Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vídalínskirkja vígð á sunnudag 900 manns sóttu athöfnina VÍDALÍNSKIRKJA var vígð við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna, en auk hans þjónuðu við athöfn- ina séra Bragi Friðriksson sókn- arprestur, séra Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur, og séra Orn Bárður Jónsson fræðslusljóri. Auk þess sungu kór Garðakirkju og skólakór Garðabæjar við athöfnina og segir séra Bragi að 900 manns hafi verið viðstaddir en kirkjan tekur 300 manns í sæti og safn- aðarheimilið 300. Vígslan fer þannig fram að Morgunblaðið/Árni Sæberg. BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna. lesið er guðsorð, síðan er bæna- gjörð og loks blessun. Biskup prédikaði og lagði út frá guð- spjalli dagsins, um góða hirðinn, auk þess að fjalla um lífshlaup Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups. Einnig var fjölmenn altaris- ganga og segir séra Bragi að mikil ánægja hafi ríktí kirkj- unni á þessum gleðidegi. Sólveig Þorvaldsdóttir verkfræðingur vinnur við björgunarstörf í Oklahoma Allra leitað áður en húsið verður jafnað við jörðu MEÐAL björgunar- manna í rústum stjórnsýsluhússins í Oklahoma-borg, sem sprengt var í loft upp 19. apríl sl., er Sólveig Þorvaldsdóttir bygg- ingaverkfræðingur. Hún er búsett i Kali- forníu og hefur starf- að þar með sérþjáif- aðri rústabjörgunar- sveit sem er hluti af bandaríska alríkisal- mannavamakerfínu. Sólveig starfaði áður með Hjálparsveit skáta í Kópavogi og átti þátt í að koma á laggirnar sérþjálfaðri rústabjörg- unarsveit hér á landi. „Það er engin von til þess að fleiri fínnist á lífi en menn viljá reyna allt til að fínna allt fólkið áður en húsið verður jafnað við jörðu,“ sagði Sólveig í samtali við Morgunblaðið í gær en hún var þá nýkomin af vakt í rústunum. Hún sagði að sennilega væru enn lík 20-30 manna, þar af þriggja eða fjögurra barna, í rústunum. „Ég hef verið lengi að æfa mig og þjálfa í því að grafa upp Iík. Ég finn þess vegna lítið fyrir áfalli við það að finna lík í þessum rústum. Það getur verið að það komi seinna og maður þarf áreiðanlega að fara á góðan áfallahjálpar- fund þegar þessu er lokið,“ sagði Sólveig. Hún starfar sem byggingaverkfræð- ingur hjá verkfræði- fyrirtækinu EQE-int- emational í Órange County í S-Kaliforníu og vinnur að rann- sóknum á skemmdum húsum og áhrifum jarðskjálfta á bygg- ingar auk þess að vera ein 62 sérþjálfaðra manna í rústabjörgunarsveit sýsl- unnar. Sólveig hóf þátttöku í björgunar- starfí í Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi árið 1979 og var starfandi þar þegar hún hóf að kynna sér björg- un úr rústum. Hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin 5 ár og lengst af starfað í sveitum af því tagi sem hún er nú í. Sveitin sem Sólveig starfar með var send á svæðið á föstudag í síð- ustu viku og er nú ein sérþjálfaðra aðkomusveita að störfum í rústun- um ásamt sveitum frá Oklahoma. í sveitinni em, að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, læknar, verkfræð- ingar, menn með björgunarhunda og þungavinnuvélastjórar og starfa sveitirnar við hlið slökkviliðsmanna og annarra björgunarmanna sem eru að störfum í rústunum. Hættulegt en án óhappa Sólveig sagði að björgun við aðstæður sem þessar væri mjög vandasamt verk og gæti verið geysilega hættulegt en hefði geng- ið áfallalaust og engin teljandi óhöpp hefðu orðið meðal björgunar- manna. Þjálfun Sólveigar í rústabjörgun hefur talsvert nýst íslenskum björgunarsveitum því hún hefur skrifað handbók um rústabjörgun fyrir íslenskar björgunarsveitir og haldið námskeið og