Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 45 MINNINGAR VIGFUS SIG VALDASON Sig- múr- + Vigfús valdason arameistari var fæddur í Reykjavík 8. júlí 1940. Hann lést á Siglufirði 14. apríl. Foreldrar hans voru hjónin Sigvaldi Kristjáns- son kennari, f. 30. apríl 1906, d. 22. júní 1966 og Sigríð- ur Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 25. ágfúst 1908. Systk- ini Vigfúsar voru: Sigríður Valdís, tví- burasystir, búsett í Keflavík, Margrét, f. 17. janúar 1942, búsett í Reykjavík, og Kristján, f. 6. febrúar 1945, býr í Reykja- vík. Vigfús kvæntist 16. maí 1964 Elísabetu Rósu Friðriks- dóttur skrifstofu- manni, f. 8. janúar 1945. Börn þeirra eru: 1) Friðrik Helgi, f. 2. júlí 1963, nemi í rekstrarhag- fræði við Álaborg- arháskóla. Maki Alda Árnadóttir þroskaþjálfi. Búsett í Álaborg. 2) Sigríð- ur Vigdís, f. 31. júlí 1965, snyrtifræð- ingur. Maki: Rúnar Marteinsson fram- leiðslustjóri í Þor- móði ramma. Þau eiga einn son, Vigfús Fannar, f. 13. nóv. 1989. Búsett á Siglu- firði. Vigfús Sigvaldason var jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. apríl sl. Að morgni föstudagsins langa bárust þær sorgarfréttir að Vigfús Sigvaldason væri látinn. Hann var í móðurætt af skaftfellsku bergi brotinn, móðir hans frú Sigríður Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaftár- tungu. Snemma á ævinni fór hann að dvelja á Flögu hjá skyldfólki sínu og kom strax fram áhugi hans á allri almennri vinnu til sveita. Ung- ur að árum varð hann búfræðingur og starfaði í fyrstu við landbúnað m.a. við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann eignaðist síðan jörðina Við- vík í Viðvíkursveit og bjó þar um nokkurra ára bil. Á þessum árum tengdist Vigfús Norðurlandi óijúf- anlegum böndum, sem síðar kom fram í því að eftir að dóttir hans og tengdasonur settu saman heim- ili á Siglufirði varð þar hans annað heimili. Það varð þó ekki hlutverk nafna míns að stunda búskap til frambúðar e.t.v. hefur þar ekki ver- ið nægjanlegt svigrúm fyrir jafn stórhuga mann, enda kom það á daginn þegar hann brá búi og flutti suður að hendur voru látnar standa fram úr ermum. Hann hóf fljótlega nám við múrverk sem hann starfaði við til æviloka, lauk sveinsprófi og síðar meistaraprófi í greininni jafn- framt því að ástunda iðnina og byggja hús yfir sig og fjölskyldu sína. Vigfús var gæddur vinsamlegu og hlýlegu viðmóti. Hann var mað- ur þeirrar gerðar að fólki leið vel í návist hans, skynjaði hlýleika, og gott hjartalag, sem verður að fylgja svo hæfileikar manna nýtist. Hann var fram úr hófi hjálpsamur og óeigingjarn að því hann sjálfan snerti, sífellt liðsinnandi um viðhald eða nýbygginar og voru laun erfið- isins tíðast ekki aðalatriðið þegar vinir og velgjörðarmenn áttu í hlut. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og setti þær fram á litríkan og eftirminnilegan hátt. Vigfús var vel heima á flestum svið- um jafnt til sjávar og sveita. Hann velti fyrir sér aðstæðum forfeðranna og 'ræddum við oft á góðum stundum þær breytingar sem hann að hluta og einkum for- eldrar okkar upplifðu þ.e.a.s. að vera það sem stundum er sagt fólk tveggja tíma. Annarsvegar liðinna lífshátta þar sem einkum varð að treysta á handaflið til framkvæmda og aðalkeppikefli almennings var að geta fætt sig og klætt. Þá var samhjálp og samstaða fólksins helsta vopnið þegar ráðist var í stærri verkefni. Nú eru aðrir tímar, við lifum á tækniöld þar sem framfarir eru svo örar að fólk hefur fullt í fangi með að fylgjast með og aðlaga sig breyttum aðstæðum á ýmsum svið- um. Vigfús var í hæsta máta alþýð- legur maður, gæddur glöggum skilningi á högum almennings. Unun var að heyra hvað maður, sem vann jafnlangan vinnudag og hafði lítinn tíma