Morgunblaðið - 11.04.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 35
MINNINGAR
+ Axel Svein-
björnsson var
fæddur í Reykjavík
10. desember 1904.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 4.
apríl sl. Foreldrar
hans voru Svein-
björn Sæmundsson
í Sæmundarhlíð í
Reykjavík og Ses-
selja Magnúsdóttir
frá Hávarðsstöðum
í Leirársveit. Hann
fluttist níu mánaða
gamall til Akraness
og ólst upp hjá
færndfólki sínu á
Traðarbakka hér á Akranesi.
Axel kvæntist heitkonu sinni
Lovísu Jónsdóttur Ólafssonar
frá Litla-Teigi á Akranesi 25.
nóvember 1933. Hún var fædd
28. ágúst 1909. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Akranesi 9. jan-
úar síðastliðinn. Þau eignuðust
þrjár dætur. Elst er Jóna Alla,
húsmóðir á Seltjarnarnesi, mað-
ur hennar var Gústaf Þór Ein-
arsson, þá er Gunnur, húsmóðir
í Reykjavík, gift Steinþóri Þor-
steinssyni, og yngst er Lovísa,
húsmóðir á Selfossi, gift Ægi
Magnússyni. Einnig ólst elsti
dóttursonur þeirra, Axel Gúst-
afsson, að verulegu leyti upp
þjá þeim. Hann starfar við versl-
un afa síns á Akranesi. Kona
hans er Kristín Halldórsdóttir.
Barnabörnin eru níu talsins og
barnabörnin fimm, eitt þeirra
er látið. Axel Sveinbjörnsson
verður jarðsunginn frá Akra-
neskirkju í dag, 11. apríl, og
hefst athöfnin kl. 14.00.
AFI sagði mér oft frá gamla tím-
anum, þegar hann var ungur og því
sem hann og amma upplifðu. Langar
mig til að rifja það upp í fáeinum
orðum. Afi fór ungur að vinna. Sjór-
inn heillaði hann, enda var um fátt
annað að velja. Afi var ekki nema
11-12 ára þegar hann bytjaði að
stunda sjóinn með uppeldisbróður
sínum, Sigurði Guðmundssyni frá
Traðarbakka.
Þegar afí var 14 ára fékk hann
vinnu hjá Böðvari Þorvaldssyni (föð-
ir Haraldar Böðvarssonar). Böðvar
var með verslun og þar vann afi í 5
ár á vetuma. Ungur fór afí í Stýri-
mannaskólann og útskrifaðist þaðan
1930. Strax fór hann að gera út
með uppeldisbróður sínum, Magnúsi
Guðmundssyni. Gerðu
þeir út 2 báta, Sjöfn
og Sæfara, og var afí
skipstjóri á þeim til
skiptis.
Afi og amma vom
mjög samrýnd. Það
hefur örugglega verið
sjaldan, ef að það hefur
nokkurn tíma gerst að
þau rifust. Afi og amma
áttu fallegt heimili. All-
an sinn langa búskap
bjuggu þau í sama hús-
inu í Merkigerði 2, hús-
inu sem þau byggðu
sjálf áður en þau giftu
sig. Einu sinni var mér
sagt að húsið þeirra hafí verið eitt
vandaðasta hús á Akranesi á sínum
tíma.
Árið 1938 hætti afí á sjó og fór
að vinna hjá Haraldi Böðvarssyni
sem verkstjóri og í versluninni. Þar
vann afi til 1942 og 18. desember
stofnaði afi sína eigin verslun sem
er enn í fullum rekstri, Verslunin
Axel Sveinbjörnsson hf. Ámma vann
mikið í búðinni fyrstu árin. Eins var
það með afa, hann rak búðina með
miklum áhuga. Einu sinni sagði afí
mér frá atviki sem gerðist fyrir
mörgum árum. Hann var að snúast
niðri í bæ og hitti mann sem hann
þekkti vel. Afí var þá í nýlegri úlpu
sem hann var að selja í búðinni.
Manninum leist svo vel á úlpuna,
að afí seldi honum úlpuna á staðnum.
Afi starfaði í fjölda ára í Slysa-
varnafélagi íslands á Akranesi og
var meðal annars formaður þess í
mörg ár. Hann sá um það t.d. að
afla fjár fyrir Bjamalaug á sínum
tíma, t.d. með happdrætti og ýmsu
fleiru.
