Morgunblaðið - 16.05.1995, Síða 60

Morgunblaðið - 16.05.1995, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ;fg RNp-*; íl Morgunblaðið/Svavar Siguijónsson Mokveiði á úthafskarfamiðum MOKVEIÐI hefur verið á úthafs- karfamiðum á Reykjaneshrygg undanfarna daga og er veiðiget- an meiri en vinnslugetan um borð í frystitogurum. Unnt er að veiða allt að 100 tonnum á sólar- hring en vinnslggetan um borð í frystitogurunum er 50-60 tonn. Vestmannaey VE Iandaði á laug- ardag í Eyjum 500 tonnum upp úr sjó, mestmegnis úthafskarfa, og hleypur verðmætið á um 32-35 milljónum kr. Megnið af aflanum fékkst á einni viku út af Reykja- nesi. Magnús Kristinsson útgerð- armaður Vestmannaeyjar segir þá annmarka á útgerðinni að verð fyrir úthafskarfa er lágt á Japansmarkaði. Hásetahluturinn á Vestmannaey er nálægt 320-350 þúsund kr. fyrir veiði- ferðina. Sjávarútvegsráðherra um ummæli utanríkisráðherra Stendur ekki til að auka kvótann ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki standi til að auka við þorskkvótann á yfirstand- andi fiskveiðiári. Engin umræða hafi farið fram um slíkt innan ríkis- stjórnarinnar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra gaf í skyn í DV í gær að svigrúm væri fyrir kvóta- aukningu. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við DV að svo virtist sem miklu meiri fiskur hefði verið á grunnslóð en undanfarin ár. Aðspurður hvort svigrúm væri að myndast til aukn- ingar þorskkvóta svaraði ráðherr- ann: „Það er eitthvert svigrúm en ég hef aldrei gert ráð fyrir að það sé mjög mikið og áreiðanlega ekki til að gera menn ánægða með sinn hlut.“ Heimild ekki fyrir hendi „Ég veit ekki hvað þarna er um að ræða. Við höfurW verið að vinna að því að undanförnu að reyna að finna svigrúm innan núverandi kerfis til þess að bæta aðeins stöðu aflamarksbáta. Fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur í lok maí og í framhaldi af því verða með venjulegum hætti teknar ákvarðanir um heildarafla næsta árs,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að hann hefði ekki heimild til að stækka þorsk- kvótann. Lögin um stjórn fiskveiða gerðu ráð fyrir að ef taka ætti ákvörðun um breytingu á heildar- afla yrði það að gerast fyrir 15. apríl. -----» ------- Símamenn til sátta- semjara SAMNINGANEFND ríkisins hefur vísað kjaradeilu Félags íslenskra símamanna og ríkisins til ríkissátta- semjara. Fátítt er að ríkið hafí frum- kvæði að því að vísa kjaradeilu til sáttasemjara. Indriði H. Þorláksson, varaformaður samninganefndar rík- isins, segir að þetta sé gert vegna þess að mjög hægt hafí miðað í viðræðum deiluaðila. í síðustu viku gerði ríkið kjara- samninga við Póstmannafélagið, Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar og svokallað samflot, en það eru 19 bæjarstarfsmannafélög sem rflcið semur við vegna starfsmanna sem vinna á ýmsum stofnunum út um landið. Kjarasamningarnir eru allir með svipuðum hætti og önnur félög hafa gert á síðustu vikum og mán- uðum. Alþingi sett í dag ALÞINGI verður sett í dag en samkvæmt stjórnarskránni skal forseti íslands kveða þing saman ekki síðar en 10 vikum eftir kosningar. Klukkan 13.30 ganga þing- menn úr Alþingishúsi í Dóm- kirkjuna þar sem þeir hlýða messu. