Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 43 FRÉTTIR Jöfn staða karla og kvenna á ráðstefnu ■ HJÓLASKOÐUN lögreglunnar við grunnskóla Reykjavíkur verð: ur dagana 1., 2., 6. og 7. júní. í frétt frá lögreglunni segir að ætlast sé til að allir mæti með hjólin sín. Nú fari sá tími í hönd þegar flestir taki fram reiðhjólin og um leið sé sá timi framundan þegar flest reið- hjólaslys verði. Það sé því mjög mikilvægt að foreldrar hafi eftirlit með yngstu börnunum þegar þau byiji að hjóla og veiti þeim nauðsyn- lega tilsögn. Lögreglan skoðar hjól við skólana sem hér segir: Fimmtudaginn 1. júní við Hlíða- skóla, Austurbæjarskóla og Hvassaleitisskóla frá kl. 10-11 og við Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla frá 13.30 til 14.30. Föstudaginn 2. júní verður skoð- un við Fossvogs-, Breiðagerðis- og Alftamýrarskóla frá 10-11 og við Laugarnes-, Langholts- og Vogaskóla frá 13.30-14.30. Þriðjudaginn 6. júní verður skoð- að við Breiðholts-, Fella- og Hóla- brekkuskóla frá 10-11 og við Selja-, Öldusels- og Foldaskóla frá 13.30 til 14.30. Lokadagur hjólaskoðunar verður miðvikudaginn^ 7. júní. Þá verður skoðað við Árbæjar-, Artúns-, Selás- og Klébergsskóla frá kl. 10-11 og við Æ.K.Í, Landakots-, Varmár-, Mýrarhúsa-, Rima- og Húsaskóla frá kl. 13.30 til 14.30. ■ FRANCA Zuin heldur dagana 6.-16. júní flamenco-námskeið í Kramhúsinu. Franca Zuin kemur hingað frá Granada á Spáni. Hún er fædd í Suður-Týról en lagði ung að árum land undir fót og ferðaðist meðal annars til íslands og Spánar. A Spáni hóf hún nám í flamenco- dansi, fyrst í Granada en síðan í Sevilla, sem stundum er kölluð vagga flamenco-dansins. Frá því að hún lauk námi hefur hún kennt og sýnt flamenco víða um lönd, mest í Þýskalandi og á Ítalíu. Hún býr nú á Ítalíu og á Spáni. Á námskeiðinu kennir Franca ýmis grunnatriði flamenco svo sem fótatækni, arm- hreyfingar, klapp-rytma (palmas) og býr til dans með nemendum sínum. Kennt verður í tveim hópum, byrj- enda og framhalds. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Kramhús- inu. ■ HIÐ árlega arnbísk-íslenskn kvöld verður haldið fimmtudags- kvöldið 1. júní í Ármúla 40, 2. hæð. Arabískir réttir verða á borðum sem fyrr. Á dagskrá kvöldsins er arabísk tónlist og dans. Þórunn Valdimarsdóttir, rit- höfundur les úr verkum sínum. Heið- ursgestur kvöldsins er dr. Izzedin Aryan, aðalritari palestínska Rauða hálfmánans á Vesturbakkanum og Gaza. Borðhald hefst kl. sjö. 11. NORRÆNA mannréttindaráð- stefnan verður haldin á íslandi þann 1. til 3. júní. Ráðstefnan er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem Mann- réttindaskrifstofa íslands hefur með höndum. Mannréttindaskrifstofan hefur frá stofnun verið formlegur aðili að samstarfi mannréttinda- stofnana Norðurlanda og er ráð- stefnan liður í því samstarfi. Ráðstefnan verður haldin á Nor- ræna skólasetrinu á Hvalíjarðar- strönd. Um 60 einstaklingar frá ís- landi og öðrum Norðurlöndum sem og alþjóða- og svæðasamtökum utan Norðurlandanna, taka þátt í ÆVINTÝRA-KRINGLAN opnaði 10. maí sl. á 3. hæð í Kringlunni þar sem viðskiptavinum Kringl- unnar gefst kostur á gæslu fyrir börn. Frá því að Ævintýra-Kringlan opnaði hefur hún notið mikilla vin- sælda hjá börnum sem koma í Kringluna. Miðað er við að bömin geti dvalist í 1—1V2 klst. í senn þannig að foreldrarnir geti verslað í rólegheitum. Ævintýra-Kringlan er lista- smiðja fyrir börn á aldrinum 2ja til 8 ára. Krakkarnir fá að spreyta sig á leiklist, sögn, dansi og mynd- list. Á fimmtudögum kl. 17 eru leiksýningar fyrir börnin. Fimmtu- daginn 1. júní kemur Tanja Tat- Veðmál endurvakin hjá Fáki FÁKUR heldur sitt árlega Hvíta- sunnumót dagana 1.