Morgunblaðið - 12.05.1995, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Einkavæðing áfengissölu
A DÖGUNUM lauk
Alþingi og voru mörg
mál afgreidd síðustu
daga þingsins, en ekki
tókst að ljúka öllu sem
fyrir lá. Eitt af þeim
málum sem ríkisstjórn-
inni tókst ekki að knýja
í gegn voru lög um
afnám einkaréttar
ÁTVR á innflutningi
áfengis. Þó var reynt
fram á síðustu klukku-
stundir þingsins. Nú á
enn að reyna að knýja
á framgöngu málsins á
vorþingi.
Ofært er að svo mik-
ilvægu máli sé hraðað
í gegnum þingið án ítarlegrar um-
ræðu. Tekjur ríkissjóðs af áfengis-
sölu eru háar og óþarfi að tefla
þeim í tvísýnu fyrir skyndihagsmuni
fárra aðila.
Fróðlegt er að skoða hví svo
mikil áhersla var lögð á samþykkt
málsins, sérstaklega í þinglok.
Kunnugir segja þetta hefðbundin
hrossakaup. Aðilar málsins vita, að
ef innflutningur á áfengi er gefinn
frjáls, þá fer mest öll sala til veit-
ingahúsa í gegnum Tollvörugeymsl-
una hf. en þar eru stórir eignaraðil-
ar umboðsmenn áfengistegunda.
Þessir aðilar eru einmitt þeir er
hvað harðast hafa gengið fram í
að fá breytinguna samþykkta. Þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, með
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra fremstan í flokki, reyndu með
öllum ráðum að tryggja að þessi
ráðagerð gengi fram.
Sagði Jón Hannibalsson
allan sannleikann?
Enn fróðlegra er að skoða við-
brögð Jóns Hannibalssonar. Hann
Eyjólfur
Eysteinsson
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífraen efni
• Hár /
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensínstöðvar
og helstu ^ ""
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 567 7878 -fax 567 7022
Tilbúinn
stíflu
eyðir
þagði þunnu hljóði og
lét Friðrik berjast ein-
an í þessu. Ástæðan
er augljós þeim er
málið þekkja. Jón
Hannibalsson fór ham-
förum í EES-málinu
og sást oft ekki fyrir.
Þegar hann talaði fyrir
EES-samningunum
nefnir hann sérstak-
lega að alls ekki þurfi
að breyta rekstri
ÁTVR. Áfengisversl-
unin gæti starfað
óbreytt eftir samning-
inn. Undir þetta tók
Friðrik Sophusson og
fullyrti hann að breyt-
ingar á ÁTVR hefðu ekkert með
ESS-samninginn að gera. Hann
væri aðeins að framfylgja skoðun-
um sínum um einkavæðingu ríkis-
fyrirtækja. Á síðustu dögum þings-
ins kom allt í einu annar tónn í
umræðuna. Nú var allt í einu nauð-
synlegt að breyta ÁTVR vegna
þess að reksturinn bryti í bága við
EES-samninginn.
Hvað er að gerast hér?
Jón Hannibalsson hefur sýnilega
vonda samvisku í þessu máli og því
kýs hann að þegja. Hann fór með
rangt mál ásamt Friðrik og senni-
lega vísvitandi. Annars eigum við
að trúa því að stjórnmálamenn okk-
ar viti hvað þeir eru að skrifa undir
í alþjóðasamningum. Það versta í
þessu máli er að fjölmiðlakórinn
kemur ekki auga á það sem skiptir
hér máli. Fjölmiðlarnir gapa upp í
ráðherrana og gleypa allt hrátt sem
frá þeim kemur. Allt í einu er það
orðið aðalefni að íslendingar gætu
hugsanlega verið kærðir til EFTA-
dómstólsins, hugsanlega tapað mál-
inu, og ef einhveijir hugsanlega
kærðu íslenska ríkið og hugsanlega
ynnu málið þá gæti íslenda ríkið
hugsanlega lent í að greiða þeim
aðilum skaðabætur.
Hvað eru menn
eiginlega að hugsa?
í fyrsta lagi er EFTA-dómstóllinn
umboðslaus. í honum sitja fulltrúar
landa sem eru fyrir löngu gengin
úr EFTA-samstarfinu. EFTA-dóm-
stóllinn er óstarfhæfur í núverandi
mynd og því engin ástæða til að
óttast neitt úr þeirri átt.
