Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Kári Jónsson NÝSTÚDENTAR á Laugarvatni ásamt skólameistara sínum Kristni Kristmundssyni. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SIGRÚN Huld í Hveragerði. Sigrún Huldí Hveragerði Hveragerði - Koma Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur, heimsmeist- ara, til Hveragerðis var án efa hápunktur dagskrárinnar á Fjöl- skyldudegi í Sundlauginni, sem haldinn var á vegum Heilsueflingar í Hveragerði sl. iaugardag. Sigrún Huld vakti óskipta að- dáun allra barna sem hana sáu fyrir frammistöðu sína, en fjöl- breytt dagskrá var í sundlauginni fyrir alla aldurshópa þennan dag. Okeypis var í laugina og þar var hægt að fara í sundleikfimi, skipu- lagðir voru leikir fyrir börnin, tíma- taka á 200 metra sundi og síðan boðið upp á blóðþrýstingsmælingu fyrir þá sem vildu kanna ástand sitt eftir átökin. Ennfremur voru skipulagðar göngu- og skokkferðir frá sund- lauginni í tengslum við daginn. Laugarvatni - Menntaskólanum á Laugarvatni var slitið sunnu- daginn 28. maí sl. með hefðbund- inni viðhöfn sem nú fór í fyrsta skipti fram í íþróttahúsinu á Laugarvtni. Þijátíu nýstúdentar voru brautskráðir frá skólanum, en 221 nemandi var við nám í menntaskólanum í vetur. Óskar Ólafsson, sem lengi hef- ur verið kennari við Héraðsskól- ann á Laugarvatni, var í vetur ráðinn aðstoðarskólastjóri. Krist- inn Kristmundsson, skólameist- ari, rakti skólastarf vetrarins sem hófst með skólasetningn 3. sept- ember. Kennaraverkfall setti mark sitt að verulegu leyti á starfið, en það varð til þess að kennt var í dymbilviku og nokkra laugardaga eftir páska auk þess sem prófum var frestað um eina viku. Skólameistari lýsti ánægju' sinni með námsárangur nemenda þrátt fyrir þrengingar á skóla- tíma. Þakkaði hann það jákvæðu hugarfari nemenda sjálfra til þess að nýta tímann vel sem eft- ir var þegar verkfallinu lauk. 30 nemendur luku nú stúdentsprófi frá skólanum. Hæstu meðalein- Nýstúdentar brautskráðir frá ML kunn á stúdentsprófi hlaut Krist- jana Skúladóttir í náttúrufræði- deild með 9,05. Hæstu meðalein- kunn yfir allan skólann hafði Baldur Helgason í 3. bekk eðlis- og náttúrufræðideildar 9.50. Alls hófu 221 nemandi nám við skólann í haust, 192 í menntaskól- anum og 29 í grunnskóladeildum 9. og 10. bekk. Nokkrir helltust úr lestinni í vetur og hafði verk- fallið þar nokkur áhrif. Skóla- starfið var með hefðbundnum hætti í skólanum í vetur, mikið bar á íþróttalífi og örðu menning- arstarfí. Söngur er með sérstök- um blóma undir sljórn söngstjór- ans Hilmar Amars Agnarssonar. Leiklistin er þó sá þáttur í menn- ingarlífi nemenda sem reis hvað hæst í vetur undir stjórn Elínar Unu Jónsdóttur nemenda í 4. bekk. Leikhópur ML setti upp verkið Fiðlarann á þakinu undir leikstjóm Ingunnar Jensdóttur. Sýndi hópurinn víða um Suður- land og á Reykjavíkursvæðinu við góðan orðstýr. Að uppsetningu verksins komu um 60 manns. Skólameistari kom inn á að húsnæðismál skólans em nú i mikill endurnýjun þar sem unnið er eftir áætlun til nokkura ára um að bæta og endurnýja mikinn hluta af gamla skólahúsinu og heimavistum þess. Þörfin fyrir þessar endurbætur var orðin mjög brýn og því kærkomin. Vonaðist hann eftir því að fram- tíðin bæri í skauti sér sífellda uppbyggingu menningarseturs að Laugarvatni, það starf þyrfti að halda áfram óslitið um ókomna tíð. Margar góðar gjafir vom færðar skólanum frá eldri nem- endum skólans í tilefni útskrift- arinnar og verðlaun voru fyrir framúrskarandi námsárangur. Eftir að skólakór ML hafði sungið nokkur falleg lög sleit skólameistari skólanum með því að biðja nemendur að „...vera það sem mest og best, vönduðum manni sæmir“ eins og Stephan G. Stephansson kvað. 75 ára afmæli KASK Hornafirði - Kaupfélag Austur- Skaftfellinga heldur upp á 75 ára afmæli sitt í dag, l.júní. Mikil hátíðarhöld verða á vegum Kaup- félagsins í tilefni afmælisins. Hátíðahöldin hefjast í dag með afmælisafslætti í verslunum