-5. júní. Ásamt hefðbundinni dagskrá verður afhjúp- aður minnisvarði um Þorlák Ottesen fyrrverandi formann félagsins. Um árabil voru veðreiðar Fáks einn helsti viðburður í Reykjavík. Um hvítasunnuna verða þær endur- vaktar. Á laugardag gefst áhorfend- um kostur á að veðja á 150 m skeið, úrslit á tölti, A-flokki og B-flokki gæðinga sem fram fara á mánudag. Einnig verður hægt að veðja á hesta í 250 m skeiði á mánudag. ráðstefrtunni. Viðfangsefni ráð- stefnunnar verður jöfn staða kvenna og karla og mannréttindi kvenna. Tilgangur ráðstefunnar er að skapa opnar umræður um hug- myndir um mannréttindi og koma með tillögur fyrir Heimsþing Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldið verður í Peking í september. Alkunna er hvaða áhrif tillögur norrænu mannrétt- indaráðstefnanna á Laugarvátni 1991 og Lundi 1993 höfðu á Heims- þing Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi sem haldið var í Vín í júní 1993. arastelpa í heimsókn í Ævintýra- Kringluna. í hlutverki Tönju er Ólöf Sverrisdóttir, leikkona. Umsjónarmenn Ævintýra- Kringlunnar eru leikkonurnar Ólöf Sverrisdóttir og Margrét Péturs- dóttir sem báðar hafa mikla reynslu af að vinna með börnum. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. FUNDUR sambandsstjórnar Verkamannasambands íslands, haldinn 29. maí 1995, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðu vinnudeilu sjómanna og útgerðar- manna. Leysist deilan ekki með skjótum hætti leiðir hún af sér atvinnuleysi þúsunda fiskvinnslu- fólks. í ályktuninni segir: „Fisk- vinnslustöðvar sem eiga mikinn meirihluta fiskveiðiflotans ætla bersýnilega engu að skeyta um hagsmuni fiskvinnslufólks í hinni harðsnúnu hagsmunabaráttu sinni við sjómenn. Það samræmist ekki hagsmun- BUBBI Morthens og Rúnar Júlíusson. Útgáfutón- leikar GCD í kvöld BUBBI og Rúnar í GCD halda tón- leika í tilefni af útkomu nýrrar plötu þeirra, Teika, í kvöld, fimmtudaginn 1. júní, í Þjóðleikhúskjallaranum. Á tónleikunum leika þeir öll lögin af nýju plötunni ásamt gömlu GCD- slögurum. Lagið Ég sé ljósið af Teika hefur fengið góðar viðtökur og hefur verið á hraðferð upp alla vinsældalista að undanförnu, segir í fréttatilkynningu. Bubbi og Rúnar munu koma fram allar helgar um allt land fram í miðjan september. um þjóðarinnar að aðilum sem færð hefur verið á silfurfati mesta auðlind hennar og efnahagslegt fjöregg, verði látið haldast uppi að stöðva þessa mikilvægustu framleiðslugrein okkar og beita aðgerðum sem eru tvímælalaust brot á vinnulöggjöfinni, í þeim til- gangi að brjóta niður löglega boð- un vinnustöðvun sjómanna. Sambandsstjórn VMSÍ krefst þess að atvinnurekendur í sjávar- útvegi komi án tafar að samnings- borðinu og gangi til samninga, enda ekki um aðra lausn málsins að ræða.“ Tískusýn- ing á Kaffi Reykjavík ÍSLENSKUR fatahönnuður, Guð- björg Antonsdóttir, sýnir eigin hönnun í kvöld, fimmtudaginn 1. júní, á Kaffi Reykjavík. Guðbjörg lauk námi frá Columbine Int- ernational Mode og Design Skole í Kaupmanna- höfn og útskrif- aðist þaðan sem fatahönnuður árið 1994, þar sótti hún einnig námskeið í hattagerð. Á sýningunni verða sýnd sumarföt og einnig verða sýndir danskir skartgripir frá fýrirtækinu AC Huiltqust en það er Vinnustof- an Austurveri sem flytur þá inn. Að auki verða kynntar snyrtivörur frá Christian Breton. Það eru nem- endur John Casablanca sem sýna og kynnir er Kolbrún Aðalsteins- dóttir. ♦ » ♦ Fræðsla fyrir vélhjóla- áhugafólk MÓTORSMIÐJAN er samstarfs- verkefni íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur sem rekin verður sem tilraunaverkefni frá og með 2. júní til 1. september 1995. Markmiðið er að koma saman vélhjólaáhugafólki á aldrinum 13-18 ára og verður unnið mark- visst að ýmsum forvörnum og fræðslu. Að Vagnhöfða 7 er góð viðgerðaraðstaða og þar geta áhugasamnir aðilar um mótorhjól hist, unnið í hjólunum sínum og spjallað við aðra hjólaáhugamenn. Einnig verður aðstaða fyrir starf- semi vélhjólaklúbba sem tengjast félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Mótorsmiðjan verðu opin alla virka frá kl. 10-23.30. Leiksýningar í Ævintýra-Kringlunni Verkamannasambandið Ahyggjtir af sjó- mannaverkfallinu Símaskráin 1995 er komin út laugardaginn B. Júní lUýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmidanum og nádu í nýju símaskrána strax í da !> I\lýja símaskráin - nauðsynleg frá 3. júní PÖSTUR OG SIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.