Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 51 BRÉF TIL BLAÐSIIMS ÍSÖLD Frá Sverrí Ólafssyni: VETURINN hefur leikið margan manninn grátt. Snjór og kuldi hefur svo sannarlega sett mark sitt á líf fólksins í landinu undanfarið. Eitt byggðarlag hefur þurft að búa við og þjást fyrir fimbulkulda, þó af öðrum og pólitískari toga sé. Þetta byggðarlag er Hafnarfjörður. Þessi yndislegi og hlýlegi bær í hrauninu, með sitt litskrúðuga og fagra mannlíf, sem svo alltof sjald- gæft er að finna í nútíma samfé- lagi, er í sárum. Hafnarfjörður hefur frá því 28. maí 1994, verið í helkrumlu svokall- aðrar „Magnúsa“-stjórnar. Önnur „ísöld“ er gengin í garð. Hin góða ímynd Hafnarfjarðar hefur verið fótum troðin niður í svaðið af slíku heljarafli að Guð einn veit hvenær og hvort verður aftur hægt að lækna þau sár. Herförin á hendur Guðmundi Árna Stefánssyni, þeim manni sem öðrum fremur átti heiðurinn af því að reisa Hafnarfjörð úr rústum ís- aldaráranna hinna fyrri, markaði upphaf ísaldarinnar hinnar nýju. Guðmundi og Alþýðuflokknum tókst í samvinnu við bæjarbúa, með fádæma dugnaði og framsýni, að gera Hafnarfjörð að því byggðar- lagi, sem naut hvað mestrar að- dáunar og virðingar landsmanna um langt árabil, og var nokkurs konar svar „landsbyggðarinnar" við „stórabróður í Reykjavík" í jákvæð- um skilningi. Atvinna og uppbygging blómstr- aði sem aldrei fyrr. Menningin tók slíkan kipp, að eftir var tekið úti í hinum stóra heimi. Brosið og stoltið varð einskonar aðalsmerki Hafn- firðinga. Nýir íbúar bættust í hóp- inn svo hundruðum skipti. Slíkir atburðir verða hreint ekki til af sjálfu sér. Það þurfti samstöðu og jakvæðni til verksins. Við Hafnfirð- ingar stóðum stoltir saman undir öruggu sameiningarafli. Við bjugg- um til Menningarmiðstöðina Hafn- arborg, tvær glæsilegar Listahátíð- ir, eina alþjóðlega höggmyndagarð landsins. gestavinnustofur í Straumi, Kammersveit Hafnar- tjarðar, Myndlistarskólann í Hafn- arfirði, sýningarsalinn Portið, leik- starfsemi blómstraði, veitingahús og verslanir spruttu upp eins og gorkúlur. Göturnar, gangstéttirnar, garðarnir. Allt mannlífið var í blóma og næg atvinna fyrir alla og almenn velmegun og afkoma fólksins betri en nokkurntíma áður. Uppbygging Hafnarfjarðar var allstaðar sjáan- leg. En skjótt skipast veður í lofti. 28. maí 1994, verður lengi í minnum hafður í Hafnarfirði sem „svartur dagur“. Það var dagurinn sem „hin vanhelgu öfl“ véluðu sam- an „Magnúsa-stjórnina“ í Hafnar- firði, með dyggri aðstoð svartnætt- isafla gömlu ísaldarklíkunnar. Nú skyldi sýna Hafnfirðingum hvar „Davíð keypti ölið“. Síðan þessi dapurlegi dagur sá fyrstu morgun- skímuna, hefur hvílt drungi yfir Hafnarfirði. Kærumál, rannsóknir, endurskoðanir, fleiri kærur. Mann- orðsmorð í beinum útsendingum fjölmiðlanna. Hótanir, brottrekstr- ar. Aðeins fátt eitt er talið, en ástandið minnir óhugnanlegan mik- ið á tíma rannsóknarréttarins á miðöldum og samsvarandi tímabil sem nær eru í sögunni. Þarf ekki að orðlengja, að af allri hinni miklu uppbyggingu standa nú eftir rústir einar. Listahátíðin drepur með níði og dylgjum. Kammersveitin svelt í hel. Myndlistarksólinn drepinn. Portið drepið. Listamiðstöðin í Straumi komin á höggstokkinn og síðast en ekki síst, Islandsmet í fjölda atvinnulausra. Hvorki meira né minna. Öllum þessum ósköpum hefur síðan verið pakkað inn í umbúðir, „Téttlætis", „endurskipulagninga", „stjórnkerfisbreytinga", „fortíðar- vanda“, „siðvæðingar“, „endur- skoðunar", „rannsókna“, „kæru- mála“! Engin rök. Engar sannanir. Engar tillögur. Engar framkvæmd- ir. Fyrst er skotið og síðan spurt! Engu er eirt. Jafnvel börn pólitískra andstæðinga „Magnúsanna" hafa þurft að sæta aðkasti á götum úti jafnt og í skólum. Þá