Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon GAMLA íbúðarhúsið í Kaldabaksvík. Mývatnssveit Öflugt fé- lagsstarf aldraðra Mývatnssveit - Félagsstarf aldraðra í Mývatnssveit hófst eftir áramótin 1992-1993 og var þá komið saman einu sinni í viku. Síðan hefur starfið þróast smátt og smátt. Oftast koma milli 15 og 20 manns. Þar er spilað, föndrað með tauliti, glerliti og silkimálningu, brennt á tré, pijónað og saumað. Einnig spiluð vist og bingó. Þá er lagið tekið þegar hljóðfæraleikarar koma í heimsókn. Stundum koma gestir og lesa upp eitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Famar eru leikhús- ferðir til Húsavíkur og þá farið út að borða í leiðinni. Eitt ball hefur verið haldið og lék átta manna hljóm- sveit fyrir dansi, skipuð innansveitar- mönnum. Sýningar eru haldnar tvisvar á ári á unnum munum. Gleðistund er höfð í sambandi við sýninguna fyrir jólin. í vetur var komið saman tvo daga i' viku, á þriðjudögum var unnið við leirmunagerð og komu oft 10 til 15 manns. Sveitarfélagið sér þeim sem lengst eiga að fara fyrir ferðum en menn greiða sjálfir fyrir hráefnið. Leiðbeinendurnir Sólveig Pétursdótt- ir og Þórdís Jónsdóttir segja þetta vera þakklátt og ánægjulegt starf en einnig mjög krefjandi. Snjóflóð í Kald- baksvík Hólmavík og Laugarhóli -1 síð- ustu viku urðu menn varir við að snjóflóð hafði fallið á tvö hús í Kaldbaksvík á Ströndum. Farið var á fjórum snjósleð- um frá Hólmavík sl. sunnudag til að kanna málið en engar samgöngur hafa verið við Kald- baksvík síðan í nóvember sl. í Ijós kom að snjóflóð hafði fallið og farið inn um norðvesturhlið gamla Kaldbaksvíkurhússins og valdið miklum skemmdum. Einnig hafði snjóflóð lent á litlu steinhúsi sem stendur þarna stutt frá og fyllt það af snjó. Gamla íbúðarhúsið á Kald- baksvík er sögufrægt hús sem flutt var þangað frá verslunar- staðnum Kúvíkum í Reyðarfirði fyrir um það bil 100 árum. Olaf- ur Ingimundarson, húsasmiður á Hólmavík, hefur á undanförn- um árum unnið að því að gera gamla Kaldbaksvíkurhúsið upp og var því verki nánast lokið. Ólafur telur húsið ekki ónýtt, hann segir að vel megi gera við það. Talið er víst að snjóflóðið hafi fallið í janúar sl. en ekki er vitað að snjóflóð hafi fallið á þessum stað áður. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson SIGRÚN Jónsdóttir ásamt Ragnari syni sinum og Jónínu Þórey dóttur sinni. BRYNJA Ragnarsdóttir söng lög við undirleik Ragnars föður síns. 100 áraaf- mælis minnst á sér- stakan hátt Hvammstanga - Sigrún Jónsdóttir, elsti íbúi Vestur-Húnavatnssýslu, varð 100 ára gömul 23. apríl sl. Sigrún sem lengst af hefur ver- ið kennd við hús sitt, Reykholt á Hvammstanga, hefur um allmörg ár dvalist á hjúkrunardeild Sjúkra- hússins á Hvammstanga. Hún var gift Birni Björnssyni, smiði ogtón- listarmanni, en hann lést árið 1961. Börn Sigrúnar eru Jónína Þórey og Ragnar Björnsson tón- listarmaður og eru afkomendurnir um 35 alls. Vinum og velunnurum afmæl- isbamsins var boðið í kirkjuna á Hvammstanga og stóð fjölskyldan þar fyrir tónleikum til heiðurs gömlu konunni. Gestir ogafmæl- isbarnið hlýddu á þrjá ættliði flylja tónlist. Ragnar lék á pípuorgel kirkjunnar og einnig á píanó, dótt- ir hans, Brynja, söng nokkur lög, m.a. fmmflutti lag eftir Björa afa sinn og tvær ungar stúlkur léku á fiðlu og þverflautu, önnur þeirra alnafna afmælisbamsins. Að tónleikunum loknum bauð fjölskyldan til kaffiveislu á sjúkra- húsinu en starfsfólkið þar hefur annast Sigrúnu af mikilli natni. Hún er líkamlega ern en hefur tapað heym verulega. Morgunblaðið/HallgrímurMagnússon EINBÝLISHÚSIÐ stórskemmdist í brunanum. Skólamál aðalviðfangsefnið á aðalfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga Stefnt að ákvörðun í haust um sameiginlega rekstrarþætti Eldsvoði í Grundarfirði Snör hand- tök hjá slökkvi- liðinu Selfossi - Skólamál voru aðalviðfangsefni 26. aðalfundar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var á Selfossi 28. og 29. apríl. Fyrir fundinum lá skýrsla starfshóps sem stjóm SASS skipaði til að fjalla um skipan skóla- mála og þá einkum þeirrar stoðþjónustu sem fræðsluskrifstofa Suðurlands annast. í ályktun um málið lagði fundurinn áherslu á að sveitarfé- lögin þyrftu að koma sér saman um hvaða þætti þessa máls þau leystu hvert fyrir sig og hvaða þættir það eru sem best verða leystir með sam- starfi þeirra á einn eða annan hátt. Starfshópi