Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 29

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 29
28 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR A HÚSNÆÐISKERFI EITT af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- málum er að breyta fyrirkomulagi húsbréfalána á þann veg, að boðið verði upp á sveigjanlegan greiðslutíma lánanna. Nú eru húsbréfalán til 25 ára en samkvæmt hugmyndum Páls Péturssonar félagsmálaráðherra yrði lánstími breytilegur frá 15 til 40 ára. Stefnir ráðherra að því að frumvarp um slíkar breyt- ingar verði hægt að leggja fram þegar þing kemur saman í haust. Yfirlýst markmið þessara breytinga er að létta stöðu þeirra einstaklinga og fjölskyldna, sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðiskaupa. í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær koma fram ákveðnar efasemdir um að lenging lánstíma muni skila þeim tilætlaða árangri. Bent er á að ekki sé víst að lenging lána komi þeim til góða, sem þegar hafi tekið húsbréfalán. Þeir sjái í fyrsta lagi fram á að skulda í fimmtán ár til viðbótar. Vissulega muni greiðslubyrði þeirra lækka úr 71 þúsund krónum á hverja milljón á ári miðað við 25 ára lán í 60 þúsund krónur á ári en jafn- framt muni þeir, í stað þess að greiða til baka 1 milljón 775 þúsund krónur fyrir hveija milljón, sem tekin er að láni greiða til baka 2,4 milljónir. Fyrir þá sem standi frammi fyrir húsnæðiskaupum sé aftur á móti hætta á, að fjárfestar geri kröfu til hærri ávöxtunar hús- bréfa, sem muni skila sér í hærra fasteignaverði. Vissulega er erfitt að spá fyrir um viðbrögð peningamarkaða en hættan er sú að lenging lánstíma skili litlum ávinningi þótt greitt sé í 15 ár í viðbót. Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, bendir einnig á að samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar HÍ á skuldastöðu heimilanna, sem gerð var í vet- ur, sé það einkum fólk á aldrinum 30-45 ára, sem eigi í greiðslu- vanda. Með öðrum orðum fjölskyldufólk, sem þarf stærra og dýrara húsnæði vegna barna sinna. Oftar en ekki sé um að ræða fólk með þokkalegar tekjur, sem hefði fest í þeim „skatta- gildrum", sem búið sé að búa til. Hann vísar til þess að á undanförnum árum hafi bætur til þessa hóps verið skertar á þeim forsendum að hann hafi góðar tekjur. Ekki hafi verið tekið tillit til þess, að þessi hópur hafi að sama skapi þyngstu framfærslubyrðina vegna barna og hús- næðis. Húsnæðiskaup eru alla jafna mesta fjárfesting, sem einstak- lingar leggja í á ævinni. Fjárfesting í húsnæði er jafnframt fjár- festing til æviloka og því ekki úr vegi að menn velti fyrir sér hvort henni beri að dreifa yfir lengri tíma starfsævinnar en 25 ár. Mestu máli skiptir hins vegar að stöðugleiki og festa ríki í þessum efnum. Einmitt vegna þess hve þessi lán eru til langs tíma er ekki æskilegt að breyta forsendum þeim, sem fólk stend- ur frammi fyrir þegar taka á ákvörðun um húsnæðiskaup, á nokkurra ára fresti. Ef raunin er sú að ein helsta orsök greiðsluerfiðleika fólks í húsnæðiskaupum séu breytingar undanfarinna ára á skattkerfinu ætti að íhuga það vandlega hvort líklegasta leiðin til að leysa þennan vanda liggi ekki einnig í gegnum skattkerfið. LANDBÚNAÐUR OG UM- HVERFISVERND MORGUNBLAÐIÐ birti síðastliðinn laugardag frétt af um- ræðum á ráðstefnu um landbúnað og umhverfisvernd í Evrópu, sem haldin var í Brussel. