Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JltargliltÞIflfetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GLÆPAVERKI BOSNÍU FRAMFERÐI Serba í Bosníu hefur náð því marki að fólki ofbýður. Hersveitir Serba hafa brotið flestar reglur um framferði í hernaði, nú síðast með því að taka friðargæzluliða Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. Aðstaða friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu er nánast vonlaus. Annaðhvort er fyrir SÞ að draga sveitirnar til baka og hætta að skipta sér af framgangi stríðsins, eða auka mjög styrk þeirra, til þess að þær eigi í fullu tré við þungvopn- aðar sveitir Serba. Talsmönnum fyrri kostsins fer fjölgandi. Hann hefði hins vegar ýmsar hættur I för með sér, ekki sízt þá að stríðið breidd- ist út um allan Balkanskaga. Sömuleiðis er hætt við að mörg- um hrjósi hugur við afleiðingunum fyrir varnarlausan almenn- ing í Bosníu. Hundruð þúsunda flóttamanna myndu sennilega streyma til Vestur-Evrópu. Síðast en ekki sízt yrði brottför friðargæzlusveitanna álitshnekkir fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Verði seinni kosturinn tekinn, þurfa ríki heims — ekki sízt Vesturlönd — áður að gera upp við sig hvort þau eru tilbúin að beita hervaldi til að setja niður svæðisbundnar deilur, með þeim mannfórnum og kostnaði, sem því fylgir. Sú umræða hefur enn ekki verið leidd til lykta og í raun vita Vesturlönd ekki glöggt hver stefna þeirra á að vera í þessum efnum. Mikilvægast er þó að læra af mistökunum, sem gerð hafa verið í Bosníudeilunni, og leitast við að grípa fyrr inn í atburða- rásina í öðrum púðurtunnum þjóðernisdeilna, í Evrópu og ann- ars staðar. Þar hafa Vesturlönd og vestrænar hugmyndir um samstjórn og valdskiptingu ólíkra þjóða og trúarhópa mikil- vægu hlutverki að gegna. VERZLAÐ MEÐ VARNIR VALUR Ingimundarson sagnfræðingur sýnir fram á það í nýrri ritgerð sinni í Sögu, tímariti Sögufélagsins, að vinstri stjórn Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins, sem var við völd 1956-1958, hafi hætt við að reka varnarlið Bandaríkjamanna úr landi, meðal ann- ars gegn láni frá Bandaríkjunum. Morgunblaðið og ýmsir erlendir úölmiðlar héldu því fram síðla árs 1956 að þessi tengsl ákvarðana um varnarmálin og lánsloforða Bandaríkjamanna væru til staðar. Forystu- menn vinstri stjórnarinnar neituðu því hins vegar ævinlega. Auðvitað var það jákvætt að horfið var frá áformum um að senda varnarliðið úr landi, sem hefði verið hreint glapræði í ljósi ástandsins í alþjóðamálum á þessum tíma. Betra hefði hins vegar verið ef það hefði gerzt án þess að verzlað væri með varnarhagsmuni íslands. Morgunblaðið hefur ævinlega lagzt gegn slíkum viðskiptum. Morgunblaðið krafðist þess í nóvember 1956 „að þjóðin fái hið fyrsta upplýsingar um sannleikann í þessum þýðingar- miklu málum.“ Þessar upplýsingar hafa komið fram með ýmsum hætti á undanförnum áratugum og eru nú staðfestar með tilvísun í bandarísk skjöl. MIKILL AFREKSMAÐUR FALLINN í VALINN MEÐ Gunnari Huseby er genginn einn mesti afreksmaður íslands í íþróttum. Gunnar var á 72. aldursári er hann lést sl. sunnudagskvöld. Gjörvöll þjóðin fylgdist stolt með Gunnari er hann var á tindi ferils síns sem íþróttamaður og þjóðin fagnaði með Gunnari, er hann fyrstur íslendinga varð Evrópumeistari, þegar hann sigraði í kúluvarpi á Evrópu- meistaramótinu í Ósló árið 1946. Gunnar varði þann titil sinn fjórum árum síðar og setti um leið Norðurlandamet í kúluvarpi og varpaði kúlunni 16,74 