Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BOKMENNTIR Endurminningar MEÐ ÍSLENDINGUM Erwin Koeppen: Endurminningar þýsks hljómlistarmanns. Þýð. Dag- mar Koeppen. 90 bls. Útg. Tónlistar- mannatal FÍH. 1995. Prentun: Prent- tækni hf. Bókabúð Lárusar Blöndal. 1.900 kr. »Þessari bók er ætlað að lýsa aðdáun höfundar á íslandi og ís- lendingum.« Þannig hefst formálinn. Höf- undurinn er Þjóðveiji, fæddur í Berlín 1925, fluttist hingað 1950 og starfaði með sinfóníuhljóm- sveitinni hér næáta aldarfjórðung- inn. Þar að auki lék hann í dans- hljómsveit og nam í háskóla. Hann hafði því nóg að starfa og þar með yfrin tækifæri til að kynnast íslendingum. Sem betur fer stend- ur hann ekki við orð sín, þau sem vitnað var til. Íslendingum er ann- að hollara en að hlusta á fagurg- ala um sjálfa sig. Skemmst er frá að segja að bók þessi er hvorki skrum né skjal heldur samantekt svipmynda og dæmisagna sem höfundur hefur tínt til úr sínu fjöl- skrúðuga minningasafni. Lang- mest tengist frásögn hans þátt- töku í íslensku tónlistarlífi þann tíma sem hann dvaldist hér. Bókin er því að meginhluta endurminn- ingar tónlistarmanns. Sé hún met- in sem slík má strax benda á ann- marka tvo. í fyrsta lagi er hún of stutt og þar af leiðandi of ágripskennd. í öðru lagi hefur höfundur sett sér þá meginreglu að nefna ekki nöfn þar sem hann segir frá einstaklingum. Þótt höf- undur sé talsvert berorður, segi kost og löst á mönnum og málefn- um og geti þar að auki verið dálít- ið sposkur er ærumeiðandi um- mæli, að því er best verður séð, hvergi að fínna í bók hans. Honum hefði því verið óhætt að segja til manna. Þar með hefði frásögnin fengið aukið vægi í sögulegum skilningi. Erwin Koeppen er einungis einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sém hingað hafa flust til lengri eða skemmri dvalar frá megin- landi Evrópu. Sú var tíð að ís- lenskt tónlistarlíf var að verulegu leyti borið uppi af útlendingum. Glöggt er gests augað Sumir settust hér að fyrir fullt og allt og eiga hér afkomendur sem minna á þá með ættamöfnum sínum. Aðrir hurfu aftur af Iandi brott eins og Koeppen sem gerðist háskólakennari í heimalandi sínu. Að flytjast milli þjóðríkja á meginland- inu er ekki svo mikið mál. Þar er allt hvað öðra líkt. Öðra máli gegnir um ísland. Fyr- ir hálfri öld var það jafnvel sínu stærra stökk en nú. Að koma frá landi með rótgróna tónlistarhefð og setj- ast að í fímmtíuþúsund manna bæ á mörkum hins byggilega (svo vitn- að sé í Julian Huxley) hlaut að reyna á þolinmæðina og taugakerf- ið. Að skilja ekki tungumálið hafði að vísu þann kost með sér að mað- urinn kynntist síðar en ella þras- gimi íslendinga. Erfítt hlaut mál- leysið eigi að síður að vera fyrir þann sem ætlaði að gegna hér vandasömu starfí í samvinnu við heimamenn. Hitt var ef til vill örð- ugast að laga sig að því framandi umhverfí sem listamannsins beið. Sinfóníuhljómsveitin var þá ný af nálinni. Stofnun hennar kostaði þjóðina stórátak á sínum tíma. Sumir kölluðu að það væri hluti af sjálfstæðinu nýfengna sem mönnum var þá svo ofarlega f sinni. Slíkt stórfyrirtæki varð að byggja upp frá grunni. Stjómend- ur varð að sækja til annarra landa. Og þeir vora misjafnir eins og gerst má ráða af frásögn Koep- pens. Jafnskjótt sem hann steig á Isagrand hlutu augu hans að opn- ast fyrir því