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði þar að aðgerðir í umhverfismálum, sem hefðu verið felldar að sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins, væru fyrsti vísir að sögulegum sáttum landbúnaðar- og umhverfissjónarmiða. Meðal þeirra aðgerða, sem voru ræddar á ráðstefnunni, var að taka land úr ræktun tímabundið, þróun lífrænnar ræktunar og markaðssetning afurða slíkrar ræktunar. Þá var bent á þann möguleika að breyta greiðslum til bænda, til dæmis með því að miða þær við það hversu góð umgengni þeirra væri við landið, fremur en við framleiðslumagn eins og nú tíðkast. Landbúnaðar- og umhverfissjónarmið hafa oft rekizt á hér á landi, ekki síður en á meginlandi Evrópu. Lýsandi dæmi eru hagsmunaárekstur sauðfjárræktar og landgræðslu og þau spjöll, sem framræsla votlendis hefur viða valdið á lífríkinu. Eins og Franz Fischler bendir á, þurfa þessi sjónarmið hins vegar ekki að vera andstæð. Þannig mætti til dæmis umbuna bændum í auknum mæli fyrir að breyta um framleiðsluhætti eða snúa sér í auknum mæli að landgræðslu eða skógrækt. Slíkt verður að sjálfsögðu að vera innan skynsemismarka og má ekki verða yfirvarp til þess að viðhalda óhagkvæmnij landbúnaðinum. Athygli manna hefur beinzt að tengslum málaflokkanna tveggja hér á landi með því að sami ráðherrann, Guðmundur Bjarnason, fer nú með þá báða. Fróðlegt verður að sjá hvernig honum tekst að samræma sjónarmið ráðuneyta sinna til hags- bóta fyrir íslenzkan landbúnað og íslenzka náttúru og um- hverfi, hvort tveggja í senn. Samningurinn um bann við útbreiðslu kjamavopna framlengdur ótímabundið Framhaldsskólinn í Reykholti Ríki sem talið er að hafi smiðað eða reynt að smíða kjarnorkusprengju. Úkraína, Hvíta-Rússland og Kazakhstan munu afhenda Rússlandi vopn sín. UTBREIÐSLA KJARNAVOPNA I HEIMINUM Mikilvægt skref í átt til öryggis í heiminum ÞORRI allra ríkja heims sam- þykkti á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í New York í gær að framlengja ótíma- bundið sáttmálann um bann við út- breiðslu kjarnavopna (Non-Proliferati- on Treaty, NPT). Telja má að þessi ákvörðun, ásamt yfírlýsingum ráð- stefnunnar um að stefnt skuli að banni við kjamorkusprengingum í tilrauna- skyni og við framleiðslu á eldsneyti í kjamorkuvopn, sé skref í átt til ömgg- ara heimsástands, þótt heimur án kjamorkuvopna sé enn fjarlægt mark- mið. NPT-sáttmálinn var gerður 1968 og gekk í gildi árið 1970. Að baki gerðar hans lá óttinn við að kjarna- vopn, sem geta gereytt mannkyninu, breiddust út um heimsbyggðina og ógerlegt reyndist að koma í veg fyrir að óvandaðir ráðamenn notuðu þau í stríði eða til að kúga nágranna sína. NPT byggðist í raun á að frysta þáver- andi ástand; þau fímm ríki, sem höfðu þá komið sér upp kjamavopnum, Bandaríkin, Sovétríkin, Kína, Bret- land og Frakkland, voru skilgreind sem kjarnavopnaríki og öll önnur ríki sem ríki án kjamavopna. Síðamefndi hópurinn undirgengst þá skyldu, samkvæmt samningnum, að koma sér ekki upp kjamavopnum, nota kjamorku einvörðungu í friðsam- legum tilgangi og að samþykkja eftir- lit Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar (IAEA) með skuldbindingum sínum. Á móti skuldbinda kjamorku- veldin sig til að aðstoða önnur ríki við þróun kjarnorku í friðsamlegum til- gangi með því að miðla þekkingu og tækni. Þau heita því jafn- framt að