Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sumardagurinn fyrsti „SUMARDAGURINN fyrsti“ í orðsins fyllstu merkingu var á Akureyri í gær, en þá komst hitinn upp í 19 stig á hitamæli I miðbæ Akureyrar. Slíka tölu hefur fólk ekki séð svo mánuð- um skiptir og tók því sumar- veðrinu fagnandi, stuttbuxurn- ar voru dregnár út úr fata- skápunum, en fólk í slíkum fatnaði hefur ekki sést fyrr á þessu ári. Sundlaugarnar voru fullar af fólki sem naut veður- blíðunnar, mannlifið á Ráðhús- torgi var með öðrum hætti en áður, hægt var að staldra við og borða ís án þess að eiga á hættu að krókna. Það var því létt lundin hjá þeim Akur- eyringum sem urðu á vegi ljós- myndara í sólskini gærdagsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vinnsla stöðvast í flestum frystihúsum í Eyjafirði um helgi Dalvíkingar eiga næg- an fisk og stoppa ekki Verkfall mætti standa í mánuð án þess að koma að sök „VIÐ eigum hráefni eitthvað fram eftir föstudeginum,“ sagði Bjarni Sigmarsson, verkstjóri í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa. Bjarni sagði fyrirsjáanlegt að vinnsla myndi stöðvast í frystihúsi félagsins alla næstu viku þó svo að samningar tækjust í sjómanna- deilunni. „Mér sýnist á öllu að það verði vikustopp í vinnslunni þó að verði samið í dag [miðvikudag], togararnir eiga þá eftir að fara út og myndu sennilega ekki koma aftur að landi fyrr en fyrir sjó- mannadag í lok næstu viku,“ sagði Bjami. „Þannig að þetta verður lágmark vikustopp.“ Búið að ráða 80 skólakrakka Frystihús ÚA á Grenivík er á sama róli, þar er til hráefni til vinnslu fram að helgi og fyrirsjá- anlegt að vinnustöðvun verður þar einnig í að minnsta kosti viku. Skólafólk er að byrja sumar- störf hjá ÚA um þessar mundir og sagði Bjarni að í sumar hefðu verið ráðnir um 80 skólakrakkar til starfa hjá félaginu. í frystihúsi KEA í Hrísey var til hráefni til vinnslu fram að helgi og sagði Magnús Helgason fram- kvæmdastjóri að ef verkfalli yrði aflýst nú myndu sennilega ekki falla úr nema 1-3 dagar í vinnsl- unni í næstu viku. Nóg til af fiski í Ólafsfirði Guðjón Stefánsson verkstjóri í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar sagði í gær að nóg væri til af fiski og hefði hann verið að bjóða nágrönn- um sínum í fírðinum hluta af hon- um. „Það er útlit fyrir að við stopp- um um helgina," sagði Guðjón. „Það verður sennilega lokað hjá okkur í næstu viku, en samt er ekki alveg útséð um hvernig þetta fer, ef samningar nást fljótlega gætum við brúað bilið með rússa- fiski og þá erum við að kanna hvort við getum fengið einhvem fisk seinni hlutann í næstu viku. Ekkert stopp á Dalvík „Við vöðum hér fisk upp að eymm,“ sagði Sigurður Óskars- son, framleiðslustjóri í frystihúsi KEA á Dalvík, og bætti við að verkfall sjómanna gæti staðið í Verkmenntakólinn á Akureyri Skólaslit fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri hinn 5. júní nk. á annan dag hvítasunnu og hefjast þau kl. 10.00. Skólameistari. mánuð án þess að þeir yrðu varir við það. Hann sagði að fyrir verkfall hefði verið keyptur rússafiskur til að hafa upp á að hlaupa, en við- skiptabátar frystihússins hefðu verið að fá mjög góðan afla að undanförnu þannig að enn hefði ekki gefist tími til að byija á rússafiskinum. Verkfall sjómanna sagði Sig- urður að hefði þau áhrif helst að menn þyrðu ekki að taka skóla- fólkið inn til starfa. „En það er samt ekkert sem bendir til þess að verði neitt stopp hér hjá okk- ur,“ sagði hann. Ættmóður komið á óvart ELÍN Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Sveinsstöðum í Grímsey, sem búsett er í Grindavík, kemur á hverju vori til sumardvalar í eynni þar sem hún á fjölda af- komenda. Þeir komu henni svo sannarlega á óvart þegar hún kom til árlegrar dvalar nýlega. Þeir tóku á móti henni með rauð- um dregli, gítarspili og söng. Framkvæmdastjóri dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra Fangelsi fyrir brot á lög- um um virðisaukaskatt TÆPLEGA fimmtugur karlmaður var nýlega í Héraðsdómi Norður- lands eysta dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um virð- isaukaskatt. Ákærða var gefið að sök að hafa sem framkvæmdastjóri hlutafélags á Akureyri gefið út kreditreikning á hendur fyrirtæki í Reykjavík að fjár- hæð 10,3 milljónir króna, þar af um 2 milljónir í virðisaukaskatt í þeim tilgangi að villa um fyrir skattyfir- völdum. Reikninginn gaf hann út án þess að hafa endursent eða endurgreitt fyrirtækinu í Reykjavík vörur sem tilgreindar voru á reikningnum, en það hafði framleiðsluvörur félagsins á Akureyri í einkasölu. Afhenti hann skattstjóra Norðurlands eystra ódagsetta virðisaukaskattsskýrslu fyrir tilgreint tímabil sem hann hafði útbúið og undirritað fyrir hönd fé- lagsins þar sem virðisaukaskatts- fjárhæð samkvæmt reikningnum var ranglega talin til inneignar í því skyni að fá skattstjóra til að sam- þykkja hina rangfærðu inneign til endurgreiðslu og lækkunar á skatt- skuld félagsins. Hlutafélagið sem um ræðir var stofnað í apríl 1990 og tilgangur þess framleiðsla og sala á búnaði til fiskveiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí 1992. Vakin var athygli á ætluðum brotum forráða- manna þess á lögum um virðisauka- skatt í bréfi skiptaráðanda til ríkis- saksóknara sem síðar fól rannsókn- arlögreglu ríkisins rannsókn máls- ins. í niðurstöðu dómsins, sem Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp segir m.a. að ósannað þyki að ákærði hafi sjálfur hagnast vegna þeirrar háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir, en hann geti á hinn bóginn ekki borið fyrir sig ókunnugleika í viðskiptum eða vankunnáttu á rétt- arreglum sem til málsbóta verði metin. Refsing þyki því hæfilega ákveðin sjö mánaða fangelsi, en fullnustu fimm mánaða af refsing- unni frestað og hún felld niður að þrémur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.