Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góður árangur af iðnfræðsluátakinu INN meðal nemenda í Tjarnarskóla Samkomulag náðist í deilu bifreiðastjóra í gærmorgun Þrír nemendur verð- launaðir VERÐLAUN fyrir tillögur nem- enda í 9. bekk Tjarnarskóla um nýjar framleiðsluvörur eða hug- myndir sem nýst geta iðnaðinum voru afhentar við skólaslit Tjarn- arskóla í Dómkirkjunni í gær. Nemendur skólans voru ásamt nemendum þriggja annarra skóla þátttakendur í iðn- fræðsluátakinu INN, sem stend- ur fyrir iðnaður, nemendur, ný- sköpun, en vegna kennaraverk- fallsins tókst aðeins Tjarnarskóla að ljúka verkefninu í ár. Að verkefninu standa Skóla- málaráð og Samtök atvinnurek- enda og launþega í iðnaði, en markmið verkefnisins er að breyta viðhorfi ungs fólks til iðn- aðar og iðnmenntunar og benda á iðnnám sem raunhæfan valkost í menntamálum. Þrír nemendur hlutu verðlaun fyrir hugmyndir sínar, sem allar urðu jafnar að stigum, en alls litu rúmlega 70 tillögur dagsins Uós. Það eru þau Hjördís Krist- insdóttir, sem fékk verðlaun fyr- Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR Sumarliðason afhendir verðlaunin. Frá vinstri eru Hjördís Kristinsdóttir, Ögmundur Fergus Petersen og Þór Ólafsson. ir minjagripatösku um ísland, Ögmundur F. Petersson, sem fékk verðlaun fyrir kerfi til að úða rúður utanfrá, og Þór Ólafs- son, sem fékk verðlaun fyrir körífukastara, en það er venjuleg körfuboltakarfa sem kastar bolt- anum til leikmanna. Haraldur Sumarliðason, forseti Samtaka iðnaðarins, afhenti verðlaunin. Að sögn Guðrúnar Þórsdóttur þjá Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur er árangur af verkefninu í vetur góður, en fræðsla um iðn- aðinn hafi verið hálfgerð horn- reka í skólakerfinu hingað til og því mikil þörf fyrir fræðslu af þessu tagi. Hún sagði 87,5% nem- enda Tjamarskóla sem þátt tóku í verkefninu vera þeirrar skoð- unar að íslenskur iðnaður eigi framtíð fyrir sér, og sami fjöldi segist vel geta hugsað sér að læra einhveija iðngrein. Iðnfræðsluátakið INN er tveggja ára tilraunaverkefni, og sagði Guðrún að námsgögn yrðu nú endurgerð fyrir næsta vetur, en nánast ekkert nothæft náms- efni hafi verið til áður. Lagmarkskauptaxtar færðir nær greiddu kaupi SAMKOMULAG náðist í deilu Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis og vinnuveitenda um klukkan 10 í gærmorgun, en að ósk þeirra fyrr- nefndu var efnt til sáttafundar í fyrrakvöld. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, segir í samningunum hafí verið farin sú leið að færa lágmarkskauptaxta nær greiddu kaupi. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, kveðst vera sáttur við nið- urstöðuna og hann reikni með að hún verði borin undir félagsfund í næstu viku. Þórarinn segir að und- ir lok samningafundar hafi mestur ágreingur verið um þá kröfu Sleipn- is að atvinnurekendur féllu frá kröf- um á hendur félaginu, vegna at- burða sem áttu sér stað við verk- fallsvörslu. „Sleipnir vildi með öðrum orðum að atvinnurekendur féllu frá réttin- um til að fá reynt fyrir dómi og bættan skaða vegna ólöglegra að- gerða sem félagið kann að hafa gripið til í tengslum við svokallaða verkfallsvörslu. Fyrirtækin sem eiga hlut að máli eru orðin hart keyrð eftir kennaraverkfall og tíma- setningu verkfalls nú, þannig að Sleipnir