Eitt af áhugamálum afa var að
fara á laxveiðar. Hann fór í mörg
ár vestur í Dalasýslu að veiða, tvisv-
ar til þrisvar á hverju sumri. Og þá
fórum við oft með, ég og amma,
ásamt vinafólki þeirra.
Afí og amma voru ein af stofnend-
um Oddfellow-stúkunnar Agli á
Akranesi og voru þau mjög virk á
meðan heilsan leyfði. Það var alltaf
gott að koma til afa og ömmu. Hjá
þeim var ég alltaf eins mikið og ég
gat, í öllum jólafríum, páskafríum
og sumarfríum og fór þá alltaf beint
niður í búð til afa. Og eftir að ég
hætti í skóla flutti ég til þeirra að
fullu. Og ólst upp hjá þeim, sem eitt
af bömum þeirra.
Það var 1978 sem afí fékk fyrst
áfall og eftir það fékk hann hvert
áfallið á fætur öðm. Og ég sem
fylgdist með afa á hverjum degi í
gegnum árin, ég dáðist að honum
hvað hann var alltaf duglegur, alltaf
reif hann sig upp eftir áföllin. Það
var í maí 1990 sem afi og amma
fluttu á dvalarheimilið Höfða. Það
fór vel um þau þar. Amma fékk
ekki að vera lengi þar, hún varð
veik og var flutt á Sjúkrahús Akra-
ness og þaðan kom amma aldrei
aftur á Höfða . Þótt afí hafí verið
búinn að missa heilsuna þá fór hann
á hverjum degi að heimsækja ömmu
á Sjúkrahúsið. Afi lét hvorki veðrið,
færðina, heilsuna né nokkuð annað
stjórna sér. Hann fór á hveijum
degi til ömmu. Eins var það í mörg
ár að hann kom niður í búð á hverj-
um degi hvernig sem heilsan var eða
færðin.
Þegar afí og amma voru ný flutt
á dvalarheimilið Höfða fengu þau
ung hjón í heimsókn. Hjónin spurðu
afa hvernig þeim ömmu líkaði dvölin
á Höfða, og afi var ekki lengi að
svara og sagði: „Þetta eru eintóm
gamalmenni hérna.“ Hann var þá
sjálfur 85 ára.
Einu sinni þegar afí var að drekka
kvöldkaffi með vistfólkinu á Höfða,
voru tveir fyrrverandi bændur að
rifja upp gamla tímann í sveitinni.
Ég spurði afa hvort honum hafí
ekki fundist gaman að hlusta á
bændurna. Þá svarði afi: „Það var
ekkert varið í þetta, þeir töluðu bara
um rollur og fjós.“
Stundum þegar ég var að heim-
sækja afa á Höfða og sjúkrahúsið
var hann ekki viðræðuhæfur. Hann
var nefnilega að horfa á fótbolta í
sjónvarpinu. Afí og amma voru mér
alltaf sérstaklega góð. Það var alltaf
gott að vera í návist þeirra. Þetta
er aðeins brot af því sem ég get
sagt um afa og ömmu. Allar þær
góðu minningar sem ég fékk að
upplifa geymi ég I hjarta mínu með-
an ég lifi. Það er gott að vita það
að núna þegar afi er að kveðja okk-
ur þá hittast þau aftur afi og amma.
Og þar eigum við öll eftir að hitt-
astj hjá Guði.
Ég vil þakka afa og ömmu fyrir
allt það sem þau hafa fyrir mig gert,
það er ómetanlegt. Ég bið góðan
Guð að styrkja alla afkomendur og
ástvini afa og ömmu.
Axel Gústafsson.
Ef lífið ber oss kaldan storm um villu vegi,
lát vinarþelið lyfta hug mót ijósum degi,
því „ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“.
(Á.B.)
Axel byijaði að sækja sjó um
fermingaraldur eins og títt var unga
menn í sjávarplássum þess tíma. 16
ára gamall fór hann fyrst á vertíð
sem fullgildur háseti. Hann fór til
náms í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík og lauk þaðan hinu meira
AXEL
SVEINBJÖRNSSON
+ Guðrún Rós-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. mars 1947. Hún
lést á Borgarspíta-
lanum 31. mars síð-
astliðinn. Guðrún
var dóttir Rós-
mundar Tómasson-
ar, f. 20.2. 1913, d.
