Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 15
VIÐSKIPTI
VERIÐ
Barma séryfir
styrk marksins
Þýzk stórfyrirtæki óttast áhrif um-
rótsins í gjaldeyrismálum
Frankfurt. Reutcr.
ÞRJÚ stórfyrirtæki í Þýzkalandi
hafa barmað sér yfir áhrifum um-
rótsins á gjaldeyrismörkuðum
Fraktflug
Breytingar
á flugi
Cargolux
VIKULEGT fraktflug Cargolux frá
Lúxemborg til íslands og þaðan til
Bandaríkjanna færðist yfir á mið-
vikudaga í stað sunnudaga frá og
með 29. mars.
Áfangastaðir Cargolux í fluginu
frá íslandi til Bandaríkjanna verða
með breytingunni, Kennedy flugvöll-
ur í New York og Houston í Texas.
í frétt frá Cargolux á íslandi segir
að þessi breyting sé gerð vegna
heildar endurskipulagningar á áætl-
unum Cargolux um allan heim.
Frá og með 30. apríl nk. hefur
Cargolux vikulegt flug frá Detroit
og New York til Keflavíkur og áfram
til Lúxemborgar. I frétt Cargolux
segir að þetta flug eigi að geta þjón-
að vel íslenskum innflytjendum sem
og útflytjendum til Evrópu.
heims á útflutning fyrirtækjanna.
Fyrirtækin, Porsche, Lufthansa
og Hugo Boss, segja að hækkun
marksins gagnvart dollar og öðrum
evrópskum gjaldmiðlum sé farin að
skaða samkeppnishæfni þeirra.
Forstjóri Porsche, Wendelin Wie-
deking, hvatti jafnvel iðnríki til þess
að hefta starfsemi gjaldeyrisbrask-
ara og kvaðst hneykslaður á því að
Þjóðverjar hefðu ekki gert ráðstaf-
anir til þess að vega á móti styrk
marksins.
Wiedeking sagði í viðtali við tíma-
ritið Stern að sjö helztu iðnríki
heims, G7, ættu að „torvelda spá-
kaupmönnum að þrýsta gengi
gjaldmiðils niður um 20% eða meira
á einni nóttu.“
„Það þýðir að einhver spákaup-
mennska hefur áhrif á atvinnuöryggi
í Þýzkalandi," sagði hann.
Wiedeking hneykslaðist líka á því
að Bonn-stjórnin hefði veitt hækkun
marksins þegjandi samþykki eins og
ekkert væri við hækkuninni að gera,
þótt hún neyddi þýzka útflytjendur
til að flytja framleiðsluna úr landi
til ódýrari staða.
Lufthansa kvaðst hafa haft tíma-
bundinn ávinning af lækkun dollars,
en benti á að veikleiki hans gæti
bætt samkeppnisaðstöðu bandarí-
skra flugfélaga í Þýzkalandi ef til
lengri tíma væri litið.
7/7 hluthafa í Lvfjaverslun íslands hf.
Viö þökkum fyrir mjög góð viðbrögð við auglýsingu, sem við
birtum í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. apríl sl.
Fundur verður haldinn með hluthafahópnum, sem þegar
hefur myndast, miðvikudagipn 12. apríl kl. 17.30 í Fóst-
bræðraheimilinu við Langholtsveg.
Þeir hluthafar, sem ekki hafa þegar haft samband, en vilja
slást í hópinn, eru velkomnir á fundinn eða beðnir að hafa
samband við undirritaðan næstu daga.
F.h. fundarboðenda:
Jón Þorsteinn Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur,
Austurstræti 17, sími 562Ö8860. Fax 562Ö2877.
Hádegisverðarfundur
Miðvikudaginn 12. apríl 1995
Skáli, Hótel Sögu frá kl. 12:00 -13:30
Markaössetning áfengis
„Below the line marketing“ - óhefðbundin markaðssetning.
Simon Lyons, markaðsstjóri Famous Grouse í Skotlandi.