beita kjamavopn- um aldrei gegn ríkjunum, sem ekki hafa þau. Þá legg- ur NPT kjarnorkuveldunum þá skyldu á herðar að stefna að fullri afvopnun — þ.e. útrýmingu kjamavopna — með samn- ingum sín á milli. Af reynslu síðustu áratuga má dæma að NPT-sáttmálinn hafi að mörgu leyti náð markmiðum sínum. Kjamorkuvopn hafa ekki náð „al- mennri“ útbreiðslu í heiminum og eru áfram forréttindavara fárra ríkja. Hins vegar hefur samningurinn ekki leyst ýmis vandamál. Mismunar aðildarríkjunum í fyrsta Iagi er NPT sérstakur al- þjóðasamningur að því leyti að hann mismunar aðildarríkjunum skýrt og greinilega. Sumir eru eigendur kjam- orkuvopna, aðrir ekki. Þetta brýtur í Sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjamorku- vopna hefur verið framlengdur ótímabundið. -*-----------------------------;---------- Olafur Þ. Stephensen fjallar um sáttmálann og hlutverk hans í öryggismálum á heimsvísu. Sjö ríki ekki aðilar að sátt- málanum bága við hina formlegu reglu samfé- lags ríkja að þar séu allir jafnir og geri samninga á jafnréttisgrundvelli, þótt í raunvemleikanum sé auðvitað heilmikill munur á völdum og áhrifum t.d. íslands og Kína. Þetta eiga mörg ríki, sem ekki eiga kjamorkuvopn, erfitt með að sætta sig við þótt þau viðurkenni ef til vill nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gereyðingarvopna. Jafnræði verður ekki komið á með aðildarríkjunum fyrr en alger afvopn- un hefur orðið að veraleika, og ýmis ríki, þar á meðal þróunarlöndin og vestræn ríki á borð við Svíþjóð, Sviss og Nýja-Sjáland telja að kjamorku- veldin hafi ekki aðhafzt nóg til að ná því markmiði. Fleiri en fimmveldin eiga sprengjur í öðra lagi sækjast sum ríki eftir því að eignast kjarnorkuvopn. Eina ríkið fyrir utan fímmveldin, sem sprengt hefur eigin kjamorku- sprengju, er Indland sem sennilega hefur átt gereyðingarvopn frá því árið 1974. Nágrannaríki Indlands, Pakist- an, er granað um að eiga sprengjur og raunar staðfesti fyrrverandi for- sætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, það á síðasta ári. Þá er tal- ið næsta víst að ísraelsmenn hafi komið sér upp kjam- orkuvopnum og Suður-Afr- íkumenn hafa skýrt frá því __ að þeir hafí smíðað nokkrar sprengjur, en tekið þær aft- ur í sundur þegar friðvænlegra varð í suðurhluta Afríku. Veikburða eftirlit og aðgengilegra hráefni Upp hefur komizt um leynilegar áætlanir íraks og Norður-Kóreu að smíða kjamorkuvopn og nú hafa menn áhyggjur af að Iranir hafí svipuð áform á pijónunum. Þess vegna reyna Bandaríkin nú ákaft að fá Rússa ofan af því að_ selja kjamorkueldsneyti og tækni til Irans. Þá hefur leikið sterkur grunur á að Brazilía, Líbýa og Argent- ína (á tímum herforingjastjórnarinn- ar) hafi reynt að viða að sér þekkingu og hráefnum til að smíða sprengjur. í þriðja lagi er eftirlit Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar (IAEA) með því að NPT-samningurinn sé haldinn, fremur veikburða þrátt fyrir strangar öryggisreglur í NPT-samningnum. Það var nokkurt áfall fyrir eftirlit- skerfið þegar upp komst um kjarna- vopnaáætlanir Iraks og Norður- Kóreu. Þá hefur auðgað úran og plú- ton, sem þarf til að smíða kjarnorku- vopn, orðið aðgengilegra eftir hrun Sovétríkjanna — kjarnkleyft úran fannst í krakkum á heimili hermanna í Úkraínu ekki alls fyrir löngu — og atvinnulausir vopnasérfræðingar era sömuleiðis á hveiju strái. Að