að hann var kominn til lands sem var að langflestu leyti öðravísi en heimaslóðir. Eðli- lega verður honum tíðræddast um það sem kom honum einkennilega fyrir sjónir, það er að segja hina margfrægu sérstöðu íslendinga. íslendingum lýsir hann mest með dæm- um eins og fyrr segir, en spinnur svo kring- um þau hugleiðingar sem stöku sinnum leiða til niðurstöðu. Víst eru dæmi þau, sem hann tekur nokk- uð ýkt, að minnsta kosti sum hver. Þar með er ekki sagt að þau séu ekki á sinn hátt lýsandi. Þó lofts- lagið hér um slóðir sé ekki skapað af manninum tók út- lendingurinn t.d. strax eftir hvem- ig það markaði svipmót þjóðlífs- ins, en veðráttan íslenska var eitt hið fyrsta sem kom honum á óvart. Veðrið hér var í raun engu líkt. Að menn skyldu segja gleðilegt sumar dag einn í apríl — hvernig sem viðraði — hljómaði eins og hvert annað grátt gaman í eyram útlendingsins. Hið sífellda skraf um veðrið vakti ekki síður undran hans. Gat hugsast að íslendingar hefðu svona mikinn áhuga á veðr- inu sem slíku? Þá vora samgöngumar ekki síð- ur athyglisverðar. Malarvegimir gömlu líktust ekki heldur neinu sem fyrir augu bar í öðrum löndum. Ferðalag um ísland var því reynsla sem útlendingurinn hlaut að festa sér í minni. Farþegaflugið var líka nýhafíð og segir höfundur sögu af flugferð einni. Og það var ekki síð- ur til að reyna á á þoirifin. Meðferð áfengis gat sömuleiðis talist til séríslenskra fyrirbæra. Áfengið var ekki aðeins vanda- mál, það var líka feimnismál og þá jafnframt launungarmál. Þess vegna gat því skotið upp á versta stað og tíma þó leynt ætti að fara. Það gat t.d. hent á tónleikum að hljóðfæraleikari væri allt í einu Erwin Koeppen orðinn ofurölvi án þess nokkur hefði orðið þess var að hann hefði haft áfengi um hönd. Sem hljóðfæraleikari í dans- hljómsveit hlaut Koeppen að sjá og heyra hvernig Islendingar skemmtu sér. Og það var að sjálf- sögðu kapítuli út af fyrir sig. Sveitaböllin vora þá kjörefni þeirra sem fengust við vandamál, en þangað flykktust reykvískir ungl- ingar því þar vora þeir lausir und- an foreldravaldinu sem enn mátti sín nokkurs á sjötta og sjöunda áratugnum. Ekkert vakti þó furðu útlend- ingsins til jafns við óstundvísi ís- lendinga. Því til sönnunar riijar hann upp nokkur eftirminnileg dæmi. Þau era að vísu af verri endanum en samt tæpast nokkur einsdæmi. Þótt Koeppen segi það ekki berlega má af orðum hans ráða að hann telji kæraleysi um að kenna. Sú kann og að vera or- sökin — en aðeins að hluta. Frem- ur mun valda almenn tregða Frónbúans að hlíta fyrirmælum. En hvers konar hlýðni við reglur, sem aðrir hafa sett, er sem kunn- ugt er eitur í beinum Islendinga og telst hér jafngilda kúgun og undirgefni. Klukkuþrældómur sé engum fijálsbomum manni sam- boðinn því slikt og þvílíkt bjóði ekki upp á annað en auðsveipni og undirlægjuhátt! Persónulegu sjálf- stæði haldi maður svo best að hann þori að bijóta reglur og fyrirmæli og fara sínu fram hvað sem hver segir! Sú má einnig vera orsök þess að íslendingar vinna fremur einstaklingsafrek en hópafrek, t.d. i iþróttum. Koeppen nefnir skákina réttilega sem dæmi, án þess þó að hann tilgreini framorsök þá sem hér er bent á. Ef hann hefði áttað sig til fulls á þijóskunni og þver- girðingnum í skaphöfn íslendinga hefði hann mátt bæta við kafla — um verkfallslandið Island! Bók