Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ Riina leiddur fyrir rétt Caltanissetta á Sikiley. Reuter. MAFÍUFORINGINN Salvatore Riina var leiddur fyrir rétt á Sikiley í gær og sakaður um að hafa fyrir- skipað sprengjutilræði sem varð rannsóknardómaranum Giovanni Falcone að bana. Mikill öryggisviðbúnaður var í dómshúsinu og Riina var haldið í sérstökum klefa. Alls eru 40 mafí- ósar sakaðir um aðild að sprengju- tilræðinu og tólf þeirra voru leiddir fyrir réttinn í gær. Níu hafa ekki enn verið handteknir. Réttarhöldunum hafði tvisvar verið frestað vegna ágreinings um málsmeðferðina. Á meðal vitnanna verða fyrrverandi félagar í mafíunni sem féllust á samstarf við saksókn- arana. Nokkur mikilvæg vitni hættu þó samstarfínu nýlega og neituðu að bera vitni þar sem þau óttast um líf sitt. Riina, sem hefur verið kallaður „foringi mafíuforingjanna“, var handtekinn í janúar 1993 í herferð gegn mafíunni eftir drápið á Falc- one í maí 1992 og morð á sam- starfsmanni dómarans, Paolo Bors- ellino, tveim mánuðum síðar. -----------♦ ♦ ♦------ Arásir á her Rússa 1 Grosní Moskvu. Reuter. UPPREISNARMENN í Kákasus- héraðinu Tsjetsjníju gerðu harða hríð að rússneska hernámsliðinu um helgina. Sagði sjónvarpsstöð í Moskvu að um 1.000 af liðsmönnum Dzhokars Dúdajevs hefðu tekið þátt í bardögum í höfuðstaðnum Grosní en Rússar hafa haft þar töglin og hagldirnar síðan í febrúar. „Ástandið í Grosní hefur versnað mjög,“ sagði talsmaður varnar- málaráðuneytisins í Moskvu í gær. Rússneska útvarpsstöðin Ekkó seg- ir að uppreisnarmenn ætli að not- færa sér að athygli umheimsins beinist mjög að Moskvu í næstu viku er þess verður minnst að 50 ár eru frá lokum stríðsins í Evrópu. Þeir eru sagðir safna liði í austur- hluta héraðsins og hyggist gera öfluga árás á Grosní um næstu helgi. Uppreisnarmenn ráða enn mestu í fjöllóttum suðurhluta hér- aðsins. Um 50 þjóðarleiðtogar ætla að vera viðstaddir hátíðarhöldin í Moskvu 9. maí. Þátttaka þeirra var víða gagnrýnd á heimaslóðum, sagt að með veru sinni myndu þeir óbeint lýsa stuðningi við aðgerðir Rússa í Tsjetsjníju. Ríkisstjórn Borís Jelts- íns forseta ákvað í vikunni sem leið að lýsa yfir einhliða vopnahléi til 12. maí en Dúdajev og menn hans hundsuðu það frá upphafí. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 21 I heimsmeistarakeppni má ekkert út af bregða Þess vegna valdi HM'95 Xerox Ijósritunarvélar frá Nýherja. 20 eintök á mínútu. 50 blaða frumritamatari (aukabún.). 10 hólfa afritaraðari (aukabún.). Ljósritar í tveimur litum. Sjálfvirkur skerpustillir. Stækkun og minnkun 50-200% í I % þrepum. Heppileg mánaðamotkun: 4.000-20.000 eintök. Mjög hljóðlát. Myndvinnsla. Aðgangsnúmer fyrir notendur. \ Með hverri Ijósritunarvél j fylgj3 2 miðar á einn leik íslands •c <*ps>r í heimsmeistarakeppninni. M Xerox 5320 Vid bjóðum Xerox 5320 Ijósritunarvélina á sérstöku HM-verði meðan á keppni stendur! - | 249.900.- stgr. §| RANK XEROX ÖLL LJOSRITUN A HM 95 NYHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf einu marki yfir X RANK XEROX The Document Company NANARI UPPLYSINGAR A HEIMASIÐU NYHERJA: http://www.nyherji.is ATHUGUNhf SKOÐUNARSTO F A Klettagörðum 11 • 104 Reykjavík Sími 588 6660 • Fax 588 6663
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.