stjórnarinnar var falið að vinna áfram að umfjöllun um yfírfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna og leita eftir hugmyndum og áliti sveitarstjórna á Suðurlandi og þeirra hagsmuanaðila annarra sem hópurinn telur að málið varði. Þá var samþykkt að boða til mál- þings næsta haust um málefni grunnskólans og yfírfærslu hans til sveitarfélaganna þar sem nægur tími gæfist ti! að ræða málið á sem víð- ustum grunni. í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um hvort sveitarfélög á Suðurlandi standi sameiginlega að rekstri skólaskrifstofu. Tillögur að tekjujöfnun vegna grunnskólans í undirbúningi Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði á fundinum um jöfnunarþörf sveitarfélaga í tengslum við flutning grunnskólans alfarið frá ríki til sveitar- félaga. Hann sagði að líta þyrfti á þá tekju- stofna sem sveitarfélögin fengju við yfirfærsluna og þann kostnaðarauka sem sveitarfélögin yrðu fyrir. Hann sagði að hvorugt lægi fyrir endan- lega en línur væru smám saman að skýrast um þetta efni. Gera mætti ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna starfsemi grunnskólans og tengdra stofn- ana sem ætlað væri að flyttust til sveitarfélag- anna gæti verið í kringum 6,3 milljarða króna þegar ákvæði nýrra grunnskólalaga yrðu að fullu komin til framkvæmda. Eftir væri þó að meta kostnaðarauka vegna kjarasamninga kenn- ara frá því í lok mars. Gert væri ráð fyrir því að útsvar sveitarfélaga hækkaði og þau fengju aukna hlutdeild í stað- greiðslunni en um innbyrðis skiptingu yrði að ræða þannig að ríkisskjóður lækkaði tekjuskatts- prósentu að sama skapi. Útsvar þyrfti að hækka um 2,72% ef mæta ætti öllum kostnaðarauka miðað við 6,3 milljarða króna kostnað. Flóknir útreikningar við jöfnunaraðgerðir Garðar sagði að eðlilegast væri að útsvar allra sveitarfélaganna hækkaði um 2,12 prósentustig, 4,910 milljónir króna, sem miðaðist við hlutfall skólakostr.aðar í Reykjavík sem væri með minnstan rekstrarkostnað á hvern nemanda. Mismunurinn, 1,390 milljónir, rynni í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga til jöfnunaraðgerða. Markmiðið með jöfnunaraðgerðunum væri þrí- þætt. Það þyrfti að hvetja til hagkvæmni í rekstri, í öðru lagi þyrftu sveitarfélögin að fá fjármagn sem næst þeim kostnaði sem þau yfírtækju og í þriðja lagi að jöfnunarframlögin rynnu til sveitarfé- laganna til að sveitarstjómimar geti sjálfar ákveð- ið hvemig ljármagn sveitarfélagsins væri nýtt. Garðar útskýrði þær formúlur sem í vinnslu eru við útreikning jöfnunarframlaga. Þær byggj- ast á því að meta kennslukostnað út frá kennslu- tímafjölda á hvern nemanda. Hann sagði að um flókna útreikninga væri að ræða þar sem kerfið væri flókið og kallaði á flókna lausn en í aðalat- riðum ætti það að ganga upp þegar forsendur varðandi kostnað við grunnskólann samkvæmt grunnskólalögunum hefðu verið ákveðnar og tekjuliðir sveitarfélaganna vegna verkefnisins. Ný stjórn Á aðalfundinum var kosin ný stjórn samtak- anna. Formaður var kosinn Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Hellu, og varaformaður Jóna Sig- urbjartsdóttir, Skaftárhreppi. Aðrir í stjórri eru: Sigurður Jónsson, Selfossi, Kristján Einarsson, Selfossi, Guðmundur Svavarsson, Hvolsvelli, Jón Gunnar Ottósson, Stokkseyri, og Kjartan Ágústs- son, Skeiðahreppi. AIls sátu 62 fulltrúar aðalfund- inn. Grundarfirði - Einbýlishúsið nr. 84 við Grundargötu í Grundarfirði stórskemmdist í eldi á sunnudags- morgun. Efri hæðin, þar sem eld- urinn kom upp, var mannlaus, en fólk í kjallaranum bjargaðist. Það var um kl. 10 að morgni sunnudagsins 30. apríl að bruna- lúðurinn var settur af stað í Grundarfirði. Nágrannar höfðu orðið varir við reyk, sem lagði út um einn glugga hússins, gengið úr skugga um að efri hæðinn væri mannlaus og sett í gang brunalúður þorpsins. Eldur logaði í húsinu og hafði læst sig í þak- sperrur. Húsið var ennfremur fullt af reyk. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og tókst slökkvistarfið með ágæt- um. Aðeins tók um 20 mín. að ráða niðurlögum eldsins. Stöðva þurfti starfsemi fiskvinnslufyrir- tækjanna meðan á slökkvistarfinu stóð til að nægt vatn fengist í slöngur slökkviliðsins. Efri hæð hússins er stórskemmd af eldi, reyk og vatni og innbú ónýtt, en í kjall- aranum urðu vatnsskemmdir. Ver- ið er að rannsaka eldsupptök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.