Morgunblaðið - 12.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.05.1995, Qupperneq 1
100 SÍÐUR B/C/D 106. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR12. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spánveijar Ferð Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Rússlands og Úkraínu vilja bæta ímyndsína Madrid. Reuter TALSMAÐUR spænska sjávarút- vegsráðuneytisins sagði í gær, að hart yrði lagt að spænskum sjó- mönnum, sem veiða á fjarlægum miðum, að fylgja öllum reglum um fískveiðistjórn auk þess sem eftirlit með erlendum skipum innan spænskrar lögsögu yrði eflt. Síðastliðinn mánudag sviptu spænsk yfirvöld galisíska togarann Mayi IV leyfi til veiða við Ný- fundnaland en þá hafði hann verið staðinn að því að nota ólögleg veið- arfæri. Er það fyrsta leyfíssvipting- in sinnar tegundar á Spáni. Um síðustu helgi stóð spænskt varðskip ítalskan fískibát að leyfis- lausum veiðum við Mallorca og við athugun kom í ljós, að hann var með 10 km langt reknet. Er það skýrt brot á lögum Evrópusam- bandsins, ESB. Brauðogsalt Reuter ÚKRAÍNSKAR stúlkur buðu Clinton Bandaríkjaforseta velkom- inn til landsins í gær með því að færa honum brauð og salt. Clinton átti eftir það fund með Leoníd Kútsjma, forseta Úkraínu. Kútsjma með- mæltur stækk- un NATO Ágreiningnr um fundinn með Jeltsín innan Atlantshafsbandalagsins Kíev, Bonn, Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, sagði Bill Clinton Bandaríkjafor- seta, sem kom í tveggja daga heimsókn til Kíev í gær, að hann væri hlynntur stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til aust- urs. Clinton fór lofsamlegum orðum um kjarnorkuafvopnun Úkraínu- manna og umbætur þeirra í átt til markaðsbúskapar og bauð þeim efnahagsaðstoð til að halda áfram á þeirri braut. Sendiherrar NATO koma saman í dag til að ræða niðurstöðu fundar Clintons og Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í Moskvu, en hún hefur valdið deilu milli Bandaríkjamanna og evrópskra aðildarríkja. Bandarískir embættismenn sögðu ummæli Kútsjma um stækk- un NATO mikilvæg þar sem úkra- ínski forsetinn hefði verið varkár í yfírlýsingum sínum við Banda- ríkjamenn um þessi efni til þessa. Clinton þakkaði Kútsjma þessi ummæli og fullvissaði hann um að hægt yrði farið í sakimar og ör- yggishagsmunir Úkraínu yrðu ekki fyrir borð bornir. Aukaaðstoð Bandaríkjamanna Forsetarnir gáfu út sameigin- lega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra og þar sagði að Bandaríkja- menn hefðu boðið 27 milljóna dala aukaaðstoð vegna kjarnorkuaf- vopnunarinnar og 250 milljóna dala lán til að fjármagna innflutn- ing. Leiðtogarnir sömdu einnig um að úkraínskur geimfari yrði sendur með bandarísku geimfari árið 1997. í yfírlýsingunni er ennfremur áréttað að ríkin vilji auka öryggi kjamakljúfa í Úkraínu og Kútsjma ______ kvaðst ætla að ræða við vestræna Reuter leiðtoga um hvernig hann hygðist Mannskætt námaslys UM 100 manns fórust í náma- slysi í Vaal Reefs-gullnámunni i Suður-Afríku í fyrrinótt. Tólf tonna þung málmgrýtislest féll niður um lyftuop og ofan á tveggja hæða lyftu, sem féll síðan 500 metra. Þar lagðist hún saman og þegar björgunarmenn komu á vettvang var aðkoman skelfi- legri en orð fá lýst. Margs konar öryggisbúnaður brást og fór lestin inn á ranga teina en lestarstjórinn gat kastað sér af henni í tíma. