Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Ljáðu mér eyra TÓNLIST íþróttahúsinu Smáranum BARNAKÓRAMÓT Barnakóramót í íþróttahúsinu Smáranum. Laugardagurinn 29. apríl 1995. VÖXTUR og viðgangur tónlistar- iðkunar á íslandi birtist ekki aðeins í fjölgun tónlistarskóla, því iðkun tónlistar er sammannleg og hefst hjá bömum um leið og þau læra móðurmálið. Ein fögur saga segir frá ungum föður, sem frá bamæsku var talinn vera laglaus. Hann vildi svo gjaman syngja fyrir ung böm sín og þáði því boð Söngsmiðjunn- ar, um kennslu fyrir „laglausa". Hann var auðvitað ekki laglaus, heldur alinn upp í þögn og syngur nú hamingjusamur í elsku og söng- aðdáun ungra bama sinna. Svo læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft. Þessi sannindi mættu allir hugleiða, sem miðla efni til hugsunar fyrir börn, því það ungur nemur, gamall temur. Söng- ur er ekki aðeins góður til skemmt- unar, því í honum býr mikilvæg kennsluþjálfun og góður kveðskap- ur er stórkostlegur málaskóli. Það er í raun ekkert smámál, að safna saman 1.300 bömum af öllu landinu, til að syngja saman eina helgi og halda svo tónleika. Þarna hafa söngkennarar, með Þórunni Björnsdóttur í fararbroddi, unnið vel og líklega sáð til mikillar upp- skem fagursyngjandi fólks og góðra tónlistarmanna í famtíðinni. Eitt af því sem er athyglisvert, frá því að starfsemi barnakóra tald- ist til undantekninga hér á landi, að nú koma saman 42 bamakórar víðsvegar af landinu og vantar þó ýmsa kóra, sem getið hafa sér gott orð á liðnum árum. Þá er athyglis vert, að rúmur fjórðungur kóranna, er komu fram á þessu kóramóti, eiga starfsvettvang sinn við kirkj- umar í Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði og tveir tónlistarskólar, Bessastaðahrepps og Keflavíkur, starfrækja kóra, sem tóku þátt í þessum fjöldasamsöng barnanna. Söngmennt barna er því ekki ein- skorðuð við skólana og sýnir það vaxandi söngumsvif unga fólksins í landinu, enda hafa tónlistarskól- amir alið upp góða tónlistarkenn- ara, er aftur miðla svo kunnáttu sinni til skólaæskunnar, sem er bæði falleg, vel af Guði gerð og uppfærir sig á hinn mennilegasta máta, andstætt því sem samfé- lagsáhyggjufólk sér í æskufólki dagsins í dag. Hvað þú iðjar, það ert þú og í fagurri tónlist býr ljós mannelsku og göfgunar, sem á mikilvægt erindi við vélruglaðan og glamrandi samtímann. Kóramir sungu allir saman og í smærri hópum íslensk og erlend lög og hófust tónleikamir á finnskri lagasyrpu. Syrpan var sungin við gamla íslenska húsganga, eins og Tunglið tunglið taktu mig, Hvað á gera við strákaling, Syngur lóa, Ljáðu mér eyra, Heyrið vella á heið- um hveri og Gimbillinn mælti, og féllu vel saman bæði textar og lög. Annað viðfangsefnið var pólsk laga- syrpa, sem sungin var við þýdda texta og eins og sú finnska skemmtileg áheymar. Minni hópamir sungu nokkur ís- lensk lög, þjóðlagið við Krummavís- ur, nýan keðjusöng, Dirrin dí, eftir Björn Þórarinsson, Söng Dimma- limm, eftir Atla Heimi Sveinsson, Buxur, vesti brók og skó, eftir Skúla Halldórsson, og Fylgd, eftir Sigur- svein D. Kristinsson. Finnsk lög njóta vinsælda og auk syrpunnar sem fyrr er getið, voru sungin Sef- ur jörð, Þuluþrenna og finnsk- íslenska flökkulagið Á Sprengi- sandi, sem öll voru fallega sungin. Nýrri lög voru vinamál, eftir Oscar Peterson, Dagur er liðinn, gelískt Iag, en textar beggja em þýddir af Heimi Pálssyni. Tónleik- unum lauk með Söngvaseið, laga- syrpu úr Sound of Music, eftir Rich- ard Rodgers. Söngur barnanna var ágætur og sérlega vel samtaka, þrátt fyrir að aðstæður í Smáranum séu ekki sem bestar fyrir tónlistar- flutning. Þetta minnir á, að svo vel og að verðleikum, sem búið er að íþróttaæsku landsins, hafa tónlist- armenn ekki lært þá list, sem for- ustumenn íþróttamála kunna öðram betur, að afla fjár til bygginga glæsilegra íþróttamannvirkja og því er ekki í önnur hús að venda en að þiggja gestrisni íþróttamanna, þegar til stórra atburða er hugað á sviði tónlistar. Þarna er verk að vinna fyrir