Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 64
Ltm alltaf á Miövikudögiun MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Löng bið eftir vagni BIÐRAÐIR farþega Strætis- vagna Reykjavíkur myndudust við vagnana í gær þegar áætl- un þeirra fór úr skorðum um allt að 20 mínútur vegna að- gerða vagnstjóra SVR. Að- gerðirnar stóðu frá klukkan 13-19 og fólust í að ekið var á löglegum hraða auk þess sem vagnsljórar fóru sér hægt við afgreiðslu farseðla. ■ Áætlanir röskuðust/2 Mj ólkurfræðing- ar og bílsljór- ar boða verkföll Bifreiðastjórafélagið Sleipnir boð- aði í gær til allsherjarverkfalls fé- lagsmanna frá og.með fimmtudegin- um 11. maí. Mjólkurfræðingafélag íslands hefur boðað til verkfalls hjá KEA 8.-10. maí og hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík 10.-12. maí. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að það ástand sem stefni í að skapist á vinnumarkaði í næstu viku, þegar þessi verkföll og verkfall Sjómanna- félags Reykjavíkur eiga að koma til framkvæmda, árétti þá nauðsyn sem sé á að breyta vinnulöggjöfinni eins og ráð er fyrir gert í málefnasamn- ingi nýrrar ríkisstjómar. Komi til verkfalls Sleipnis nær það til um 150 bifreiðastjóra sem starfa hjá um 25 fyrirtækjum á félags- svæði Sleipnis, sem er höfuðborgar- svæðið, Reykjanes, Árnes- og Rang- árvallasýslur, Borgarfjörður og Eyjafjörður. Verkfallið myndi m.a. stöðva strætisvagnaferðir í Kópa- vogi, Hafnarfirði og Garðabæ, svo og rútuferðir á Keflavíkurflugvöll og áætlunar- og hópferðir um allt land. Verkfallið gæti haft áhrif á framkvæmd heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik. Verkfallsboðunin var samþykkt á fundi stjómar og trúnaðarmanna- ráðs Sleipnis 28. apríl sl. Samningar Sleipnis hafa verið lausir frá áramót- um og hefur ríkissáttasemjari deil- una til meðferðar. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, vildi lítið ræða kröfur í ein- stökum atriðum en sagði að þær gætu í undantekningartilvikum hljóðað upp á um 20% iaunahækk- un. Aðalkrafan væri um sömu laun fyrir sömu vinnu og væri þá litið til þess að kjör alira rútubílstjóra yrðu sambærileg. í því efni væri litið til samninga sem í gildi væru hjá Sér- leyfisbílum Keflavíkur. Löng saga Þórarinn V. Þórarinsson sagði þessar stéttir eiga langa sögu í vinnudeilum. Hann sagði að verk- falli sjómanna væri ætlað að lama vöruflutninga í landinu, verkfalli Sleipnis að lama fólksflutninga í tengslum við HM’95 og verkfalli mjólkurfræðinga ætlað að valda skorti á þeim nauðsynjum sem mjólkurvörur væru. Morgunblaðið/RAX Krían er komin KRÍ AN sást á nokkrum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Nokkrir dagar eru síðan þessa vorboðavarð fyrst vart á Hornafirði. í gær voru kríur í hópum á Seltjarn- arnesi en voru mjög styggar. Fuglaáhugamaður sá eina kríu flögra yfir Tjörninni í gærmorgun og búast má við því að þeim fjölgi þar næstu daga. Það er mat margra að sumarið komi fyrst með " kríunni. Hjá kríunni er aldrei vetur, heldur fylgir hún sumrinu yfir sæinn. Meðan vetur ríkir hér dvelur krían við Suðurskautslandið. Morgunblaðið/Stefán Valtýsson FISKIFRÆÐINGARNIR Ástþór Gíslason og Ólafur S. Ástþórs- son rannsaka síld sem veiddist í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni. Veiðigjald hugsanlega eina skynsamlega leiðin RÖGNVALDUR Hannesson, pró- fessor í fískihagfræði við Verzlun- arháskólann í Bergen, segir í grein sem birtist í blaðinu í dag að hug- myndir þær um veiðigjald, sem Ámi Vilhjálmsson, stjómarformaður Granda, setti fram á aðalfundi fyrir- tækisins, séu einkar tímabærar. Til hagsbóta fyrir útgerðina „Það væri vel reknum útgerðar- fyrirtækjum til mikilla hagsbóta ef þau gætu fengið óskerðanlegar aflahlutdeildir til langs tíma gegn hæfilegu gjaldi í stað þess að eiga yfir höfði sér skerðingar af handa- hófi á aflahlutdeildum," segir Rögnvaldur í grein sinni. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, telur það eitt af sjö meginverkefnum í hagstjórn hér á landi að leggja á gjald fyrir nýtingarrétt á auðlindum sjávar. Þetta kom fram á ársfundi Iðnlána- sjóðs í gær. Þá sagði Þórður að draga þyrfti úr sveiflum í sjávar- útvegi sem skertu hagvaxtargetu þjóðarbúsins þegar til lengri tíma væri litið. ■ Stefnir stöðngleikanum/18 ■ VeiðigjaId/32-33 Bann á veiðum í Sfldar- smugunni til umræðu Síldin hor- uðenstór HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson kom til hafnar í gær úr 12 daga rannsóknaríeiðangri. Leiðangurinn var farinn til að rann- saka ástand sjávar, átumagn og síldargöngur austur og norðaustur af landinu og í vestanverðu Noregs- hafi; Leiðangursstjóri var Ólafur S. Ástþórsson. Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson- ar fiskifræðings og eins leiðangurs- manna var haldið beint austur af Reyðarfirði í Síldarsmuguna. Þaðan var leitað norður á 68. gráðu þar sem snúið var til vesturs og síðan til suðausturs í stefnu á Langanes. „Þetta var mjög gróf yfirferð og aðallega farin til að kanna hvernig árar í sjónum með tilliti til hitafárs og ætis, hvar síld væri og hvað hún væri að gera,“ sagði Hjálmar. Kaldi sjórinn út af Áustfjörðum nær rétt innfyrir landhelgismörkin, svipað og í venjulegu árferði. Sfld fannst vestast á 3. gráðu vestur, sem er langt austan við landhelgis- mörkin, en þar var hún á stóru svæði. Hún var að færa sig rólega til' vesturs. Hjálmar sagði líklega tvær til þijár vikur þar til færi að lifna yfír sumaræti í sjónum. „Það var lítil áta í síldinni sem við skoðuð- um. Hún var horuð, en stór,“ sagði Hjálmar. Síldín héít sig á 3-400 metra dýpi á daginn en kom upp á nóttunni. Hún var mjög stygg og erfítt að eiga við hana. Háttaði í röngu húsi ÞEIM brá heldur betur í brún, íbúum húss í vesturbæ Reykja- víkur, þegar þeir vöknuðu upp við það aðfaranótt laugardags að maður hafði berháttað sig í húsinu. í ljós kom að maður- inn, sem hafði fengið sér of mikið neðan í því, hafði farið húsavillt. Maðurinn ölvaði taldi sig kominn heim til sín, opnaði útidymar sem gleymst hafði að læsa, berháttaði sig, braut fötin sín vel saman og lagðist til svefns. Ibúar hússins urðu hins vegar varir við hann og var talið æskilegra að hann svæfi úr sér í fangageymslum. Þar náði hann áttum og komst klakklaust heim daginn eftir. Lögreglan segir ástæðu til að brýna fyrir fólki að læsa útidyrum, því ekki eiga allir óboðnir gestir jafn saklaust erindi og sá sem ætlaði að fá sér blund. FUNDI íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldar- stofninum, sem átti að hefjast í Reykjavík í gær, var frestað til dagsins í dag. Ástæðan var sú að færeyski fulltrúinn, Kjartan Hoydal, var veðurtepptur í hejmalandi sínu vegna þoku. Bú- ast má við að á fundinum í dag verði rætt um að banna veiðar í Síldarsmugunni svokölluðu, en þangað hefur síldin gengið að undanförnu. Þess í stað fái ísland og Færeyjar veiðiheimildir í norskri lögsögu. Milli fimm og tíu íslensk síldveiðiskip eru á leið í Síldarsmuguna og verða komin þangað á fimmtudag. Gengur það þvert á vilja stjórnvalda sem fóru þess á leit við útgerðir að þær sendu skip sín ekki til veiða meðan viðræðurnar stæðu. Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, segir það ákvörðun hvers útgerðarmanns fyrir sig hvort hann sendi skip í Síldarsmuguna, LÍÚ hafi ekkert með það Útgerðarmenn sjá ekkert samhengi milli veiða nú og viðræðna að gera. Hann segir menn ekki hafa séð í því beint samhengi af hverju þeir mættu ekki veiða á opnu hafi þangað sem Norðmenn hefðu sent sín eigin skip til að veiða úr sama stofni. Persónu- lega segir hann ósk stjórnvalda tilefnislausa. Kristján segir að í fyrra hafi íslendingar veitt 20 þúsund lestir á þessu svæði. „Þá gafst ekki tækifæri til veiðanna nema í 10 daga, þannig að hver dagur er afskaplega dýrmætur í þessu sam- bandi því við vitum ekki hve lengi síldin heldur sig á þessu svæði," sagði Kristján. Markmiðið með fundinum í Reykjavík er að ná samkomulagi um aðgerðir til skemmri tíma til að koma í veg fyrir að skip frá fleiri löndum en þeim fjórum, sem nú ræða saman, hefji veiðar í Síldarsmugunni. Stein Owe, formaður norsku viðræðunefndarinnar, segir í samtali við norska blaðið Aftenposten um seinustu helgi að Norð- menn hafi lagt til á fundi landanna í Ósló í síð- ustu viku að sett yrði á stofn sérfræðinganefnd til að fjalla um stjórnun síldarstofnsins og kvóta- skiptingu til lengri tíma. Vel hafi verið tekið í þær tillögur, þótt málið sé ekki frágengið. Sammála um að stöðva veiðar í Síldarsmugunni Hins vegar segir Owe að löndin fjögur séu sammála um að stöðva veiðar í Síldarsmugunni og þess vegna hafi þau samþykkt að halda skip- um sínum heima. I frétt blaðsins kemur fram að ísland og Færeyjar hafi ekki nefnt töiur um kvóta úr síldarstofninum, en fyrir liggi að löndin tvö verði að fá síldarkvóta í norskri fiskveiðilög- sögu, á móti því að veiða ekki í Síldarsmugunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.