metra. Það kast Gunnars stóð sem Islandsmet í 17 ár, eða allt fram til ársins 1967. Blómaskeið Gunnars í fijálsum íþróttum, einkum kúluvarpi og kringlukasti, varði í heilan áratug, 1941-1951. Gunnar varpaði kúlu fyrstur íslendinga yfir 15 og 16 metra og kringlu kastaði hann fyrstur Islendinga yfir 50 metra. Islandsmeistaratitlar hans í báðum greinum eru fjöl- margir og Konungsbikarinn vann hann fyrir besta afrek 17. júní mótsins oftar en nokkur annar, eða samtals 8 sinnum. Skin og skúrir skiptust á í lífi Gunnars. Samferðarmenn hans sögðu hann kappa, ramman að afli og ljúfan í samskipt- um. Að Gunnari Huseby gengnum, er við hæfi að við íslending- ar horfum um öxl og þökkum þessum íþróttakappa, fyrir þau afrek, sem hann vann fyrir íslands hönd. Skammt í umfangsmiklar breytingar á símanúmerakerfinu Öll símanúmer verða sjö t ö I u r [93ÍÍÍBÍ>EmTT>-^ I911HM) ffilllll S É R N Ú M E R - 8REYTAST 1. OKTÓBER Talsamb. innanl. [Ö2) iifci Símatelex [Ö7)U3 Uppl um símanr. [Ö3) HEi Uppl. um erl símanr. IÖ8)Hlllil Klukkan [04)BH«i Talsamband við útlönd [Ö9) QQj Bilanir[Ö5)QQ Tilútlandaf90)P!ti Ritsíminn |06>pEia Neyðarnúmer) Q IHi!i!jÍ>mD l9iM«m)BrTTT Símanúmer Morgunblaðsins 916911 00>| Þriðja taian gefur gjaldflokk til kynna Boðtæki I984IWI)! Símatorg Græn númer Gagnanet ií i i ► mrm m\ 11 ► hhd Talhólf 9881111« 84IIIH IIIII 85IIIII Farsími/GSM i989n«n)iinTm Mörg fyrirtæki og stofn- anir skipta um aðalnúmer N ey ðarnúmer ið 112 tekur g*ildi 1. október Gamla símanúmerakerf- ið heyrir brátt sögunni til. Einhverjar mestu breytingar sem Póstur og sími hefur ráðist í verða gerðar á íslenskum símanúmerum frá og með laugardeginum 3. júní. Núverandi svæðis- númer verða lögð niður og öll almenn símanúmer verða sjö stafa, að því er fram kemur í saman- tekt Þórmundar Jóna- tanssonar. 1 mMt Q' 1 Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN Pósts og síma hafa alla vikuna verið í óða önn við að afhenda viðskiptavinum sínum nýja símaskrá fyrir árið 1995. Öll símanúmer í henni eru samkvæmt eðli máls sjö stafa. BREYTINGARNAR á síma- kerfinu eru framkvæmdar í því skyni að fjölga núm- erum fyrir nýja slmaþjón- ustu og til að uppfylla ákvæði um samræmd númer í Evrópu, s.s. fyrir neyðarnúmer og val til útlanda. Breytingar á neyðarnúmeri og ýms- um þjónustu- og sémúmerum taka aftur á móti ekki gildi fyrr en 1. október nk. Mörg stór einkafyrirtæki og nokkur ríkisfyrirtæki ætla slá tvær flugur í einu höggi á laugardaginn og munu skipta um aðalnúmer sitt og númeraraðir vegna beins innvals. Kerfisbreyting til framtíðar Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingarfulltrúi Pósts og síma, kveðst ætla að ekki verði þörf á annarri eins kerfisbreytingu í símanúmera- kerfinu um mjög langt skeið. Að- gerðin væri sérlega viðamikil og í samræmi við þróun í nágrannalönd- um íslendinga. Markmið breyting- anna væri að fjölga símanúmerum og samræma þau á þann hátt að öll númer, önnur en þjónustu- og sérnúmer, væru jafnlöng. „Símanúmerum hefur fjölgað hin síðustu ár og sú fjölgun hefur hald- ist í hendur við aukna stafræna símaþjónustu s.s. græn númer og símatorgsnúmer og hraða útbreiðslu ólíkra tegunda farsíma,“ sagði Hrefna. „Þessi þjónusta hefur kallað á það að við höfum viljað halda ákveðnum númeraröðum aðskildum fyrir þetta í því skyni að fólk geti áttað sig á því hvort það hringir í farsíma, GSM farsíma eða almennt símanúmer. Eins hefur mikill fjöldi fyrirtækja tekið upp beint innval og þá þarf oft að taka frá nokkur