sumu leyti hefur því orðið auðveldara að eignast kjarnavopn, þótt enn séu margar hindranir á þeirri braut. í þessu samhengi kemur jafnræð- isvandamálið, sem getið var að fram- an, líka við sögu. Það er vandséð hvemig kjamorkuveldin og önnur ríki, sem búa yfir mikilli þekkingu og þró- aðri kjarnorkutækni, eiga að sjá sér fært að standa við skuldbindingar sín- ar samkvæmt NPT um að miðla þess- um gæðum til t.d. lokaðra einræðis- ríkja á borð við íran, í von um að þau verði einvörðungu notuð í friðsamleg- um tilgangi. Raunar segir í samningn- um að öll ríki hafí „óafsalanlegan rétt“ til að nota kjarnorkuna í _________. friðsamlegum tilgangi. Aukinheldur hafa kjarn- orkuveldin ekki alltaf verið sjálfum sér samkvæm í þessum efnum og hjálpað sumum en öðrum ekki, eftir því hvað þjónaði pólitískum hagsmun- um þeirra. Samkomulag Bandaríkjanna og Norður-Kóreu frá síðastliðnu hausti vísar ef til vill veginn í þessu sam- bandi. Þar var samið um að Kóreu- menn fengju aðstoð við að byggja upp kjarnakljúfa, sem ekki er hægt að nota við sprengjuframleiðslu, gegn því að gangast undir strangara eftirlit en áður og hætta hótunum um að ganga úr NPT. Fjórða vandamálið — og eitt það erfiðasta viðfangs — er að það er engin skylda fyrir ríki heims að eiga aðild að sáttmálanum um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Sjö ríki Alger afvopn un forsenda jafnræðis standa enn utan hans, og hin 178, sem hafa skrifað undir hann, geta ósköp fátt gert til að hafa eftirlit með að þau séu ekki að framleiða kjarnavopn. I hópi þeirra ríkja,_ sem standa utan samningsins, eru ísrael, Indland og Pakistan. Bann við sprengingum og framleiðslu á kjarnasprengiefni Framlengingu NPT-sáttmálans ber upp á tíma breyttra aðstæðna í al- þjóðamálum eftir lok kalda stríðsins. Kjamorkuveldin telja sig nú geta fækkað enn vopnum sínum. Bretland og Frakkland hafa fækkað kjarnaodd- um einhliða, þótt þau hafi ekki gert afvopnunarsamninga, og Bandaríkin og Rússland hafa fækkað vopnum sín- um talsvert, samkvæmt START- samningunum. Enn eiga kjarnorku- veldin fimm þó nærri því 20.000 kjarnaodda, sem geta eytt heims- byggðinni nokkrum sinnum. Fyrir endurnýjunarráðstefnuna í New York gáfu Frakkland, Bretland, Bandaríkin og Rússland út sameiginlega yfirlýs- ingu, þar sem ríkin fögnuðu því að kjarnorku vígbúnaðarkapphlaupinu væri lokið og mikilvæg skref hefðu verið stigin í átt til afvopnunar. Ríkin fjögur fögnuðu jafnframt þeim ár- angri, sem náðst hefði í viðræðum á afvopnunarráðstefnunni í Genf um alhliða bann við því að sprengja kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni, þar með talið neðanjarðar. Fjórveldin hvöttu ennfremur til þess að viðræður yrðu hafnar um bann við framleiðslu á kjarnorkueldsneyti, sem nota má í sprengjur, og tóku fram að „hið endanlega mark- mið“ þeirra væri fullkomin afvopnun. Þessi yfirlýsing gaf tón- inn fyrir ráðstefnuna í New York, sem hófst í síðasta mánuði. Kjamorkuveldin komu nægilega til móts við forystu- ríki í kjarnorkuvopnalausa hópnum til þess að hugmyndir, sem vora á lofti fyrir ráðstefnuna um að framlengja NPT aðeins tímabundið, hlutu ekki brautargengi. í markmiðslýsingu, sem samþykkt var á ráðstefnunni um leið og ákveðið var að framlengja NPT, er kveðið á um að stefnt skuli að banni við tilraunasprengingum og við- ræðum um bann við framleiðslu á elds- neyti til