Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 HSTIR Sæluvika Skagfirðinga 1995 MORGUNBLAÐIÐ JasÉöMÉl Sterkur og þægilegur plaststóll með örmum. Þolir að standa úti. Áður: 799 kr. Nú aðeins: Venjulega seljum við ekki föt, en þetta var tilboð sem við gátum ekki hafnað: ijJí^fSÍlSS Þekkt vörumerki. Margar stærðir og mynstur. Verö I U.S.A. 15.95$ (1013 ísl/kr.) Aðeins: hjá okkur Bnst I fallegum litum og mörgum stærðum. Verö í U.S.A. 39.95$ (2537 ísl/kr) 100% bómull. Ýmsir litir og mynstur. Sængurver 140x200 sm og koddaver 50x70 sm Áður: 990 kr. Nú 2 stk. á aðeins: kr „ Amorsbikar ýmsir þá alveg hiklaust teyga“ Sauðárkróki. Morgunblaðið. HIN ÁRLEGA Sæluvika Skagfirð- inga hófst síðastliðinn sunnudag með opnum myndlistarsýningar í Safnahúsi Skagfirðinga, en þar sýna listakonurnar Þorgerður Sigurðar- dóttir og Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir grafíkverk. Við opnunina ávarpaði Jón Ormar Ormsson gesti en síðan flutti Katrín M. Andrés- dóttir tvö ljóð Hannesar Péturssonar en Geirlaugur Magnússon og Einar Svansson lásu úr eigin ljóðum. Við opnunina voru veittar viður- kenningar í vísnakeppni Safnahúss- ins og Bifrastarstjórnar, sem nú hefur verið endurvakin, en hefur legið niðri um nokkurt skeið. Voru veittar viðurkenningar fyrir botna og einnig fyrir vísur tengdar Sælu- vikunni. Kristján Ámason átti besta botninn, og var fyrirparturinn með botni hans svohljóðandi: Þegar kveldar sólin sest, og sígur hljótt í æginn. Dökkum feldi síðan sést, sveipa nótt um bæinn. Stefán G. Haraldsson orti hins vegar um Sæluvikuna: Um Sæluviku segja má, Sjafnarblik ei geiga. Amorsbikar ýmsir þá, alveg hiklaust teyga. Umboð tryggingafélagsins Sjó- vár-Almennra á Sauðárkróki gaf aðalverðlaunin, en Safnahúsið veitti sex bókaverðlaun sem aukaviður- kenningar. Þá var á sunnudeginum opnuð önnur myndlistarsýning á Kaffi Krók, en þar sýnir listakonan Margrét Soffía Björnsdóttir, Sossa, nokkur olíumálverk. Um kvöldið fmmsýndi Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Klerkar í klípu, eftir Philip King, í leikstjóm Einars Þor- bergssonar og var húsfyllir í Bifröst og var leikurum og leikstjóra þakk- að með miklu lófataki að sýningu lokinni. Hefðbundið kirkjukvöld var á mánudagskvöld, en þar söng kirkju- kór Sauðárkróks ásamt einsöngvur- um, en ræðumaður kvöldsins var Anna Pála Þorsteinsdóttir banka- maður. Hagyrðingakvöld átti að vera á Kaffi Krók, en var frestað um eina viku af óviðráðanlegum ástæðum og unglingadansleikur var í Bifröst. Sú hefð hefur einnig skapast að karlakórinn Heimir heldur söng- skemmtun í Bifröst á þriðjudags- kvöldinu með ýmiskonar gamanmál- um og einnig kemur þar fram harm- onikkuhljómsveit Skagafjarðar. Það kvöld er einnig menningar- kvöld á Kaffí Krók, þar sem Ifur, menningar- og framfarafélag kvenna, munu fjalla um tvær mikil- hæfar skagfirskar konur, sem hvor á sinn hátt setti svip á samtíð sína, þær Sigurlaugu Gunnarsdóttur í Ási og skáldkonuna Guðrúnu Ámadótt- ur _frá Lundi. Á fímmtudagskvöld stendur Kven- félag Sauðárkróks fyrir dægurlaga- keppni í íþróttahúsinu, en þar verða úrslitalögin kynnt og besta Iagið valið og verðlaunað. Þama koma einnig fram íslandsmeistarinn í „Fre- estyle“-dansi, Ragndís Hilmarsdótt- ir, gleðihópurinn Fílapenslamir frá Siglufírði, nemendur úr dansskóla Jóns Péturs og Köm, og einnig syng- ur Fjölbrautaskólakórinn undir stjóm Hilmars Sverrissonar, en dansleikur sem vera átti að lokinni skemmtun- inni var felldur niður. Á föstudagskvöld er Eldridansa- klúbbhurinn Hvellur með dansleik í íþróttahúsinu, krárkvöld er á veit- ingahúsinu Pollanum, karlakvöld á Kaffi Krók, þar _sem ræðumaður kvöldsins er Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri, og Ferðafélag Skag- firðinga heldur kynningarkvöld á Strönd, sal verkalýðsfélaganna. Lokakvöld Sæluvikunnar er síðan laugardagskvöldið, en í íþróttahús- inu á Sauðárkróki verður verður hinn hefðbundni lokadansleikur þar sem hljómsveitin Herramenn heldur uppi íjörinu, en í Miðgarði