næstu bamakóramót, tónlistarfólk framtíðarinnar. Já, Ijáðu mér eyra. Jón Ásgeirsson Miro á uppboð London. Reuter. TALIÐ er að allt að fjórar milljónir punda muni fást fyrir mynd eftir spænska málarann Joan Miro, sem boðin verður upp hjá Christie’s í London í júní. Myndin „La Table“ er ein fjög- urra mynda úr safni svissnesks textílhönnuðar sem boðnar verða upp. Hinar þrjár era „Les Glaieuls" eftir Marc Chagall, „Tete de Femrne" eftir Pablo Picassoi og „La Table de Cuisine au Gril“ eftir Ge- orges Braque. Búast uppboðshaldar við að fá um 6,6 milljónir punda fyrir myndirnar. Miro sagði eitt sinn að „La Table“ hafi vakið áhuga Picassos á verkum hans og að hún hafi orðið til þess að listaverkasalar fóra að gefa þeim gaum. Segir Christie’s uppboðið að myndin sé eitt af bestu verkum Miros. Myndimar sem boðnar verða upp era gestum listasafna að góðu kunnar þar sem eigandi þeirra, Gustav Zumsteg, hafi margoft lán- að þær á sýningar. Myndimar verða sýndar í Mílanó, Madríd, Tókýó og New York áður en þær verða boðn- ar upp. Nemendur fagna vori HÁTT á þriðja hundrað manns kom að Heimalandi miðvikudags- kvöldið 28. apríl sl. til að hlýða á vortónleika Tónlistarskóla Rangæinga. Nemendur á öllum aldri sýndu leikni sína á hljóðfæri og sungu. Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga voru 1. maí í Félags- heimilinu Hvoli á Hvolsveli. MORGUNBLAÐIÐ Duldir landslagsins LISTAMAÐURINN á vinnustofu sinni. MYNDLIST Hafnarborg MÁLVERK PATRICK HUSE Opið alla daga frá 14-18. Lokað þriðjudaga til 8. maí. Aðgangur ókeypis. LANDSLAGIÐ og fyrirbæri nátt- úrunnar, huglæg sem hlutlæg, eru viðfangsefni og myndlíkingar sem myndlistarmenn leita stöðugt til, því þau eru sú náma sem aldrei þrýtur. Ekkert var eðlilegra, en að braut- ryðjendurnir okkar leituðu til þess, sem nærtækast var í landi hinna ríku andstæðna í himni, hafi og hauðri, og hvert sem listamaðurinn sækir áhrif sín er óhjákvæmilegt, að eitthvað af uppruna hans sjái sér stað í verkum hans, því að öðrum kosti hljóta þau að vera endurvarp upplifana annarra við allt aðrar að- stæður. Þá er það tómt mál að tala um alþjóðlegar viðræður í mynd- sköpun, ef þær eiga sér einungis eitt upphaf, sem allir hinir eiga að líkja eftir til að komast á blað. Á margan hátt var afturhvarfið frá landslaginu eðlilegt í ljósi þróun- ar núlista í heiminum, en hins vegar var síður eðlilegt að afskrifa það, og málverkið um leið, sem eitthvað úrelt og útjaskað. Einfaldlega verður aldrei nokkuð úrelt af fyrirbæram umhverfísins nema þau líði undir lok, ,og eru ekki lengur hluti af vit- undarlífi okkar og síst af öllu er hægt að úrelda grómögn jarðar eða kvikuna sjálfa sem ræður lögun hennar. Hið eina sem úreldist er vond list, og ekki er mögulegt að réttlæta lítilsiglda listsköpun með því að hún sé hluti af meintum vett- vangi dagsins. Landslagið er í mann- inum og maðurinn er landslag og því hittum við okkur sjálf fyrir í landslaginu. í Noregi skeði hið sama og á ís- landi, þó þróunin út í hið óhlut- bundna væri hægari og man ég eft- ir því hve ýmsir abstraktmálarar vora fjarlægir og höfðu lítinn hljóm- grann, er ég var við nám í Osló veturinn 1952-3. Á íslandi höfðu þeir hins vegar slegið um sig með braki eftir stríð, þótt þeir væru mjög umdeildir og ættu erfitt með að koma frá sér myndum og stæðu all- ir í fjárhagslegu basli. Ég var vel inni í norskri myndlist á þeim árum, en hef því miður ekki fengið tækifæri til að fylgjast með norskum og norrænum myndlistar- vettvangi sem skyldi, augliti til aug- litis. Hver mikils háttar sýning sem rekur á fjörur okkar frá Norðurlönd- um er sem hvalreki fyrir þá sém áhuga hafa á norrænni list og nor- rænni samvinnu á menningarsvið- inu. Svo er ótvírætt með sýningu á verkum Patrick Huse í Hafnarborg, enda hefur hún vakið dijúga at- hygli og í tilefni hennar var m.a. stofnað til málþings um landslags- málverkið laugardaginn 29. aprfl, sem ég hef spurnir af að hafi tekist mjög vel og verið fjölsótt. Það er annars óvenju vel staðið að