti Ráðhússins. „Við gróf- flokkun voru allir kjörseðlar, sem hafði vecið breytt, auðir og ógildir seðlar og atkvæði sem féllu á minnstu framboðin tekin frá i einn bunka, en önnur atkvæði flokkuð eftir listabókstaf og sett í kassa,“ sagði Jón. „Kassarnir voru þessu næst fluttir í ráðhússalinn, þar sem atkvæði á hvert framboð voru sett í hendur umboðsmanna annarra framboða, sem fóru yfir flokkun- ina. Þaðan fara atkvæðin í hendur starfsfólks sýslumanns. Þeir fín- kemba flokkunina, jafnvel tvisvar. Þessu næst fara atkvæðin til taln- ingarmanna, sem tvítelja þau. Þau eru sett í búnt, 100 saman, og fara þannig í hendur yfirkjörstjórn- ar, sem telur búntin og gengur frá þeim í 1.000 atkvæða stafla." Skökk mynd af skiptingu atkvæða Jón sagði að milli kl. 18 og 22 hefði myndast stífla í ferlinu, sem starfsmenn hefðu ekki talið sig hafa aðstæður til að breyta. Þegar yfirkjörstjóm hefði komið til skjal- anna, eftir lokun kjörstaða kl. 22, hefði hún gripið í taumana og eft- ir það hefði talning gengið vel. Kl. 22 hefðu hins vegar legið fyrir tölur, sem hafi augljóslega gefið mjög skakka mynd af skiptingu atkvæða. og brenglað tölvuspár, hefðu þær birst. „Það kom í ljós að það voru ekki nógu margir að vinna að einum verkþættin,um og ekki var hægt að bæta við fólki Málmleitartæki sett upp Morgunblaðið/Sverrir FULLTRÚAR framboðanna hófu flokkun atkvæða í Ráðhúsinu milli kl. 18 og 22 á laugardag. Lögreglan gætti öryggis og í samráði við framboðin var m.a. komið upp málmleitartæki, til að tryggja að enginn gæti tekið með sér GSM-síma inn í flokkunina. eftir að talningarmenn voru lokað- ir inni.“ Jón sagði að enn hefði talning tafist hátt í klukkustund þegar uppgötvaðist að 100 atkvæða bunki hafði lagst á rangan stað, þannig að flokki voru reiknuð 1.000 atkvæði þegar hann hafði fengið 900. Jón sagði að aðstaðan í Ráðhús- inu væri ekki góð til talningar, þar sem bera þyrfti atkvæði eftir gróf- flokkun upp í ráðhússalinn. „Það næst betri yfirsýn þegar talningin er öll á einum gólffleti.“ Enginn skar sig úr með breytingar Jón sagði að enginn einn fram- bjóðandi eða flokkur hefði skorið sig úr hvað breytingar á kjörseðl- um og útstrikanir varðaði. „Yfir- kjörstjórn í Reykjavík sendir upp- lýsingar til Reiknistofnunar, sem fer yfir allar breytingar með það í huga hvort slíkt hafi einhver áhrif á niðurstöðu kosninga. Því er hins vegar fjarri að um svo miklar breytingar hafi verið að ræða að þær hafi áhrif. Tölur, sem hafa verið nefndar um útstrikanir, get ég engan veginn staðfest. Það er alltaf meira um að menn í efstu sætum séu strikaðir út, en það var enginn einn sem skar sig úr svo áberandi væri.“ Gott veður á kjördag tryggði að kjörgögn komust á talningarstaði Talning atkvæða gekk alls staðar að óskum Talning atkvæða gekk að óskum aðfaranótt sunnudags og birtust tölur jafnt og þétt frá talningarstöðum. Reykja- vík skar sig að vísu nokkuð úr til að byija með, þar sem stífla myndaðist í talningu þar. Vel viðraði til kosninga, svo kjörgögn komust fljótt og örugglega á talningarstað. Norðurland eystra Vesturland „Talningin gekk prýðilega í Vesturlands- kjördæmi, en við vorum að vísu heldur leng- ur að ljúka talningu en venjulega, þar sem atkvæðin komu aðeins síðar til okkar núna. Það var þó ekkert að færð í kjördæminu," sagði Gísli Kjartansson, formaður yfírkjör- stjórnar í Vesturlandskjördæmi. Gísli sagði að ekkert hefði verið um breytingar á kjör- seðlum eða útstrikanir einstakra nafna sem orð væri á gerandi. Vestfirðir Vestfirðingar voru fyrstir til að ljúka taln- ingu atkvæða aðfaranótt sunnudagsins. Það þykja tíðindi, því enda þótt þar séu fæst at- kvæðin hafa erfiðar samgöngur oft sett strik í reikninginn. „Við vorum búnir að undirbúa starfið mjög vel,“ sagði Björn Teitsson, vara- formaður yfirkjörstjórnar í Vestfjarðakjör- dæmi. „Um tíma óttuðumst við að þoka gerði okkur erfitt fyrir, en við gátum notað tvær flugvélar til að safna saman atkvæðum, auk þess sem Vegagerðin veitti okkur undanþágu til að nota Vestfjarðagöngin, sem eru ekki formlega opin til Önundarfjarðar. Síðustu atkvæði kömu frá Patreksfirði á talningar- stað á ísafirði kl. 1 um nóttina og við lukum talningu um kl. 3.“ Bjöm sagði að fá dæmi hefðu verið um breytingar á kjörseðlum. IMorðurland vestra Halldór Þ. Jónsson, formaður yfirkjör- stjórnar í Norðurlandskjördæmi vestra, sagði allt hafa gengið snurðulaust við talningu at- kvæða þar og veður og færð verið með ágæt- um. „Það varð þó dálítil bið eftir þeim kjör- gögnum sem lengst þurfti að aka með og þess vegna lukum við ekki talningu fyrr en kl. 4 um nóttina." Halldór sagði að breytingar á kjörseðlum hefðu einna helst beinst að listum Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ekki hefðu allir kjósendur verið sáttir við niður- stöður úr prófkjörum flokkanna og algeng- ustu breytingar því þær að strikað hefði ver- ið á víxl yfir 1. og 2. mann á báðum listum. „Breytingar á D-listanum voru um 100, en eitthvað færri hjá B-lista. Þessar breytingar höfðu engin áhrif á niðurstöðu kosninganna, enda þarf miklu meira til.“ „Talningin hjá okkur gekk eins og vel smurð vél,“ sagði Freyr Ófeigsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðurlandskjördæmi eystra. „Við þurftum að bíða eftir atkvæðum frá fjarlægustu stöðum, auk þess sem smá- vægilegt afstemmningarvandamál kom upp á Akureyri. Þetta var þó allt innan eðlilegra tímamarka." Fyrir fjórum árum var töluvert um breyt- ingar á listum og nokkuð um útstrikanir á D-lista. Freyr sagði að nú hefðu breytingar verið gerðar á 2-300 kjörseðlum, sem væri eðlilegur fjöldi og miklu minna en fyrir fjórum árum. „Það eru alltaf einhverjir einstaklingar sem vilja breyta uppröðun á listum, en það var enginn listi eða frambjóðandi sem skar sig úr núna.“ Austurland „Við erum afar ánægðir með það sem að okkur snýr í framkvæmd kosninganna, enda gekk vel að koma atkvæðum á talningarstað og talningin sjálf gekk með ágætum,“ sagði Hjálmar Níelsson, fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði og formanns yfirkjörstjórnar. „Þettaer stórt kjördæmi, en kjörgögn bárust þó til Seyðisfjarðar á skömmum tíma. Það eina sem tafði eitthvað var að stemma þurfti af atkvæði, en okkur tókst þó að ljúka taln- ingu snemma og erum hinir ánægðustu með okkur.“ Hjálmar sagði að breytingum á kjörseðlum hefði verið mjög í hóf stillt. „Breytingar og útstrikanir voru miklu minni en við áttum í raun von á og breyta engu. Þær beindust ekki að einum flokki eða frambjóðanda öðrum fremur." Suðurland „Það eina, sem setti strik í reikninginn hjá okkur, voru samgönguerfiðleikar við Vest- mannaeyjar. Vegna þoku var ekki hægt að fljúga með kjörgögn til talningar á Selfossi, en björgunarbáturinn Þór fór tvær ferðir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar með kjörgögn," sagði Georg Kr. Lárusson, for- maður yfirkjörnefndar í Suðurlandskjördæmi. Báturinn flutti kjörgögn frá Eyjum kl. 16, en frá öðrum kjördeildum í kjördæminu voru gögnin tekin kl. 18. Georg segir að þetta hafi haft það í för með sér að ekki hafi ver- ið um alveg sambærilegar tölur að ræða, enda hafi útkoman nokkuð breyst síðar. Síð- ari ferð björgunarbátsins var farin upp úr kl. 23 um kvöldið, svo þau gögn voru komin til Selfoss um kl. 1.30-2 um nóttina. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista, eða 171. B-listi kom næstur, með 61 breyt- ingu, en mun færri breytingar voru gerðar á öðrum seðlum. Flestar útstrikanir voru á Árna Johnsen, 2. mann á D-lista, eða 85. Næstur kom fyrsti maður á D-lista, Þorsteinn Pálsson, með 55 útstrikanir og 40 strikuðu út nafn efsta manns á B-lista, Guðna Ágústs- sonar. Reykjanes „Það var töluvert um að breytingar væru gerðar á tveimur listum, A-lista Alþýðuflokks og D-lista Sjálfstæðisflokks. Bæði var fólk að breyta röð frambjóðenda á listunum, en einnig voru útstrikanir. Á A-lista var nafn Guðmundar Árna Stefánssonar oftast strikað út og nafn Ólafs G. Einarssonar á D-lista. Eg hef þó engar opinberar tölur um þetta, því þeim var ekki haldið til haga af okkar hálfu," sagði Bjarni Ásgeirsson, formaður yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis. 1 útsendingum sjónvarpsstöðvanna á kosn- inganótt kom fram, að gerðar hefðu verið um 1.100 breytingar á D-lista og um 700 á A- lista. „Kjörseðlar, sem breytingar eru gerðar á, fara í sérstakan kassa og til athugunar hjá Hagstofu íslands. Við héldum engum tölum um breytingar eða útstrikanir til haga. Taln- ingin hjá okkur gekk í heild ljómandi vel.“ Bjarni var inntur eftir því hvort rétt væri að í einni kjördeild hafi ekki verið hægt að ganga frá kjörgögnum eins og lög kveða á um, þar sem ekki hafí verið tiltækir þar til gerðir strigapokar, sem ber að innsigla og senda á talningarstað. „Nei, ég kannast ekki við slíkt,“ svaraði Bjarni. „Yfirkjörstjórn læt- ur strigapokana fylgja með kjörgögnum, en ákvæðið um hvernig skal ganga frá kjörgögn- um er auðvitað hundgamalt, frá þeim tíma er strigapokar þóttu traustastir til þessara flutninga. Ef kjörgögn berast þannig að þau eru innsigluð á fullnægjandi hátt, til dæmis í læstum kassa, þá er það nægilegt. Margir hafa gaman af að halda í hefðina og nota strigapokana, en það varðar engri ógildingu þótt slíkt sé ekki gert.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.