Morgunblaðið - 16.05.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 16.05.1995, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ PflLLflWflLFUN Gillian Sveinsson þolfimikennari heldur eins dags verklegt námskeið í PALLAÞJÁLFUN með tveimur pöllum fyrir kennara og áhugafólk um pallaþjálfun. m TÆKNIÞJÁLFUN ■ PALLAÞJÁLFUN ■ SAMSETNINGAR MEÐ TVEIMUR PÖLLUM Námskeiðið hefst laugardaginn 20. maíkl. 12.00 -16.30 Notið tækifærið og lærió eitthvað nýtt! Aóeins þetta eina námskeið! Takmörkuð þátttaka! Skráning og nánari upplýsingar í Mætti í síma 568 9915. VIÐSKIPTI Þjóðaratkvæði um ljósvakamiðla á Ítalíu Rupert Murdoch með hræðsluáróður Mílanó. Reuter. VINSTRI menn hafa sakað Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu, um að koma af stað umtali um að ástralski fjölmiðla- kóngurinn, Rupert Murdoch, hafí hug á að kaupa sjónvarpsstöðvar hans þijár. Talsmenn vinstri lýðræðisflokks fyrrverandi kommúnista, PDS, segja að Berlusconi og Fininvest, fjölmiðlafyrirtæki hans, reyni að vekja ugg um að ítalskt sjónvarp komist í hendur útlendinga til þess að afstýra ósigri í þjóðaratkvæði um Ijósvakamiðla 11. júní. „Fininvest vill vekja andúð á þjóðaratkvæðagreiðslunni og löguin gegn einokun á sjónvarpi," sagði málsvari PDS í fjölmiðlamálum, Vincenzo Vita. „Fininvest vill minnka eignaraðild sína og skapa hræðslu um leið með erlendu fjár- magni,“ sagði Vita í flokksmál- gagninu L’Unita. Óformlegt tilboð Fininvest er annað stærsta fjöl- miðlafýrirtæki Evrópu og'skýrði frá því á föstudag að það hefði til at- hugunar tilboð frá fyrirtækí Murdochs, News Corp, um kaup á sjónvarpsrásunum Rete Quattro, Canale 5 og Italia Uno og auglýs- M0K6l\ BLADSINS Brúbkaup í blíbu og stríbu Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 28. maí nk., fylgir blaðauki sem heitir Brúðkaup - í blíðu og stríðu. í þessum blaðauka verður fjallað um fatnað brúðhjóna, athöfnina sjálfa, undirbúninginn, veisluna og brúðkaupsferðir, bæði innanlands og utan. Rætt verður við hjón sern hafa verið gift Iengi og önnur sem eru nýgift eða á leið í hjónaband. Þá verður litið á giftingarhringa, brúðarmyndir og brúðarvendi, skreytingar og gjafir og vöngum velt yfir siðum og venjum sem skapast hafa í kringum brúðkaup. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 föstudaginn 19. maí. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný Sigurðardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! FJÖLMIÐLAKÓNGURINN ítalski og forsætisráðherrann fyrrver- andi, Silvio Berlusconi, er sakaður um að dreifa hræðsluáróðri á Italiu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ljósvakamiðla sem verður þar í landi 11. júní nk. ingaskrifstofu fyrirtækisins. News Corp staðfesti að fyrirtæk- in hefðu haft samband sín í milli, en sagði að ekkert ákveðið tilboð lægi fyrir og kvað fréttir um tilboð upp á 2,8 milljarða dollara orðum auknar. Heimildir í fyrirtækinu herma að engin ákvörðun verði tekin fyrr en eftir þjóðaratkvæðið í júní. Hagnaður Ericson jókst um nærhelming Kaupnmnnahöfn. Morgunblaðið. SPAR símafyrirtækisins LM Erics- son í ársbyrjun um að það stefndi í gott ár hjá fyrirtækinu virðast ætla að rætast. Á fyrsta ársfjórð- ungi ársins jókst hagnaður þess fyrir skatt um 48 prósent, miðað við sama tímabil árið áður og er nú sem samsvarar tólf milljörðum íslenskra króna. Lars Ramqvist, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að undanfarið þijú og hálft ár hafi pantanir aukist jafnt og þétt. Jafnhliða hagstæðri útkomu hef- ur fyrirtækið nýlega gert stóra samninga um sölu og uppsetningu símakerfa. í Osaka mun fyrirtækið til dæmis setja upp farsímastöð að verðmæti tíu milljarða íslenskra króna og í Brasilíu reisir fyrirtækið aðra stöð að verðmæti sex milljarða íslenskra króna. LM Ericsson er stærsti framleið- andi símakerfa fyrir farsíma og þriðji stærsti framleiðandi farsíma- tækja. Meira en fjörutíu prósent þeirra, sem nota farsíma, eru tengd kerfum frá fyrirtækinu. Markaðs- hlutdeild þess á farsímatækjamark- aðnum er tíu prósent. Mikill vöxtur á þessum markaði kemur því fyrir- tækinu mjög til góða og Lars Ram- qvist hefur látið svo um mælt að þetta sé aðeins upphafið fyrir far- símaiðnaðinn. Næststærsti fram- leiðandi farsíma er finnska fyrir- tækið Nokia, en skýringin á vel- gengni norrænna fyrirtækja liggur meðal annars í hve snemma tókst að koma á norrænu farsímakerfi, svo markaðurinn tók fljótt við sér. Norðurlönd eiga heimsmet í far- símavæðingu. I M P E X Sterkt • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman í~n r i I 0DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 62 72 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.