vopnagerðar. Tafir vegna deilna araba og ísraels í málsgrein, sem Svíþjóð og fleiri ríki beittu sér mjög fyrir, ítreka aðild- arríkin markmið sín um „algera út- rýmingu kjarnorkuvopna og sáttmála um almenna og algera afvopnun und- ir ströngu og skilvirku alþjóðlegu eftirliti." Jafnframt er kveðið á um „kerfísbundna og framsækna við- leitni [kjarnorkuveldanna] til að fækka kjarnavopnum á heimsvísu." Dr. Sean Howard, sérfræðingur í kjarnorkuvígbúnaði hjá Vertic, sjálf- stæðri rannsókna- og eftirlitsstofnun í London, segir í samtali við Morgun- blaðið að þetta orðalag hafi átt erfiða fæðingu og Bretar og Frakkar hafí haft lítinn áhuga á viljayfirlýsingum um heim án kjarnorkuvopna. Svíar hafi hins vegar lagt gífurlega áherzlu á þetta markmið. Howard segir að fróðlegt verði að fylgjast með umræð- um innan Evrópusambandsins um samdrátt kjarnorkuvígbúnaðar, í framhaldi af ESB-aðild Svíþjóðar. í markmiðslýsingu ráðstefnunnar í New York eru þau fáu ríki, sem ekki eiga aðild að NPT, hvött til að skrifa undir samninginn hið fyrsta, „sérstaklega þau ríki, sem hafa með höndum kjarnorkustarfsemi án eftir- lits“. Þessi málsgrein beinist meðal annars að Israel og það gerir líka ákvæði um að hvatt sé til þess að kjarnorkuvopnalausum svæðum verði komið á fót á spennusvæðum í heim- inum, „svo sem í Mið-Austurlönd- um“. Málamiðlun var gerð um þetta orðalag eftir að arabaríki höfðu kraf- izt þess að samþykkt yrði sérstök áætlun um fordæmingu á kjarnorku- vígbúnaði Israels. Ákvörðun um framlengingu samningsins seinkaði raunar um dag vegna deilna um þetta atriði. Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, lýsti því hins vegar yfir í gær að Israelar myndu ekki breyta um afstöðu á meðan ríki á borð við íran ógnuðu tilveru ísraels- ríkis. Aðspurður um líkur á því að ríkin, sem enn standa utan NPT, fáist nú til að undirrita samkomulagið, segir dr. Howard að þær hafi aukizt með framlengingu þess: „Ríkin, sem standa fyrir utan, geta ekki lengur vísað til þess að samningurinn kunni senn að vera úr sögunni. En friðar- horfur í Mið-Austurlöndum og Suður- Asíu skipta mestu máli.“ Heimur án kjarnorkuvopna? En hvað með hin háleitu markmið um „algera útrýmingu kjarnorku- vopna“? Margt bendir til að þar fylgi hugur ekki máli hjá kjarnorkuveld- unum, og því veldur kalt raunsæi fremur en skortur á friðarvilja. Þekk- ingin, sem þarf til að búa til kjarn- orkusprengju, verður ekki þurrkuð út. Ríkin, sem nú eiga kjarnorku- vopn, benda á að aldrei verði hægt að fá fullkomna tryggingu fyrir því að ríkisstjórn eða glæpahringur geti ekki smíðað kjarnorkuvopn og notað þau til hryðjuverka eða kúgunar. Þess vegna verði kjarnorkuvopn að vera til í höndum ábyrgra ríkisstjórna til að fæla aðra frá því að reyna slíkt. Dr. Howard segist þó vera í hópi bjartsýnismanna í þessu efni. „Kjarn- orkuvopnalaus heimur verður ekki til á næsta áratug, en það er engin útóp- ía að hugsa sér að það geti gerzt á næstu tveimur til þremur áratugum," segir hann. Hann bendir á að Rússar hafi sýnt umtalsvert frumkvæði að frekari afvopnunarviðræðum og slíkt veki með sér vonir. „Bytjunin er að semja um að fækka vopnunum þar til mjög fá verða eftir. Þá kemur það erfiðasta, að ræða alvarlega hvernig hægt verði að fara alveg niður í núll. Sem stendur er stærsta hættan sú að tortryggni komi upp að nýju milli Bandaríkjanna og