er lengra gengið en flest sæmilega hugsandi fólk lætur bjóðá sér. Meira að segja samflokksmenn sem voga sér að hafa heiðarlegar en skiptar skoðan- ir, eru kærðir og kallaðir „vanhelg- ir“. Forystumenn sem haga sér með slíkum eindæmum, eru í mínum augum sekir um óþjóðhollustu. Þeir eru andþjóðfélagslega sinnaðir, óábyrgir og ófærir um að bera smæstu ábyrgð. Ættu varla að hafa ökuleyfi. Hvað þá að vera í forystu stjórnmálaafla. En það fór þó aldrei svo að Magnúsarnir kæmu ekki á koppinn „menningarmálanefnd". Auðvitað í fullkominni andstöðu við samtök listamanna jafnt og flesta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þar situr við stjórnvölinn, einn Magnúsinn í viðbót, nefnilega poppspilarinn Magnús Kjartansson. Áuk þeirra skemmdarverka á hafnfirskri menningu sem á undan eru talin, hafa Magnúsarnir ásamt Magnúsi hinum þriðja, samt nýlega unnið „eitt mesta menningarstórvirki" ís- landssögunnar. í sérstakri veislu Magnúsanna, Árnasonar, Gunnars- sonar og Kjartanssonar, nú nýlega, sá „menningarmálanefndin“ með Magnús Jón bæjarstjóra í broddi fýlkignar, nefnilega ástæðu til að heiðra sérstaklega, í fyrsta skipti í menningarsögu þjóðarinnar tvær popphljómsveitir. Nafn annarrar Símaskrá á disklingnm Frá Arnþórí Helgasyni: SÍÐASTLIÐINN skírdag birtist í Morgunblaðinu frétt frá fyrirtækinu Orðabók aldamóta um það að fyrir- tækið hygðist gefa út símaskrá fyrir Windows-umhverfið. í sömu grein var einnig rætt við blaðafulltrúa Pósts og síma sem greindi frá því að fyrir nokkrum árum hefði síma- skráin verið boðin til sölu á tölvu- tæku formi en það ekki gefið góða raun. Einnig kom fram að símaskrá- in hefði kostað 50 þúsund krónur og henni hefði verið stolið unnvörp- um. Það hefur lengi verið áhugamál blindra og sjónskertra að fá aðgang að símaskránni. Verðlagning Pósts og síma varð hins vegar til þess að enginn einstaklingur úr þessum hópi treysti sér til þess að kaupa síma- skrána og Sjónstöð íslands lagði ekki í þann kostnað að fjármagna kaup á henni sem hjálpartæki. Síðastliðið sumar var blindum há- skólanemanda útvegað starf við inn- heimtu gegnum síma. Þá reyndist ókleift að afla símaskrár á diskling- um frá Pósti og síma og varð því þessi námsmaður af starfinu. Póstur og sími hefur mismunað hópi blindra á gróflegan hátt með þessu okri sínu á símaskránni. Að vísu fá blindir símanotendur niður- fellt fastagjald af símanum en vel mætti hugsa sér að fastagjaldið yrði ekki fellt niður hjá þeim notendum sem fá símaskrána á tölvutæku formi. Þannig yrði þeim, sem hafa aðgang að tölvum, gert kleift að nýta sér skrána á sama hátt og al- mennum símnotendum. Símaskrá í tölvutæku formi er ekki hægt að jafna við prentuðu skrána. A tölvuforminu birtast engar auglýsingar, engar leiðbeiningar frá Almannavörnum, engin kort eru í skránni og svo mætti lengi telja. Póstur og sími getur því ekki verð- lagt skrána með þessum hætti og hún verður aldrei jafn aðlaðandi og hin prentaða skrá. Tölvutæk síma- skrá getur hins vegar skipt sköpum vegna atvinnu nokkurra einstakl- inga hér á landi og því ber nýjum samgönguráðherra að höggva á þann rembihnút torgryggni og íhaldssemi sem starfsmenn Pósts og síma hafa hnýtt. Aðgangur að síma- skránni um mótald er því aðeins hljómsveitarinnar hljómar svo sann- arlega kunnuglega, því strákarnir í „Jet Black Joe“ hafa hressilega skipað sér sess í íslensku popplífi og eiga sem slíkir allt gott skilið. Hitt hjómsveitamafnið „Botnleðja“ stendur hinsvegar svolítið meira í mér. Með því er ég aldeilis ekki að leggja neitt „gæðamat" á fyrirbær- ið, heldur finnst mér nafngiftin „Botnleðja" einhvernveginn ríma einstaklega vel við vinnubrögð Magnúsanna í menningarmálum Hafnarljarðar. Mig undrar stóriega ef Magnúsar