Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Við sem erum svo reið ÁGÆTI Kjartan Ragnarsson. Fyrir nokkrum dög- um hitti ég þig á þriðju hæð Morgunblaðsins þar sem við áttum bæði erindi og ég innti þig eftir þínu. M sagð- ist vera að skamma mig og þar sem ég mundi ekki eftir að hafa eyðilagt mörg ís- lensk leikhús upp á síðkastið, sagði ég, nú, með spumingamerki í röddinni. Já, svaraðir þú og sagðir að það væri vegna greinar sem ég hefði skrifað í sænskt leikhústímarit; yfírlit yfír íslenskt líf í listum. Ég varð alveg klumsa og sagði þér að það gæti ekki verið, því sú grein væri enn óbirt en þú hélst nú ekki og sagð- ist vera með hana upp á vasann. Ég sagði að það gæti ekki verið því ég væri enn að bíða eftir próf- örk að henni. Þú sagðir hana samt birta og hún væri full af dellu og nú sá ég að þú varst sko ofboðs- lega reiður, dróst upp ljósrit af þessari sænsku grein og sagðir mér frá tveimur atriðum sem hefðu gengið alveg fram af þér. í fyrsta lagi stæði að Guðjón Pedersen hefði sett upp sýningar þínar Platanov og Vanja frænda í Borgarleikhús- inu og í annan stað segði ég Petri Sakari aðalstjómanda Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Nei, nei, svaraði ég, það mundi ég aldrei segja - og svona frómt frá sagt, Kjartan, held ég að innst inni, dýpst oní heiðarleikanum vitir þú það vel. Ég sagði þér að ég hefði skrifað að S.í. hefði hlotið mikið lof fyrir Chandos-upptökur sínar Undir stjórn Petris Sakaris. Per- sónulega er ég mjög stolt af þeim ummæl- um sem vora viðhöfð um hljómsveitina og var frétt á baksíðu Morgunblaðsins. Sænsku leikhúsfólki þykir gagnrýni um hljómsveit í virtum, erlendum fagtímaritum greinilega algert pramp og fjarlægði orðstír hennar en hélt stjómandanum. Varðandi Tsjekhov-uppsetningar þínar - sem mér fínnst enn þær bestu sem íslenskur leikstjóri hef- ur unnið - þá veit ég, vakandi og sofandi að það var ekki Guðjón Pedersen sem stýrði þeim. Sænsk- ir báðu mig að fjalla meira um leikhús hans, Frú Emilíu, en ann- að, því að Guðjón ætti að setja upp tvær sýningar í Riksteatern næsta vetur og svo klipptu þeir á Borgarleikhúsið í miðju og skeyttu Frú Emilíu við það. Ég leit á grein- ina og ég verð að segja að mér sortnaði fyrir augum, því þarna stóð nákvæmlega það sem þú sagðir að stæði þar og svo sagði ég Almáttugur og Jesús minn. Já, já, ákallaði alla heilaga en raun- veraleikanum varð ekki breytt. Ég gaf ritstjóra tíma- ritsins leyfi til að stytta greinina, segir Súsanna Svararsdóttir, en var lofað próförk á móti. Það var svikið. Ég sagði þér að ég hefði gefíð ritstjóra tímaritsins leyfi til að stytta greinina og hún hefði á móti lofað að senda mér próförk til að fara yfir. Það hafði greini- lega verið svikið. Hún hafði líka lofað að senda mér eintak af tíma- ritinu. Við það hefur enn ekki verið staðið. Ég hélt í einfeldni minni að það væri ekki komið út. En þér fannst það bara gott á mig og sagðir að nú gæti ég sko fengið að finna fyrir því hvernig það væri þegar blaðamenn væra að birta texta sem viðmælendur þeirra hefðu ekki fengið að lesa yfír. Mér þótti nú við hæfi að refsa einhverjum öðram en mér fyrir það, þar sem ég hef einmitt lagt áherslu á að viðmælendur mínir læsu yfir viðtöl sín og jú, jú, þú gast svosum fallist á það. Samt sem áður fannst þér ég eiga skilið að fínna fyrir einhveiju. En mér leið ekki ýkja mikið eins og viðmælanda sem hefur verið svikinn um að lesa hvernig hann er kynntur í fjölmiðlum. Mér fannst ég öllu heldur vera dáið leikskáld sem horfír á einhvem sem ekki skilur texta hans, tæta hann í sundur, lemja saman ein- hver brot í leikgerðarklastur og halda því samt fram að það ætti eitthvað skylt við frumgerðina og höfund hennar. Horfir bara á utan úr eternum og getur