Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Árni SNÆFELLINGAKÓRINN í Stykkishólmskirkju. Snæfellingakórinn heimsækir Stykkishólm Stykkishólmi. Morgunblaðið. SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavik hélt tónleika í Stykk- ishólmskirkju 27. maí. Kórinn er að tjúka vetrarstarfi sínu og gerir það með því að heimsækja fornar slóðir. Kórinn var skipaður 39 félögum sem flestir eiga ættir sín- ar að rekja til Snæfellsness. Stjórnandi er Friðrik S. Kristins- son. Efnisskráin hjá kórnum var fjölbreytt og sungin voru bæði innlend og erlend lög. Að lokinni heimsókn í Hólminum var farið í Staðastaðakirkju og haldnir aðrir tónleikar fyrir þá sem búa sunnan á Nesinu. Nýr formaður Samtaka um tónlistarhús FULLTRÚARÁÐSFUNDUR í Samtökum um tónlistarhús var haldinn síðastliðinn mánudag 29. maí í húsakynnum Félags íslenskra hljómlistarmanna. Á þessum fundi var rætt um þróun og ástand í tónlistarhúss- málum, jákvæða af- stöðu nýskipaðs menntamálaráðherra og umfjöllun Morgun- blaðsins. Ríkti mikil bjartsýni meðal fund- armanna. Að loknum umræðum var eftir- farandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Fundur í fulltrúa- ráði Samtaka um tón- listarhús, haldin 29. maí 1995, fagnar sér- staklega yfírlýsingum, sem nýskipaður menntamálaráð- herra, Bjöm Bjarnason, hefur gef- ið á opinberam vettvangi um nauð- syn þess að byggt verði tónlistar- hús í Reykjavík. Fundurinn leyfír sér fyrir hönd allra tónlistarmanna og áhuga- manna um tónlist að lýsa yfir þakklæti þeirra fyrir þessa já- kvæðu afstöðu ráðherrans til tón- listarhússins. Um leið og Samtökin heita honum stuðningi, sem þau megna að veita, lýsa þau yfír vilja sínum til samvinnu við hann um þetta mikilvæga menningarverkefni." Þessu næst var gengið til stjóm- arkjörs. Samkvæmt samþykktum samtak- anna kýs aðalfundur fulltrúaráðið, sem svo síðan kýs níu manna stjóm og er formaður- inn kosinn sérstak- lega. Ingi R. Helgason, fráfarandi formaður, baðst undan end- urkosningu og flutti tillögu um Stefán P. Eggertsson verkfræð- ing, sem hafði unnið með stjórnini síðastlið- ið ár. Var hann einróma kjörinn næsti formaður samtakanna. Með Stefáni í stjómina voru kjörnir samhljóða þessir menn: Jón Þórar- insson, Bjöm Th. Árnason, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Ingi R. Helgason, Ólafur B. Thors, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Vernharður Linnet. Stefán P. Eggertsson Sigurður Hróarsson hættir sem leikhússtjóri LR á næsta ári F engimi ekki fjár- framlög til LR hækkuð SIGURÐUR Hróarsson, leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 1996. Skýrði hann frá ákvörðun sinni á aðalfundi félagsins í vikunni en ástæðuna segir hann vera þá að honum hafi ekki tekist að fá óskilyrt fjárframlög til LR hækkuð úr 120 milljónum í tæplega 170 milljónir króna á ári en slíka fjárveitingu telur hann forsendu þess að Leikfélagið geti rekið fulla starfsemi með viðunandi hætti í Borgarleikhúsinu. Sigurður var á liðnu ári endur- ráðinn leikhússtjóri LR til 1. sept- ember 1999 en næsta leikár verður sem sagt hans síðasta við stjórnvöl- inn í Borgarleikhúsinu. „Ég hef ekki náð í það skott sem ég hef verið að ’elta