Rússlands, að eftir fimmtán til tuttugu ár verði enn til þúsundir kjarnaodda, og að við náum aldrei því stigi að síðasta skrefið virð- ist innan seilingar,“ segir Howard. Spurningin hlýtur engu að síður að vera sú hvernig hægt sé að tryggja að enginn stingi fáeinum sprengjum undan eftirliti og að ekki sé framleitt auðgað kjarnorkueldsneyti, sem nota má í vopn. Fullkomið eftirlit er tæp- lega til, og þess vegna er ólíklegt að heimur án kjarnorkuvopna sé innan seilingar. NPT-sáttmálinn og aðrir sáttmálar, sem hugsanlega verða gerðir á næstu áram og áratugum, eru hins vegar mikilvægt skref í átt til öruggara ástands í heiminum. Skólameistari snýr aftureftir 15 ár Engin bein lagaákvæði eru um rétt ríkisstarfs- manna til leyfis á meðan þeir gegna þing- * mennsku, segir Páll Þórhallsson. Qlafur Þ. Þórðarson snýr aftur í krafti ráðuneytisbréfs, sem er ekki einsdæmi, og styðst við kjara- samninga kennara, anda laganna og venju. Ólafur Þ. Oddur Þórðarson Albertsson OLAFUR Þ. Þórðarson fyrr- verandi al- þingismaður hefur fengið staðfest hjá menntamálaráðuneytinu að hann eigi rétt á sinni gömlu skólastjórastöðu við Reykholtsskóla og að hann hefji störf þar á ný, eftir fímmtán ára hlé, hinn 1. júní næstkom- andi. Nemendur hafa mótmælt þessu og Oddur Albertsson, starfandi skólameistari, segist bjartsýnn á að þetta gangi ekki eftir. „Það er eitthvað sem hlýtur að leysast úr læðingi úr allri þessari orku sem er hér til staðar,“ segir hann. Oddur kveðst ekki ætla að starfa áfram við skólann undir stjórn Ólafs. Ólafur Þ. Þórðarson var kjörinn á þing í desember 1979 en þá var hann skólastjóri í Reykholti. Segir Ólafur að hann hafí annast um skólann fram á vor 1980 í samræmi við 2. mgr. 48. gr. stjórnarskrárinnar þar sem sagði að embættismenn þeir sem kosnir verði til Alþingis þurfi ekki leyfí stjórnarinnar til að þiggja kosninguna, en þeim sé skylt að annast um að embættisstörfum þeirra verði gegnt á þann hátt sem stjórnin telji nægja. Þetta stjórnarskrárákvæði var fellt úr gildi árið 1991. Haustið 1980 fékk Ólafur svo bréf frá ráðuneytinu, nánar tiltekið 11. september 1980, þar sem honum var veitt leyfi frá störfum á meðan hann starfaði á Alþingi. Að sögn Sigurðar Helgasonar, deildarstjóra í menntamálaráðuneyt- inu, var leyfið gefið í samræmi við kjarasamninga kennara við ríkið þar sem gert er ráð fyrir að kennarar geti fengið leyfí frá störfum. Einnig er gert ráð fyrir því í 11. gr. laga nr. 75/1980 um þingfararkaup alþingis- manna að þingmenn geti gegnt áfram störfum hjá ríkinu með þingmennsku: „Nú gegnir alþingismaður starfí hjá ríki eða ríkisstofnun með þing- mennsku. Skal hann þá njóta launa hjá ríki eða ríkisstofnun samkvæmt mati viðkomandi ráðuneytis, þó aldrei hærri en 50%,“ segir þar. Að vísu segir þar ekkert um leyfi frá störfum en það hlýtur að leiða af sjálfu að fyrst þingmaður hefur heimild til að gegna áfram störfum eftir að hann sest á þing þeim mun heldur má hann vera í leyfí frá störfum. Að sögn Sigurðar hefur það verið mat viðkomandi ráðuneytis hvort leyfi er veitt frá störfum. Þegar skóli er úti á landi liggur í augum uppi að þing- maður getur ekki gegnt kennslustörf- um. Þess vegna kemur ekki til álita að hann sé áfram í starfí, eins og 11. gr. 1. 