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð á slysinu en framkvæmdastjóri námafyrir- tækisins sagði, að stálbitar, sem hefðu átt að hafa komið í veg slysið, hefðu ekki verið á sínum stað. Á myndinni bera björgunar- menn lík eins þeirra sem fórust í námunni á brott. Krömdust til bana/18 Framlengt bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) „Gjöf okkar til næstu kynslóðar“ Ncw York. Rcutcr, The Daily Tclcgraph. RÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gær að framlengja ótímabundið alþjóðasamning um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT), sem verið hefur í gildi sl. 25 ár en endanlegt takmark hans er alger útrýming kjarnorkuvopna. Ekki kom til atkvæðagreiðslu um málið en undanfarnar vikur hefur verið deilt hart um orðalag mark- miðsyfirlýsingar ráðstefnunnar. „Við færum næstu kynslóð gjöf, afar mikilvægan arf,“ sagði Made- leine Albright, sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ, er niðurstaðan lá fyrir. 178 ríki eiga aðild að NPT en sjö lönd standa utan samningsins, þar á meðal ísrael, Indland og Pakistan, sem talið er að búi öll yfir kjarnorku- vopnum. ítrekuðu ísraelar að þeir hefðu ekki í hyggju að samþykkja samninginn svo lengi sem þeim stæði ógn af Iran og fleiri ríkjum. Framlengt á síðustu stundu NPT-sáttmálinn kveður á um að fiiiim ríkjum sé heimilt að eiga kjarnorkuvopn; Bandaríkjunum, Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi og Kína. Þau ríki sem ekki búa yfír kjarnorkuvopnum, heita því að þau muni ekki koma þeim upp og ríki sem búa yfir slíkum vopnum fallast á afvopnun. efna loforð sín um að loka Tsjemo- byl-verinu fýrir árið 2000. Deilt um bréf til Jeltsíns Ágreiningur er innan NATO um bréf sem Clinton afhenti Jeltsín í Moskvu þar sem hann segir að aðild Rússa að bandalaginu þegar fram líða stundir sé „fullkomlega möguleg". Evrópuríki í NATO, einkum Bretland og Þýskaland, eru algjör- lega andvíg þeirri hugmynd að Rússar fái aðild að bandalaginu. „Hugmyndin er fáránleg," sagði evrópskur stjórnarerindreki. ■ Kvartað yfir tómlæti/18 í NPT-sáttmálanum voru ákvæði um að hann gilti til 25 ára, og væri þá hægt að taka ákvörðun um end- urnýjun hans til ákveðins tíma eða tímabundið. Fresturinn til endurnýj- unar rennur út í dag, og ákvörðunin um framlengingu hans í gær var því tekin á síðustu stundu. Endumýjun sáttmálans er ekki aðeins tæknilegt atriði, heldur er ákvörðun aðildarríkjanna um að festa hann í sessi jafnframt staðfest- ing þess að hann hafí þjónað til- gangi sínum og vísi veginn til fram- tíðar. ■ Mikilvægt skref/28 Oklahoma í mál við fram- leiðanda áburðar Oklahomaborg. Reuter. FJÖGUR fórnarlömb sprengjutilræðisins í Okla- homaborg í síðasta mánuði hafa höfðað mál á hendur framleiðanda áburðarins sem notaður var til að gera sprengjuna. Hún varð 166 manns að bana og um 400 særðust. I ákærunni segir að fyrir- tækið ICI Explosives U.S.A. Inc. hafí virt almannaheill að vettugi með því að framleiða og selja áburð úr anunóníum- nítrati án þess að setja íblönd- unarefni í hann til að minnka sprengihættu. Lögfræðingur fjónnenning- anna er Johnny Cochran, aðal- veijandi ruðningshetjunnar O.J. Simpsons sem ákærður er fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini henn- ar. Réttarhöld yfir Simpson standa nú yfir í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.