Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 23 Albert Engström o g Island SÝNING sem tengist ferð sænska rithöfundarins og listamannsins Alberts Engs- tröm til íslands 1911 verður opnuð í anddyri Norræna hússins föstudaginn 2. júní kl. 17.00 og 17.30 sama dag flytur Carl-Otto von Sydow, fyrrverandi forstöðumaður handritadeildar háskólabóka- safnsins í Uppsölum, fyrir- lestur sem hann nefnir Albert Engström og ísland. Albert Engström skrifaði bókina Át Háckelfjáll eftir Islandsferðina. Hún var gefin út í íslenskri þýðingu Ársæls Árnasonar árið 1943, og ber heitið Til Heklu. Ferðafélagi Alberts var Thorild Wulff, grasafræðingur og landkönn- uður, sem tók ljósmyndir og kvikmyndaði íslenskt lands- lag og þjóðlíf. Á sýningunni í Norræna húsinu eru m.a. ljósmyndir, teikningar, vatnslitamyndir, bréf og ýmsir munir s.s. svipa Engströms og neftóbakshorn, sem hann keypti á ferð sinni um landið. Þekktur og dáður í Svíþjóð Albert Engström (1869- 1940) var þekktur og dáður meðal sænsku þjóðarinnar fyrir teikningar sínar. Hann var einnig framúrskarandi rithöfundur. Hann varð pró- fessor við Listaháskólann 1925, meðlimur í sænsku akademíunni frá 1922 og heiðursdoktor við Uppsalahá- skóla 1927. Hann gaf út og ritstýrði listrænu grínblaði, Stríx, frá því það kom út 1897. Carl-Otto von Sydow hefur haft veg og vanda af undir- búningi sýningarinnar og set- ur hana upp í Norræna hús- inu. Sýningin verður opin dag- lega kl. 9-19, nema sunnu- daga kl. 12-19, og henni lýk- ur 21. júní. Aðgangur er ókeypis. Verðlauna- listamaður á Mokka SÝNING á teikningum Hörpu Árnadóttur verður opnuð á Mokka 2. iúní og stendur til 20. júní. Harpa Árnadóttir er fædd 1965 á Bíldudal. Hún hefur lokið BA prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla Is- lands og útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1993. Und- anfarinn vetur nam hún við Valand-listaskólann í Gauta- borg. Harpa hefur verið þátt- takandi í samsýningum heima og erlendis. Harpa Árnadóttir tók ný- lega við verðlaunum í sam- keppni National Museet í Stokkhólmi fyrir unga lista- menn. Verðlaunin fékk hún fyrir teikningu sína Foss 1, en í úrskurði dómnefndar segir að í myndinni takist henni „á einfaldan hátt að draga fram ljóðræna stemmningu". Verðlaunin nema fimmtán þúsund sænskum krónum og afhenti Svíakonungur þau. LISTIR SIGRÍÐUR Sigurðardóttir ÞORGERÐUR Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn Andinn kemur yfir okkur Trú og list í Hafnarborg, er samsýning ríf- lega 30 listamann sem opnar nú á laugardag ÞAÐ ER ýmislegt sem bendir til þess að andleg og trúarleg mál- efni séu að verða fyrirferðar- meiri í listinni en þau hafa verið undanfarin ár og áratugi að mati Þorgerðar Sigurðardóttur og Sigríðar Sigurðardóttur en þær eru í hópi ríflega þrjátiu listamanna sem eiga verk á sýn- ingu í Hafnarborg sem opnuð verður laugardaginn 3. júní. Sýningin ber heitið „Stefnumót listar og trúar - ANDINN" og er önnur sýningin þar sem list og trú mætast. Fyrri sýningin var í Portinu síðastliðið haust og var meginþema hennar Altar- ið. „Mér fannst þessi áhugi á andlegum efnum t.d. vera aug- yós í verkum nemenda á út- skriftarsýningu Myndlista- og handíðaskólans nú á dögunum,“ segir Sigríður. Þorgerður og Sigríður segja að hugmyndin að þessari seinni sýningu hafi vaknað á fyrir- lestraröð sem dr. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur á Reyni- völlum hélt síðastliðið haust í SÝNINGU Torfa í Listasafni ASI lýkur á sunnudag. Sýningu Torfa að ljúka SÝNINGU Torfa í Listasafni ASÍ lýkur á sunnudaginn kemur. Þar sýnir hann 24 verk, náttúru- stemmningar og hestamyndir ásamt myndskyggnum með út- greftri í málm. Myndirnar eru allar til sölu og er þetta 10. einkasýning Torfa. Sýningin er opin frá kl. 14-19. framhaldi af sýningunni í Port- inu. Yfirskriftin á þessum fyrir- lestrum var Listin í trúarlegu samhengi og fjallaði Gunnar m.a. um krossfestinguna, kvöldmáltíðina og andann sem var svo ákveðið að fjalla nánar um á listsýningu. „Heilagur andi er auðvitað þema hvítasunnunn- ar en þessi sýning hefur samt víðari skírskotun," segir Sigríð- ur, „verkin tengjast einnig sköpunarandanum og öðru slíku, segja m.a. frá því þegar andinn kemur yfir okkur. Ég hef líka Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fœst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu IHurgiimhlnhih -kjarni málsins! - kjarni málsins! verið að velta fyrir mér hinni miklu þörf sem virðist nú vera í þjóðfélaginu á andlegri upp- lyftingu og þá ekki aðeins í trú- arlegum skilningi." Ég sæki mitt myndefni hins vegar aftur í mið- aldafræðin," segir Þorgerður, „og er með beina skírskotun í það að andinn kom yfir postu- lana.“ Aðspurðar hvort formið í myndlistinni hafi tekið einhverj- um breytingum með þessari auknu áherslu á andann segja Þorgerður og Sigríður að allar línur hafi orðið mýkri og fijáls- legri, ef svo mætti segja, en að öðru leyti sé ekki um neina grundvallarbreytingu að ræða. „En það er auðvitað ekki hægt að hugsa um stærðfræðiþraut um leið og maður er að vinna mynd um heilagan anda,“ bætir Þorgerður við. Oll myndverkin á sýningunni eru ný og sérstaklega unnin af þessu tilefni. Miklar umræður hafa orðið á meðal listamann- anna um samspil listar og trúar á meðan á undirbúningi sýning- arinnar hefur staðið og segja þær stöllur að til að halda þeirri umræðu áfram hafi kviknað sú hugmynd að stofna til fyrir- lestrahalds síðar í sumar. Yið opnun sýningarinnar á laugardag munu Petrea Oskars- dóttir flautuleikari og Ingunn Hauksdóttir pianóleikari leika nokkur lög og Guðbjörg Þóris- dóttir mun flytja ljóðverk. Sýn- ingin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 en henni lýkur 26. júní. HellyHansen ||SS-y ' ■lív'V? B 1 u Ð 1 1 N ■ • ' Í?H. .v\\ \ V Skeifan 13 - Sími: 588 7660
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.