Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Svanhildur Guðmundsdóttir var fædd í Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi, Árnessýslu, 7. janúar 1906. Hún andaðist í Landspítalanum 7. apríl si. Útför Svanhildar fór fram frá Selfoss- kirkju 15. apríl sl. OKKUR langar að minnast ömmu- systur okkar, Svanhildar Guðmunds- dóttur frá Litlu-Sandvík í Flóa. Þegar við vorum við nám í Reykja- vík, áttum við þess kost að kynnast Svanhildi, er bjó í nágrenni við okk- ur á Dunhaga 11 ásamt syni sínum, Gunnari. Ávallt var ánægjulegt að heimsækja Svanhildi, sem tók á móti okkur með sínu ljúfa brosi og hlýju viðmóti. Umræður voru gef- andi og skemmtilegar. Svanhildur hafði mjög ljúfa og yfirvegaða fram- komu, sem hafði góð og gefandi áhrif á okkur námsfólkið. Svanhildur var há, beinvaxin, geðgóð og æðru- laus. Hún var mikill náttúruunn- andi. Hún var mótuð af lífsháttum sinnar kynslóðar, sem gáfu fólki fórnarlund, hæversku, heiðarleika og réttlætiskennd. Það er ánægju- legt að hafa kynnst þessum lífshátt- um gegnum kynni okkar af Svan- hildi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Brátt fer gróðurinn að vakna til lífsins á Sandvíkurheiðinni, þar sem Svanhildur fór oft á vorin. A mörk- um vetrar og vors kveður Svanhild- ur þennan heim. Með þessum orðum viljum við þakka Svanhildi fyrir samverustundimar um leið og við biðjum henni blessunar. Aldís og Guðjón. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. ATVINNUAUGl YSINGAR Sérkennara vantar að fullorðinsfræðslu fatlaðra Umsóknarfrestur til 31. maí. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 581 3306 (fyrir hádegi). Afleysingamaður Afleysingamann vantar í sumar í varahluta- verslun í stóru bílaumboði. Umsóknir sendist fyrir 10. maí til afgreiðslu Mbl., merktar: „I - 18082“. Ritari/símavörður Náttúruverndarráð og Náttúrufræðistofnun íslands auglýsa starf ritara og símavarðar, á sameiginlega afgreiðslu stofnananna á Hlemmi 3, laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Náttúrufræði- stofnunar íslands, Hlemmi 3, 105 Reykjavík, fyrir 10. maí nk. Náttúruverndarráð. Náttúrufræðistofnun Islands. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Hvammstanga óskar eftir hjúkrunarfræðingi í fast starf. Einnig vantar hjúkrunarfræðing til sumaraf- leysinga í júlí og ágúst. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu, hjúkrunar- forstjóra, í vs. 95-12329 og hs. 95-12920. REYKJALUNDUR Ljósmóðir/ hjúkrunarfræðingur óskast í 50% starf frá 1. júní nk. á heilsu- gæslustöðina Reykjalundi í Mosfellsbæ. Einnig óskast hjúkrunarfræðingurtil sumar- afleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Sigrún Gunnarsdóttir, í síma 666100. Frá Dalvíkurbæ Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra hjá Dalvíkurbæ frá 1. ágúst 1995. Undir félagsmálastjóra heyra eftirtaldir þættir: 1. Almenn félagsmál. 2. Málefni barna og aldraðra. 3. Menningarmál. 4. íþrótta- og æskulýðsmál. 5. Atvinnuleysisskráning. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu Dalvíkurbæjar, Ráðhús- inu, 620 Dalvík, merktar: „Félagsmálastjóri - umsókn". Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn á Dalvík í síma 96-61370. Dalvík, 28. apríl, 1995. Bæjarstjórinn á Dalvík, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson. 11 ) 1 WtAW^AUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Rauða kross- deildar Bessastaðahrepps verður haldinn í samkomusal íþróttamið- stöðvarinnarfimmtudaginn 11. maí kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. PRV-félagar Endurmenntunardeild Háskóla ísl. Félagsfundur verður haldinn í dag, 3. maí, kl. 20.00 í veitingasal Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands. Fundarefni: Hvað gerði námið fyrir mig? Framsöguerindi: Esther Guðmundsdóttir, framkvæmdastj. Slysavarnafélags íslands, Ólína Sveinsdóttir, rekstrarstjóri Spari- sjóðs Kópavogs, og Árni Ingason, markaðs- stjóri hjá Stefáni Thorarensen hf. Pallborðsumræður: Umræðuefni námsmatið. Veitingar. Stjórnin. Samstaða um óháð ísland Aðalfundur Samstöðu um óháð ísland verður haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík, laugardag- inn 27. maí 1995 og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Úttekt á áhrifum EES-samningsins. Hvað felst í ESB-aðild. Staða Samstöðu í framtíðinni. Er umsókn að ESB á næsta leiti? Er ládeyðan svikalogn? Áætlað er að fundinum Ijúki kl. 16.00. Félagar fjölmennið. Stjórnin. 2 3 O =3 5 O mJ HJAIRIO Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Aðalfundur SLF verður haldinn á Háaleitis- braut 11 miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn SLp Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, lampa, bollastell, platta, gömul póstkort og smærri húsgögn. Upplýsingar í síma 91-567-1989. Geymið auglýsinguna. Skipholt Til leigu er skrifstofuhúsnæði, 65 og 42 fm. Upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 581-2300 frá kl. 9-17. TIL SÖLU Hárgreiðslustofa í góðum rekstri staðsett í Húsi iðnaðarins til sölu. Upplýsingar gefur Lára í síma 552 7030 á daginn og 551 5044 á kvöldin. sma □ HELGAFELL 5995050319 IVA/ Lf. I.O.O.F. 9 = 176538'/2 = St. St. 5995050419 VIII GÞ I.O.O.F. 7 = 177538'/2 = Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefiö kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Bibliulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Tilkynning frá Pýra- mídanum Fyrirlestur verður haldinn fimmtudags- kvöldið 4. maí kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Dr. Demetry mun fjalla um engla og erkiengla, tilvist þeirra í öllum trúar- brögðum, hlutverk þeirra sem græðara, fylgjendur náðar og kærleika frá öllum sviðum alheims. Einnig verður ihugunarstund með sjálfsheilun sem aðalþema. Aðgangseyrir er 700 kr. Pýramídinn, Dugguvogi 2, simar 588 1415 og 588 2526. singar REGLA MUSTKRJSKIDDARA ARMHekla 3.5,-VS-FL-A SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma ( kvöld í kristniþoðs- salnum kl. 20.30. Ræðumaður: Ragnar Gunnarsson. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Miðvikud. 3. maí kl. 20 Náttúruminjagangan 3. áfangi Skógræktarstöðin - Eliiðaár- dalur. í þriðja áfanga náttúru- minjagöngunnar, sem farin er, er gengið frá Skógræktarstöð- inni í Fossvogi um Fossvogsdal upp í Elliðaárdal. Þetta er um 2 klst. auðveld ganga. f byrjun göngu fræðir Hallgrímur Gunn- arson um fluglalíf I Skógrækt- inni sem er óvenju fjölbreytt. Brottför er frá Mörkinni 6 (Feröa- félagshúsinu) og BSl, austan- megin, kl. 20.00. Verð 200 kr., frítt fyrir börn m. fullorönum. Hægt er að mæta á eigin vegum f Skógræktarstööina, Fossvogi. Fólk er hvatt til að vera með í öllum átta áföngum náttúru- minjagöngunnar en leiö hennar liggur i næstu ferðum um Elliða- vatn og síðan með Reykjanes- fjallgarði að Selatöngum. Með göngunni er minnt á staði og svæði sem eru á náttúru- minjaskrá. Elliðaárdalur er á náttúruminjaskrá. Um 300 manns tóku þátt í fyrstu tveimur áföngunum. Ferðafólag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.