verða stórtónleikar þar sem fram koma auk karlakórsins Heimis, Stala-kór- inn, kór Landsvirkjunar og samkór- inn Björk, en að tónleikum loknum verður dansleikur með hljómsveit Geirmundar. Svo sem sjá má er dagskrá Sælu- vikunnar mjög fjölbreytt og vilja þeir sem að henni standa hefja þessa héraðshátíð til þess vegs og virðing- ar sem hún hafði á árum áður. Algjör formúla KVIKMYNPIR BTóhöllin/Bíöborgin Algjör bömmer „A Low Down Dirty Shame“ ★ Leiksfjóri, handritshöfundur, fram- leiðandi og aðalleikari: Keenen Ivory Wayans. Onnur hlutverk: Salli Rich- ardson, Charles Dutton og Jada Pin- kett Caravan Pictures. 1995. KEENEN Ivory Wayans leikur ekki svo lítið hlutverk í myndinni Algjör bömmer, sem er íslenska heitið á „A Low Down Dirty Shame“. Þetta er svertingja- spennumynd eins og þær sem voru mjög áberandi um miðjan áttunda áratuginn og fjölluðu um afrek m @r fyrir garða- plastið íslensk framleiðsla - aukin atvinna! KRÓKHÁLSI6 SÍMI 5671900 • FAX 5671901 Shafts og Kleópötru Jones. Per- sóna Keenens í Algjörum bömmer heitir Shame (Skömm) og sver sig mjög í ætt við hetjur gömlu svert- ingjamyndanna en hann lætur sér fráleitt nægja að leika í myndinni heldur skrifar hann einnig handrit- ið, leikstýrir og framleiðir. Satt best að segja hefði hann átt að ráða aðra í einhver af þessum störfum, kannski sérstaklega handritsgerðina. Algjör bömmer er formúluaf- þreying uppúr einkar veikburða handriti um einkaspæjara og elt- ingarleik hans við eiturlyfjasala í góðum efnum. Keenen gerir til- raun til að blanda saman gríni og spennu en það tekst ekki sér- lega vel því brandararnir eru fáir og á stangli. Grínið er mest í fyrri helmingnum og tengist kjaftag- löðum ritara spæjarans og er framsett af slíku andleysi að minnir helst á bandaríska gaman- þætti í sjónvarpi; Keenen væri sjálfsagt betri í að leikstýra ein- hveiju slíku. Á meðan fær hasarinn lítið pláss en er óspennandi þá sjaldan örlar á honum. Skúrkarnir eru þetta venjulega byssufóður fyrir hetjuna og falla nokkuð átakalaust í val- inn, því miður ekki allir áður en þeir sýna hvað þeir eru lélegir leik- arar. Það er helst að Keenen tak- ist að rífa myndina svolítið upp í lokahasarnum, sem er ágætlega heppnuð framleiðsla. Sjálfur er Keenen ekki að gera neitt nýtt í hlutverki hetjunnar sem er með einhverja blúsaða for- tíð á herðunum. Um miðja mynd tekur hann slíkum breytingum í klæðaburði og stæl að það er eins og hann sé farinn að leika í ein- hverri allt annarri og merkilegri mynd en þessari sem við erum að horfa á. Nema þetta sé líka fram- haldsmyndin. Arnaldur Indriðason Nýjar bækur Ævi og kenningar Helga Pjeturss RITIÐ Dr. Helgi Pjeturss. Samstill- ing lífs og efnis í alheimi er komið út. Ritið skiptist í þrjá þætti: Ævi og störf Helga Pjeturss, Um kenn- ingar Helga Fjeturss og Þætti um stjörnufræði, heimsmynd orkudeila- kenningarinnar, efnafræði og líf- fræði. í kynningu út- gefanda segir: „Dr. Helgi Fjet- urss var jarð- fræðingur sem olli aldaskiptum á sviði jarðfræði. Jafnframt voru líffræði og heim- speki viðfangs- efni hans. Hann grundvallaði sérstaka heimsfræði pg nefndi hana islenska heimspeki. í henni felst að alheimurinn sé órofa heild, og að hver ódeilisögn og hver heild leitist við að gera heiminn sér líkan, samband sé við líf á öðrum stjömum og eftir dauðann lifi menn þar efnislífi. Þessi kenning þótti ótrúleg og var sýnt tómlæti." Efni bókarinnar söfnuðu Elsa G. Vilmundardóttir, Samúel D. Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Auk þeirra em meðal höfunda Benedikt Bjömsson, Björn Þorsteinsson og Ólafur Halldórsson. Ritið er tileink- að minningu Kristínar G. J. Sigurð- ardóttur (1914-1990), en framlag hennar gerði kleift að gefa bókina út. Mannamyndir eru eftir Pál Guð- mundsson, aðrar myndir eftir Arin- björn Vilhjálmsson. Útgefandi er Heimspekistofa dr. Helga Pjeturss, 1995. Umbrot sá Björn Þorsteinsson um. Bókin er 216 bls. prentuð í Odda. Dr. Helgi Pjeturss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.