hafði í raun kverkatak til þess að knýja þetta fram. Fyrirtæk- in beygðu sig undir þetta, þó að þetta sé nauðung og að mínu mati ólögmæt nauðung. Við þessu er ekkert að gera, en er hins vegar skýr vitnisburður að Sleipnismönn- um sé ljóst að þeir þurftu á fyrir- fram sakaruppgjöf að halda vegna þess að þeir hafi gerst brotlegir við lög í þessari verkfallsvörslu. Það er auðvitað mjög ámælisvert að hægt sé að beita verkfallsvopninu til að tryggja sér undanþágu frá lagalegri ábyrgð á skaða sem menn valda,“ segir Þórarinn. Óskar vísar þessum staðhæfing- um á bug og segir atvinnurekendur ekki hafa verið tilneydda til að sam- þykkja nein ákvæði. Krafa Sleipnis hafi verið sett fram þar sem for- dæmi séu fyrir sambærilegum ákvæðum í kjarasamningum sem honum sé kunnugt um og sé eðli- legt í ljósi þess að atvinnurekendur hafi talið verkfallsverði fara offari. Sleipnir sé hins vegar á öndverðum meiði; ekki liggi fyrir nein staðfest dæmi um slíkt og hann telji eðlilegt að öllum ágreiningi ljúki við undir- skrift samnings. Sveigjanleiki í vinnutíma Þórarinn segir VSÍ hafa gert könnun á raunverulegum launa- greiðslum rútubílafyrirtækjanna og ákveðið í framhaldi að breyta um farveg í viðræðunum. „Við ákváð- um að fara þá leið að færa lág- markskauptaxta nær greiddú kaupi, á hliðstæðan hátt og við höfum gert í nokkrum öðrum samn- ingum. Því fylgja nákvæmar bókan- ir um að ekki komi til neinna hækk- ana þeirra sem eru hærra launaðir, umfram það sem almennar launa- hækkanir samkvæmt VSÍ- og ASÍ- samkomulaginu fela í sér. Einnig varð samkomulag um að viðhalda sveigjanleika í vinnutíma og vinnufyrirkomulagi, þannig að upphaf dagvinnu getur verið breyti- legt eftir verkefnum og sömuleiðis er vinnuskipan að vetrarlagi breytt. Þannig er heimilt að flytja frídaga, á þann hátt að bílstjórar gefi eftir helgarfrí að hluta og fái frí á virk- um dögum í staðinn," segir Þórar- inn. * „Við metum það svo að þær launabreytingar sem þéssu fylgja séu í efri kanti þess sem hefur verið í hliðstæðum störfum en ekki þann- ig að þær víki í neinum grundvallar- atriðum þar frá,“ sagði Þórarinn. Ferðalag í lok samræmdra prófa Laxveiði- vertíðin að hefjast LAXVEIÐI á stöng sumarið 1995 hófst í Norðurá í Borgarfirði í morg- un og eftir þádegið hefst veiðiskapur í Laxá á Ásum. Á morgun verður Þverá opnuð og síðan hver áin af annarri, næst Blanda, 5. júní, og því næst Haffjarðará, Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal 10. júní. Síðan koma húnvetnsku árnar, Vatnsdalsá, Víði- dalsá og Miðfjarðará, einnig Langá á Mýrum og Elliðaárnar fram undir 15. júní. Horfurnar eru upp og ofan. Búast má við einhverri veiði í Norðurá, þar sem menn hafa séð nokkuð af laxi TVEIR Kjósarmenn, Jón I. Pálsson og Karl Guðmunds- son, skoðuðu í gær laxa sem gengnir eru í Laxá í Kjós. víða í ánni síðustu daga. Þá hefur vatn verið nokkuð tært og ekki of mikið. Laxá á Ásum hefur verið skoluð og vatnsmikil, auk þess sem snjór liggur víða að ánni, t.d. við besta vorveiðistaðinn, Dulsana. Þverá, sem opnuð verður á morgun, hefur verið vatnsmikil og gruggug og að sögn Jóns Ólafssonar, eins leigutaka árinnar, eiga menn ekki von á miklum tíðindum fyrst í stað. NEMENDUR 10. bekkjar í Öldu- selsskóla fögnuðu að venju próf- lokum með sólarhrings ferða- lagi út fyrir