75/1980 gerir ráð fyrir, heldur er honum veitt leyfí. Að sögn Sigurðar era fjórir þingmenn nú starfandi kenn- arar. Einn þeirra hefur þegar beðið um leyfi, Hjálmar Ámason, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og hefur staðan verið auglýst og var komist svo að orði í auglýsingunni að það væri á meðan Hjálmar sæti á þingi. Ekki er óalgengt að kennuram séu veitt námsleyfí til árs. Lengri leyfí þekkjast eins og þegar menn hafa gerst sendikennarar erlendis. Alþing- ismenn úr kennarastétt hafa fengið leyfí ef þeir hafa óskað þess sem er tímabundið í þeirri merkingu að það varir á meðan þeir starfa á Alþingi. Leyfísbréf Ólafs er því ekkert eins- dæmi, að sögn Sigurðar Helgasonar deildarstjóra, og það veitir honum ótví- ræðan rétt til að snúa aftur. Kemur á óvart Oddur Albertsson réðst til Reyk- holts sumarið 1992. Segir hann að skólanefndin hafí þá ákveðið að gera tilraun til að bjarga héraðsskólanum með því að ráða „óhefðbundinn skóla- stjóra" en héraðsskólar hafí þá verið að dragast upp. Hann segir að sér hafi verið kunnugt um að Ólafur Þ. Þórðarson væri í leyfí. Og það hafi fjórir skólastjórar á undan sér vitað. Sér komi hins vegar á óvart að Ólafur telji sig ráða við starfann. Reykholts- skóli hafi breyst ákaflega mikið á fímmtán árum og unglingar nú séu erfiðari viðfangs en þá. Það sé flókið að stjóma svona „unglingafjölskyldu" eins og á heimavistarskóla. Sér hafí tekist að móta ákveðna hugmynd um skóla sem foreldrar bamanna séu ánægðir með en margir nemendanna hafi verið hornreka í öðrum skólum. Um sé að ræða sambland af fram- haldsskóla og lýðháskóla: opinn fram- haldsskóla, eins og hann kýs að nefna það. Reynt sé að hafa skólann heimil- islegan. Skólinn hafi verið tekinn í gegn og hann sniðinn að nútímanum. Þar sé til dæmis kvikmyndastúdíó og mikið af tölvum. Reglum um mætingarskyldu ekki fylgt fram Ólafur Þ. Þórðarson kveðst hafa skrifað ráðuneytinu bréf þegar ljóst var að hann tæki ekki sæti á þingi og spurt hvort staðan sem hann gegndi væri enn til og fengið jákvætt svar og hann ætti rétt til hennar. Hann telur ekki hyggilegt að tjá sig mikið um það hvort hann muni breyta til skólanum er hann tekur við af Oddi. „Þegar ég tók við Reykholti á sínum tíma þá breytti ég engu fyrri veturinn en ég tók ýmsar ákvarðanir um breyt- ingar seinni veturinn." Hann finnur þó að því að ekki hafí verið fylgt fram reglum um mætingarskyldu, en hún sé 80%. Þónokkuð margir nemendur séu að þreyta próf nú í vor sem ættu að vera fallnir á mætingu. Engin íþrót- takennsla sé við skólann og tilraunir til kennslu í fjölmiðlun hafí misheppn- ast. Dýr myndbandstæki, sem keypt hafí verið, hafí aðallega verið notuð til að fjölfalda myndbönd en ekki sköpunarstarfa. Áðspurður um mótmæli nemenda við því að hann taki við segir Ólafur að hann sé það sjóaður í stjómmálum að hann fari ennþá eftir þvi sem stóð í Sálarfræði Símons Jóh. Ágústsson- ar, að reyndir stjómmálamenn tækju ekki mark á undirskriftum. „Nú veit ég að það era nemendur sem ætla að sækja um skólavist aftur þótt Oddur fari. Þeir eru ekki í að- stöðu til þess að segja nei, þegar þeir þurfa að fara að taka öll sín próf. Vita að andrúmsloftið á staðnum er andsnúið því að ég fari uppeftir og óttast það hreinlega að ef þeir neituðu að skrifa undir svonalagað þá gæti það haft þær afleiðingar að þeir fengju verri útkomu út úr prófínu, svo maður tali heiðárlega um þetta,“ segir Ólaf- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.