Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 47 , I ! í ; < i i i i i i A 4 i -j ■' 1 .."i ■ .. Sveit Breiðagerð- isskóla sigraði SKAK íslandsmót barna- skólasvcita SKÁKMIÐSTÖÐIN, FAXAFENI 12 29. apríl og 1. mai SKÁKSVEIT Breiðagerðis- skóla varð íslandsmeistari barna- skóla um helgina. 33 sveitir víðs vegar að af landinu tóku þátt á mótinu, en þar tefla börn í 1.-7. bekk grunnskóla. Í sigursveitinni voru Davíð Kjartansson (7'A v. af 9), Þórir Júlíusson (5 ‘A v. af 9), Hlynur Hafliðason (8 v. af 9), og bræðurnir Jóhannes_ Ingi (5 v. af 6) og Einar Ágúst Árna- synir (2 v. af 3). Lundarskóli frá Akureyri varð í öðru sæti. Fyrir hann tefldu Sverrir Ari Arnars- son, Egill Öm Jónsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Stefán Steingrímur Bergsson. Urslit mótsins: 1. Breiðagerðisskóli 28 v. af 36 2. Lundarskóli 24 v. 3. Kársnesskóli 23‘A v. 4. -5. Melaskóli og Hólabrekku- skóli 23 v. 6. Grandaskóli 22 v. 7. -8. Digranesskóli og Breið- holtsskóli 21 A v. 9. ísaksskóli 21 v. 10. Sandvíkurskóli 20 A v. 11. -13. Sólvallaskóli, Ártúnsskóli og Hólabrekkuskóli, B-sveit, 20 v. 14. Langholtsskóli 19 v. 15. Álftamýrarskóli 18‘A v. 16. -17. Vesturbæjarskóli og ís- aksskóli, B-sveit, 18 v. 18.-20. Ölduselsskóli, Hlíðaskóli og Fossvogsskóli, B-sveit, 17‘A v. o.s.frv. Það er vert að vekja athygli á frábærum árangri sveitanna úr ísaksskóla. Keppendur þaðan eru aðeins úr fyrsta, öðrum og þriðja bekk gmnnskóla og því miklu yngri en flestir keppinautarnir. Skákþing Norðlendinga Mótið fór fram á Blönduósi fyrir nokkru. Arnar Þorsteinsson sigraði eftir æsispennandi keppni. Hann vann sér þar með rétt til þátttöku í áskorendaflokki á Skákþingi íslands og hafnaði þar í þriðja sæti, hársbreidd frá landsliðssæti. Úrslit: 1. Arnar Þorsteinsson 8 v. 2. Jón Torfason 7'A v. 3. -4. Bogi Pálsson 7 v. 3.-4. Þórleifur K. Karlsson 7 v. 5. Páll Leó Jónsson 6 v. 6. Sólmundur Kristjánsson 5 v. 7. Hjörleifur Halldórsson 4 ‘A v. o.s.frv. Keppnin var geysilega jöfn og hörð, en þó drengileg að sögn Páls Leó Jónssonar, mótsstjóra. Fyrir síðustu umferð áttu fjórir möguleika á sigri. Hraðskákmeistari varð Þór- leifur K. Karlsson með 11 v. af 14 mögulegum. Arnar Þorsteins- son varð annar með 10 v. og Páll Leó Jónsson þriðji með 9 v. Slæmt veður og ófærð gerði Taflfélagi Blönduóss erfitt um vik. Fyrst stóð til að halda mótið um miðjan mars og höfðu fjöl- margir boðað þátttöku, en þá þurfti að fresta því með skömm- um fyrirvara um tvær vikur. Þá var aðeins hægt að keppa í opn- um flokki því keppendur í bama- og unglingaflokki komust ekki á mótsstað. Skákstjórn var í ör- uggum höndum Alberts Sigurðs- sonar. Lokahóf var í boði bæjar- stjórnar Blönduóss og þar voru verðlaun afhent, en Búnaðar- bankinn á Blönduósi gaf verðlau- nagripina. Spenna í Dos Hermanas Sjö umferðum er lokið á stór- móti í Dos Hermanas á Spáni. Anatólí Karpov hefur nauma for- ystu. Eftir er að tefla tvær um- ferðir. Staðan: 1. Karpov 4'A v. 2. -3. Adams, Englandi, og Gelf- and, Hvíta-Rússlandi, 4 v. 4.-5. Júdit Polgar og Illescas, Spáni, 3 'A v. 6. -7. Kamsky, Bandaríkjunum, og Lautier, Frakklandi, 3 v. 8. Salov, Rússlandi, 2 v. 9. Piket, Hollandi, l'/2 v. 10. Shirov, Lettlandi, 1 v. Skákþing Selfoss og nágrennis Úlfhéðinn Sigurmundsson sigraði örugglega á mótinu með 4 y2 v. af 5. Ingimundur Sigur- mundsson varð annar með 3'A v. og Tómas Rasmus þriðji með 3 v. Hellisdeildin Mót á vegum Taflfélagsins Hellis í Reykjavík hafa verið vel sótt í vetur. Hellir leggur áherslu á atskákmót, þ.e. mót með 30 mínútna umhugsunartíma á skákina. Starfsemi félagsins fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Hellisdeildin er kejjpni fjög- urra liða í atskák. Urslit urðu þessi: 1. Puma íþróttavörur 19 v. af 24 mögulegum, 2. ísafold, gistiheimili, 11A v., 3. VISA 9 'h v. 4. íslandsbanki 8 v. Fyrir sigursveit Puma tefjdu Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Andri Áss Grétars- son, Magnús Örn Úlfarsson, Grétar Áss Sigurðsson og Magn- ús Ármann. Hraðskákmót Hellis Hellir hélt nýlega sitt fyrsta hraðskákmót. Mótið var mjög öflugt, en ungi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson skaut mörg- um öflugum meisturum aftur fyrir sig. 1. Jón Viktor Gunnarsson 11 v. af 14. 