til lestrar eða að vera við útvarp og sjónvarp, gat verið vel að sér í því sem gerist í samfé- laginu. Gilti þá einu hvort um var að ræða stjórnmál, atvinnumál, við- skipti, ættfræði jafnvel íþróttir t.d. knattspyrnu, bæði heima og erlend- is, svo nokkuð sé nefnt. Honum var kjarkur og þraut- seigja í blóð borin og dugnaður til allra verka. Aldrei stóð hann ráð- þrota, né mátti heyra kvíða eða úrtölur þó á móti blési. Vigfús var maður uppbyggingar og stórhuga framkvæmda, hann hafði unun af að ráðast í erfið verk- efni og sigra. Þá var ekki verið að horfa í þó lífsins þægindi sætu á hakanum og dagar yrðu bæði lang- ir og strangir. Þegar litið er til baka við fráfall Vigfúsar rifjast upp endurminning- ar liðinna ára. Þar ber í mínum hug hæst er við vorum staddir á æsku- stöðvum okkar í Skaftártungu fyrripart sumars fyrir tveimur árum. Við ókum upp hjá Flögu og um heiðarnar vestan Tungufljóts og komum niður hjá Snæbýli og var þá nokkuð liðið á bjarta júní- nóttina. Ferðin hafði nokkuð dreg- ist á langinn enda alltaf eitthvað nýtt að sjá við hvert fótmál. Þar hafði afi okkar, Vigfús Gunnarsson, farið ungur með sínum forfeðrum, hann síðan gengið þær götur með afkomendum sínum og Vigfús Sig- valdason seinna trítlað á sínum unglingsárum. Við gengum spöl- korn frá bílnum og horfðum til vest- urs yfir Álftaversafrétt að Mýrdals- jökli og suður til sjávar um Álfta- ver og Meðalland. I austri sá mikli örlagavaldur Skaftáreldahraun, Síða og Lómagnúpur sem bar í Vatnajökul. Þá varð Vigfúsi Sigvaldsyni á orði: Það er við þessar aðstæður sem maður skilur hvað fólk utan úr heimi er að sækja hingað til ís- lands. Ótímabært fráfall Vigfúsar Sig- valdasonar á miðjum ævinnar starfsdegi var óvænt. Hann hné niður staddur á meðal sinna nán- ustu á Siglufirði að afloknum vinnu- degi. Við sem eftir lifum minnumst þessa duglega manns í fullu fjöri, áður en þreyta og aldur náðu að fella fjötra á fætur honum. Aldraðri móður, börnum, tengda- börnum, barnabami og öðrum að- standendum sendum við innilegar samúðarkveðjur um leið og við biðj- um Guð að blessa minningu Vigfús- ar Sigvaldasonar. Vigfús Gíslason og fjölskylda. Mig langar að minnast Búdda frænda míns með nokkrum orðum. Við höfum alltaf hist öðru hvoru en þekktumst ekki mikið, þegar þú sl. vetur fórnaðir einni viku í vinnu fyrir okkur. Þú glottir yfir sérvisku frænku þinnar þegar ég vildi láta flísarnar snúa öðruvísi en þú, en svo kom: ekkert mál. Þannig liðu þessir dagar, það var ekkert mál að umgangast þig. Ég skynjaði vel hvað ég ætti gegnheilan frænda þegar ég hlustaði á ykkur dóttur mína spjalla saman yfir þröskuld- inn. Það var ekki verið að ergja sig yfir eilífum spumingum hennar heldur brosað og svarað. Þessir dagar í nóvember sl. era okkur ógleymanlegir í minningunni um þig. Hafðu þökk fyrir. Elsku Sigga frænka, Guð styrki þig í sorg þinni. Siggu Viggu, Friðrik og fjöl- skyldum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóna Gísladóttir og fjölskylda. Mig setti hljóðan þegar mér bár- ust þau sorgartíðindi að hann Fúsi væri dáinn. Hann sem hafði verið hérna fyrir nokkrum dögum og þá sem næturgestur á leið til Siglu- fjarðar. Mín fyrstu kynni af Fúsa eru frá búskaparáranum í Viðvík. Ég var þar í sveit sem ungur piltur og af honum lærðist margt sem eftir á að hyggja hefur komið sér vel. Okkar kynni endurnýjuðust seinna en þá var hann fluttur suður og hafði lært til múrverks og var orð- inn verktaki á því sviði. Eg þekkti ekki nokkurn mann sem var eins ósérhlífinn og afburða duglegur sem hann og í samtölum okkar seinna meir varð mér það ljóst að vinnan og að skila sínu var hans lífsstíll. Fúsi var góður félagi og alltaf eitthvað uppörvandi þegar hann ræddi málin. Hann hafði