hundruð númer. Það var því farið að verða nokkuð þröngt um okkur,“ sagði hún. Hrefna sagði að Póstur og sími hafi einnig þurft að uppfylla ákvæði um samræmd númer í Evrópu. „Við vorum þannig skyldug til að taka upp neyðarnúmerið 112 og nokkur fleiri þjónustunúmer. í því skyni urðu öll númer sem byrja á tölunum 112 að hverfa úr símanúmerakerf- inu,“ sagði Hrefna. Svæðisnúmer felld inn í númer Núverandi símanúmer breytast á einfaldan hátt í sjö stafa númer. Á svæði 91 bætist 55 fyrir framan fimm stafa símanúmer og stafurinn 5 fyrir framan sex stafa númer. Á svæðum 92-98, að frátöldu svæði 94, felst breytingin í því að stafurinn 4 og siðari stafur í svæðisnúmeri bætast framan við númerið. Á Vestfjörðum bætist aftur á móti 456 við fjögurra stafa númerin. Reglan um seinni staf í svæðisnúmeri gildir ekki þar. Nýju númerin sýna þannig áfram skýrt hvaða landshluta þau tilheyra. Um 25 þúsund símanúmer far- síma, boðtækja og talhólfa styttast á mjög einfaldan hátt. Númer sem byija á 984, 985, 988 og 989 breyt- ast þannig að fyrsti stafurinn 9 fell- ur brott. Um símatorgsnúmer gildir sú regla að í stað 99 í upphafi núm- ers kemur 90 og þriðji stafurinn, á 'þilinu 1-5, segir ennfremur til um gjaldflokk. Þannig verður dýrast í hringja í númer sem byija á 905. Ný þjónustunúmer taka gildi 1. október Ýmsum þekktum tveggja stafa þjónustunúmerum verður breytt í síðasta hluta kerfísbreytinga Pósts og síma þann 1. október nk. og verða framvegis þriggja stafa. Alþjóðlegt neyðarnúmer 112 verður þá tekið í notkun en fram að því mun númerið 5511100 gilda. Hrefna upplýsti jafn- framt að ákveðið hefði verið að gamla númerið 11100 yrði opið áfram enn um sinn. Það væri gert til að gæta fyllsta öryggis en ekki hefði þótt ráðlegt að beina neyðar- hringingum inn á símsvara. Vali til útlanda hefur verið breytt úr 90 í 00, en sú breyting tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Stofnanir og fyrirtæki skipta um aðalnúmer Ýmsar stofnanir og mörg stórfyr- irtæki hafa, að sögn Viktors Ágústs- sonar, yfirmanns söludeildar sérbún- aðar hjá P&S, ákveðið að skipta um aðalnúmer sitt og númeraraðir vegna beins innvals og slá þannig tvær flug- ur í einu höggi. í hópi ríkisfyrirtækja eru Póstur og sími, Ríkisútvarpið, Háskóli íslands, Búnaðarbankinn og Landsvirkjun en meðal fyrirtækja eru Stöð 2, Olís, Flugleiðir, Eimskip, Víf- ilfell, Kaupþing, Tryggingamiðstöð- in, Byko, Brimborg, Skífan, Marel og prentsmiðjan Oddi. Viðamikið kynningarátak Hrefna sagði að kynningarátak vegna breytinganna hafi hafist þeg- ar í lok ársins 1993. Það breyti því þó ekki að langflestir íslendingar fari ekki að spá í breytingarnar fyrr en á síðustu stundu. Af þeim sökum hafi Póstur og sími hafið lokahrinu kynningarátaksins sem standi yfir í 2-3 vikur. Hrefna kvaðst telja að breytingarnar legðust vel í fólk og féllu almennt í góðan jarðveg. Þarfar ábendingar Hrefna sagði að margt þprfi að athuga vegna breytinganna. í fyrsta lagi verði öll gömlu símanúmerin tekin úr sambandi, önnur en neyðar- númerið 11100. Hún sagði að í eitt ár muni öllum símtölum verða beint í gjaldfijálsan simsvara en þeim sem hringi frá útlöndum verði svarað á erlendum tungumálum. Hún lagði áherslu á að allir notendur faxtækja breyttu nafngjöfum í tækjum sínum og benti þeim sem enn ættu eftir að breyta bréfsefni sínu að gera það sem fyrst. FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 2S Viðræðuslit í sjómannadeilunni hjá ríkissáttasemjara Norðlendingar hafa gert drög- að