borgarmörkin. Lagt er af stað strax að loknu síðasta prófi og komið heim um miðjan dag daginn eftir. Að sögn Daníels Gunnarsson- ar skólastjóra eru nokkur ár síð- an skólinn í samvinnu við for- eldrafélagið stóð í fyrsta sinn að boðsferð að loknum sam- ræmdu prófunum. „Ferðina köllum við út í óvissuna og fara krakkarnir með sínum umsjón- arkennurum og eiga með þeim einn sólarhring," sagði hann. „Þetta eru stuttar ferðir og hef- ur meðal annars verið farið í Kaldársel, Vatnaskóg og að þessu sinni var farið að Ulfljóts- vatni enda er markmiðið ekki að fara langt heldur að eiga saman notalegan sólarhring.“ Þegar kvöldar er grillað, kveikt- ur varðeldur og vakað fram undir morgun." Sagði Daníel að milli 50-60% nemenda hefðu tekið þátt í fyrstu ferðinni en þeir nemendur sem ekki fóru áttuðu sig fljótlega á að þeir höfðu misst af skemmtilegri ferð. Er nú svo komið að enginn lætur sig vanta í ferðina. Sumaropn- un í Fjöl- skyldu- garðinum SUMAROPNUN í Fjölskyldugarð- inum í Laugardal verður í dag og af því tilefni kemur borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, og heiðrar gesti með nær- veru sinni. Ingibjörg Sólrún ávarpar gesti garðsins og verður síðan hæð henn- ar merkt á öndvegissúlurnar sem geymir hæð annarra þjóðkunnra manna. Skemmtikraftar Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins taka síðan Fjölskyldugarðslagið og stíga dans með borgarstjóra og gestum garðsins. Dagskrá garðsins verður sem hér segir: Kl. 10 verður byijað að hleypa inn í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn, kl. 13.30 mæta Prakkararnir á svæðið, kl. 14 opnar borgarstjór- inn garðinn formlega, kl. 14.30 verður sungið og dansað og sagan Fóa feikirófa verður flutt og leikin, kl. 16 verður uppákoma, söngur, glens og gaman við grillið og kl. 19 verður garðinum lokað. Öll skemmtiatriði eru flutt af skemmtihópnum Garðari og kemur hann fram alla daga nema mánu- daga í sumar kl. 14 og 16. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn alla daga í sumar frá kl. 10 til 19 og frá og með 1. júní verður aðgangseyrir 200 krónur fyrir börn 6-16 ára og 300 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir böm 0-5 ára og ellilífeyrisþega. Breytingar á Bláfjallavegi kynntar KYNNING á fyrirhuguðum fram- kvæmdum við Bláijallaveg stendur frá 2. júní til 10. júlí nk. Öllum er heimilt að kynna sér framkvæmdina °g leggja fram skriflegar athuga- semdir og liggur matsskýrsla frammi hjá Skipulagi ríkisins, Borg- arskipulagi, Bæjarskipulagi Kópa- vogs og Litlu kaffistofunni. Beygjan við Illubrekku Lagj; er til að Bláijallavegur liggi frá slitlagsenda í Vífilfellshrauni að vegamótum við Rauðuhnúka, en þaðan liggi Bláfjallaleið að skíða- svæðinu í Bláfjöllum. Er gert ráð fyrir breytingu á núverandi legu á 3,4 km kafla. Farið verður út af núverandi vegstæði í beygjunni við Illubrekku og vegurinn færður um 400-600 metra til vesturs frá nú- verandi veglínu þar til komið er inn á hana aftur við vegamót hjá Rauðuhnúkum. Þaðan er gert ráð fyrir að vegurinn fylgi núverandi veglínu. FYam kemur að tilgangur breyt- inganna sé að tryggja greiðari og öruggari umferð að og frá skíða- svæðinu í Bláfjöllum, sérstaklega á þeim tíma þegar snjór er mestur. i I í I I í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.