sína mun Koeppen hafa skrifað á þýsku. Þýdd er hún af Dagmar Koeppen. Islenski textinn er látlaus og hversdagslegur. Þar sem samanburður við framtexta liggur ekki fyrir verður ekki um það dæmt hvort ísmeygileg gaman- semi höfundar kemst að öllu leyti til skila. Áhugaverð er frásögn hans eigi að síður. Og athyglisvert framlag til íslenskrar tónlistarsögu. Erlendur Jónsson r ■ ■ i Hefur þú sveppi á milli tánna? Næstu mánuði mun fara fram rannsókn á nýju formi af meðferð við sveppum á milii tánna. Sveppasýking á milli tánna iýsir sér með húðflögnun, roða, sprungum, kláða og stundum soðinni húð á milli tánna. Meðferðin feist í því að áburður er borinn á sýkt húðsvæði í eina viku. Sérfræðingar í húðlækningum annast meðferðina. Ef þú hefur sveppasýkingu og áhuga á að taka þátt í rannsókninni, sem að sjálfsögðu er þér að kostnaðarlausu, þá vinsamlegast hafðu samband í síma 587 3300 á milli kl. 17 og 19 í dag og á morgun. L_________________________________J Ort á myndir SÝNINGIN Numinous Evidences með verkum eftir Lino Fiorito og Chris Moylan er samstarfsverk- efni Mokka og Gangsins. Lino Fiorito er fæddur í Napólí á Ítalíu en starfar ýmist í Toscana- héraði eða New York. Hann er einn af upphafsmönnum framúr- stefnuleikhópsins Falso Movi- mento og hefur hannað margar sviðsmyndir fyrir alþjóðlegar leik- húshátíðir jafnframt því að sinna málaralistinni. Chris Moylan er ljóðskáld og hefur unnið með Lino Fiorito. Myndlistarmaðurinn hefur búið til röð teikninga sem samanstanda af eins konar frumtáknum og vin- ur hans ljóðskáldið skrifað á þær viðbrögð sín. Gestir geta bætt við eigin athugasemdum og er þess sérstaklega óskað að skáld og rit- höfundar veiti Iið í þeim efnum. Ætlunin er að gefa verkið út. Sýningin verður í Gallerí Ganginum, Rekagranda 8,1. - 24. júní. MARGRÉT Guðmunds- dóttir við vinnu sína. „Orðin Hans“ MARGRÉT Guðmundsdóttir opnar sýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði, á laugardag kl. 15, er ber heit- ið „Orðin Hans“ og stendur sýningin til 26. júní. Margrét vinnur sýninguna út frá Biblíutextum, sama dag er opnuð samsýning rúm- lega 30 listamanna í Hafnar- borg þar sem Margrét er einnig þátttakandi, en sú sýn- ing ber yfirskriftina „Stefnu- mót trúar og listar“, „And- inn“. Laugardaginn 17. júní verður opnuð samsýning í Amsterdam, þar sem Margrét tekur þátt, en hún dvaldi í Hollandi síðastliðið sumar við Iistsköpun. Listhúsið er opið virka daga frá kl. 10-18, laugar- daga 12-18 og sunnudaga 14-18. Kristín sýnir í Kjarnanum KRISTÍN Andrésdóttir held- ur sína fimmtu einkasýningu „bókasafni, Exo, flug- kaffí og göngugötu" Keflavík. Kristín er fædd 1960, stundaði nám við MHÍ frá 7 ára aldri, fram að landsprófí. Hún tók stúdentspróf frá listasviði FB 1978 og myndmenntakenn- arapróf frá MHÍ 1987. Kristín sýnir hér 35 mynd- ir unnar í akrýl og pastelliti. Sýningin stendur út júnímán- uð. „Hús velúr- sálarinnar“ SÝNING á nýjum verkum Svans Kristbergssonar og Barkar Arnarsonar undir yfirskriftinni „Hús velúrsál- arinnar“ verður opnuð á laug- ardag 3. júní. Þetta er þriðja sýning þeirra í Reykjavík, en þeir hafa tekið þátt í nokkrum sýningum erlendis. Galleríið er opið alla daga frá kl. 14-18 meðan á sýn- ingunni stendur til 13. júní. í Kjamanum, Kristín Andrésd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.