Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 43 GUÐJÓN MAGNÚSSON + Guðjón Magnús- son fæddist á Orrrustustöðum á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 26. mars 1924. Hann lést á Landspítalan- um 25. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Katrín S. Pálsdóttir og Magn- ús J. Sigurðsson, sem bæði eru látin. Eftirlifandi eigin- kona hans er As- laug Sigurðardóttir og eignuðust þau tíu börn. Útför Guðjóns fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MIG LANGAR að minnast föður míns sem lést í síðustu viku. Þær hugsanir og tilfinningar sem mest koma upp í huga minn núna, þegar hann er allur, er þegar ég var lítill drengur og tvær síðustu vikurnar sem hann lifði, því þá varð mér ljós þýðing orðtaksins, „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Pabbi var heima á Orrustu- stöðum við sveitastörf fram til 1947, hann starfaði í nærliggjandi sveitum þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1951. Alla sína starfsævi vann hann sem bílstjóri hjá SÍS, lengst hjá Osta- og Smjör- sölunni 25 ár. Hann lét af störfum 1991, en þá var heilsan farin að gefa sig. 8. janúar 1955 giftist pabbi mömmu minni Áslaugu Sigurðar- dóttur og hafa þau haldið saman í 40 ár í gegnum sætt og súrt. Sam- an eignuðust þau tíu börn sem eru Elli, Sigga, Kalli, Bára, Jóna, Ósk- ar, Siggi, Kata, Sigrún og Gulla. Frá 1960 hafa þau búið í Kópavog- inum en þar byggði pabbi hús með Einari bróður sínum að Laufbrekku 27 og hafa þau búið þar síðan. Pabbi var ekki margorður um sína hagi daglega og átti oft erfitt með að tjá hugsanir sínar og tilfinn- ingar en síðustu dagana sem hann lifði talaði hann mikið bæði um fortíð og nútíð, um mömmu, börn sín, og barnabörnin en þau voru honum sérstaklega hugstæð síðustu árin. Einnig er mér minnisstætt þegar hann kom í sveitina sína, þá opnuðust gáttir sem að öðru jöfnu voru lokaðar, því þar leið honum vel, þá fór hann að segja frá sveit- inni og fólki sem hann þekkti þegar hann var ungur, veiðiskap og fleiru sem tengdist sveitinni. Sjálfur er ég mjög hrifinn af sveitinni hans og fæðingarstað, Orrustustöðum í jaðri Eldhraunsins. Þar er svart og úfið hraunið, með öllum sínum kynjamyndum í rökkr- inu og víðáttu Brunasandsins fram- undan bænum, jöklar og fjöll í hill- 1 ingum. í minningunni hjá mér er I alltaf sól og hægur andvari á Orr- I ustustöðum, og þar er lítill tijáreit- ur með nokkrum birkitijám sem amma plantaði á sínum tíma, núna þegar pabbi er farinn yfir móðuna miklu þá minnist ég þessara tijáa mjög sterkt, því að þegar að pabbi dó, rétt fyrir kl. 14. þriðjudaginn 25. apríl, þá hljómaði í útvarpinu á borðinu við hliðina á honum lagið: i Blærinn í laufi hvíslandi hljótt, hörpuna stillir um vorljósa nótt. Niðar við strðnd af haföldum hreim, 1 hlæjandi stjörnuskrúð sindrar um geim. Þrösturinn kvakar kvöldhljóðin sín, kliðurinn berst inn um gluggann til mín. Fögur er nóttin hljóðlát og hlý, heilög sú stund er við mætumst á ný. Ekki veit ég hvort það er tilviljun eða ekki, en þetta var eitt af uppá- haldslögum pabba og mér finnst « þessi texti lýsa vel sveitinni hans og hvernig hann upplifði hana og ' einnig hvernig ég upplifði hana, I síðustu dagana talaði hann um að fara austur í sumar. Kannski voru þarna einhver æðri máttarvöld að stilla saman strengi. Það veit enginn, en það er gott að trúa því sem er fal- legt. Á meðan þetta lag hljómaði dó pabbi. Mamma og flest systk- ini mín voru hjá hon- um, og það er stund sem aldrei mun líða úr minni. Fljótlega eftir að pabbi var lagður inn á Landspítalann rétt fyrir páska var hann greindur með lungna- krabbamein og við vissum