sérsamningi UPP ÚR viðræðum sjó- mannasamtakanna og LÍÚ slitnaði í gærkvöldi vegna ágreinings um breytingar á verðmyndun afla. Ágreiningur er innan samtaka sjó- manna, en samninganefndir þeirra ætla að gera tilraun til að samræma sjónarmið á fundi í dag. Fastlega er búist við að einstök félög reyni að ná samningum heima í héraði. Rammi að samkomulagi liggur fyrir milli Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga og útgerðarmanna fyr- ir norðan. Stjóm félagsins kemur saman til fundar í dag. í fyrradag kom fram ágreiningur milli Sjómannasambandsins annars vegar og Vélstjórafélagsins og Far- manna- og fiskimannasambandsins hins vegar. Ágreiningurinn stóð fyrst og fremst um hvaða leið ætti að fara við að breyta verðmyndun aflans. Sjómannasamtökin náðu að jafna ágreining milli félaganna á fundi í fyrrinótt. Þau lögðu síðan fram sam- eiginlega tillögu á samningafundi í gær sem LÍÚ hafnaði. Samkomulag við það að takast I gær settust Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélagsins, Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Far- manna- og fískimannasambandsins, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, saman á fund til að gera lokatilraun til að ná sam- Komulagi. Þessi tilraun var gerð með vitund og vilja Sævars Gunnarsson- ar, formanns Sjómannasambandsins. Fjórmenningunum tókst að ná sam- komulagi um texta, en samninga- nefnd Sjómannasambandsins hafnaði honum. Helgi Laxdal sagði að ekki hefðu verið gerðar miklar athugasemdir við tillöguna af hálfu samninganefndar Vélstjórafélagsins. Ekki var ljóst hvort eining var um tillöguna innan samninganefndar Farmanna- og fískimannasambandsins. Tillaga fjórmenninganna gerði ráð fyrir að útgerðarmenn hafi með höndum sölu aflans og tryggi skip- veijum hæsta gangverð. Utgerðar- maður skuli hafí samráð við kjörinn fulltrúa úr áhöfn um ráðstöfun aflans fyrir a.m.k. mánuð i senn og gera honum grein fyrir fyrirliggjandi upp- lýsingum um fiskverð og forsendur þess. Tillagan gerði einnig ráð fyrir að útgerðarmenn og skipveijar geri sín á milli samkomulag um fast fískverð þegar útgerð ráðstafar afla til eigin vinnslu. Til að samningur öðlist gildi skuli hann undirritaður af trúnaðar- mönnum skipveija og útgerðar. Telji áhöfn sig ekki eiga kost á samkomu- lagi um sanngjarnt fiskverð geta sjó- menn leitað eftir úrskurði nefndar sem skipuð skal fulltrúa útgerðar, sjómanna og oddamanni skipuðum af sjávarútvegsráðherra. Tillagan gerir ráð fyrir að nefndin láti í té rökstutt álit og taki í því sambandi tillit til fískverðs í nærliggjandi byggðarlögum og horfa um þróun afurðaverðs. Nefndin skyldi skila áliti innan 14 daga frá því að mál var lagt fyrir hana. Næðist ekki sam- komulag milli áhafnar og útgerðar þrátt fyrir álitið átti nefndin að kveða upp úrskurð sem skyldi hafa sama gildi og gerðardómsúrskurður. Sjómannasambandið vildi afla á markað Hin tillagan, sem sjómannasam- tökin stóðu að, vék í tveimur atriðum frá tillögu fjórmenninganna. í fyrsta lagi var gerð krafa um að afli væri seldur um fiskmarkaði til að tryggja hæsta gangverð. í öðru lagi var Drög að sérsamningi milli Skipstjóra- og stýrí- mannafélags Norðlendinga og útgerða á Norð- urlandi liggja fyrír. Vélstjórar og hásetar segj- ast reiðubúnir til að skoða gerð slíkra samn- inga eftir að upp úr viðræðum slitnaði hjá ríkissáttasemjara. Egill Ólafsson fylgdist með samningamálum sjómanna í gær. Verð á þorski, slægður fiskur m. haus, 1988-94 (12 mán. raðmeðaltal) 120 Áfiskmörkuðum—«■ /M-110 Bein viðskipti 1988 1989 1992 1993 1994 gert ráð fyrir að samningur um ráð- stöfun afla útgerðar sem rekur eigin fiskvinnslu yrði að staðfestast af þvi sjómannafélagi sem áhöfnin væri í. Báðum þessum atriðum hafnaði LÍÚ. „Sjómannasambandið hefur til- kynnt að það standi fast á þeirri kröfu, sem það hefur haft frá upp- hafí, að allur fiskur skuli fara um fiskmarkað. Það er óásættanleg krafa gagnvart okkur. Hún er óframkvæmanleg. Hún veldur svo miklu óöryggi í samskiptum veiða og vinnslu þar sem hún er i sömu höndum. Það þarf að tryggja vinnsl- unni hráefni til að hún geti staðið við samninga og hún geti haldið uppi stöðugri atvinnu," sagði Krist- ján. Kristján sagði að LÍÚ hefði boðist til að koma til móts við kröfur sjó- manna með því að tryggja í Verðlags- ráði sjávarútvegsins lágmarksverð á þorski, 60 krónur á kíló. Hann sagð- ist hafa trúað því að með því að fall- ast á þetta myndi Sjómannasam- bandið falla frá kröfu sinni um að allur afli yrði settur á markað. Samið við alla eða engan „Það hefur legið fyrir frá því snemma í vetur að fyrsta krafa sjó- mannasamtakanna væri ___________ fiskmarkaður eða mark- aðstenging. Við höfum alla tíð lýst því yfir að við vær- um reiðubúnir til að látá þetta gerast á löngum tíma. Þetta á ekki að þurfa að koma viðsemjendum okkar á óvart,“ sagði Sævar. Sævar sagði að Sjómannasam- bandið væri tilbúið til að gerast aðili að því samkomulagi sem vélstjórar og stýrimenn voru búnir að gera við LIÚ. „En það hefur alla tið legið fyrir að við færum ekki að henda fiskmarkaðskröfunni út af borðinu fyrir ekki neitt.“ Helgi Laxdal sagði að þó að þokka- leg sátt hefði verið milli formanns Vélstjórafélagsins, formanns Far- manna- og fiskimannasambandsins og formanns LÍÚ væri ekki hægt að ganga frá samningum. í fyrsta lagi iægi ekki fyrir hvort samninganefnd FFSÍ hefði samþykkt sáttatillöguna. „í öðru lagi fórum við inn í þessa samninga í samstarfi, þessi þrenn samtök og það er erfítt að fara að kljúfa það upp á miðri leið. Þó að við hefðum getað klárað samning við LIÚ hefði verkfalli ekki verið aflýst nema félög Sjómannasambandsins hefðu líka gert samninga. Skipin hefðu ekki farið út þó að við hefðum samið.“ Sérsamningar í undirbúningi Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga gerði í upphafí vikunn- ar samþykkt um að láta reyna á samning heima í héraði ef samningar tækjust ekki fljótlega fyrir sunnan. Þorbjöm Sigurðsson, formaður fé- lagsins, sagðist fara heim í dag ef ekkert óvænt gerðist á fundi forystu- manna sjómannasamtakanna sem hefst kl. 10 í dag. Hann sagðist hafa boðað stjóm félagsins til fundar. Fundarefnið væri m.a. sérsamningar við útgerðir á Norðurlandi. Hann staðfesti að drög að slíkum samningi lægju fyrir við einstaka útgerðir á Norðurlandi. Helgi Laxdal og Sævar Gunnars- son sögðust hafa skilning á því að sjómannafélögin hefðu áhuga á að láta reyna á samninga heima í hér- aði úr því að samninga- mönnum í Karphúsinu hefði mistekist að ná samningum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hugs- —” anlegt að samið verði í sérsamningum strax í kvöld eða nótt við einstakar útgerðir. Viðmæl- andi blaðsins sagðist telja að um leið og fyrstu skipin létu úr höfn myndu aðrir útgerðarmenn koma á eftir og semja. Hann viðurkenndi hins vegar að mjög skanimur tími væri til stefnu því að öll skip yrðu að vera í landi fyrir sjómannadag, sem er 11. júní. Mjög tæpt væri á að skipin næðu túr. Sýnt þykir að frystitogarar komast ekki á veiðar á Reykjaneshrygg jafn- vel þó að samningar tækjust á morg- un. Skipin láta ekki úr höfn fyrr en félögin hafa boðað fund og samning- arnir hafa verið samþykktir. Tæpa Skipin komast ekki á Reykja- neshrygg fyrir sjómannadag tvo daga tekur fyrir skipin að sigla á veiðisvæðið á Reykjaneshrygg frá Reykjavík þannig að þau geta ekki verið að veiðum á Reykjaneshrygg nema tæpa viku ef samið verður á morgun. Venjulega stendur veiðiferð á Reykjaneshrygg í þijár vikur. Helgi sagðist ekkert sjá athuga- vert við að félögin reyndu samninga heima í héraði nú þegar slitnað hefði upp úr samningum í Karphúsinu eft- ir þriggja daga samningaþóf. Helgi var spurður hvort Vélstjóra- félagið myndi taka þátt í samningum ef sérsamningar yrðu reyndir á Norð- urlandi eins og liggur í loftinu. „Við myndum gera það ef það væri okkur þóknanlegt. Það er engin spurning." 25% þorsks undir 60 krónum Um 25% af öllum þorski, sem seld- ur var beint til fískverkenda í mars, voru seld á innan við 60 krónur hvert kíló og 3% aflans voru seld á innan við 40 krónur. Meðalverð af óslægð- um þorski sem seldur var á fískmörk- uðum var 93 krónur, en óslægður þorskur sem seldur var beint til físk- verkenda fór að meðaltali á 70 krón- ur. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Fiskifélag íslands hefur tekið saman fyrir samstarfsnefnd sjó- manna og útvegsmanna. Um bráða- birgðatölur er að ræða. I samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna, sem nú standa yfir í Karphúsinu, hefur verið rætt um að setja lágmarksverð á þorskafla þann- ig að óleyfílegt verði að selja þorsk fyrir lægri upphæð en 60 krónur hvert kfló. LÍU liefur faliist á þessa tillögu. Þess ber að geta að verð á físki sveiflast eftir árstíðum. Sérstaklega á það við um fiskmarkaðina. Þannig lækkar fískverð á fískmörkuðum að jafnaði á sumrin og fer þá stundum niður fyrir verð á afla í beinni sölu. Verð á ýsu hefur t.d. fallið mikið á fiskmörkuðum að undanförnu vegna mikils afla. Dæmi eru um að ýsan hafí verið seld á innan við 60 krónur kilóið. í mars sl. voru seld 2.222 tonn af óslægðum þorski á fiskmörkuðum á 93 krónur kílóið og rúmlega 1.000 tonn af slægðum þorski á tæplega 98 krónur. í sama mánuði voru 3.659 tonn af óslægðum þorski seld í beinni sölu til fiskverkenda á rúmar 70 krónur kílóið og 3.441 tonn af slægð- um þorski voru seld á 69 krónur. Verð á öðrum físktegundum er einnig hærra á fiskmörkuðum en í beinni sölu til fískverkenda. í mars voru 2.380 tonn af slægðri ýsu seld í beinni sölu á 73,50 krónur, en 1.833 tonn af slægðri ýsu voru seld á físk- mörkuðum á tæpar 89 krónur. Með- alverð á slægðum ufsa var 48 krónur í beinni sölu til fískvinnslunnar, en 62 krónur á mörkuðum. Óslægður ufsi var seldur fyrir rúmar 50 krónur í beinni sölu en rúmar 54 krónur á mörkuðum. Þá var meðalverð á grá- lúðu 87 krónur í beinni söiu en tæp- ar 148 krónur á mörkuðum. í öllum tilvikum er um mun meira magn að ræða í beinni sölu til fiskverkenda en á mörkuðum. Verðmunurinn að aukast Samkvæmt línuriti sem Far- manna- og fískimannasambandið hefur unnið upp úr tölum Fískifélags- ins hefur bilið milli þorskverðs á físk- mörkuðum og þorskverðs í beinni sölu verið að aukast á síðustu misser- um. Verðmunurinn á árinu 1992 var í kringum 22 krónur á kíló. Á árinu 1993 var hann um 28 krónur og á síðasta ári var munurinn milli meðal- verðs á þorski á fiskmörkuðum og verðs í beinni sölu til fiskverkenda í kringum 40 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.