fyrirlestra um efnið hér á landi fyrir björgunar- sveitir og verkfræðinga auk þess sem hún átti þátt í að koma upp sérþjálfaðri rústabjörgunarsveit í Kópavogi. Sólveig sagði að það hefði mikla þýðingu fyrir björgunarfólkið að finna hið einstæða viðmót heima- manna Oklahoma en þeir gerðu allt til að sinna björgunarliðinu og veita því hlýju og stuðning og væru aðstæður björgunarliða eins og best væri á kosið. Sólveig Þorvaldsdóttir Féll um 20 metra í Hal lár dalsárglj úfur Laugarhóli. Morgnnblaðið. Á LAUGARHÓLI í Bjarnarfirði dvaldi talsvert af fólki um helgina og komu gestirnir hingað á snjósleð- um. Á Iaugardag varð það óhapp að einn ferðalanganna hrapaði af sleða sínum í Hallárdalsárgljúfur, um 20 metra, rétt austan við bæinn Klúku. Slysið varð skammt neðan við Goðafoss þar sem hann fellur ftam af kleftabrún og hefur grafið gljijfur í hraunlögin á kafla nær því nlður undir veg. Þama er gljúfrið um' 20 metrar á dýpt og sumstaðar um 14 metrar á breidd. Vestari brúnin er hærri en sú eystri og því sést gljú- frið ekki fyrr en rétt í þann mynd sem að því er komið. Þetta gerðist þegar maðurinn hugðist fara á undan félögum sínum af stað rétt fyrir kl. 11 og taka myndir af þeim er þeir kæmu frá Klúku. Telur Pálmi Sigurðsson, bóndi á Klúku, að hann hafí bremsað er hann varð hættunnar var og síðan kastað sér af sleðanum og rekist á grjót á vestari bakkanum og kastast fram af og niður á fönn í gljúfrinu. Við það brotnuðu báðir úlnliðir hans og hefur hann líkast til misst meðvit- und um tíma. Félagar hans urðu ekkert varir við hann. Hringt var á lækni á Hólmavík og sjúkrabíl þaðan. Læknirinn,taldi að maðurinn myndi ekki þola flutning á bíl þar sem vegurinn var svo vond- ur. Var því þyrla Landhelgisgæsl- unnar kölluð á vettvang og fór hún með sjúklinginn á Borgarspítala. Morgunblaðið/Sigurtur H. Þorstfiinsson SLEÐINN fór fram af þar sem Eysteinn Pálmason á Klúku stendur á gljúfurbrúninni. I\lý áherslusvið Iðnþróunarsjóðs Aukín áhersla lögð á nýsköpun og* vöruþróun STJÓRN Iðnþróunar- sjóðs, sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna, kem- ur saman til lokafundar í dag og fara þá fram formleg skil sjóðsins til iðnaðarráðherra. Við inngöngu íslands í Frí- verslunarsamtök Evrópu, EFTA, árið 1970 var ákveðið að Norðurlöndin settu sam- eiginlega á laggirnar norræn- an iðnþróunarsjóð tij að stuðla að aukinni iðnþróun á íslandi. í samningi um sjóð- inn, Iðnþróunarsjóð, var ákvæði um endurgreiðslu stofnframlags Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar á 15 árum, og lauk þeirri endurgreiðslu 8. mars síðastliðinn. Féll þá samning- ur um stofnun og starfsemi sjóðsins úr gildi og varð hann þá eign og undir stjórn íslenska rík- isins. Að sögn Þorvarðar Aifonss- sonar, framkvæmdastjóra Iðnþró- unarsjóðs, er eigið fé sem sjóð- urinn hefur myndað nú um 2,3 milljarðar króna. - Hver var aðdragandinn að stofnun Iðnþróunarsjóðs? „Það urðu á sínum tíma tals- verð átök um það hvort ísland ætti að verða aðili að EFTA, en skoðanir um það voru mjög skipt- ar. Sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda tók ég þátt í þeim undirbúningi sem þá fór fram vegna aðildarinnar, en þeir sem á sínum tíma leiddu samn- ingaviðræðurnar voru Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi viðskiptaráð- herra, Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri og Einar Benedikts- son. Aðildin að EFTA var tilefni að stofnun Iðnþróunarsjóðs, en þá kom upp sú hugmynd að Norður- löndin tækju höndum saman og settu á stofn lánasjóð á íslandi sem hefði bolmagn til að styrkja uppbyggingu iðnaðar í landinu." - Hver hafa