ekkert sagt eða gert. Hámark vanmáttarins. Ég er nú svo illa að mér í svo mörgu að ég hélt að það væri ís- Ienskur kækur. Gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri sam- norrænt leikhúspróblem. Að það væri sama hvernig texta maður skrifaði, fólk sem starfaði við leik- hús, teldi sig alltaf vita betur. Og þessi texti hefur verið styttur svo fullkomlega hugsunarlaust að það er eins og klippt hafí verið inn í setningar af handahófí og þeim skeytt saman af sama handahóf- inu til að allar línur yrðu af réttri lengd. Ég fékk ljósrit af greininni sem kennd var við mig og þú varst með í höndunum og það tók mig tvo daga að manna mig upp í að lesa hana alla og ef eitthvað er þá er ég örugglega reiðari en þú. Ég er svo reið að nú þarf ég nokkra daga til að jafna mig áður en ég hringi í ritstjóra tímaritsins. Ef ég hringi í hana strax, segi ég svo stór og ljót orð að mig verkjar í munninn í marga daga á eftir. Þú ákvaðst að gerast minn tyft- unarmeistari. Þér fannst ég eiga refsingu skilið fyrir eitthvað en sagðist samt vonast til að við gætum verið vinir áfram. Þótt þér væri kannski ljóst að ef einhver Súsanna Svavarsdóttir hafði farið illa út úr sænskum klippurum væri það ég, var bræði þín nógu mikil til að þú dæmdir mig til opinberrar hýðingar frá þinni hendi og reiddir hana til höggs. Ég ætla ekki að fara að leika réttarsal á prenti við þig og veija og sanna mál mitt framan í lesend- um sem aldrei sáu greinina sem birtist, hvað þá greinina sem ég skrifaði. Ég held þeim sé líka svo hjartanlega sama. Afstaða þeirra fáu sem hafa einhvern áhuga á þrefi almennt, mótast algerlega af því hvað þeim finnst um mig og hvað þeim finnst um þig og hafa sjálfsagt gert það upp við sig fyrir margt löngu. Við erum bæði fólk sem hefur verið milli tannanna á samborguram okkar og það er alveg sama hvað við segjum og geram, fólk trúir því sem það vill trúa. Við getum aldrei ráðið hvað það hefur uppi í sér, sama þótt við leggjum fram allar sannanir heimsins. Sama þótt við förum í herferð og stríð og vörpum sprengjum. Það fólk sem álítur mig freka og andstyggilega hættir bara að lesa þegar sannanirnar verða afstöðu þess um megn. Hin- ir halda áfram þar til þeim fer að leiðast þófíð. Það fólk sem álítur þig einfaldan og yfirborðslegan hættir líka að lesa þegar sannan- irnar byija að vagga þeirri skoð- un. Hinir halda eitthvað áfram. Þannig er það og nú ertu búinn að refsa mér. Fyrir eitthvað. Varla fyrir það að greinin sem ég skrif- aði var eyðilögð. En hafðu ekki áhyggjur. Við verðum áfram vinir því mér var ekki gefið eins mikið og þér í vöggugjöf. Mér var ekki gefið refsivald. Höfundur er hókmenn tnfræðingur. Símanúmera- mundu! breytingarnar taka gildi laugar- ...... stafa símanúmer daginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. PÓSTUR OG SÍMI VELSMIÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild málmiöna Vélvirkjun grunn- og framhaldsdeildir Rennismíöi grunn- og framhaldsdeildir FJfiLBRAUTASXÚUNN BREIOHOLTI FB þegar þú velur verknám FJðLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLT! FJfiLBRAUTASXÖUNN BREIDHOLTI 'Ja RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild rafiöna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi FB þegarþú velur verknám TRÉSMÍÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild undirstööuatriöi í trésmíöi Húsasmíöi grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíöi fyrir nema á samningi FB þegarjm velur verknám fást fötin Jakkaföt Jakkaföt með vesti Stakir jakkar Stakar buxur kr. 4.900-14.900. kr. 17.900. kr. 2.000-11.900. kr. 1.000-5.600. Stofnað 1910. Andrés, , , , Skólavörðustíg 22A. Póstkröfupjonusta. simi 18250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.