þá að kallið gæti komið hvenær sem var. En þessa daga sem hann lá á spítalanum, fannst mér hann vera svo ótrúlega hress, já- kvæður og þakklátur fyrir allt sem að gert var fyrir hann, mamma var hjá honum á spítalanum alla daga og nætur síðustu dagana, og fann ég greinilega að það var honum mikill styrkur og einnig gladdist hann þegar að við krakkarnir vorum hjá honum, þó held ég að ekkert hafi gefið honum meira en þegar að barnabörnin komu í heimsókn. Pabbi var mikið með hugann fyrir austan og mínar hugrenningar núna eftir að hann er dáinn tengj- ast því mikið þegar pabbi og mamma fóru með okkur systkinin austur að Orrustustöðum þar sem tjaldað var. Núna þegar þú ert dáinn hefur mig verið að dreyma þig, það eru góðir draumar, í dag veit ég líka að þú varst mér kærari en ég gerði mér grein fyrir. Það er tvennt sem er öruggt í lífi hvers manns, það er að maður fæðist og maður deyr en við vitum ekki hvenær. Ég veit að sú stund kemur að við mætumst á ný, kannski verður það á morgun, kannski eftir 60 ár, það veit enginn nema Guð einn. Guð blessi þig og friður sé með þér. Kærar kveðjur, sonur þinn Karl. Það eru tæplega tuttugu ár síðan ég sá Guðjón fyrst. Elsta dóttir hans hafði verið á húsmæðraskóla, eins og það hét þá, og kynnst ungu stúdentsefni. Um vorið, eftir að skólum var slitið og dóttirin flutt heim aftur, langaði stúdentsefnið að heimsækja unnustu sína. Það var í þessari heimsókn í Laufbrekk- una, sem ég, feiminn sveitapiltur og verðandi stúdent, hitti tilvonandi tengdaföður minn fyrst. Ekki man ég veðrið né dagsetninguna, aðeins það að ég var óskaplega feiminn og vissi ekki alveg hvernig ég átti að bera mig að. Með tímanum tókst svo með okkur góð og traust vin- átta.- Guðjón var borinn og barnfæddur Skaftfellingur. Á þrítugsaldri flutti hann á mölina, en hugurinn virtist alltaf stefna út fyrir bæinn þegar tóm gafst til. Trúr uppruna sínum, voru áhugamál Guðjóns að kynna sér margbreytileik móður náttúru. Guðjón og Ása höfðu gaman af því að ferðast og fórum við hjónin nokkrum sinnum með þeim í ferða- lög. Flestar voru þessar ferðir um ísland, en mér finnst ógleymanleg- ust ferðin sem við fórum þegar Guðjón og Ása heimsóttu okkur hjónin til Danmerkur en þar bjugg- um við í nokkurn tíma vegna náms. Við höfðum bíl til umráða og ákváð- um að skreppa í útilegu til Þýska- lands - í dali Rínar og Mósel sem við höfðum heyrt rómaða fyrir feg- urð. Ekið var um blómlegar borgir og grösug héruð og fannst Guðjóni mikið koma til allrar gróskunnar. Allsstaðar ræktað land, hvert sem augað eygði. Þegar úr þessari ferð var komið var Kaupmannahöfn skoðuð. Af öllu því sem sú borg hafði upp á að bjóða, fannst Guðjóni skemmti- legast að heimsækja dýragarðinn. Þar sá hann öll dýrin lifandi sem hann hafði áður fræðst um af bók- um eða úr sjónvarpi. En allar ferð- ir taka enda og lífið heldur áfram sinn vanagang. Á það jafnt við um ferðir á milli heimsins horna og ferð okkar í gegn um lífið. Nú hef- ur Guðjón náð í þann áfangastað sem bíður okkar allra. Fljúg þú, andinn ódauðlegi, efldur lífsins sælu trú, brott frá döprum dauðans vegi dýrðarinnar himinbrú! Láttu glaður fúinn fjötur feigðar bak við skuggatjöld; sjáðu bjartar brosa götur bak við himinsólna fjöld! (M. Jochumsson) Elsku Áslaug og þið tíu Guðjóns börn. Ég votta ykkur alla mína dýpstu samúð. Manni er orðs vant á svona stundu, svo mig langar að ljúka þessari stuttu kveðju með orð- um úr smiðju séra Matthíasar Joch- umssonar: Eilíft líf! Ver oss huggun, vörn og hiíf; lif í oss, svo ávallt eygjum æðra lífíð, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilift líf. Ingólfur Arnarson. Elsku afi minn. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, en það var líka sárt að horfa á þig liggjandi á sjúkrahúsinu. Mér hefur aldrei fundist ég eins nátengd þér eins og einmitt þegar þú lást þar. Maður veit aldrei hvað maður á fyrr en maður hefur misst það. Þú varst alltaf svo góður, sérstaklega við barnabörnin þín og passaðir alltaf upp á að eiga Smarties eða eitthvað annað gott til að stinga upp í okkur og ekki man ég til þess að ég hafi nokkru sinni heyrt þig byrsta þig við okkur. Það var alltaf svo gaman að fara í bæinn til afa og ömmu og yfirléitt tókstu á móti okkur í sófanum í stofunni. Elsku afí, þín er sárt saknað af okkur öllum sem þekktum þig, ég vildi að þú værir enn heima hjá ömmu að spila við sjálfan þig eða að horfa á sjónvarp- ið. Það verður aldrei eins að koma í heimsókn, það á eftir að vanta eitthvað. Ég vona að þér líði betur núna þar sem þú ert núna og vakir yfir okkur og vona að þú sért búinn að fá bót meina þinna svo að þér líði vel. Ég mun muna þig alla tíð, afí minn, og þú átt alltaf eftir að vera í hjarta mínu og hugsunum. Einhvem veginn hélt ég að ég fengi að hafa þig hjá mér alltaf en þetta er gangur lífsins og því getur eng- inn breytt. Ég mun sakna þín sárt en veit að við hittumst aftur á ný, bara hinum megin. Elsku amma mín, mamma og frændsystkini, megi guð gefa ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg en munið það, að hann verður alltaf hjá okkur sama hvað á dynur. Þín elskandi dótturdóttir, Elín Áslaug. I Krossar TTT áleiði I viSariit og máiaSir. Mismunandi mynslur, vönduð vinna. Slml 91-3592» og 35735 Sérfra^ðingar í l>lómnskroy(iii!>iim við »11 (a kilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 1909» t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON málarameistari, Sléttuvegi 13, áður Skeiðarvogi 153, lést á hjartadeild Borgarspítalans 2. maí sl. Ingunn Jónsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðmundur Jónsson, Mattfna Sigurðardóttir, Sigurjón Kristjánsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI KRISTJÁNSSON, Gnoðarvogi 18, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 29. apríl. Helga Snorradóttir, Jón Oddur Sigurjónsson, Ólafur Snorrason, Jenný Steingrímsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR, Rekagranda 6, lést í Borgarspítalanum að morgni sunnudagsins 30. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Pétur Bárðarson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Ólafur Pétursson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES KR. DAVÍÐSSON arkitekt, andaðist á heimili sínu 29. apríl sfðastliðinn. Auður Þorbergsdóttir, Kristinn Tanni Hannesarson, Guðrún Þorbjörg Hannesardóttir, Árni Guðmundsson, Eyrún Fríða Árnadóttir. t Hjartkær eiginkona mín, UNNUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Ólafsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku fimmtudaginn 27. apríl sl. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 6. maí kl. 13.30. Þeim, sem viidu minnast hinnar látnu, er bent á dvalarheimilið Hornbrekku og Slysavarnafélag íslands. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Sigurpálsson. t Útför systur okkar, GUÐNÝJAR ELÍSDÓTTUR, Hrafnistu í Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. maí kl. 15.00. Halldóra Elfsdóttir, Dfana K. Kroyer. t Móðir okkar og tengdamóðir, STEFANIA EINARSDÓTTIR, er lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 25. apríl, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 5. maí kl. 13.30. Sigrfður Hinriksdóttír, Jóhanna Hinriksdóttir, Sigurður Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.