í öðru lagi var samþykkt EES-
samningsins hér á landi byggð á
blekkingum eins og kemur fram
hér að ofan. Skv. viðurkenndum
stjórnlaga- og þjóðréttarfræðingum
ZERO-3*
3ja daga megrunarkúrinn
Svensson
Mjódd, sími 557-4602.
Opið virka daga kl. 13*18, laugard. 13*16
Póstv.sími 566-7580.
ÁTVR gæti starfað
óbreytt eftir EES-samn-
ingum, segir Eyjólfur
Eysteinsson, sem varar
við flumbrugangi í
einkavæðingu.
falla slíkir samningar þegar úr gildi
ef blekkingum er beitt til þess að
fá aðila til þess að.skrifa undir. í
þriðja lagi er útilokað að einhveijir
aðilar geti fengið skaðabætur frá
íslenska ríkinu meðan að íslenskum
lögum hefur verið framfylgt. í
þessu tilfelli hafa íslensk lög ekki
verið brotin og því getur ekki verið
um neinar skaðabætur að ræða.
Það á að láta
reyna á fyrirvarana
Þegar EES-samningurinn var
undirritaður og samþykktur var það
gert með ákveðnum fyrirvörum frá
hendi íslendinga og ákveðinni túlk-
un af okkar hálfu. Sú túlkun var,
eins og kemur fram hér að ofan,
að engar breytingar þyrfti að gera
á rekstri ÁTVR. Það er algerlega
ástæðulaust að ætla fyrirfram að
okkar túlkun og skilningur á samn-
ingnum sé rangur og málið sé fyrir-
fram tapað. Við eigum að standa á
rétti okkar fyrir EFTA-dómstóln-
um.
Fjölmiðlar eiga að einbeita sér
að því að grafa upp hvernig stjórn-
málamenn geta leyft sér vísvitandi
að fara með rangfærslur og jafnvel
ósannindi þegar þeir eru að vinna
málstað sínum fylgi. Það á ekki að
láta þá komast upp með að segja
eitt í dag og annað á morgun.
Stjórnmálamenn eiga að standa við
orð sín og taka afleiðingum gerða
sinna. Þessu eiga fjölmiðlar að
fylgjast með og veita stjórnmála-
mönnum nauðsynlegt aðhald en
ekki grípa hvert orð sem frá þeim
kemur sem endanlegan sannleika.
íslendingar hafa ekki framselt neitt
löggjafarvald til erlendra aðila og
við lifum hér eftir íslenskum lögum.
Sjálfsagt er að endurskoða lög
og reglur sem gilda um starfsemi
ÁTVR. Nauðsynlegt er að sú um-
ræða sé málefnaleg og ítarleg þann-
ig að menn geri ekki eitthvað í fljót-
ræði fyrir stundarhagsmuni fárra
hagsmunaaðila.
Allir vita hvaða flumbrugangur
hefur ríkt hér í einkavæðingarmál-
um. Nægir að nefna þegar reynt
var að einkavæða SVR eða klúðrið
í kringum Bifreiðaskoðun íslands á
sínum tíma. Einnig má minnast á
þegar Lyíjaverslun ríkisins var gef-
in og Síldarverksmiður ríkisins voru
afhentar á silfurfati. Gengi hluta-
bréfa þessra fyrirtækja í dag sanna
það undirmat sem fyrirtækin voru
afhent á.
Er ekki rétt að staldra við og
taka málin til gaumgæfilegrar at-
hugunar áður en stærsta tekjupósti
ríkissjóðs er teflt í tvísýnu?
Höfundur er útsölustjóri Á TVR í
Keflavík.
Á alþjóðadegi
hj úkrunarfræðinga
Ardís Kristín Norðmann
Henriksdóttir Jónsdóttir
STÖRF hjúkrunar-
fræðinga hafa verið
lítt áberandi í þjóðfé-
laginu gegnum tíð-
ina, þar sem þau hafa
að mestu leyti farið
fram innan veggja
sjúkrastofnana.
Á síðustu árum
hefur starfssvið okk-
ar aukist til muna.
Núna starfa hjúkr-
unarfræðingar við
fleira en beina
umönnun sjúkra.