24.10. 1976, og
Bergu G. Ólafsdótt-
ur, f. 21.6. 1919.
Systkini hennar
eru: Ólafur, f.
27.12. 1941, og
Birgitta, f. 15.6.
1961. 4. október
1969 giftist Guðrún Þorsteini
Þorsteinssyni, f. 9.2. 1943. Börn
þeirra eru: Þröstur, f. 23.9.
1972, og Hólmfríður Berglind,
f. 21.6. 1974. Guðrún stundaði
nám við Verslunarskóla íslands
og lauk þaðan prófi.
Útför bennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
VIÐ viljum með fáum fátæklegum
orðum minnast systur okkar Guð-
rúnar Rósmundsdótt-
ur, sem ólst upp eins
og við í foreldrahúsum
á Laugamesvegi 66.
Þegar við hugsum tii
baka, til æskuáranna,
kemur margt upp í
hugann, t.d. hve allt
var hreint og snyrtilegt
í kringum systur okkar.
Sem unglingur várð
hún þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að dvelja
sumarlangt á Búrfelli í
Grímsnesi. Þótti henni
gaman í sveitinni og
því að fá að taka virkan
þátt í öllu sem þar
þurfti að gera.
Þeirra samverustunda sem við
systkinin áttum með Guðrúnu nut-
um við til fulls og munu minningar
frá þeim stundum fylgja okkur og
ylja á ógenginni braut.
Búskaparár sín bjuggu Guðrún
og Þorsteinn í Gnoðarvogi 54, þar
til þau fluttu, fyrir rúmu ári, í Reyr-
engi 9 hér í borg. Oft vill erill setja
mark sitt á daglegt líf okkar, en
heima hjá þeim var tekið á móti
okkur af gestrisni og ást. Fyrir allt
þetta og svo ótal margt annað ber
að þakka nú þegar leiðir skilja.
Móður okkar varð að orði nokkm
eftir að henni barst andlátsfregnin:
Það var eins og klakakiungur
klemmdi hjarta mitt'
Sálin rifnaði í ótal sprungur
er ég heyrði látið þitt
Við, ásamt móður okkar, kveðjum
þig með sárum söknuði er fyllir
bijóstið en jafnframt huggun, að
hafa átt svo góða dóttur og systur,
því áfram lifa dýrmætar minningar.
Við kveðjum þig með þessum ljóðl-
ínum:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stef.)
Elsku Þorsteinn, við viljum þakka
þér alla þína umhyggju og umönnun
í veikindum Guðrúnar. Að lokum
sendum við þér, börnum þinum og
tilvonandi tengdadóttur Kristínu,
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykkur á erf-
iðri skilnaðarstundu. Blessuð sé
minning Guðrúnar.
Þín systkini,
Ólafur og Birgitta.
GUÐRÚN
RÓSMUNDSDÓTTIR
fískimannaprófi, árið 1930. Eftirþað
var hann stýrimaður og skipstjóri á
ýmsum bátum, meðal annars á mb.
Sæfara og mb. Sjöfn, en þá báta rak
hann í félagi við Magnús Guðmunds-
son og Ólaf Gunnarsson.
Á sjómannaferli sínum var Axel
einkar farsæll, virtur og metinn fyr-
ir dugnað og drengskap af öllum
þeim sem störfuðu með honum eða
voru undir hans stjórn. Á árinu 1936
hætti Axel sjómennsku af heilsuf-
arsástæðum og gerðist þá verslunar-
maður hjá Haraldi Böðvarssyni og
Co.
Axe! Sveinbjömsson var mikill
félagsmálamaður. Hann vann mikið
að slysavarnamáium, var meðal ann-
ars formaður slysavarnadeildarinnar
Hjálparinnar og formaður björgun-
arsveitarinnar. Hann var í stjórn
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Hafþórs og formaður í nokkur ár.
Hann var formaður Sjómannadags-
ins á Akranesi fyrstu fjögur árin
eftir að hann var stofnaður. Um það
leyti var Bjarnarlaug byggð og ann-
aðist hann fjárreiður fyrirtækisins
af mikilli festu og skömngsskap.