KASK og síðan verður haldin veg- legur afmælisfagnaður í íþrótta- húsinu kl. 20:30 í kvöld. Afmæli- sveislan verður á léttari nótunum og eru allir boðnir velkomnir og auðvitað eins og í öllum góðum afmælum verður boðið upp á af- mælistertu. Allt fram á sunnudag verður boðið upp á margvíslega skemmt- un í tilefni afmælisins. Má þar meðal annars nefna að á laugar- daginn verður mikið um að vera. Opið hús verður hjá fyrirtækjum KASK svo sem í brauðgerð og mjólkursamlaginu. Síðan verður bryddað upp á svokölluðum Kaup- félagsdögum í Gömlubúð í Byggðasafninu hér á Höfn og verður það eflaust skemmtilegt fyrir unga sem aldna að rifja upp gamla daga þar og fyrir þá sem yngri eru að sjá hvernig verslun var fyrir 75 árum. Einnig verður haldin sýning á málverkum Bjarna Guðmundssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og verður hún haldin í Heppuskóla. S U M A R I Ð H E F S T SUÐURNESJUM öumaroaÁi a c5uhurnesjum Dagskrá Hvítasunnan Keflavík - Njarðvík - Höfnum1995 ^jJ'östudagur 2. jum 17:00. Málverkasýningar opna. (til kl 20:00) 20:00. Setning Sumarvaka á Flug Kaffi. Setning. Tónlist. Opnun sjávarútvegssýningar. Uppákomur á veitingahúsunum. jQ augardagur 3. ■ ^ ^ jum 10:00 Opið hús hjá Hitaveitu Suðurnesja til kl. 18:00. Skrifstofur og áhaldahús Brekkustíg 36, Njarðvík. Tæknisýning í rafmagnsdeild og vatnsdeild. Þjónustukynning í skrifstofuhúsnæði. Rafmagnsbílar fyrir börnin að aka. Hestamannafélagið Máni teymir undir krökkum. Leikfélagið skemmtir með ýmsum uppákomum. Orkuver í Svartsengi. Orkuverið kynnt í verki, máli og myndum. Eldvörp. önnur aflmesta borhola í heimi látin blása. 10:00 Gönguferð um Bergið, lagt af stað frá Grófinni. 11:00 Málverkasýningar og sjávarútvegssýningar opna. (til 20:00) 13:15 Skoðunarferð með leiðsögumanni um herstöðina á Kefla- víkurflugvelli (farið frá umferðamiðstöð SBK í Hafnargötu). 14:00 Götubolti við Myllubakkaskóla á vegum KKÍ. 15:15 Skoðunarferð frá SBK á Keflavíkurflugvöll (eins og 13:15). 17:00 Einsöngvaratónleikar í Keflavíkurkirkju. \&Q ira s 09:15 11:00 14:00 unnudagur4. júní 15:00 16:30 Gönguferð á Keili undir eftirliti Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Brottförfrá Umferðamiðstöð SBK. Gangan hefst kl 10:00. Hátíðarmessa í Keflavíkurkirkju. Opnun málverkasýningar ÁSTU PÁLSD. í veitingahúsinu v/ Bláa Lónið. Málverkasýningar og sjávarútvegssýningar opna. (opið til 20:00) Stekkjarkot opið almenningi - kaffisala. Tónleikar kórs Keflavíkurkirkju. Fjöruskoðunarferð um Fitjar. Gengið frá Stekkjarkoti undir leiðsögn líffræðings. ánudagur 5. júní 14:00 14:00 16:30 Málverkasýningár og bátslíkanasýning opna. Hátíð á Íþróttavellinumí Keflavík. Fánareið hestamanna.Björgunarsýning Björgunarsveita á Suðurnesjum. Brunavarnir Suðurnesja og Slökkvilið Varnarliðsins. Flugmódelklúbburinn sýnir smávélaflug. Fallhlífarstökk úr vél frá Suðurflugi. Þyrla frá varnarliðinu sýnir björgun. Björgunarbáturinn Hannes Hafstein verður til sýnis í höfninni. Bryggjuveiði í Njarðvíkurhöfn. Marhnútakeppni - afreksverðlaun. Börn innan 6 ára verðií fylgd fullorðinna. NANARI UPPLYSINGAR: Málverkasýningar. Samsýningar eru haldnar í Njarðvíkurskóla, Kirkjulundi, Sólstofunni, Hótel Keflavík. Flug-kaffi og í Kjarnanum. „Baðstofan" sýnir í Risinu Tjarnargötu 12. Sýning Ástu Pálsdóttur í Veitingahúsinu við Bláa Lónið opnar kl 14:00 Hvítasunnudag. Sjávarútvegssýning, Sýning á bátslíkönum smíðuðum af Grími Karlssyni verða til sýnis frá föstudeginum 2. júní út sumarið í Kjarnanum. Sértilboð á hótelum og veitingahúsum. Sæfiskasafnið í Höfnum opið alla helgina. Kirkjur á Suðurnesjum opnar almenningi e.h. Hvítasunnudag. Vitar á Suðurnesjum opnir almenningi. Reykjanesviti og Garðskagavitar. Púttvellir - Golfvellir. Tjaldsvæðið í Keflavík bíður 30% afslátt. Silungsveiði i Seltjörn - opið alla dagana. Veitingahús opin alla dagana. Sjóstangaveiði. Gallerí Björg -Heimilisiðnaður í Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.