Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C Yfirvöld í Japan láta til skarar skríða gegn sértrúarsöfnuði Lögregluáhlaup á höfuðstöð varnar Tókýó. Reuter, The Daily Telegraph. JAPANSKA lögreglan réðst í gær- kvöldi inn í höfuðstöðvar sértrúar- safnaðar, sem er talinn hafa staðið fyrir mannskæðri taugagasárás í Tókýó fyrir átta vikum. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í árásinni á höfuðstöðvamar, sem eru við rætur Fuji-fjalls. Þeir voru með kanarífugla og gasgrímur til að veijast hugsanlegri eiturgasárás. Hjólsög var notuð til að saga gat á stáldyr á jarðhæð þriggja hæða byggingar sem leiðtogi safnaðarins, Shoko Asahara, bjó í. Lögreglan réðst inn í hús á alls 130 stöðum víðs vegar um landið. Ekki var vitað til þess að fylgismenn safnaðarins hefðu veitt mótspyrnu. Áður hafði japanskur dómstóll fyrirskipað lögreglunni að handtaka Shoko Asahara og 40 fylgismenn hans eftir umfangsmestu lögreglu- rannsókn í sögu landsins. Talið var að Asahara væri í neðanjarðarbyrgi í höfuðstöðvunum en japanska fréttastofan Kyodo sagði í gær- kvöldi að svo virtist sem lögreglunni hefði ekki tekist að klófesta hann. Kyodo sagði að lögreglan teldi að Asahara hefði skipað fyrir um gasárásina og framleiðslu sarin- gassins sem notað var. Árásin kost- aði 12 manns lífið og meira en 5.000 veiktust. Lögreglan hefur upplýsingar um að söfnuðurinn hafi byijað að fram- leiða sarin-gas fyrir tveim árum og m.a. gert tilraunir með það í sauð- Ijárbúi í Ástralíu. Búnað og nauð- synleg efni hafi hann fengið frá ýmsum löndum, svo sem Rússlandi. Fyrr um daginn handtók lögregl- an Yoshihiro Inoue, „leyniþjónustu- ráðherra" safnaðarins, þegar bifreið hans var stöðvuð við vegartálma. Lögreglan telur hann hafa skipulagt árásina. Lögreglan hafði lýst eftir honum fyrir árásina þar sem hann hafði haft þann starfa að hafa uppi á og ræna fólki sem sagt hafði skil- ið við söfnuðinn. Reuter ALISON Hargreaves á Everest-fjalli. Tveggja barna bresk móðir Reuter Kleif Everest ein og án aukasúrefnis London. The Daily Telegraph. BRESK tveggja barna móðir varð um helgina fyrst kvenna til að klífa Everest-tind án þess að nota súrefnistanka auk þess sem hún bar allan útbúnað sinn sjálf. Alison Hargreaves, sem er 33 ára, náði takmarki sínu á laugar- dag og sendi þá kveðju til barna sinna: „Ég er á tindinum og elska ykkur heitt.“ Everest-fjall er 8.848 m hátt. Hargreaves er önnur í röðinni til að klífa norðurhlið Everest án þess að nota súrefnistanka eða hafa með sér burðarmenn. í fyrra varð hún að hætta við fyrstu tilraun til að klífa Everest vegna kals. Hún er eina konan á Bretlandi sem hefur atvinnu af fjallaklifri. Rebecca Stephens var fyrst kvenna til að klífa Everest árið 1993. Hargreaves sagði í fyrra að hefði hún viljað komast á tind fjallsins hefði hún farið fyrir löngu. Klifur með aukasúrefni og aðstoðarmenn væri nánast trygging fyrir því að áfanginn næðist. Að klífa einn er talið miklu erfiðara og hættulegra. Fór erfiða leið Að sögn eiginmanns Hargrea- ves, ljósmyndarans Jims Ball- ards, átti hún í erfiðleikum vegna hvassviðris og neyddist til að fara nærri slóðanum sem kostaði George Mallory og Sandi Irvine lífið árið 1924. Sagði Ball- ard að ítalinn