Morgunblaðið - 11.04.1995, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Vísitala neysluverðs lækkar vegna 2,2% verðlækkunar á húsnæði
Um 0,1% verðhjöðnun
frá því ímarsmánuði
Sala ríkisvíxla tók kipp á eftirmarkaði í gær
VÍSITALA neysluverðs í aprílmán-
uði reyndist vera 171,8 stig og lækk-
aði um 0,1% frá því í marsmánuði.
Þetta samsvarar um 1,4% verðhjöðn-
un á einu ári. Vísitala gildir til verð-
tryggii^gar í maí.
f / y y y y
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Full búð
af íallegum fötum
ogskóm
■ Fótin sem börnin vilja •
EN&LABORNIN
SBankastrœti 10 sínii 552-2201
’ÆÆÆÆa
Lækkun vísitölunnar má rekja til
2,2% lækkunar á markaðsverði hús-
næðis sem hafði í för með sér 0,2%
lækkun á vísitölu neysluverðs.
Lækkun á iðgjöldum húftrygginga
bifreiða um 9% olli 0,03% lækkun
vísitölunnar og sömuleiðis olli 6,7%
lækkun heimilistrygginga 0,04%
lækkun hennar.
Nýjar bifreiðar hækkuðu aftur á
móti um 0,4% sem olli 0,3% hækkun
vísitölu neysluverðs. Hækkun launa
í viðhaldskostnaði húsnæðis hafði í
för með sér 0,03% hækkun og hækk-
un á vinnu vegna bifreiðaviðgerða
um 2,5% olli 0,03% hækkun neyslu-
verðsvísitölu.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 1,1%
og vísitala neysluverðs án húsnæðis
um 0,7%. Undanfama þijá mánuði
hefur vísitala neysluverðs lækkað
um 0,2% sem jafngildir 0,7% verð-
hjöðnun á ári. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis síðastliðna þrjá mánuði
er óbreytt.
í tilkynningu Hagstofunnar er
einnig skýrt frá því að verðbólga
hér á landi var á tímabilinu febrúar
1994 til febrúar 1995 um 1,7% en
3,1% að meðaltali í ríkjum Evrópu-
sambandsins. Þannig var verðbólg-
an 1,7% í Frakklandi, 1,8% í Finn-
landi, 1,8% í Belgíu og 2,2% í Lúx-
emborg.
Lækkun vísitölunnar kom á óvart
á verðbréfamarkaði í gær þar sem
flestir höfðu búist við einhverri
hækkun. Þetta hafði þau áhrif að
eftirspurn jókst verulega eftir ríkis-
víxlum á eftirmarkaði. Þannig höfðu
selst ríkisvíxlar fyrir um 430 milljón-
ir síðdegis í gær sem er mun meira
en á venjulegum degi.
VísitaEa neysluverðs 'apríl 1995 (171.8)
Ferðir og flutningar (20,0) 1+0,1%
Húsnæði, rafmagn og hiti (18,1) | -0,9%
Matvörur (16,2) +0,5%
Tómstundaiðkun og menntun (11,8) ■ -0,2%
Húsgögn og heimilisbúnaður (6,6) | 0,0%
Föt og skófatnaður (5,9) Drykkjarvörur og tóbak (4,4) Heilsuvernd (2,8) Aðrar vörur og þjónusta (14,1) | 0,0% ■ +0,1% 1+0,1% m -o,2% Breyting frá fyrri mánuði
VÍSITALA NEYSLUVERÐS 1-0,1% Tölur í svigum vísa til vægis einstakraliða af 100.