Árið 1942 hóf Axel verslunar-
rekstur í húsi því er hann hafði til
þess reist við Hafnarbraut. Sérstak-
lega verslaði hann með nauðsynjar
til skipa og útgerðar og einnig ýmis-
legt fleira. Ólafur B. Björnsson lýsir
honum þannig í bók sinni „Saga
Akraness" 1959: „Hann er mjög lag-
inn verslunarmaður, reglusamur og
ábyggilegur, snyrtimenni hið mesta
og þrifnaðarmaður.“
Þarna verslar hann til ársins 1950
er hann kaupir húsakynni á horni
Hafnarbrautar og Suðurgötu og þar
stendur verslun hans enn.
Ég fiuttist ásamt fjölskyldu minni
til Akraness 1955. Þá stóð verslun
Axels Sveinbjörnssonar með miklum
blóma og fór það orð af henni að
þar væri allt til milli himins og jarð-
ar. Sömu starfsmennimir störfuðu
áratugum saman hjá Axel og sýnir
það best að hann var vel látinn af
starfsmönnum sinum, jafnt og við-
skiptavinum. Axel Sveinbjömsson
var maður samviskusemi og heiðar-
leika. Hann tók sér ekki oft frí frá
störfum sínum, heldur stundaði þau
af mikilli kostgæfni. Hann hafði þó
mikið yndi af veiðiskap og lét eftir
sér margar ferðir til laxveiða með ” '
félögum sínum. Vorið 1956 verða
okkar kynni meiri, er hann gerðist
leiðsögumaður minn í Oddfellow-
regluna. Hann hafði verið félagi í
Oddfellowfélaginu Agli Skallagríms-
syni, er starfaði á Hvanneyri í Borg-
arfírði. Axel var einn af stofnendum
Oddfellowstúkunnar nr. 8, Egils á
Akranesi, og í fyrstu stjóm stúkunn-
ar. Axel starfaði mikið innan stú-
kunnar Egils og þar vom honum
falin mörg trúnaðarstörf. Við Egils-
bræður þökkum honum öll þau störf
er hann vann fyrir okkur í mörg ár.
Hann var ekki maður margmáll, en
hnitmiðaði orð sín við meiningar sín-
ar svo að eftir var tekið.
Með okkur tókst mikil vinátta,
sem alla tíð stóð meðan hann lifði
og ekki minnist ég þess að nokkru
sinni hafi borið skugga á.
Ég heimsótti þau hjón á heimili
þeirra í Merkigerði 2, en það hús
hafði Axel reist í byijun hjúskapar
þeirra og þar bjuggu þau síðan allan
sinn búskap. Þar hafði Lovísa búið
manni sínum og börnum yndislegt
heimili, sem gott var að koma og
njóta samvista við gott fólk og höfð-
ingsskapar þeirra.
Árið 1990 var heilsu þeirra farið
að hraka og fluttust þau þá á Dval-
arheimilið Höfða í maímánuði. Árið
1992 þurfti Lovísa að fara á Sjúkra-
hús Akraness og ári seinna fór Axel
þangað líka. Þau höfðu sama her-
bergi á E-deild sjúkrahússins.
Alltaf hafði Axel jafn gaman af
að spjalla þegar ég heimsótti hann
og þá aðallega um gamla daga, sjó-
mennsku og fiskveiðar.
Þarna á sjúkrahúsinu andaðist
Lovísa eins og fyrr segir 9. janúar
síðastliðinn og var þá eins og eitt-
hvað sloknaði í bijósti hans.
Við hjónin sendum ástvinum hans ^
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður guð blessa okkur minn-
inguna um þessi mætu hjón.
Kristján Kristjánsson.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓNAS O. SIGURÐSSON,
Miðvangi 33,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 10. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðríður Elfasdóttir,
Sjöfn Jónasdóttir,
Elías Jónasson.
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og
langafi,
KRISTINN HELGASON,
Hringbraut 87,
Keflavfk,
lést í Landspítalanum 9. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Málfriður Larsdóttir,
Lárus Kristinsson, Kristín Jóhannsdóttir,
Þuríður Kristinsdóttir, Arnór Hannesson,
Jakobína Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Islenskur efnivlður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
II
IS. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677