Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 19 ERLENT Pólitískir fangar vilja fá frelsi Peking. Reuter. SAUTJAN Kínverjar, sem setið hafa í fangelsi frá því að lýðræðiskröfur voru brotnar á bak aftur á Torgi hins himneska friðar í júní 1989, hafa farið þess á leit við þing lands- ins að þeim verði veitt frelsi, eða að aðbúnaður fanganna verði að minnsta kosti bættur. Það var andófsmaðurinn Yu Zhij- ian sem sendi ákallið til Qiao Shi, þingforseta. Yu var dæmdur í lífstíð- arfangelsi fyrir að kasta eggjum að gríðarstórri mynd af Maó formanni sem trónir fyrir enda torgsins. A slóð „var- úlfagensins“ Washington. Reuter. BANDARÍSKIR og mexíkóskir vís- indamenn kveðast vera komnir á slóð „varúlfagensins" svokallaða; gens sem veldur geysimiklum hár- vexti um allan líkamann. Um aldir hefur fólk með slíkan hárvöxt verið haft til sýnis undir ýmsum heitum, svo sem „Apamaðurinn" og „Varúlf- urinn“. Pragna Patel, taugasérfræðingur við Baylor læknaskólann í Houston í Texas, og starfsfélagar hafa um nokkurt skeið rannsakað mexíkóska fjölskyldu sem hefur átt við óeðlileg- an hárvöxt að stríða í fímm ættliði. Verða karlamir kafloðnir i andliti og á efri hluta líkamans en húð kvennanna verður alsett þykkum hærðum hnúðum. Kveðst Patel vera býsna nálægt því að einangra genið sem þessu valdi. Yu segist vita hversu tímafrekt ferli náðun fanganna yrði og leggur því til við Qiao Shi að þingið sjái þegar til þess að nýjum lögum um meðferð fanga verði fylgt eftir, en þau kveða m.a. á um bann við því að beita fanga barsmíðum eða ann- arri niðurlægingu. Þá leggur Yu til að mál fanganna 54 verði skoðuð ofan í kjölinn en fæstir þeirra höfðu lögfræðing er réttað var yfir þeim. Að endingu leggur hann til að reynt verði að veita föngunum frelsi, t.d. vegna „heilbrigðisástæðna". Ekki er vitað hvernig ákall Yu og samfanga hans, sem þykir djarflega orðað, barst út úr fangelsinu en það er dagsett 23. maí. Sautján fangar, sem hlotið hafa þunga fangelsisvist, skrifuðu undir ákall Yu en 37 til viðbótar lýstu stuðningi við það en neituðu að skrifa undir. Mennimir eru allir fangar í Yuanjiang-fangels- inu í Hunan-héraði. „ Andbyltingarleg uppreisn" Kínversk yfirvöld líta enn á sex vikna friðsamleg mótmæli stúdenta á torginu sem „andbyltingarlega uppreisn“ æsingamanna og hafa þúsundir manna, skipuleggjendur mótmælanna og þátttakendur" verið hnepptir í fangelsi. A síðustu mánuðum hafa kín- verskir andófsmenn ítrekað sent beiðnir til kínverskra yfirvalda um að pólitískir fangar verði náðaðir, að ofsóknum gegn andófsmönnum verði hætt og að minningu þeirra sem létu lífið er mótmælin voru brot- in á bak aftur, verði sýnd virðing. Með því eiga þeir á hættu að sæta pólitískum ofsóknum og handtökum. Reuter ANDLITSMYND af Maó formanni trónir yfir Torgi hins himn- eska friðar en stytta af „lýðræðisgyðjunni" sem lýðræðissinnar hafa komið fyrir á torginu, skyggir nú á formanninn. Á þann hátt vilja þeir minnast þess að 4. júní nk. verða sex ár liðin frá því að kínverski herinn braut á bak aftur friðsamleg mótmæli og kröfur um lýðræðisumbætur á torginu. Hætt við þjóðarat- kvæði á Krímskaga Simferopol. Reuter. ÞING Krímskaga ákvað í gær að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjómarskrá fyrir héraðið, sem stjórn Úkraínu hefur harðlega for- dæmt. Krímskagi tilheyrir Ukraínu en mikill meirihluti íbúa þar er af rússnesku bergi brotinn og margir vilja sameinast Rússlandi. Þing Úkraínu lýsti því yfir í síð- ustu viku að gripið yrði til harðra aðgerða ef ný stjómarskrá fyrir Krímskaga yrði borin upp til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Í marsmánuði höfnuðu stjórnvöld í Úkraínu stjóm- arskrá Krímbúa á þeirri forsendu að með henni væri gengið of langt í átt að sjálfstæði. Hins vegar buð- ust Úkraínumenn til þess i síðustu viku að fallast á að Krímskagi fengi að halda verulegri sjálfstjórn. Óþörf kosning Leiðtogar á þingi Krímskaga sögðu að með þessu virtust Úkraínu- menn vera reiðubúnir að leysa deil- una á viðunandi hátt og því væri þjóðaratkvæðagreiðslan um stjóm- arskrána óþörf. Sáttasemjarar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hafa hvatt Úkraínu og Krím- skaga til að setja niður deilur sínar á grundvelli laga frá 1992 þar sem héraðinu er veitt veruleg sjálfstjórn. Krímskagi tilheyrði Rússlandi til 1954 en þá „gáfu“ Kremlveijar Úkraínumönnum héraðið. Leggja Rússar mikla áherslu á að tekið sé tillit til sjónarmiða íbúa svæðisins og hefur deilan valdið spennu í sam- skiptum Rússa og Úkraínumanna. t <AGUL0N REGNSETT 100% vatns- og vindhelt Stærðir: XS-XXL 2 litir Verð kr. 3.949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.