helstu verkefni sjóðsins verið? „Samkvæmt upphaflegum lög- um um Iðnþróunarsjóð var hlut- verk hans að stuðla að tækni- og iðnþróun íslands og auðvelda að- lögun að breyttum markaðsað- stæðum. Sjóðnum var ætlað að stuðla að þróun útflutningsiðnað- ar á íslandi, auka viðskipti á milli Norðurlandanna á sviði iðnaðar og efla samkeppnishæfni iðnaðar á heimamarkaði. Sjóðurinn skap- aði algjörlega ný viðhorf til íjár- mögnunar í iðnaði hér á landi, en vegna skorts á fjármagni höfðu lánastofnanir einungis getað sinnt hluta af fjárþörf fyrirtækjanna vegna stórframkvæmda eða ann- arra fjárfrekra að- ------ gerða. Það leiddi meðal Skapaði ný Þorvarður Alfonsson ►Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, er fæddur 23.6.1931 í Hnífsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1953 og prófi í þjóðhagfræði frá háskól- anum í Kiel í Þýskalandi 1959. Þorvarður var starfsmaður í hagfræðideild Landsbanka ís- lands-Seðlabanka Islands 1959 til 1962 og framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda 1962 til 1970. Hann var fram- kvæmdastjóri Iþnþróunarsjóðs 1970 til 1974, aðstoðarmaður iðnaðar- og félagsmálaráðherra 1974 til 1978, og framkvæmda- stjóri Iðnþróunarsjóðs frá 1978. Eiginkona Þorvarðar er Almut Alfonsson og eiga þau þijú börn. þykktar breytingar á stofnsamn- ingi sjóðsins 1980 sem veittu hon- um heimild til að taka lán til al- mennrar útlánastarfsemi og um leið fékk sjóðurinn auknar heim- ildir til að nýta hluta tekjuafgangs til styrkja og hagstæðra lána. Þegar svo ástæða þótti til að víkka út verksvið sjóðsins var það gert með lagabreytingu 1985, og fékk Iðnþróunarsjóður þá það hlutverk að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífs á íslandi.“ - Hverjar telur þú framtíðarhorf- ur Iðnþróunarsjóðs vera? „Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá stofnun Iðnþróunarsjóðs er hann orðinn eign íslenska ríkis- ins og stofnfé hinna Norðurland- anna að fullu endurgreitt. í febr- úar síðastliðnum samþykkti Al- þingi breytingar á lögum um sjóð- inn þar sem honum er ætlað að starfa enn um sinn, einkum til að fjármagna verkefni á sviði ný- sköpunar, stuðla að aukinni fjár- festingu útlendinga hér _______________ á landi og útflutningi á annars til þess að fyrir- ujAknrf *j| f jár- tækniþekkingu og fjár- tækin lentu í greiðslu- m«„nnnar festingu íslendinga er- erfíðleikum sem bitn- mognu d lendis. Gert er ráð fyrir uðu á sem rekstrinum. Fyrsta áratuginn settu úttektar- og hagræðingarverkefni svip sinn á starfsemi Iðnþróunarsjóðs, en almennar lánveitingar voru einnig í fyrirrúmi. Á fyrstu 10 árunum bárust sjóðnum 548 lánsumsóknir og veitt voru 392 lán. Sem dæmi um umfang; þessara lánveitinga má nefna að á árunum 1970 til 1978 námu útborguð lán sjóðsins um 12% af heildarfjármunamynd- un í almennum iðnaði. Með aukinni á3Ókn í aðstoð sjóðsins og í ljósi endurgreiðslna Norðurlandanna fjögurra varð ljóst að leita þyrfti leiða til aukinn- ar fjármögnunar og því voru sam- að lögin frá 1970 um Iðnþróunarsjóð verði endurskoðuð fyrir 1. maí 1996, og hér er því um að ræða fyrsta skref til endur- skipulagningar fjárfestingarlána- sjóðs atvinnuveganna, og er þess að vænta að Alþingi móti fram- tíðarstefnuna í málefnum sjóð- anna á næsta þingi. Um það verð- ur ekki deilt að Iðnþróunarsjóður hefur verið aflgjafi margra nýj- unga í iðnaði á liðnum áratugum og stuðlað að bættum stjórnunar- háttum, tæknilegri hagræðingu, nýsköpun í framleiðslu og mark- vissari markaðssetningu, m.a. er- lendis. Allt hefur þetta stuðlað að bættum lífskjörum á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.