Líklegt er talið að á næstunni muni heildsöludreifing áfengis
verða gefin frjáls. í kjölfaríð má búast viö aukinni samkeppni
á þessum markaði. Þar sem ólöglegt er að auglýsa þessa
vöru þarf önnur meðul til.
Hér á landi er staddur Simon
Lyons, markaðsstjóri
Famous Grouse viskísins
frá Skotlandi.
Á fundinum mun hann
fjalla um eftirfarandi:
■ Hvaða þættir eru mikilvægastir vlð markaðssetningu
áfengis?
■ „Below the line marketing‘% eða óhefðbundin
markaðssetning.
■ Kostun (Sponsorship); Famous Grouse er aðalkostandi
helmsmelstaramótsins í Rugby. Þeir áætla að
kostnaður þessu samfara verði 300 milljónir ísl. króna.
Hádegisveröur 1.500 kr.
FELAG VIÐSKIPTA-
OG HAGFRÆÐINGA
Opinn fundur - allir velkomnir
Seiðaskiljur á öllum
úthafsrækjuveiðum
Kolluál lokað án skilju vegna smáýsu
REGLUGERÐ sjávarútvegsráðu-
neytisins um bann við rækjuveiðum
í ákveðnu hólfi í Kolluál án seiða-
skilju tók gildi í gærkvöldi. Ástæð-
an er mikið af smáýsu á rækjuslóð-
inni. í togararalli Hafrannsókna-
stofnunar kom í ljós að mikið var
að smáþorski á rækjumiðunum fyr-
ir norðan. Því hefur verið ákveðið
að flýta áformum um notkun seiða-
skilju og frá 1. maí verða öll skip
að nota þannig búnað við úthafs-
rækjuveiðar við landið.
Seiðaskiljur eru þannig útbúnar
að rækjan fellur niður á milli rimla
og inn í poka vörpunnar en fiskur-
inn skilst frá. Guðni Þorsteinsson,
fiskifræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, segir að rannsóknir hér og
í Noregi sýni að seiðaskiljur sleppi
öllum fiski yfir 20 sentímetrum að
stærð og miklu á bilinu 10 til 20
sm. Á rækjumiðunum er oft mikið
af smákarfa og þorski sem farið
hefur í rækjuvörpurnar en skilst
nú frá. Seiðin fara eftir sem áður
með rækjunni.
Mikið af grálúðu- og karfaseiðum
er á rækjumiðunum fyrir Norður-
landi og með reglugerð sem gefin
var út fýrr á árinu voru rækjuveið-
ar bannaðar í nokkrum hólfum á
þessu svæði nema notuð væri seiða-
skilja.
Smáþorskur fyrir Norðurlandi
Guðni segir að í togararalli Haf-
rannsóknastofnunar hafí fengist
meira af smáþorski á rækjumiðun-
um en reiknað hafi verið með. Haf-
rannsóknastofnun hafi því endur-
skoðað fyrri áætlanir um notkun
seiðaskilju og lagt til að notkun
skilju á öllum rækjuveiðum yrði
flýtt. Allir hagsmunaaðilar hafi tek-
ið því vel. í framhaldi af því var
ákveðið að gera skilju að skilyrði
fyrir öllum úthafsrækjumveiðum
frá 1. maí.
Við eftirlit varðskips í Kolluál
út af Breiðafirði kom í ljós að mik-
ið var af smáýsu á rækjumiðunum
þar og í framhaldi af því var gefin
út reglugerð í gær sem bannar
rækjuveiðar nema seiðaskilja sé
notuð. Tók hún gildi kl. 21 í gær-
kvöldi. Reglugerðin er ekki tíma-
bundin og segir Þórður Árelíusson,
veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu,
að hún eigi að gilda til frambúðar
enda verði notkun seiðaskilju fljót-
lega gerð að skilyrði fyrir öllum
úthafsrækjuveiðum við landið.
Morgunblaðið/J6n Páll Ásgeirsson
RÆKJAN fer inn um grindurnar sem sjást
á þessu rækjutrolli en fiskurinn sleppur.