svo margt að segja og þá sérstaklega úr sínu fagi enda var Fúsi óspar á að veita úr sínum viskubrunni og skoðanir hafði hann á öllum hlutum. BJARNIÞ. BJARNASON + Bjarni Þ. Bjarnason fæddist í Revkiavík Ifi- nnvpmhpr í Reykjavík 15. nóvember 1924. Hann lést 11. apríl síðast- liðinn. Utför Bjarna var gerð frá Fossvogskapellu 21. apríl sl. VIÐ kveðjum mág okkar með nokkrum orðum. Ég kynntist Bjarna fyrir 20 árum er ég var hérna í heimsókn. Inga systir var nýbúin að kynnast Bjarna og voru þau farin að vera saman af alvöru. Tókst fljótt góð vinátta sem stóð til hinsta dags. Við Mickey minnumst allra ánægjulegra stunda sem við áttum í Vallhólmanum. Ég minnist með þakklæt þeirrar góðvildar sem Bjarni sýndi er þau hjónin tóku háaldraða móður okkar til sín síð- asta árið sem hún lifði. Já, Bjarni minn, það er svo margs að minn- ast, þín prúða framkoma, vinarhönd og glaða bros. Við Mickey munum sakna þín mikið, það er stórt skarð sem þú skilur eftir. Það var svo snöggt og mikið áfall er þessi sorg- arfrétt barst okkur. Við geymum minningu góðs drengs með þökk fyrir allt og allt. Systur minni Ingi- björgu og börnum og barnabörnum og ástvinum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Erla og Mickey Ross. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða .3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Eftir slys fyrir nokkru dvaldi Fúsi hjá dóttur sinni, tengdasyni og dóttursyni á Siglufirði og líkaði dvölin vel enda var hann þar hjá sínu fólki sem stóð honum næst. Hann fór fljótt að vinna eftir að hafa fengið bóta sinna mein og hafði ærinn starfa. Lífið var bjart framundan og í spjalli var hann óvenju léttur og ánægður að vera nálægt sínu nánasta, ekki hvarflaði að honum að fara suður í verktaka- slaginn, hérna vildi hann helst vera. Friggi og Sigga Vigfúsarbörn, tengdabörn og afabarnið Vigfús Fannar, drottinn styrki ykkur í sorg ykkar og aðra sem um sárt eiga að binda. Það era margir sem munu sakna hans Fúsa. Guð ætlaði Vigfúsi góðan stað í sínu himnaríki því þangað var hann kallaður á helgum degi. Guðmundur Örn Guð- mundsson. Bára Guðbrandsdóttir, Berghildur Guðbrandsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg systir okkar, HANNA ÞORLÁKSDÓTTIR frá Siglufirði, Hátúni 12, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 4. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Minningarsjóð vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar. Unnur Sigurðardóttir, Brynhildur Olgeirsdóttir, Reinharð Sigurðsson, Siguröur Þorláksson, Stella Þorláksdóttir, Valbjörn Þorláksson, Anna Þorláksdóttir, Róbert Þorláksson. t Innilegar þakkir fyrir samhug og vináttu við fráfall og jarðarför föður okkar og tengdaföður, ÞÓRHALLS EiNARSSONAR frá Grindavík. Kristinn Þórhallsson, Guðrún R. Jónsdóttir, Helga Hrönn Þórhailsdóttir, Stefán Bergmann og aðrir aðstandendur. Kærar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu hjónanna SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR RANNVEIGAR BJARNADÓTTUR frá Seyðisfiröi. Guðrún Sigurðardóttir, Gunnar Hannesson, Bjarney Sigurðardóttir, Ásbjörn Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Tómas Óskarsson, Ingi Sigurðsson, Halldóra Friðriksdóttir, Ólöf Anna Sigurðardóttir, Haildór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVU ÁSMUNDSSON, Langholtsvegi 148, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hafnar- þúðum fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ásmundur Þorláksson, Svana Guðbrandsdóttir, Eliane Þorláksdóttir, Yngvi Jóhannsson. t Bálför bróður okkar, KÁRA GUÐBRANDSSONAR vélstjóra, Hjarðarhaga 40, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. maí kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.