og þess vegna til- kynnti ég í fyrra að ég myndi ekki sækjast eftir starfínu áfram. Stjóm félagsins lagði hins vegar einróma hart að mér að gera nýjan starf- samning til fjögurra ára. Eftir nokkra umhugsun tók ég því en gaf sjálfum mér ákveðinn tíma til að ná ákveðnum árangri." Gaf sér eitt ár Sigurður segir að baráttan fyrir auknum fjárframlögum hafi staðið óslitið í þau sex ár sem Borgarleik- húsið hefur verið opið. Leikfélagið hafí í upphafí áætlað að 170 milljón- ir væri sú fjárhæð sem þyrfti til að reka fulla starfsemi í húsinu. „Ég gaf mér eitt ár í viðbót til að ná þessu marki þó ég skýrði ekki frá því. Ég lagði í þetta mikla vinnu en markmiðið náðist ekki og þess vegna afréð ég að vera heiðarlegur við sjálfan mig og segja starfí mínu lausu. Það er nefnilega mikilvægt í þessu starfí að setja sér skýr markmið og standa síðan eða falla með þeim.“ Sigurður skellir ekki skuldinni á ríkið og borgina. „Ég lít ekki svo á að ég geti gert neina kröfu til þeirra. Hins vegar lít ég svo á að félagsmenn Leikfé- lags Reykjavíkur geti gert tiltekna kröfu á mig. Ég er því bara að axla þá ábyrgð sem ég þykist bera á þessu máli.“ Það felst í uppsögn Sigurðar að hann gerir ekki ráð fyrir að framlög til LR eigi eftir að hækka í 170 milljónir á ári í bráð. Hann segir hins vegar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sýni vanda félagsins skilning og virðist hafa hug á að leysa hann. Hún hafi til að mynda skipað nefnd sem skilað hafi ítar- legri skýrslu í apríl síðastliðnum. „Þessi nefnd gerir ráð fyrir því að fjárframlög til Leikfélags Reykja- víkur hækki nokkuð; þó ekki nánd- ar nærri þeirri upphæð sem ég hafði sett mér að markmiði. Niðurstaða þessarar skýrslu var því málamiðlun milli okkar og fulltrúa Reykjavíkur- borgar. Ég hótaði hins vegar aldrei að segja af mér ef mitt markmið næði ekki fram að ganga og finnst þessi skýrsla reyndar lofsvert fram- tak enda upplýsir hún alla um stöðu okkar.“ Erfiður vetur Sigurður segir að leikárið í vetur hafí verið Leikfélagi Reykjavíkur erfitt og auðvitað hafi sú staðreynd spilað inní. „Það eitt og sér væri hins vegar fárán- leg ástæða þar sem ár era alltaf mjög misjöfn í leikhúsi. Árið þar áður vorum við til dæmis með hæstu brúttótekjur sem við höfum haft í sögu fé- lagsins." Leikfélagi Reykja- víkur hefur verið legið á hálsi fyrir metnaðar- leysi í verkefnavali í vetur. Sigurður tekur ekki undir þá gagn- rýni. „Ég hef mín rök gegn því að hér sé metnaðarleysi í dagskrá og tel til dæmis að mikill metnaður hafí einkennt verkefna- skrána í vetur. Hins vegar hefur leikfélagið ekki haft það svigrúm sem hverju leikhúsi er nauðsynlegt tíl að taka áhættur. Ég get því al- veg tekið undir með þeim sem finnst við ráðast sjaldan í stór klassísk verkefni. Slíkum verkefnum fylgir alltaf ótvíræður metnaður en við vitum hins vegar af langri sögu að þau eru dýr í uppsetningu og skila harla litlum tekjum hvemig sem til tekst. Það er eðli þessa markaðar. Ég væri fyrstur manna til að vilja standa að fleiri slíkum verkefnum en Leikfélag Reykjavíkur hefur við núverandi aðstæður einfaldlega ekki efni á því.