2. Davíð Ólafsson 10 v. 3. -6. Amar Þorsteinsson, Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson og Sigurður Áss Grétarsson 9'A v. 7. -11. Ólafur B. Þórsson, Magnús Örn Úlfarsson, Andri Áss Grét- arsson, Ögmundur Kristinsson og Sæbjörn Guðfinnsson 9 v. o.s.frv. Margeir Pétursson Morgunblaðið/Hlíðar Þór Hreinsson SIGURSVEIT Breiðagerðisskóla. Frá vinstri: Ríkharður Sveins- son, liðssljóri, Jóhannes Ingi Árnason, Hlynur Hafliðason, Dav- íð Kjartansson, Þórir Júlíusson og Einar Ágúst Árnason. ÞAÐ var oft þröng á þingi í kring um Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. Hér spila þeir gegn sigurvegurum undankeppninnar, Hrólfi Hjaltasyni og Sigurði Sverrissyni. > •• Isak Orn og Helgi Sigurðs- son Islandsmeistarar Fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubarni fæði, klæði, menntun, læknishjálp og heimili. HJÁLPARSTARP Siglúni 3 • 105 Rvk • Simi 561 6117 BRIDS Br idshöl lin Þönglabakka ÍSLANDSMÓTIÐ í TVÍMENNINGI — ÍSLANDSBANKAMÓTIÐ ÚRSLIT/UNDANÚRSLIT 28. apríltil l.mai. ÍSAK Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson urðu íslandsmeistarar í tvímenningi 1995 eftir jafna og skemmtilega keppni þar sem helztu andstæðingarnir voru landsliðspörin Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson og Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Arnþórsson. ísak Örn og Helgi skoruðu 270 stig yfir meðalskor, Jón og Sævar enduðu með 252 stig og Guðlaugur og Öm vom með 183 stig í móts- lok. Sigurvegararnir urðu í 21. sæti í undankeppninni en 26 pör kom- ust áfram í úrslitin. Þeir hins veg- ar gáfu ekkert eftir í úrslitunum, vom komnir í fyrsta sætið eftir 10 umferðir og voru um mitt mót komnir með afgerandi forystu sem þeir héldu til mótsloka. Þegar lokið var 24 umferðum var forystan reyndar komin niður í 2 stig. ísak Öm og Helgi höfðu þá 202 stig, Jón og Sævar 200 stig og Guðlaugur og Örn voru með 191 stig, en lokaspretturinn var svo sigurvegaranna og lokatöl- ur urðu þessar: ísak Öm Sigurðsson - Helgi Sigurðsson 270 Jón Baldursson - Sævar Þorbjömsson 252 Guðlaugur R. Jóhannss. - Öm Amþórsson 183 Ragnar Hermannss. - Guðm, Pétursson 126 Asmundur Pálsson - Karl Siprhjartarson 124 JónÞorvarðarson-Haukurlngason 105 Guðm. Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 100 Góður árangur Guðmundar Pét- urssonar og Ragnars Hermanns- sonar vekur athygli. Þeir komust í úrslitin með svipuðum hætti og , _ _Morgunblaðið/Arnór ISLANDSMEISTARAR í tvímenningi 1995, ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson. Þeir tóku forystuna í 10. umferð og héldu til loka eftir snörp átök við landsliðspörin. Islandsmeistararnir, enduðu í 22. sæti í undankeppninni. "Þeir voru meðal efstu para þegar 10 umferð- um var ólokið og héldu þeirri stöðu til loka. Undankeppnin Hundrað og átta pör spiluðu um 26 sæti í úrslitunum en þrennir svæðismeistarar nýttu sér ekki réttinn til að spila í úrslitunum. Það voru meistarar Vestfjarða, Reykjavíkur og Austurlands. Eins og svo oft áður urðu þeir sem best stóðu sig í undankeppninni að sætta sig við að vera ekki meðal efstu para í úrslitum. Hrólfur Hjaltason og Sigurður Sverrisson unnu undankeppnina með 5315 stigum. Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon urðu í öðru sæti með 5289 stig, Þröstur Ingi- marsson og Hermann Lárusson þriðju með 5260 stig og Runólfur Jónsson og Steinberg Ríkarðsson Qorðu með 5232 stig. Að venju voru nokkur pör sem ekki komust í gegnum undan- keppnina en eiga þar heima skv. styrkleikaskrá. Þtjú pör skráðu sig í undan- keppnina og mættu ekki. Að sögn mótsstjóra hefir þetta ekki verið vandamál lengi og algjörlega óþol- andi þeim sem að skipulaginu standa. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson og frú Elín Bjarnadóttir framkvæmdastjóri sá um yfirstjóm að venju. Arnór G. Ragnarsson ffl(g{ffl<B(gúnx£ leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. B AHtaf tll á lage 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. reiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. I háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, y tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. [ ) Skæri, heftibyssa og limband einu verkfærin. r BYQGINOAVÖRUVERSLUN Þ. ÞORGRIMSSON & GO Ármúla 29, sími 38640 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.