Útgerðarmenn gagnrýna kröfur um notkun seiðaskilju í Kolluál
Veiðarnar borga sig ekki
ÚTGERÐARMENN á Snæfells-
nesi eru afar óánægðir með þá
ákvörðun að gera notkun seiða-
skilju að skilyrði fyrir rækjuveið-
um í Kolluál. Einn þeirra sagði
i gær að með þessu væri grund-
vellinum kippt undan rækjuveið-
um bátanna því bolfiskurinn sem
kæmi með í rækjutrollið væri
forsenda veiðanna. Héldu þeir
fund um málið fyrir helgi og
fulltrúar þeirra fóru í gær á fund
Kristján Ragnarssonar formanns
LIÚ til að leita liðsinnis hans við
að fá reglunum breytt.
Gunnlaugur Árnason útgerð-
armaður í Stykkishólmi, sem
gerir út ÁrsæÞog Gretti, segir
að rækjuaflinn sé lítill í Kolluál
og meðaflinn geri .útgerðina
mögulega. Segir hann að verð-
mæti rækjuaflans sé aðeins lið-
lega 60% af heildaraflaverðmæti
skipa á þessum veiðum. Hann
segir vitað að smáýsa gangi yfir
þetta svæði á ákveðnum árstíma,
það ætti ekki ekki að koma
nokkrum manni á óvart. Hins
vegar hverfi hún alltaf í byrjun
maí. Og þarna séu hvorki grá-
lúðu- né karfaseiði, einungis góð-
ur þorskur. Því sé algerlega út
í hött að gera seiðaskilju að skil-
yrði fyrir rækjuveiðum á þessu
svæði þó það geti átt við fyrir
Norðurlandi þar sem þörf sé á
að friða smáþorsk og karfa- og
grálúðuseiði. Segir hann að út-
gerðarmenn vilji miklu frekar
láta loka svæðinu algerlega fyrir
rækjuveiðum þar til ýsan sé kom-
in yfir svæðið en að gera seiða-
skilju að varanlegu skilyrði fyrir
veiðunum.
Breytt á miðju tímabili
Þá gagnrýnir hann vinnu-
brögðin við setningu reglnanna.
„Ég var búinn að skipuleggja út-
gerð bátanna út fiskveiðiárið. Við
hættum á netum og geymdum
þorskkvóta til að nota við rækju-
veiðarnar í Kolluál. Siðan er
grundvellinum kippt undan þeim
með einu pennastriki með þriggja
vikna fyrirvara á miðju rækju-
veiðitímabili. Þetta nær ekki
nokkurri átt,“ segir Guunlaugur.
Það kostar á þriðju milljón að
útbúa báta með seiðaskilju og
tilheyrandi aflanema og segist
Gunnlaugur ekki vera tilbúinn
til að leggja út í þaim kostnað
fyrir veiðar sem ekki stæðu und-
ir sér með þeim skilyrðum sem
verið væri að setja. Ef þessum
reglum fengist ekki breytt væri
útgerð bátanna í óvissu það sem
eftir er fiskveiðiárs.
Gengur illa á Breiðaf irði
Seiðaskilja er gerð að skilyrði
fyrir rækjuveiðum í hólfi í
Breiðafirði, rétt fyrir utan Ólafs-
vík og hafa nokkrir bátar reynt
þar fyrir sér. Magnús Soffanías-
son, útgerðarmaður í Grundar-
firði, segir að veiðarnar gangi
illa. Þeir fái minni afla á togtím-
ann en áður en skiljan var sett
í. Það geti þó hugsast að það séu
byijunarerfiðleikar sem lagist.
Flatfiskur hefur náð að festast á
sumar skiljurnar og nánast lokað
og afraksturinn þá orðið eftir
því. Þá segir Magnús að erfitt
sé að hafa seiðaskiljur á þeim
bátum sem taka rækjutrollið inn
á siðunni, auðveldara sé að eiga
við það ineð skutrennu.