Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðtal við Trygve Solhaug, prófessor í hagsögu við Verslunarháskólann í Björgvin Síldarstofninn er sameign Islendinga og Norðmanna (X(>ClD tMtfUm .*« «**» *4tIHW - Noreg kan ikkje oversjá Island ';gf n *L Eventyr pá Island i XunH fiJivn* Km- --t+: < —i. .v.v * • ■ «V<- tm*- ■*>'" v y 4w4n 1m(« «4*t : >»*p- mr'M*? » V«uv.: : fc»>v» IM/I UUh4. í — • w: «v «« *.* : ÚRKLIPPA með viðtalinu við Trygve Solhaug í norska dagblaðinu Dag og Tid sl. föstudag. „Á ÞVÍ er ekki minnsti vafí sögu- lega, að norska vorgotssfldin er sameiginleg eign Norðmanna og íslendinga. Þetta verða norsk stjórnvöld að skilja og taka tillit til í samningaviðræðum við íslend- inga.“ Þannig hefst viðtal, sem birt- ist í norska dagblaðinu Dag og Tid sl. föstudag, við Trygve Solhaug, prófessor i hagsögu við Verslunar- háskólann í Björgvin, en hann er kunnur fyrir þekkingu sína og rann- sóknir á sögu fískveiða við Noreg. Hefur hann meðal annars gefíð út grundvallarrit í tveimur bindum um fískveiðar Norðmanna á síðustu öld, „Sögu norskra fískveiða 1815- 1880“, en undir lok þessa tímabils eða 1870 hófust sfldveiðar Norð- manna hér við land fyrir alvöru. Solhaug segir, að deilan, sem hafí risið milli Norðmanna, Islend- inga og Færeyinga eftir að síldin tók aftur upp sínar gömlu göngur, sé ákaflega undarleg með tilliti til síldveiðisögunnar og einkum með það í huga, að sfldveiðar við ísland hafí oft bjargað norskum síldarút- vegi. Segir hann, að sfldin hafí alla tíð gengið til íslands í átuleit, til Jan Mayens og Svalbarða, en hrygnt við vesturströnd Noregs og við Hjaltland og Orkneyjar. „Ég tel, að þessi sögulegu sann- indi eigi að leggja til grundvallar þegar rætt er um síldarkvóta við Islendinga," segir Solhaug. Búnir að gleyma íslandsveiðunum Solhaug segir, að kreppa sé í físk- veiðum íslendinga og Færeyinga um þessar mundir en aftur á móti mik- ill uppgangur í fískveiðum Norð- manna. Þannig hafi það þó ekki alltaf verið. Þegar sfldveiðamar hafí brugðist við Noreg undir lok 18. aldar hafí norskir sjómenn reynt fyrir sér við ísland en það hafí ver- ið fyrst þegar sfldin hvarf við Vest- urlandið 1879, að íslandsveiðamar hafí byijað af krafti með Hauga- sundara í fararbroddi. Þá hafí verið veitt með landnót og norsku sjó- mennirnir fengið aðstöðu á íslandi. „Siðan hafa Norðmenn veitt mikla síld við ísland og líka á þeim tímum, sem ástandið-við Noreg hef- ur verið ágætt. Nú fara hins vegar norskir sjómenn og sjávarútvegs- ráðherrann hamförum gegn íslend- ingum og Færeyingum, sem krefj- ast síns réttmæta hlutar í sfldinni," segir Solhaug. „Sjómannasamtökin á Hörðalandi hafa hótað að hefja mótmælaveiðar gegn íslendingum og Færeyingum í Síldarsmugunni og það er því augljóslega löngu gleymt hvaða þýðingu veiðamar við Island höfðu fyrir sjómenn á Hörða- landi fyrir nokkmm áratugum.