með slíka afrekaskrá ætlast raunverulega til þess að vera teknir alvarlega, hvort heldur er í stjórnmálum eða menningarmálum? Getur það verið? Mig rekur allavega ekki minni til, að þetta makalausa fyrirbæri með öllum sínum „Magnúsum", hafi hingað til séð ástæðu til að heiðra störf listamanna í Hafnar- firði, svo sem eins og Eiríks Smith, Sveins Björnssonar, Kammersveitar Hafnarfjarðar, Leikfélags Hafnar- fjarðar^ Egils Friðleifssonar, Krist- ínar Omarsdóttur, Árna Ibsen, Gests Þorgrímssonar, Gunnars Gunnarssonar, Margrétar Pálma- dóttur o.fl., o.fl. Nei ó nei. Hin nýja sýn Magnúsanna í menningar- málum Hafnarljarðar er sérstök viðurkenning til botnleðjunar. Ekki efa ég að botnleðjan sé hið merki- legasta fyribæri, allavega séð með augum langsjóaðra skallapoppara, en hitt á ég erfiðara með að skilja. Hversvegna kjósa Magnúsarnir að ganga af stórmerkilegu menningar- lífi í Hafnarfirði dauðu, en hampa botnleðjunni? Er hugsanlegt að þessi frumlega nafngift „Botnleðja" sé samnefnari fyrir menningarlegan jafnt og pólitískan metnað Magnús- anna og annarra slíkra Júróvisjón- aðdáenda? Verkin þeirra tala sínu máli. Hvenær fær þjóðin nóg af slíkum vinnubrögðum? Eða verður botnfallið menningararfur íslenskr- ar framtíðar? SVERRIR ÓLAFSSON, listamaður, Hafnarfirði. réttlætanlegur að um gjaldskrárfrítt númer verði að ræða þannig að blindir tölvunotendur þurfi ekki að greiða kostnað við tvö símtöl í stað eins, þurfi þeir að fletta upp í síma- skránni. Hið sama ætti að gilda um 03. Vegna orða þeirra sem féllu í áður nefndri grein Morgunblaðsins síðastliðinn skírdag um þjófnað á símaskránni skal tekið fram að rök- studdur grunur er um að einn af starfsmönnum Pósts og síma hafí laumað að einhveijum eintaki af símaskránni sem hefur verið sett upp á tölvum allmargra blindra notenda. Þannig bítur Póstur og sími í skott- ið á sjálfum sér og finnur til vegna eigin athafna. ARNÞÓR HELGASON, deildarsérfræðingur á Blindrabóka- safni íslands og fyrrum formaður Ör- yrkjabandalags íslands. Alinnréttingar STANDEX Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. OO&GJ 1 Faxafeni 12. Sími 38 000 NIÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Vatnagörðum 10 • Reykjavík S 685854 / 685855 • Fax: 689974 NYJA BILAHOLLIN FUNAHOFDA I $; 567-2277 Félag Loggutra Bifreiðasala BÍLATORG FUNAHOFDA I S: 5S7-7777 mm NU ER BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN - VANTAR ALLAR OERDIR BÍLA Á STADINN Toyota Touring GLi árg. '92, ek. 80 þús. km., blár, álfelgur. V. 1.290.000. Ath. skipti. Félag loggutra Bifreiðasala Nissan Micra LX 1.3 árg. '94, ek. 10 þús. km., sægrænn, 5 g. V. 880.000. Toyota Corolla 1,6 GLi árg. '93, ek. 29 þús. km., sægrænn, sjálfsk., spoiler, ABS. V. 1.390.000. Ath. skipti. Toyota Corolla 1,6 Sl árg. '93, ek. 46 þús. km., hvítur, 5 g. V. 1.250.000. Ath. skipti. Volvo 460 GLE árg. '94, ek. 4 þús. km., vín rauður, sjálfsk. V. 1.690.000. Ath. skipti. MMC Lancer GLXi árg. '93, ek. 31 þús. km., grár, sjálfsk. V. 1.290.000. Toyota Landcrusier VX árg. '91, silfur- grár, álfelgur, 35" dekk, sóllúga, spil. Mjög fallegt eintak. V. 3.650.000. Skipti. Nissan Sunny 4WD Artic árg. '94, grænsans., upphækkaður, álfelgur, ek. 2 þús. km. V. 1.390.000. MMC L-200 Double Cap árg. '93, rauður, Volvo 740 GL STW árg. '87, grásans., turbo, diesel, intercooler, upphækkaöur, sjálfsk., ek. 122 þús. km. V. 1.050.000. lækkuö drif, læst drif, 36" dekk, plasthús 4 t. spil, ek. 19 þús. km. V. 2.600.000. Skipti. MMC Pajero langur árg. '88, grásans., 32“ dekk. Toppeintak, ek. 120 þús. km. V. 1.230.000. Saab 9000 CSE árg. '94, grænsans., álfelgur, sjálfsk., einn með öllu, ek. 12 þús. km. V. 2.450.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.