Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 23 LISTIR Trúarleg tónlist í dymbilviku SÖNG- TÓNLEIK- AR verða haldnir á morgun kl. 20 í Víði- staðakir- kju. Flytj- endur eru Þórunn n 5 j JKorunn Guðmunds- Guðmundsdóttir dpttir sópr- an, Kristinn Örn Kristinsson píanó og Eydís Franzdóttir óbó. A efnisskránni eru söngv- erk af trúarlegum toga eftir Ralph Vaughan Williams, Samuel Barber, Jón Leifs og Johannes Brahms. Sögukvöld í Kaffileik- húsinu ÞRIÐJA sögukvöldið í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum verður á morgun kl. 21. Sögukvöld eru samvinnu- verkefni Kaffileikhússjns og Rithöfundasambands íslands og er tilgangur þeirra að fá fólk til að koma saman og segja og hlýða á góðar sögur og rækta um leið þá sagna- hefð sem býr með þessari þjóð. Sögumenn og konur sögu- kvöldsins verða; Brynja Bene- diktsdóttir lausamanneskja, Helga Guðbrandsdóttir vík- ingahausamálari, Ingibjörg Helgadóttir geðhjúkrunar- fræðingur, Sóley Davíðsdóttir skáldkennari, Árni Björnsson jólasveinafræðingur, Erling- ur Gíslason ársleyfishafi og Halldór Þorsteinsson bóka- flóttamaður. Sögukvöldin verða annað hvert miðvikudagskvöld fram á sumar og það næsta verður miðvikudaginn 26. apríl. Boð- ið er upp á kaffiveitingar og húsið er opnað kl. 20. Málverk á •• Ara í Ogri UM þessar mundir stendur yfir málverkasýning á verk- um eftir Alexander Ingason á veitingahúsinu Ara í Ögri, Ingólfsstræti. Um er að ræða sautján verk máluð með blandaðri tækni, bæði í olíu og teikning- ar. Sýningin stendur út apríl- mánuð og er þetta þriðja sýn- ing hans í Reykjavík. wlett-Packard prentara HP LaserJet 4L geislaprentarinn. Tilvalinn prentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboðsverð: kr. 59.900 stgr. HP ScanJet llcx litaskanninn. Glæsilegur hágæða borðskanni. Hérástórlækkuöuverði. Tilboðsverð: kr. 99.900 stgr. Liturinn er galdurinn. Hewlett-Packard er trygging fyrir gæðum, endingu og endalausri ánægju í litaútprentun. Hátækni tii framfara •= m Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.