Morgunblaðið - 03.05.1995, Page 16

Morgunblaðið - 03.05.1995, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________LAIMDIÐ___________________________________ Sveitarsljóri Súðavíkur er fyrsta skóflustungan var tekin að nýju kauptúni EFTIR að skóflustungan að nýrri Súðavík hafði veríð tekin gengu Súðvíkingar með forsetanum til kaffidrykkju í íþróttahúsinu, þar sem Slysavarnafélagskonur stóðu fyrir glæsilegu borðhaldi. MÖNNUM bar saman um að það væru tima- mót í byggða- sögu Islands þegar tekin var skóflustunga að nýju þorpi eins og forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, gerði í Súðavík á sunnudag. Samhugnr þjóðarinnar hvatning til framkvæmda Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson FJÖLDI gesta var við athöfnina meðal annars fimm ráðherrar. Nýbakaður menntamálaráðherra Björn Bjarnason, er sestur að kaffiborði með Sigríði Hrönn Elíasdóttur sveitarsljóra í Súða- vík, Einarí K. Guðfinnssyni þingmanni og Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. ísafirði - Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýju byggðar- svæði í landi Eyrardals í Súðavík sl. sunnudag. Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, en undir hann heyra sveitarstjórnarmál, sagði að fólkið ætti að velja sér búsetu, síð- an væri það ríkisvaldsins að sjá því fyrir þeirri þjónustu sem það ætti rétt á. Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagði að samhugur þjóðarinnar og stuðn- ingur stjómvalda væri mesta hvatningin til framkvæmda. Mikill mannfjöldi var saman- kominn á Eyrartúni þegar forset- inn tók fyrstu skóflustunguna að nýrri byggð í Súðavík. Allir Súð- víkingar sem vettlingi gátu valdið mættu ásamt fjölda gesta úr ná- grannasveitarfélögunum og stjórn- málamönnum úr Reykjavík. Landið blessað Eftir að forsetinn hafði tekið fyrstu skóflustunguna blessaði sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur í Súðavík, Iandið og viðstaddir báðu saman Faðirvorið. Að því loknu var gengið til kaffidrykkju í hinu nýja íþróttahúsi Súðvíkinga, sem tekið var í notkun á síðasta ári. Þar hófst samsæti með því að tveir nemendur frá Súðavík úr Tónlistarskóla ísaijarðar léku á blokkflautu ásamt kennara sínum. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ávarpi að athöfninni lokinni að enginn dagur hefði liðið frá hör- mungunum 16. janúar svo að henni hefði ekki orðið hugsað vestur. Hún sagðist vilja að Súðvíkingar vissu að hún vildi vera vinur þeirra. Hún kom vestur við mjög erfiðar aðstæður til að vera við minningar- athöfn um þá sem létust. Þar hefði hún fundið þann mikla samhug sem býr meðal Súðvíkinga og sagð- ist vona að góða veðrið á sunnu- daginn væri staðfesting á því að framtíðin væri björt. Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, sagði einnig í ávarpi að samhugur Vest- firðinga og þjóðarinnar allrar væri Súðvíkingum hvatning til að horfa fram á veginn. Hann sagði að allir væru einhuga um að byggja upp nýja Súðavík sem hann taldi að ætti glæsilega framtíð fyrir hönd- um. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók einnig til máls og sagði m.a. að fólk ætti að hafa frelsi til að búa þar sem það vildi og það væri gott að vera íslendingur í góðu landi gjöfulla auðlinda. „Það er ekki hægt að bæta það mann- tjón sem í Súðavík hefur orðið en efnahagstjónið er hægt að bæta og til þess er ríkur vilji stjórn- valda.“ Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagði að það væri trú- lega einsdæmi á íslandi að tekin væri skóflustunga að nýju sjávar- þorpi. „Astæðumar sem leiddu til þess eru hörmulegar en um leið og litið er til baka með söknuði og þeirra minnst sem fórust er mikilvægt að horfa fram ,á veginn með bjartsýni og djörfung," sagði hann. Þorp fyrir 250 íbúa Jón Gauti sagði síðar í samtali við blaðið að byggt yrði þorp fyrir um 250 íbúa eftir teikningum arki- tektanna Gylfa Guðjónssonar og Sigurðar J. Jóhannssonar en þeir urðu hlutskarpastir í lokaðri sam- keppni arkitektastofa um verkefn- ið. Ibúar í Súðavík eru nú tæplega 200 að sögn Jóns Gauta en nokkuð er um að fólk leiti eftir húsnæði í Súðavík. Fyrirspumir hafa borist um byggingarlóðir en þar sem enn liggur ekki fyrir áætlun um bygg- ingarframkvæmdir hefur ekki ver- ið hægt að úthluta lóðum enn. Ef undirbúningi miðar fram sem horf- ir er reiknað með að hægt verði að bjóða út gatnagerð svo að vinna hefjist í lok maí. „Þegar skóflustungan var tekin rifjaðist upp fyrir mér hvað stuðn- ingur þjóðar og stjórnvalda er mikilvægur og fyrir það vil ég þakka,“ sagði Jón Gauti. Þijú þjónustufyrirtæki, Póstur og sími, Kaupfélag Ísfirðinga og Sparisjóður Súðavíkur, hafa lýst yfir vilja til að byggja í nýja þorp- inu en allar byggingar þeirra eru á hættusvæði í dag. ÖIl byggðin á nýja svæðið Líklegt er talið að varnarvirki við gömlu byggðina í Súðavík verði bæði of dýr og óörugg og því má ætla að öll núverandi byggð í Súða- vík flytjist á nýja svæðið. Af þeim 18 sumarhúsum sem komið var upp í vetur standa sex auð en ætlað er að nota þau fyrir verktaka á meðan á framkvæmd- um stendur. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti húseignir verða bættar en Ofanflóðasjóður sem ætlaður er til slíkra hluta er fjárlítill að sögn Jóns Gauta. Hins vegar munu vera til íjármunir í viðlagasjóði. Sam- kvæmt eldri skilgreiningu eru 540 húseignir á Islandi á snjóflóða- hættusvæði en eftir þennan vetur má ljóst vera að nýtt mat mun auka fjölda þeirra verulega. Sam- kvæmt gömlu skilgreiningunni var byggðin í Súðavík utan hættu- svæðis. Ekki liggja fyrir endanlegar töl- ur um kostnað við byggingu þessa nýja sjávarþorps, en upphæðin einn milljarður hefur heyrst. e kki af apríLbókuniim f Œ ásútgáfan Qlerárgötu 28 - Akureyri Askriftarsími 96-249áá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.