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti predikar í fjaiyeru Ólafs Skúlasonar bisk- ups íslands sem situr nú stjórn- arfund Guðfræðistofnunar Lút- erska heimssambandsins í Strassborg en Ólafur er formað- ur stjórnarinnar. Að lokinni guðsþjónustu ganga þingmenn aftur í Alþing- ishúsið þar sem Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands setur Al- þingi. Ragnar Arnalds starfsald- ursforseti þingsins tekur síðan við fundarstjórn og minnist Egg- erts G. Þorsteinssonar fyrrum ráðherra sem lést í síðustu viku. Að því búnu verður þingfundum frestað en hefðbundin þingstörf hefjast á morgun. Utanríkisráðherra um samskipti við Evrópusambandið Þjóðverjar til- búniraðtala máli íslendinga Þúsundir selaá hafísnum LANDHELGISGÆSLAN fór í ískönnunarflug norður af land- inu í gær og sá áhöfn vélarinnar gífurlega stóra selabreiðu á haf- ísnum um 40 mílur norður af Horni. Sigurjón Sverrisson flugstjóri í ferðinni segist aldrei hafa séð þvílíkan fjölda af sel á þeim tutt- ugu árum sem hann hefur ITogið fyrir Landhelgisgæsluna og sagðist áætla að þúsundir sela hafi verið á ísflekum á um það bil 15 mílna löngu og hálfrar mílu breiðu svæði. „Það eru sundurlausir jakar þarna en það voru mörg dýr á hveijum einasta jaka. Við vorum tveir um borð sem höfum starf- að hjá Landhelgisgæslunni í um 20 ár og höfum aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Endrum og eins sér maður kannski 30 til 40 seli en þetta var alveg ein- stakt,“ sagði hann. Sigurjón greindi einnig frá því að flugmenn gæslunnar hefðu flogið yfir mun stærri hvalavöðu en þeir hefðu séð áður austur af landinu fyrir nokkru. Sagði hann að þar hefðu hvalirnir verið í þúsunda tali og var vaðan um það bil 100 mílna löng. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra skýrði frá því í ræðu á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi í gær að fyrir skömmu hefði verið ákveðið á tvíhliða fundi íslenzkra og þýzkra embættismanna að auka upplýsT ingaflæði og skoðanaskipti milli þýzkra ráðamanna og sendiráðs Islands í Bonn um ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst á næsta ári, og fleiri málefni ESB. Ráðherra sagði Þjóðveija hafa lagt áherzlu á mikilvægi EES- sammngsins og að þeir hefðu sagzt reiðubúnir að koma sjónarmiðum íslendinga á framfæri á vettvangi ESB í tengslum við hugsanlegar breytingar á sambandinu sem kynnu að hafa áhrif á EES-samn- inginn. „Slíkur hlýhugur eins öflugasta ríkis í Evrópu er Islendingum ómet- anlegur," sagði Halldór. Hann greindi frá því að hann myndi á næstunni eiga fund með Klaus Kin- kel, utanríkisráðherra Þýzkalands, til að ræða þessi mál. Halldór sagði meðal annars á fundinum að ekki væri hægt að samþykkja að Rússar kæmu í veg fyrir NATO-aðild Evrópuríkja, sem óskuðu eftir henni, þótt taka yrði tillit til rússneskra sjónarmiða varð- andi stækkun bandalagsins. Hann sagði jafnframt að varnarviðbúnað- ur hér á landi yrði að taka mið af óvissunni í Rússlandi. Þá sagði ráðherra í svari við fyr- irspurn um það hvort til greina kæmi að færa fiskveiðilögsögu út í 250 mílur, að ef mistækist að ná samkomulagi á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, myndu ýmis ríki grípa til ráðstafana, sem gætu orðið til þess að landhelgin yrði færð út. í Noregi hefur þrýstingur aukizt á að færa út lögsöguna vegna veiða á alþjóðlegum hafsvæðum, sem liggja að henni, og samþykkti norski Hægriflokkurinn um helgina álykt- un um að þetta bæri að gera, dræg- ist úthafsveiðiráðstefnan á langinn. ■ Utanríkisstefna/4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.