Sem dæmi má nefna
vinnueftirlit og for-
varnarstarfsemi,
stjórnunarstörf á
sjúkrastofnunum, fræðslu til al-
mennings, heilsuvernd og kennslu
í skólum. Einnig starfa hjúkrunar-
fræðingar hjá fleiri opinberum
stofnunum eins og Landlæknisemb-
ættinu og heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu.
Starfssvið hjúkrunar-
fræðinga hefur stækk-
að, orðið ijölþættara,
segja Ardís Henriks-
dóttir og Kristín Norð-
mann Jónsdóttir, og
byggir á menntun á
háskólastigi.
Núna er menntun íslenskra
hjúkrunarfræðinga eingöngu á há-
skólastigi og stöndum við mjög
framarlega miðað við nágranna-
löndin. Námið nær yfír breitt svið
og er í takt við öra þróun og tækni-
framfarir á sviði heilbrigðismála.
Sífellt flóknari og fjölbreyttari með-
ferð sjúkdóma og heilbrigðisvanda-
mála auka kröfur um hæfni okkar
í starfi, vísindalegan hugsunarhátt
og vinnubrögð. Starf okkar er krefj-
andi og ábyrgðin mikil en að sama
skapi ekki metið að verðleikum.
Almenningsálitið hefur gjarnan
verið á þann veg að hjúkrunarfræð-
ingar séu fórnfúsir og vinni starf
sitt af hugsjón. Það er fagnaðarefni
hversu margir hjúkrunarfræðingar
eru komnir með meistaragráðu í
hjúkrun, tveir hafa lokið doktors-
prófí og fleiri stunda það nám. Því
er ótrúlegt að enn skuli heyrast þær
raddir að hjúkrun eigi ekki heima
í háskóla og að hjúkrunarfræðingar
eigi að vera þakklátir fyrir laun sín
og ekki að taka þátt í kjarabaráttu.
Það er ánægjulegt að heilbrigðis-
ráðherra í nýrri ríkisstjórn skuli vera
hjúkrunarfræðingur, að loksins skuli
heilbrigðismenntaður einstaklingur
gegna þessu krefjandi embætti. Við
erum sannfærðar um að menntun
Ingibjargar Pálmadóttur eigi eftir
að nýtast henni í starfi sem ráð-
herra á komandi kjörtímabili og ósk-
um henni alls hins besta. Að lokum
óskum við öllum hjúkrunarfræðing-
um til hamingju með daginn.
Höfundar eru
hjúkrunarfræðingar &
Landspítala.
Ég vil
Jón Múla aftur
V
Miðvikudaginn 10. maí las ég
í Morgunblaðinu stutta grein
eftir Vilhelm G. Kristinsson út-
varpshlustanda. Yfírskrift grein-
arinnar er: Við viljum Jón Múla
aftur.
Ég tek undir þessi orð og
geri þau að mínum: Ég vil fá Jón
Múla Árnason aftur til að ann-
ast jassþætti í Ríkisútvarpinu,
eins og hann lengi og vel hefur
gert. Beiðni þessa efnis bar ég
upp milliliðalaust við Jón Múla
sjálfan snemma á þessu ári. En
hann hafnaði beiðninni og kvað
tilgangslaust að ræða það mál
frekar.
Hitt er rangt, sem í grein
Vilhelms G. Kristinssonar
stendur, að „yfirmenn Ríkisút-
varpsins neituðu að leiðrétta"
launagreiðslur til Jóns Múla.
Leiðrétting þessi hefur nú þegar
átt sér stað. Málið snýst því
ekki um kaup og kjör, eins og
ætla mætti af orðum Vilhelms
G. Kristinssonar. Jón Múli kaus
að láta af störfum um síðustu
áramót. Við því virðist ekki vera
neitt að gera. Víst er um það,
að Ríkisútvarpið ber ekki fjár-
hagslega ábyrgð á því, hvernig
komið er.
Með vinsamlegri kveðju,
Heimir Steinsson
útvarpsstjóri
AEG
Ryksuga Vampyr 7400 1400 w.
Þrjár sogstillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97%
hreinu lofti. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra.
Lengjanlegt sogrör. Fylgihlufageymsla.
Verð ábur 18.720,- eba 17.789,- stgr.
Ver& nú 15.900,- stgr.
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Alveg Etnstök Gæði
mmniBOB
Þegar gamla ryksugan sýgur sitt s/ðasfa,
jbá er kominn tími til að endurnýja.
Er jbá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana.