Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mikill mat- arskortur í Norður- Kóreu Seoul. Reuter. RHA Woong-bae, einingarmála- ráðherra Suður-Kóreu, sagði í gær, að alvarlegur matarskortur væri í Norður-Kóreu. Kornupp- skeran hefði verið 4,13 milljónir tonna á síðasta ári en hefði ekki mátt vera minni en 6,72 millj. „Að stjórnvöld í N-Kóreu skuli hafa farið fram á aðstoð vegna matar- skorts sýnir best hve alvarlegt ástandið er,“ sagði Rha. Li Song-rok, formaður utanrík- isviðskiptanefndar N-Kóreu, sagði í Tókýó sl. föstudag, að mikill matarskortur væri í landinu af völdum uppskerubrests og fór fram á aðstoð japönsku stjómar- innar. Norður-Kóreustjórn hefur aldrei áður viðurkennt, að við erfiðleika væri að etja en erlendir sérfræð- ingar í málefnum landsins hafa lengi sagt, að ástandið færi hríð- versnandi. Aðstoð boðin Suður-Kóreumenn hafa boðist til að aðstoða „bræður“ sína í norðri og japanska stjórnin hefur einnig samþykkt að hjálpa Norður- Kóreustjóm að því tilskildu, að hún þiggi aðstoð frá Suður-Kóreu. Á því era þó ekki miklar líkur þar sem Kóreuríkin hafa formlega ver- ið í stríði frá því Kóreustyrjöldinni lauk 1953. Reuter BJÖRGUNARMAÐUR hlynnir að konu á meðan aðrir vinna að því að losa annan fót hennar úr brakinu. Enn er 2.500 manna saknað, þar af 400 bama. Neftegorsk verður ekki endurbyggður og hinir eftirlifandi munu fá íbúðir í öðmm bæjum á Sakhalíneyju. Tekist hefur að bjarga 388 manns úr rústum Neftegorsks Lítil von um að fleiri séu á lífi Neftegorsk. Reuter. BJÖRGUNARMENN náðu nokkr- um mönnum lifandi úr rústum bæjarins Neftegorsks á Sakhalín í gær en vonir um að finna fleiri á lífi fara dvínandi. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, gaf í skyn í gær, að Moskvustjórnin hefði hafnað boði Japana um aðstoð af ótta við, að þeir notuðu hana til að styrkja kröfur sínar til Kúril- eyja. Þeir, sem lifðu af jarðskjálftann, innilokaðir í rústunum, segjast hafa verið búnir að gefa upp alla von um björgun. „Það er skelfilegt að deyja úr þorsta,“ sagði Alex- andra Rot, 23 ára gömul kona, sem var grafin úr rústunum ásamt manni sínum, Sergej. Þau hjónin sváfu á sófa þegar jarðskjálftinn reið yfir og það varð þeim til lífs. Hann hlífði þeim við að kremjast undir steypublokkunum en barnið þeirra lést strax. í tvo sólarhringa lágu þau slösuð og vatnslaus und- ir rústunum og rétt áður en þeim var bjargað hugleiddu þau að stytta sér aldur með því að skera sig á púls með glerbroti. 2.500 manna enn saknað í gær var búið að fínna lík 445 manna og tekist hafði að bjarga 388 mönnum en Víktor Tsjemo- myrdín, forsætisráðherra Rúss- lands, sagði, að vonir um að fleiri fyndust lifandi væru ekki miklar. Enn er 2.500 manna saknað. Ákveðið hefur verið að endur- byggja bæinn ekki en komið verð- ur upp aðstöðu fyrir starfsmenn við olíuvinnsluna. Undrun Það hefur vakið athygli, að Rússar skuli hafa hafnað boði Jap- ana um aðstoð, ekki síst með til- liti til þess hve rússnesku björgun- armennimir era illa búnir til verks- ins. Jeltsín forseti sagði í gær á fundi með fréttamönnum, að Rúss- ar gætu annast björgunarstarfið án erlendrar aðstoðar enda væri hætta á, að reynt yrði að nota aðstoðina sem innlegg í samninga- viðræðum. „Japanir gætu til dæm- is sagt: „Látið okkur fá eyjarnar aftur,“ sagði Jeltsín og átti þá við þá kröfu Japana, að þeir fengju aftur þær Kúrileyjanna, sem Rúss- ar lögðu undir sig við lok heims- stytjaldarinnar. Ræða við Japani Jeltsín virðist raunar fyrst og fremst hafa gefið þessar yfirlýs- ingar með pólitíkina í Rússlandi í huga og afstöðu þjóðernissinna því að Oleg Soskovets, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra, ræddi í gær við japanskan embættismann um hugsanlega aðstoð. Synir Max- well fyrir rétt RÉTTARHÖLD hófust í gær í London yfir sonum fjölmiðlakóngsins Roberts Maxwells, Kevin og Ian. Faðir þeirra drukknaði með sviplegum og grun- samlegum hætti 4. nóvember 1991. Synirnir eru ásamt tveimur fyrrum yfirmönnum Maxwell-samsteypunnar sakaðir um hafa misnotað fjármuni lífeyrissjóða samsteypunnar í þágu eignarhaldsfélags fyrirtækja Maxw- ells. Hér koma bræðurnir, Kevin t.v., til réttarhaldsins. Reuter Páfi sagður standa í vegi fyrir sameiningu TUbingen. Reuter. ÞÝSKI kaþólikkinn og guðfræðing- urinn Hans Kiing réðist í gær harka- lega á síðasta umburðarbréf Jóhann- esar Páis II páfa og sagði páfa sjálf- an stærstu hindrunina í vegi fyrir sameiningu kirkjudeilda. Kíing sendi í gær yfirlýsingu frá háskólanum í Túbingen, þar sem hann segir páfa hafa látið gullið tækifæri til að stuðla að sættum kaþólsku kirkjunnar og annarra kristinna kirkjudeilda renna sér úr greipum. „Páfi vill einingu kristindómsins á rómversk-kaþólskum forsendum, sem mun fæla „aðskildu bræður okkar“ frá,“ sagði Kúng. í 115 síðna umburð- arbréfi páfa, „Ut Unum Sint“ (Að eitt verði), sem birt var á þriðjudag, lýsir hann yfír vilja sínum til við- ræðna við aðrar kirkjudeildir um hugsanlega sameiningu kristinna söfnuða. Kúng gagnrýnir páfa fyrir að stíga ekki skrefíð til fulls, segir að hann hefði t.d. átt að aflétta bann- færingu kaþólsku kirkjunnar af Mar- teini Lúther og öðrum leiðtogum mótmælenda og viðurkenna presta og guðsþjónustur lútersku kirkjunnar. Allir þeir sem tök hafa á eru hjartanlega velkomnir í þvottalaugarnar í Laugardalnum. Skrifstofa borgarstjóra í Laugardalnum Allt nánasta umhverfi þvottalauganna í Laugardalnum hefur nú veriö endurgert. Á grunni þvottahúss sem byggt var árið 1901 hefur verið reist sýningargrind. Þar erfjallað um sögu þvottalauganna í máli og myndum. Föstudaginn 2. júní 1995 kl. 16:00 mun borgarstjóri opna sýninguna um þennan merka sögustað Reykjavíkur með ávarpi. Kvennakór Reykjavíkur syngur nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Nokkrar þvottakonur með bala sína og þvottabretti hafa boðað komu sína. Gestum og gangandi verður boðið upp á kaffiveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.