“ Sigurður kveðst í bili ekki hugsa um annað en leikárið sem fer í hönd og hyggst gefa því allan sinn tíma og orku. „Hvað ég geri síðan eftir rúmt ár hef ég ekki grun um en ég hef engar áhyggjur af því.“ Sigurður Hróarsson r *jMr f $ Friðlaus friðardúfa Picassos Lá gleymd og grafin á Samtímalistastofnuninni í 30 ár LÖNGU gleymd krítarmynd eftir Pablo Picasso kom nýlega í leitimar í geymslum Samtímalista- stofnuninnar í London og hefur stofnunin ákveðið að selja myndina fyrir allt að 30 milljónir ísl. kr. jPjölskylda þess sem myndina gaf, er hins vegar lítt hrifin af meðferðinni á verkinu, að því er fram kemur í The Daily Telegraph. í þrjátíu ár stóð verkið í dimmu skúmaskoti á bak við móttökuborð stofnunarinnar en var síðan dæmt til vistar í geymslu stofnunarinnar. Þar rakst ungur listfræðingur á verkið og gerði sér þegar grein fyrir verðmæti þess. Það var lagfært og hefur nú verið sett á sölu. Myndin er af tveimur mannveram sem horfa á friðardúfu. Upphaflegur eigandi þess var John Bemal, prófessor við Birkbeck háskólann, þekkur kristallafræðingur og marxisti en hann gaf safn- inu myndina árið 1960. Bemal var náinn vinur Picassos og er listamaðurinn kom til Bretlands árið 1950 til að sækja ráðstefnu um heimsfrið, heimsótti hann Bemal, sem bjó þá í lítilli vinnu- stofu fyrir ofan tilraunastofur háskólans. Picasso þótti ekki veita af að hressa dulítið upp á íbúð Bemals, dró upp litkrítar sínar og rissaði mynd á veggfóðrið. Þegar tilraunastofumar voru rifnar tókst Bernal að bjarga verkinu og gaf það eins og áður segir. Samtímalistastofnunin sýndi verkið skamma hríð en tók það svo til hliðar. Ættingjar Bemals vilja veg verksins sem mest- an en þeir voru afar ósáttir með hversu stofnunin sýndi verkinu lítinn sóma. Segjast þeir þó ekki munu mótmæla sölunni, svo fremi sem kaupandinn lofi að sýna verkið opinberlega. Morgunblaðið/Aldís Hafstensdóttir Kór Islensku ópemnnar í Hveraererðiskirkiu Hveragerði. Morgunblaðið. ^’ ** KÓR íslensku óperunnar, undir stjórn Garðars Cortes, hélttón- leika í Hveragerðiskirkj u síðast- liðinn sunnudag. Húsfyílir var á tónleikunum. Á dagskrá Óperukórsins voru mörg atriði úr óperum og óperett- um. Dagskráin hófst með þekkt- um atriðum úr verkum eins og Luciu di Lammermoor, II Trovat- ore, Aidu og fleirum. Einsöngvar- ar með kómum voru þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Páls- son. Undirleikari var Iwona Jagla. Fyrir hlé söng Ólöf Kolbrún einsöng í „Söng Leonóru með munkunum" úr La Forza del Dest- ino og Bergþór Pálsson sýndi glæsileg tilþrif í „Nautabana- söngnum“ eftir Bizet. Eftir hlé vakti einsöngur Ólafar Kolbrúnar í „Kirkjugestakórnum" úr Caval- leria Rusticana hrifningu. Sigrún Hjálmtýsdóttir átti hug og hjörtu áheyrenda þegar hún söng „Mein Herr Marquis“ úr Leðurblökunni. Sigrún söng einn- ig einsöng í „Vilja Lied“ úr Kátu ckkjunni og ætlaði fagnaðarlát- unum seint að linna. Olöf Kolbrún og Bergþór sungu síðan saman „Varir þagna“ eftir Lehár. Fagnaðarlátum áheyrenda ætl- aði seint að linna að dagskrá lok- inni og var greinilegt að hinir mörgu áheyrendur voru ánægðir með frammistöðu kórs og ein- söngvara. s { L i ft I I í I ft b ft ft ft ft ft ft ft t i 1: I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.