Reinhold Messner, sá eini sem komist hefur án auk- asúrefnis og aðstoðarmanna, hefði komist auðveldari leið á tindinn árið 1980 en Hargreaves vegna hagstæðari snjóalaga. Næsta takmark Hargreaves er að klífa næsthæsta tind ver- alaar, K2, sem einnig er í Hima- lajafjöllum. Sigri Menems fagnað CARLOS Menem náði endur- kjöri i forsetakosningunum í Argentínu á sunnudag með tæp- um helmingi atkvæða. Forsetinn fagnaði úrslitunum með því að lýsa yfir því að peronistaflokkur hans hefði orðið að „ósigrandi afli“. „Við höfum þegar lagt óðaverðbólguna að velli. Núna ætlum við að útrýma atvinnu- leysinu,“ sagði hann. Mikil fagnaðarlæti voru í Bu- enos Aires eftir að úrslitin lágu fyrir og á myndinni fagna stuðn- ingsmenn Menems eftir sigur- ræðu forsetans. ■ Þakkaður mikill árangur/20 Norðmenn varaðir við Óaló. Morgunblaðið. JAMES Baker, sem fer með hval- veiðimál innan bandaríska utanrík- isráðuneytisins, hefur sent norskum stjórnvöldum bréf með óvenju hvassri gagnrýni á hrefnuveiðar Norðmanna. Baker segir þar Norð- menn grafa undan viðræðunum við Bandaríkjamenn um hvalveiðar með því að halda áfram hrefnuveið- um sínum í andstöðu við Alþjóða- hvalveiðiráðið. Baker lætur í ljós óánægju með að Norðmenn skuli hafa ákveðið einhliða og gegn vilja hvalveiðiráðs- ins að halda áfram hrefnuveiðum í atvinnuskyni. Þetta hafi þeir ákveð- ið þrátt fyrir að þeir hafi vitað að Bandaríkjastjórn sé andvíg slíkum veiðum. Káre Bryn, sem fer með hval- veiðimál í norska utanríkisráðu- neytinu, segir tóninn í bréfinu óvenju hvassan. „Við höfum átt í góðum viðræðum við Bandaríkja- menn síðustu ár og við lítum á bréf- ið sem skýra viðvörun." Kjósendur í Hvíta-Rússlandi vilja efla tengsl við Rússland Lúkashenko leyft að leysa upp þingið Mínsk, Strassborg. Reuter. ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, fékk stuðning um 80% kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslu við tillögur sínar um aukin völd og nánari tengsl við Rússlahd í kosningunum á sunnudag. Víða var kjörsókn of lítil í þingkosning- unum, sem fram fóru samtímis, til þess að úrslit teldust gild og aðeins 17 af 260 þingmönnum hlutu kjör þegar í fyrri umferð. Nefnd eftirlitsmanna frá Evrópu- ráðinu fylgdist með þessum fyrstu þingkosningum sem haldnar eru í landinu eftir hrun Sovétríkjanna. Hún segir að sumt hafi verið gagn- rýnisvert í framkvæmdinni en kosn- ingarnar hafi samt verið skref í rétta átt. Kjörsókn var 64,5% að meðaltali. Lúk- ashenko fékk m.a. leyfi kjós- enda til að leysa upp þingið og sýndi hann sjálfur hug sinn til löggjafarsamkundunnar með því að setja strik yfir nöfn allra fram- bjóðenda á kjörseðlinum. Hann sagði kosningarnar bruðl með tíma sinn og almennings. Erfiðir samningar við Rússa Heimildarmenn úr röðum þing- manna telja hættu á því að mörg þingsæti verði ekki skipuð vegna lélegrar kjörsóknar. Muni áhuga- leysi kjósenda verða til þess að styrkja stöðu forsetans sem hefur átt í miklum deilum við þingið. Reynt hefur verið að undanförnu að ná samningum við Rússa um aukið samstarf í efnahagsmálum, en þeim lnýs hugur við kostnaðin- um sem hlýst af niðurgreiðslum á orku til Hvít-Rússa. ■ Óvanir sjálfstæði/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.