Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 21

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 21 Beethoven og Rach- maninov í Nýja tón- listar- skólanum TVEIR nemendur Nýja tónlistar- skólans úr píanódeild halda tón- leika í sal skólans á morgun, laug- ardag kl. 14. Aðeins tvö verk eru á efnisskránni. Píanósónata op. 110 í As-dúr, er ein sérstæðasta píanósónata Beethovens og hana leikur Sigmar Karl Stefánsson, en hann er nemandi Ragnars Bjöms- sonar. Annar nemandi píanódeildar skólans, Ólafur Reynir Guðmunds- son, leikur Píanókonsert Rachman- inovs í c-moll, en þar sem hljóm- sveit er engin mun kennari Ólafs, Rögnvaldur Siguijónsson, spila hljómsveitarhlutann á píanó. Aðrir vortónleikar nemenda verða í komandi viku og mun birt- ast tilkynning um þá síðar. Benda má sérstaklega á tónleika þriggja söngnema sem voru að ljúka 7. og 8. stigi, en þeir eru Birna Ragnars- dóttir, Bryndís Blöndal og Katla Randversdóttir, en tónleikar þeirra verða miðvikudaginn 17. maí kl. 18. Fimmtudaginn 18. maí verða píanótónleikar nemenda á 7. og 8. stigi og hefjast þeir tónleikar einnig kl. 18. Allir eru velkomnir á vortónleika skólans að Grensásvegi 3. Inntöku- próf fyrir næsta skólaár verða mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. maí og þarf að tilkynna sig á skrifstofu skólans. Skólaslit verða föstudaginn 19. maí kl. 18 í Bústaðakirkju. -----»-♦■■■♦--- Listasafnið lokað LISTASAFN íslands verður lokað um mánaðartíma frá og með 15. maí n.k. vegna endurbóta á gler- hvelfmgu tengibyggingar. Plasthvelfíngar í þaki verða end- urnýjaðar og sett í gler sem dreg- ur úr innrauðri og útfjólublárri geislun sólarljóssins inn í tengi- bygginguna. _ Verktaki er Álstoð hf. en arki- tekt er húsameistari ríkisins. Framkvæmdasýsla ríkisins sér um eftirlit með framkvæmdinni. -----» ♦ ♦----- Tímarit • HÁSKÓLI íslands hefur hafíð útgáfu nýs tímarits, Sæmundurá selnum. Ritið, sem ijallar aðallega um rannsóknir sem stundaðar eru innan Háskólans, er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á íslenskum rannsóknum. Meðal efnis í fyrsta tölublaði eru greinar um mælingar á ósonlaginu yfír íslandi, um „Langanesveik- ina“, sjaldgæfan augnsjúkdóm sem á upphaf sitt hér á landi og grein um þann vanda sem íslenska Þjóð- kirkjan er í. Verð í lausasölu er 350 kr. • ANNAÐ tölublað bókmennta- tímaritsins Andblæs er komið út. í tímaritinu eru meðal annars birt ljóð, smásögur, örleikrit og draum- bókmenntir. Meðal höfunda eru Þórður Helgason, Sigurður A. Magnússon, Þorvaldur Þorsteins- son, Kjartan Ámason, Gímaldin, Birgitta Jónsdóttir og Birgir Svan Símonarson. Útgefendur tímaritsins eru Bjarni Bjarnason, Þórarinn Torfa- son, Steinunn Ásmundsdóttir og Valdimar Tómasson. SJÖ þeirra myndlistarmanna sem sýna í Hafnarhúsinu. Samsýn- ing tíu SAMSÝNING tíu myndlistarmanna sem staðið hefur yfír í Hafnarhús- inu, Tryggvagötu 17, lýkur nú á sunnudag 14. maí. Listamennirnir sem sýna eru; Ásdís Kalmann, Dósla, Erla Sigurð- ardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Ið- unn Thors, Magnús S. Guðmunds- son, Margrét Sveinsdóttir, Ólafur Benedikt Guðbjartsson, Sesselja Björnsdóttir og Torfi Ásgeirsson. Sýningin er opin frá kl. 14-18. RENAULT CLIO Einn allra besti bíllinn í sínum verðflokki „Ekkert er svo gott að það geti ekki orðið betra“ höfðu hönnuðir Renault að leiðarljósi þegar ákveðið var að bæta enn við kosti Renault Clio, þessa margverðlaunaða afbragðs bíls, sem nú er kominn á markað betri en áður, þótt hann sé að grunni til sami bíllinn. Það er sama hvar borið er niður, aðrar bíltegundir í þessum verðflokki hafa ekkert fram yfir Renault Clio í samspili verðs og gæða. VERÐ FRÁ KR. 1.049.000,- M/ RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU Reynsluaktu Renault! Þú gerir ekki betri bílakaup. RENAULT RENNUR ÚT! Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. j■ B»■ L-1,1 ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1 236

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.