Sala varnarliðseigna lögð niður í óbreyttri mynd
Sala til varnar-
liðs gefin frjáls
SAMNINGAR um kaup varnarliðs-
ins á vöruM og þjónustu verða gefn-
ir fijálsir skv. tilkynningu frá utan-
Farþegar á Saga farrými:
þogar tlogiö er á Saga farrýnii
til Kaupmannaliafnar, Oskiareöa Stokkhölms
á tímabilinu 1S. apríl - 30. júní
í samvinnu viö hótcl í Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi bjóða Fluglciðir
farþegum á Saga fanými tvær fyrstu gistinæturnar á aðeins 100 ísl. kr. hvora
nótt fyrir manninn.
Tilboðið giklir á eftirtöldum hótelum:
Kaupmannahöfn
Ósló
Stokkhólmur
Hotel Richmond
Hotel Imperial
Hotel Mercur
Öll Flugleiðahótel í borginni
Öll Flugleiðahótel í borginni
Titboöió gitdir í feróir á Saga-farrými til Kaupmannahafnar, Óslóar og Stokkliólms sem
bókaöar eru frá og með 11. apríl og farnar á tímabilinu frá 15. apríl til 30. júní. Gisting á
hinum sérstöku kjörum er boóin meö týrirvara um nægilegtgistirými á tilgreindum
hótelum á hvcrjum tíma.
Hafðu samband við söluskrifstofúr okkar,
umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstofurnar eöa söludeild Flugleiða í
síma 690 300 (svarað mánudaga - föstudaga FLUGLEIÐIR
kl. 08 -19 Og laugardaga kl. 08 -16). Traustur íslenskurferðafélagi
ríkisráðuneytinu. Öllum sem áhuga
hafa á slíkum viðskiptum verður
gefinn kostur á að taka þátt í útboð-
um, uppfylli þeir ákveðin efnisleg
skilyrði.
Tilgangur breytingarinnar mun
vera að tryggja öllum seljendum
vöru og þjónustu jafnan aðgang
að samningum við varnarliðið og
skapa aðstæður fyrir eðlilega sam-
keppni í þeim viðskiptum. Meðal
skilyrða sem sett eru fyrir þátttöku
í útboðum eru ströng skilyrði um
eiginfjárstöðu og starfsreynslu fyr-
irtækja sem vilja keppa um samn-
inga af þessu tagi. Þá verður tekið
tillit til þess hvort fyrirtækin séu
reiðubúin til þess að láta íbúa á
Suðurnesjum njóta forgangs að
þeim störfum sem skapast með
samningunum.
Umsýslustofnun stofnuð
í tengslum við þá breytingu sem
verður á viðskiptum við varnarliðið
hefur verið ákveðið að leggja SÖlu
varnarliðseigna niður í núverandi
mynd. í hennar stað mun taka til
starfa Umsýslustofnun varnamála,
sem auk þess að taka við hlutverki
Sölu varnarliðseigna mun sinna
hlutverki innkaupastofnunar vegna
kaupa varnarliðsins á aðföngum.
Stofnunin mun ennfremur hafa
umsjón með forvali verktaka vegna
verka á vegum Mannvirkjasjóðs
Atlantshafsbandalagsins.
Alfreð Þorsteinsson, forstjóri
Sölu varnarliðseigpia, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að ekki væri
búið að ganga frá þessum breyting-
um í smáatriðum. „Sala varnarliðs-
eigna hefur verið með bækistöð á
Keflavíkurflugvelli jafnt og j
Reykjavík og þar munu verða meiri
umsvif með þessari breytingu,"
sagði Alfreð. Hann sagði hins vegar
að sér sýndist að helsta tekjuöflun
stofnunarinnar, þ.e. bílasalan, yrði
áfram í Reykjavík þar sem væri
stærsta markaðssvæðið.
í tilkynningunni frá utanríkis-
ráðuneytinu segir að með breyting-
unum sé brugðist við ítrekuðum
athugasemdum við rekstur Sölu
varnarliðseigna með hagræðingu
og því að fela stofnuninni aukin
verkefni. Ekki sé gert ráð fyrir að
breyting þurfi að verða á heildar-
starfsmannafjölda Sölu vamarliðs-
eigna í kjölfarið.