“ Trygve Solhaug segir, að íslend- ingar standi nú í sömu spomm og Norðmenn áður. Þeir hafí neyðst til að leita fanga fjarri eigin ströndum. Það væri því mannsbragur að því ef Norðmenn hjálpuðu upp á sakirn- ar gagnvart þeim og Færeyingum einnig. íslendingar eiga meiri rétt en Rússar Solhaug víkur að þeim fullyrðing- um norskra stjómvalda, að Norð- menn hafí byggt upp síldarstofninn og segir, að þeir geti þakkað sér það eitt að hafa ekki útrýmt hon- um. Hann bendir líka á, að Norð- menn og Rússar hafí útdeilt sjálfum sér kvóta, 550.000 tonnum til Nor- egs og 100.000 tonnúm til Rúss- lands, án nokkurs tillits til íslend- inga og Færeyinga. „Sögulega hafa íslendingar þó miklu meiri rétt á kvóta en Rússar," segir Solhaug. „Við Norðmenn ætlumst gjarna til, að stóm ríkin sýni okkur smá- þjóðinni skilning. Það ættum við einnig að gera gagnvart þeim, sem eru minni en við. Þess vegna hefur mér oft gramist þegar norsku blöð- in rífa sig niður í rass yfír kröfum íslendinga og Færeyinga um sfldar- kvóta. Við ætlumst til, að þeir sjái málin frá okkar sjónarhorni en þá verðum við líka að geta horft á þau frá þeirra hlið,“ segir Trygve Sol- haug. Kínverjar skjóta nýrri eld- flaug JAPANSKA stjórnin hélt því fram í gær, að Kínverjar hafi á mánudag gert tilraunir með langdræga flaug (ICBM) er gæti borið kjamorkusprengju milli heimsálfa. Að sögn blaðs- ins Sankei Shumbun er um að ræða fyrstu hreyfanlegu lang- drægu flaug Kínverja og má skjóta henni af skotpalli á vöru- bfl. Hún er sögð knúin nýrri gerð eldsneytis í föstu formi. Húsmæður eyði vantrú YVES-Thibault de Silguy, sem fer með fjármál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær, að hugsan- lega mætti eyða tortryggni í garð sameiginlegs gjaldmiðils sambandsins með því að efna til hringborðsumræðna stórs og breiðs hóps þjóðfélags- þegna, þar sem saman ræddu málið jafnt seðlabankastjórar sem húsmæður. Stöðvar heimssýningu YUKIO Aoshima fylkisstjóri í Tókíó skaut valdhöfum skelk í bringu er hann ákvað að standa við það loforð sitt að stöðva áform um heimsborgarsýning- una 1996 sem kostað hefðu skattgreiðendur 200 milljarða jena, jafnvirði 150 milljarða króna. Ógilti hann áformin með tilskipun í gær en fylkisþingið samþykkti sýningaráætlunina með 100 atkvæðum gegn 23 fyrir tveimur vikum. teknar farið þjónusta Ljósmyndasýning Morgunblaðsins HM á Islandi í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 hefur verið komið upp yfirlitssýningu á Ijósmynd um sem Ijósmyndarar blaðsins tóku á heimsmeistaramótinu í handbolta sem stóð yfir 7.- 21. maí. Á sýningunni - sem ber yfirskriftina HM á íslandi eru 20 sérvaldar myndir sem sýna meóal annars áhorfendur, leikmenn og afhendingu verðlauna. Morgunblaðið hefur ávallt lagt ríka áherslu á myndbirtingar í blaðinu og hefur Myndasafn Morgunblaðsins a5 geyma fjöldann allan af Ijósmyndum sem birst hafa í blaðinu. Myndir sem hafa verið af Ijósmyndurum blaðsins eru seldar til einstaklinga og fyrirtækja og hefur þessi þ vaxandi mei hverju árinu enda mikið af myndum sem birtast f Morgunblaðinu hvern útgáfudag Sýningin stendur til fóstudagsins 16. júní og er opin á opnunartíma blaðsins, kl. 8.00 - 18.00 alla virka daga og laugardaga kl. 8.00 - 12.00. MYNDASAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.