þessari sýningarframkvæmd og m.a. liggur heil bók frammi, sem er ígildi veglegrar sýningarskrár, því efni hennar hefur svo ríkan sam- hljóm með verkunum á sýningunni. Fjórir eiga ritgerðir í bókinni, ef formáli Áke Pettersons er taiinn með, en hinir eru Aðalsteinn Ingólfs- son, Trond Borgen og Öysten Loge, en útgefandi er forlag J.W.Cappe- lens (1994). Ritgerðirnar eru á norsku og ensku, en framlag Aðal- steins á íslenzku og ensku. Þær eru hinar athyglisverðustu og marktækt innlegg I umræðu um landslagsmál- verkið og hlutverk þess í nútímanum. Litgreiningu er nokkuð ábótavant, þótt það komi síður að sök vegna hinna miklu grafísku eiginda mynd- verkanna. Þá er einnig myndband um lista- manninn sýnt á skjá í Sverrissal, og er það hæfilega Iangt, en full drungalegt í heildina. Það er svo ekki lífsgleðin né gróðursælar vinjar sem við blasa í myndverkunum held- ur landslag berangursins og auðnar- innar, sveipað tímalegri dulúð. Frammúrskarandi vel unnar myndir og málaðar af mikilli einlægni og sannfæringarhita, þó kannski megi segja að þetta sé full stór skammtur af einskismannslandi og drangaleg- um tilvísunum. En jörðin mun lifa manninn, ef fram heldur sem horfir og þannig virðast þessar myndir hafa tilvistar- legar vísanir og tjá efasemdir lista- mannsins um framtíð mannkynsins. Það býr þannig ákveðin saga og skírskotun bak við hvert myndverk, og fyrir sumt er sýningin líkust rýni inn í framtíðina, er mannkynið hefur burtþurrkast af jörðinni og hún sem einskismannsland í biðstöðu. Þá eru í Sverrissal mjög vel gerð steinþrykk og dvaldist mér þar lengi áður en ég skoðaði málverkin í aðal- sölunum. Viðbrigðin voru mikil að koma upp, því sum verkanna eru stór og voldug og það tekur tíma að venjast þeim. Tvö mikil málverk á endavegg „Landslag og drumbur" (1) og „Kastali" (4) verða að teljast há- punktur sýningarinnar ásamt mynd af svífandi hvítum hlut gerðum í blandaðri tækni (9), og allar hafa þær drjúgar surrealistískar vísanir. Skilin á milli skugga og ljóss eru einfaldlega svo sterk og sannfær- andi í þessum myndum auk þess sem þær eru afburða vel málaðar, en aðrar hafa jafnari stígandi forma og blæbrigða. k Það sem Huse málar, eru frekar myndhvörf landslags en landslag í ’ eiginlegri merkingu, því hann sækir áhrif í landslagið, lifir með því og endurgerir svo sem verkast vill. Áður en ég yfirgaf sýninguna, fór ég aftur inn í Sverrissal og leit á steinþrykkin og fannst þá enn meira koma til þeirra auk þess sem þau hafa léttara yfirbragð. Sum þeirra eru uppseld, þótt upplag þeirra sé i mun hærra en tíðkast hjá okkur, og i ber það vott um hinn mikla áhuga á grafík í Noregi, og hér skiiar sér • hin ríka erfðavenja. Aðalsteinn Ingólfsson telur í rit- gerð sinni, að þörf sé fyrir landslags- myndlist sem flytur með sér eigin forsendur, tjáningarmiðil sem tekur til alls þess sem mannskepnan getur tjáð. Og að hann geti verið það sem ítalska skáldið Cesare Pavese kallaði „sáðreitur táknrænna forma,“ rými j uppfullt með efasemdir, sem í krafti t myndmáls síns getur tæpt á hinu ósegjanlega. Með slíkri landslags- » myndlist tjáir listamaður skýrt og skilmerkilega það sern honum liggur á hjarta, leggur fram eftirlíkingu veruleikans, þar sem í hnotskurn má finna það sem Pavese nefndi „frjómagn tilfinningar og tilvistar, fullkomið hugarfóstur." Landslagsmálarinn getur verið skáld sjónræns veruleika og svipaðar | forsendur og Patrick Huse gengur , út frá sjáum við í sumum mynda * Sverris Haraldssonar, einkum hinum I þungbúnari, eða svart-hvítum Ijós- myndum af málverkum hans. Þeir teljast þó af ólíku upplagi og ólíkum skóla í myndlist, en báðir fulltrúar óviðjafnlegrar tækni og vandvirkni. Sýning Patrick Huse er með þeim eftirtektarverðari sem haldnar hafa verið í Hafnarborg og tilstandið í kringum hana ber vott um norskan metnað við að halda fram sínum bestu myndlistarmönnum, og virð- 1 ingu þeirra fyrir skapandi athöfnum. i Bragi Ásgeirsson LISTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.